Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JUNl 1977 15 Fangelsid fyrir bók um f jöl- skylduráðgjöf? Gunnar Röller prófessor, teikn- ing af Karfusi og Baktusi. Algengustu tannsjúkdómar I Noregi nú er tannáta og tannlos og stafa þeir sjúk- dómar af bakteríum á yfir- borði tannanna. Venjuleg burstun tannanna hefur nokkurn hemil á þessum bakteríum, en þó er ekki hægt að koma burstun við allsstaSar. Klorhexidin hefur þá sérstöku eiginleika, að sögn prófessorsins, að það festist á yfirborðið og kemur þannig í veg fyrir að bakte- ríurnar nái að komast inn fyr- ir yfirborðið. Prófessorinn segir að enn verði þó líklega langt að bíða að klorhexidin verði gefið án lyfseðils, þar sem það hafi ýmsa ókosti í inntöku og að- eins þeir sem eru þjáðir af tannsjúkdómum fái að taka það. Meðal aukaverkana eru að tennurnar gulna eftir notkun og bragðið er mjög vont. Er nú víða unnið að því að finna nýja samsetningu sem hefur f snér sömu efni en ekki fylgja aukaverkanir. RÖSKLEGA helmingur þeirra kvenna sem láta framkvæma á sér fóstur- eyðingu í Bretlandi koma frá írlandi — þar sem notkun hverskyns getnaðarverja er strang- lega bönnuð og þar heyrir það ekki til tíðinda þótt 35 ára gömul kona eigi tíu börn. Irar þjást af króniskri fá- tækt, atvinnuleysi og þeim lánast ekki að bæta al- mennan hag borgarans svo að neinu nemi. En í þessu lokaða, þröngsýna hálf- gerða eymdarsamfélagi er nú komin út bók sem hefur heldur betur vakið fjaðra- fok þar í landi og heitir „The Essential Guide for Women in Ireland“. Bókin þætti ekki sérstaklega eftirtektarverð ef hún kæmi út á Norðurlöndun- um, en sé haft i huga að hún er skrifuð af írskum höfundi og gefin þar út verður útkoma hennar æsi- fregn. Höfundur bókarinnar heitir Janet Martin, þrítug- ur blaðamaður og fyrrver- andi meðritstjóri á stærsta dagblaði landsins Irish Independent. Hún hefur fengið til samvinnu við sig hugrakkan útgefanda, sem er kona að nafni Catherine Rose og henni hefur meira að segja tekizt að fá kvenn- þingmenn til að rita for- mála að bókinni. „The Essential Guise“ stríðir gegn írskri lagasetn- ingu. Hægur vandi er að dæma Catherine Rose til greiðslu skaðabóta eða dæma hana í allt að sex mánaða f angelsi. í bókinni er nefnilega vænn kafli um fjölskylduskipulagningu og ráðgjöf og slíkt er bann- að með lögum frá 1929 og 1946. Enginn hefur enn treyst sér til að krefjast þess að bókin verði gerð upptæk. Hún kom út meðan kosn- ingarbaráttan á írlandi var i algleymi og kom verulega við sögu i kosningabarátt- unni sem innlegg í jafn- réttisbaráttu kvenna á ír- landi. Svo virðist sem karl- emnn þar hafi, allir í senn skyndilega uppgötvað að helmingur irskra kjósenda eru konur. Og konurnar eru líka að byrja að rumska, þær eru farnar að spyrja óþægilegra spurninga um samsköttun, atvinnuleysisbætur og um almennt réttarfar í land- inu. Hvar sem litið er blas- ir við að langt er í land á öllum vígstöðvum að irskar konur hafi jafnrétti á við karla. En enginn af stóru flokk- unum treystir sér til að mæla með því að sala verði gerð frjáls á getnaðarverj- um og kynferðisfræðsla i skólum er enn slikt feimnismál að þar verður sjálfsagt ekki breyting á í bráð. En bók Janet Martins hefur orðið til að vekja landa hennar til umhugs- unar um ýmis mál sem hinn óbreytti íri hefur ekki dirfzt að hugsa um að ráði, hvað þá tala um. glæsilega matvöruverzlun aö Leirubakka 36, Breiöholti VALGARDUR er nútíma kjörverzlun sem hefur á boöstólnum allar þær yörur sem íslenzk heimili þurfa á aö halda Opið kl. 9—6 daglega, föstudaga kl. 9—22 og laugardaga kl. 8— 12 MJÓLKURVÖRUR — BRAUÐ — NÝLENDUVORUR — ÁVEXTIR — HREINLÆTISVÖRUR o.fl. ofl. Við viljum vekja athygli á kjötvörum okkar sem eru unnar og framreiddar af matreiðslumanni verzlunarinnar VIÐ BJÓÐUM VIÐSKIPTAVINI VELKOMNA. VALQARÐUR Leirubakka 36, sími 71290.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.