Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JUNl 1977 Enda þótt Helgi Hálfdanar- son hafi brugðið slagbrandi fyrir dyr sínar og segist ekki framar til viðtals, fæ ég ekki orða bundist vegna þeirra skoð- ana sem fram koma í ofan- nefndri grein hans. Hann hefur raunar látið f ljós svipað við- horf í greinum þeim sem hann skrifaði fyrir nokkru hér í blað- ið gegn sýningu Hovhanness I. Pilikians á Lé konungi í Þjóð- leikhúsinu. Um þær mundir var ég staddur erlendis og taldi ekki ástæðu til að fara að deila við menn uppi á tslandi — um sýningu sem ég hafði þar að auki ekki séð. Mér liggur því hvorki Lér konungur né sýn- ingin f Þjóðleikhúsinu á hjarta. Um hina kynferðislegu sögu- skoðun leikstjórans eins og hún var kynnt i blöðum er fljótsagt, að annað eins rugl sést ekki oft utan lesendadálka sumra dag- blaða. Er furðulegt, að fólk sem annars telur sig sósfalista skuli hlaupa til varnar þvflfku sam- sulli miðaldalegra fordóma og kynferðislegs fasisma. Ég fæ ekki heldur séð á hvern hátt bollaleggingar um hvern langar til að sofa hjá hverjum í leikrit- um Shakespeares fái varpað nýju ljósi á þau — og er Pili- kian ekki fyrstur manna til að leiða getum að slíku. Um skiln- ing hans á leikritinu veit ég að öðru leyti of lítið og Iæt því liggja milli hluta. En málið hefur aðra og al- mennari hlið. Að vísu hefur vottað fyrir henni öðru hvoru í hita umræðunnar, en hún hef- ur strax horfið aftur í það öldu- rót sem varð um sýninguna — eða öllu heldur skilning leik- stjórans á texta Shakespeares. Þessi hlið málsins er mjög áhugaverð og full ástæða til að um hana sé rætt. Þess vegna tek ég nú til máls þó seint sé og bið velvirðingar veki ég ein- hvern af svefni. Það sem deila Helga Hálfdan- arsonar og nokkurra leikara Þjóðleikhússins snerist í raun- inni um, er sú siðfræði sem leikhúsi ber að fylgja í meðferð sinni á bókmenntalegum texta. Helgi telur skýringu Pilikians á Lé konungi ekki ná nokkurri átt — og til þess hefur hann fullan rétt. Pilikian setur sig í stellingar bókmenntafræðings og er ekki annað að sjá en hann álíti kenningar sínar fullboðleg vísindi. Hann fær líka að verja þær á þeim grundvelli og verð- ur gaman að sjá doktorsritgerð hans þegar henni verður lokið. En Pilikian er ekki aðeins bók- menntafræðingur — hann er einnig leikstjóri. Hann leggur bókmenntalega skýringu til grundvallar sýningu sinni — og um leið skiptir hún um hlut- verk og eðli hennar breytist, hún verður leikstjórnarhug- mynd (sæ. regikonception). Hin bókmenntalega skýring er vísindaleg, stendur og fellur á fræðilegum grunni, en leik- stjórnarhugmyndin er listræns eðlis og ber að dæma á þeim forsendum. Að rugla þessu tvennu saman er að rugla sam- an vísindum og list. Og það hef- ur Helgi Hálfdanarson svo sannarlega gert, því að í skrif- um sínum hefur hann f senn ráðist að bókmenntafræðingn- um Pilikian og leikhúsmannin- um. Hann hefur gagnrýnt leik- stjórann fyrir að vera slæmur fræðimaður. Glöggt dæmi um þennan rugling eru eftirfan- andi orð: „Er útgefanda heimilt (með útgefanda mun vera átt við ritskýranda eða það sem á ensku er nefnt „editor", J.V.J) að raska efni í skáldsögu látins höfundar? Getur hann óátalið ruglað gang mála með brottfell- ingum og breytingum og látið duga að kalla verk sitt útgáfu? Getur leikstjóri fremur breytt leikriti í blóra við túlkun? Get- ur hann jafnvel gengið svo langt að loka fyrri leiðum til túlkunar á verkinu?“ Ég vík betur að þessum spurningum síðar. Hér vil ég benda á að það þarf engan smáræðiskjark til að gera slíkan samanburð. Ef skipa á leikstjóra að fylgja regl- um ritskýringar, er eins hægt að skipa höfundi sem er að skrifa sagnfræðilega skáldsögu eða leikrit að virða kröfur sagn- fræðilegrar heimildarýni. Það er hætt við að ýmsir góðir höf- undar — þar á meðal Shake- speare, vinur Helga — yrðu ekki vel úti væru verk þeirra metin á slíkan hátt. Og hvað felst eiginlega i notkun Helga á orðinu „túlkun"? Á hann við aðferð fræðimannsins sem kryfur hvern stafkrók í hand- ritum höfundar til þess að kom- ast að hinu sanna um verkið, eða á hann við aðferð lista- mannsins sem lætur ímyndun- arafl sitt og lífsskoðun móta skilning sinn á verkinu — og fer þá iðulega í kringum eða útfyrir mörk þess. Hver sem hefur haft einhver kynni af hvoru tveggja veit fullvel, að hér er um ólíkar aðferðir að ræða sem oftastnær eiga ekki samleið. Helgi virðist þó frem- ur eiga við aðferð fræðimanns- ins, því að hann telur skilning Pilikians á leikritinu ekki eiga skilið að kallast „túlkun". (Sbr.: „Hins vegar sýndi ég fram á, að orðið „túlkun" væri blekking, því leikstjórinn hefði breytt leikritinu og það svo bundnar skýringar vísindanna1 áþreifanlegar. Leikhúsið er að- eins krydd á réttinn, því að auðvitað getur leikritið staðið eitt, allir geta notið snilldar skáldsins heima hjá sér. Text- inn er heilagur eins og guðdóm- ur miðaldanna, miðdepill sköp- unarverksins, sem allt sækir líf og birtu til. Vei því leikhúsi, sem leyfir sér að strika og krota I þennan helgidóm — og sé þar um Shakespeare að ræða skal syndarinn dæmdur til vistar í ystu myrkrum. Og það hefur Helgi svo sannarlega gert með heilagri reiði hins rétttrúaða við þann vonda mann Pilikian. Helgi veit nefnilega betur en nokkur annar hvernig á að skilja Shakespeare. Lfkt og flest önnur trúar- brögð leiðir trúin á almætti leikritsins til að flóknir hlutir eru gerðir einfaldir, erfiðar spurningar auðleystar og óþægilegum staðreyndum af- neitað. í greininni skrifar Helgi „ég hef séð Gullna hliðið hvað eftir annað; og I hvert sinn sá ég og heyrði nýja túlkun, sem ég hafði ekki kynnzt fyrr; en í öll skiptin var fylgt sama texta óbreyttum!" En þetta sannar alls ekki að flutningur verksins hafi ævinlega verið trúr inntaki þess — eins og það kynni að birtast bókmenntafræðinni. Fjöldi útstrikana og breytinga Jón Viðar Jónsson Jón Viðar Jónsson: Að trúa á textann Athugasemd við grein Helga Hálfdanarsonar í Morgunblaðinu 14. júní sl. hressilega að það hefði skipt um eðli.“) En síðar, þegar tal- inu víkar að Gullna hliðinu og leikhúsferli þess, notar hann orðið „túlkun“ blygðunarlaust — og er þá kominn yfir á list- rænt svið. í augum Helga virð- ist því bókmenntaskýring og leikstjórnarhugmynd eitt og hið sama — eða öllu heldur: sú leikstjórnarhugmynd sem ekki er bókmenntaskýring er einskis nýt. Það kemur ekki málinu við, þó að hún dugi til að skapa öndvegis leiksýningu. Listin skal dæmd með mælistiku vis- indanna, bókmenntirnar skulu drottna yfir leikhúsinu. Og það er kjarni málsins. Það er alveg þess virði að þær hug- myndir — raunar er hleypi- dómar miklu réttara orð — um leikhús sem þarna liggja að baki, séu dregnar fram í dags- ljósið. í grein sinni skrifar Helgi — og er þá enn einu sinni að skamma Pilikian: „Satt að segja hefði leikstjóranum verið nær að kalla leik þann, sem hann sýndi, skáldverk eftir sjálfan sig; það hefði a.m.k. ver- ið heiðarlegra...“ Þessi orð koma einkar vel upp um algert vanmat bókoenntamannsins á sjálfstæði leikhússins sem list- ræns tjáningartækis. Því miður fer því viðs fjarri að Helgi sé einn um slík viðhorf, ýmsir þeirra sem skrifa að staðaldri um leikhús eru honum í raun- inni alveg sammála, þó að þeir reyni að fara leynt með. (Gott dæmi er leikdómur Ólafs Jóns- sonar um Hlaupvídd sex I Dag- blaðinu 16. þ.m.. Ólafur ritar þar langt mál um leikrit Sigurð- ar Pálssonar en gerir sýningu Þórhildar Þorleifsdóttur skil I örfáum línum undir lok dóms- ins.) Mér er spurn, hvenær sá „leikur" (er átt við leikrit eða leiksýningu?) sem leikhúsfólk sýnir, er annað en verk þess sjálfs. En Helgi er nú ekki al- deilis á því — augsýnilega þyk- ir honum mesta fjarstæða að leiksýning sé nokkuð annað en verk þess skálds sem skrifaði leikritið. Heppnist sýning er það að þakka snilld skáldsins og fylgispekt leikhúsfólksinsog sú ein sýning er heppnuð sem túlkar hið rétta inntak verks- ins; hvert það er ákveður hinn alvitri bókmenntafræðingur. í rauninni er óþarfi að fara I leikhúsið, það er nóg að þekkja hugmyndir leikstjórans til að geta dæmt sýninguna. Leikhús- ið er þannig ekki orðið annað en hjálpargagn við bókmennta- kennslu; falleg en ósjálfstæð illústrasjón sem gerir óhlut- á texta segir pákvæmlega ekk- ert um hversu vel inntak hans kemst til skila; og það er hægt að leika orðrétt heilt leikrit án þess nokkuð af boðskap þess nái fram að ganga. Samband sýningar og textans sem hún notast við er nefnilega hvergi nærri eins augljóst og Helgi vill vera láta. Leiðin frá þvl leikar- inn les rulluna I fyrsta sinn og þar til hann stígur sem hold- tekja hennar fram á sviðið er lengri en margur hyggur; á þeirri leið getur ýmislegt merkilegt gerst. Þessa hlið málsins láta textatrúarmenn- irnir sig engu varða og því er engin furða þó að þeim bregði I brún, þegar þeir koma I leik- húsið og uppgötva að verkið hefur ekki verið túlkað „á þá vegu, sem ella lágu beinast við.“ Við nálgumst aftur hina siðferðilegu spurningu sem ég gat um I upphafi. Er raunhægt að tala um „bókmenntalegt sið- leysi“ I leikhúsi? Ég hygg, að hér sé aðeins á ferð nýr vottur þess vanmats og hugsana-- brengls sem ég reyndi að sýna fram á hér að framan. Sá sem hefur einhver kynni af leikhúsi sannfærist fljótt um, að megi gera til þess einhverjar siðferð- iskröfar, þá eru þær ekki bók- menntalegar. Leikhúsið er nefnilega jafn sjálfstætt listform og bók- menntir, myndlist og tónlist. Leikhús getur jafrivel verið án bókmennta og bókmenntir án leikhúss. Leikritið er ekki ann- að en einn hluti þess óunna efniviðar sem þarf til leiksýn- ingar. Leiksýningin er samofin heild margra þátta; fremstur þeirra er list leikarans, þó að hann sé alls ekki sá eini. Form- gerð sýningarinnar er einstök og eins og öll listdform hefur hún mótast á löngum tíma I nánu samspili við þjóðlíf og menningu. Hún er hverful og list leikarans gleymist fyrr en aðrar listir, þess vegna er auð- velt að vanmeta hana. En bestu listamenn leikhússins eru full- komlega meðvitaðir um hvert er markmið þeirra með verki sínu. Þeir eru engir æðstuprest- ar I bókmenntalegu musteri, heldur ábyrgir túlkendur þess mannlifs sém þeir eru hluti af. Helgi Hálfdanarson spyr á einum stað: „Hvar eru mörkin, áður en hver sem er (undir- strikun mín, J.V.J.. Ath. að hér er Helgi að tala um leikhús- fólk) getur óátalið farið sem honum sýnist með hvaða skáld- verk sem er, ef þau eru þá ■ nokkur?“ Svar við þessari spurningu hefði hann m.a. get- að fundið hjá Bertholt Brecht. Hann skrifaði einu sinni: „Það sem heldur lífinu I sígildum leikritum er að við skulum nota þau, jafnvel þótt við misnotum þau.“ Þessi orð sýna að minu viti afskaplega heilbrigðan leikhússkilning. í þeim felst bæði viðurkenning á rétti bók- menntaskýringarinnar, sem kannar hvað má lesa og hvað ekki úr textanum (Brecht greinir á milli rangrar og réttr- ar notkunar), og rétti leikhúss- ins. Réttur skýringarinnar nær aðeins til textans. Hún hefur ekkert yfir leikhúsinu að segja. Leikarar og leikstjóri hafa full- an rétt til að fara með textann eins og þeim sýnist — og það gera þeir líka, þó að Helga sé ókunnugt um. Skilyrðið er að- eins — og það er hreint ekki svo lítið — að þeir haldi lífinu I honum. Siðgæði leikhússins felst þannig ekki I trúnaði þess við textann, heldur trúnaði þess við áhorfendur sína. Frá þessum sjónarhóli er spurning Helga „Getur leikstjói fremur breytt leikriti I blóra við túlk- un?“ ekki annað en utangátta nöldur. Og spurhingin „Getur hann jafnvel gengið svo langt að loka fyrri leiðum til túlkun- ar á verkinu?" er gersamlega óraunhæf. Með henni er þess krafist af leiksýningu, að hún sé svo trú textanum, að áhorf- endur birtist hinir ýmsu túlk- unarmöguleikar sem fræðilega kynnu að leynast I leikritinu. Lengra verður vart komist I trúnni á skyldum leikhússins við bókmenntirnar. Leikhúsið er í raun réttri orðið óþarft og ekki annað en þrándur I götu textans á leið hans til viðtak- anda. Ég hef reynt að leiða I ljós, að Helgi Hálfdanarson gerir I skrifum sínum ekki nægilega skýran greinarmun á bók- menntum og leikhúsi, aðferð- um vlsinda og listar. Athyglin hefur því framar öðru beinst að því sem er ólíkt með þessum höfuðgreinum mannlegrar hugsunar. Ég vil áður en ég lýk máli mínu láta þess getið, að því fer víðs fjarri að vfsindi og list geti ekki starfað og þrosk- ast saman. Sá góði meistari Brecht hafði örugglega mikið til síns máls, þegar hann hélt þvi fram, að ekkert leikhús geti fullnægt þeim kröfum sem til þess verður að gera I þjóðfélagi nútímans, nema það taki mið af framsókn þjóðfélags- og hugvis- inda og notfæri sér niðurstöður þeirra. En um það átti þessi athugasemd ekki að fjalla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.