Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JUNI 1977 Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkur: Borgarstjórn ræðir breytingar á reglu- gerð sjóðsins FYRRI umræða um tillögu að breytingu á reglugerð fyrir lífeyrissjóð starfs- manna Reykjavfkurborgar fór fram á fundi borgar- stjórnar 16. júní. Borgarstjóri Birgir Isleifur Gunnarsson (S) tók fyrst til máls og rakti nokkuð gang málsins og tillöguna. 1 tillögunni segir: „Sjóðfélagar I Eftirlaunasjóði Reykjavíkurborgar 31. desember 1955 greiða iðgjöld til Lífeysissj. starfsm. Reykjavíkurborgar sam- kvæmt 1. mgr. 9. gr., uns saman- lagður viðurkenndur starfsaldur (sjóðfélagaaldur) þeirra og lifs- aldur nemur 95 árum. Þeir sem ekki kjósa að notfæra sér heimild til töku ellilífeyris samkvæmt 2. mgr. þessarar greinar, skulu þó aldrei greiða iðgjöld lengur en 1 30 ár. Sjóðfélagar i Eftirlauna- Ölafur B. Thors endur- kjörinn for- seti borgar- stjórnar Á FUNDI borgarstjórnar 2. júni 1977 fóru fram kosningar til ým- issa starfa á vegum borgarinnar. Kosið var til eins árs. Forseti borgarstjórnar var kjörinn Öiafur B. Thors. Fyrsti varaforseti Al- bert Guðmundsson og annar vara- forseti Elín Pálmadóttir. Skrifar- ar borgarstjórnar voru kjörnir Davíð Oddsson og Þorbjörn Broddason. I borgarráð voru kjörnir Albert Guðmundsson, Markús örn Antonsson, Magnús L. Sveinsson, Sigurjón Pétursson og Kristján Benediktsson. I hafn- arstjórn voru kjörnir Olafur B. Thors sem er formaður, Albert Guðmundsson, Gústáf B. Einars- son, Guðmundur J. Guðmundsson og Guðmundur G. ÞóraHnsson. I útgerðarráð voru kjörnir Ragnar Júliusson sem er formaður, Einar Thoroddsen, Benedikt Blöndal, Þorsteinn GfSlason, Páil Guð- mundsson, Björgvin Guðmunds- son og Sigurjón Pétursson. I byggingarnefnd voru kjörnir þrfr, en þar eiga einnig sæti emb- ættismenn — þeir sem kjörnir voru eru Hilmar Guðlaugsson, Gunnar Hansson og Magnús Skúlason. I stjórn Innkaupastofn- unar Reykjavíkurborgar voru kjörnir Valgarð Briem, sém er formaður, Albert Guðmundsson, Ölafur Jónsson, Sigurjón Péturs- son og Alfreð Þorsteinsson. Elndurskoðendur voru kjörnir Hrafn íúagnússon o« Biarr Bjarnasoh-,... . w. ’t sjóði Reykjavíkurborgar 31. desember 1955, sem. ná 30 ára réttindatíma fyrir 65 ára aldur, skulu eiga þess kost að láta af starfi með rétti til eftirlauna, er samanlagður aldur og viður- kenndur starfsaldur nemur 95 ár- um, þó aldrei fyrr en við 60 ára aldur. Ef lífeyrir er tekinn frá þeim tíma, er 95 ára skilyrðinu er fullnægt, skal hann nema sömu fjárhæð og lffeyrir eftir 30 ára réttindatíma samkvæmt 13. gr., en sfðan bætast við 2% af launum fyrir hvert starfsár, sem töku líf- eyris er frestað. Það er skilyrði fyrir rétti til töku lífeyris sam- kvæmt 2. mgr., að sjóðfélagi hafi greitt iðgjöld til þess tima, er samanlagður aldur og viður- kenndur starfsaldur hefur náð 95 árum, sbr. 1. mgr. Nú hættir sjóð- félagi, sem greitt hefur iðgjöld lengur en 30 ár, við töku lífeyris samkvæmt 95 ára reglunni, og falla þá iðgjaldagreiðslur hans niður, en iðgjöld, sem þegar eru greidd, endurgreiðast ekki. örorku- og makalífeyrir ákvarð- ast í samræmi við 14. og 15. gr. án tillits til hvort sjóðfélagi hefur áskilið sér rétt til töku ellilífeyris samkvæmt 95 ára reglunni, og án tillits til iðgjaldagreiðslna, sem átt hafa sér stað umfram 30 ár. „Ætlað er að breytingar þessar taki gildi 1. janúar 1978. Ef regla þessi verður að lögum sagði borgarstjóri, þá mun hún ná til um 160 manna, en meta þyrfti hversu margir þeirra myndu vilja nota sér regluna ef hún yrði að lögum. Það væri oft svo að menn vildu heldur halda áfram að vinna ef heilsa og kjarkur leyfði. Talið er að um 13% þeirra, sem þessara réttinda gætu notið hjá ríkinu, noti þau. Ekki er ólíklegt að miðað við svipaða % hjá starfs- mönnum borgarinnar sem notað gætu þessi réttindi muni þetta hafa í för með sér útgjafdaaukn- ingu úr fimm milljónum króna á ári f um fjórtán milljónir en að tveimur áratugum liðnum myndi ekki verða um teljandi útgjöld að ræða. Borgarstjóri lagði síðan til að tillögunni yrði vísað til ann- arrar umræðu. Elfn Pálmadóttir (S) tók næst til máls og sagði, að nú vöknuðu margar spurningar. M.a. hvort það væri borgarstarfsmönnum til mestrar blessunar að fá að hætta störfum um sextugt svo sem hér væri tilefni til. Hún sagðist ekki telja svo vera. Þá varpaði Elín fram þeirri spurningu hvort nú væri rétti tíminn til að auka mis- mun þann sem aldraðir lífeyris- þegar f Reykjavík byggju við hvort sem þeir væru f verðtryggð- um eða óverðtryggðum lffeyris- sjóðum. Elfn sagðist vona að mis- munur þessi myndi lagast og allir fengju verðtryggðan lífeyrissjóð. Borgarfulltrúinn sagði að á fjár- hagsáætlun væru 100 milljónir í lifeyrissjóð borgarstarfsmanna en trúlega þyrfti a.m.k. 30 milljónir í viðbót vegna verðbólgunnar. Sagt væri að aukningin yrði úr sex í fjórtán milljónir, en kunnugir segðu sér að það sé of lágt áætlað. Hún sagði ýmsa hópa borgar- starfsmanna þurfa leiðréttingu mála sinna, hún væri brýnni en þær breytingar sem nú stæðu fyrir dyrum hjá borgarstarfs- mönnum sem reyndar væru alls góðs maklegir. Elfn sagði, að þeir starfsmenn sem f starfi hefðu ver- ið hjá borginni 1. jan. 1956 og væru enn, hefðu starfað með þá vitneskju að 95 ára reglan væri ekki í gildi. Þá hefðu borgar- starfsmenn engin iðgjöld greitt f lífeyrissjóðinn fyrir 1956, sem ríkisstarfsmenn gerðu. Að lokum sagði Elín að misrétt- ið ykist ef þessi gamla regla sem á útleið væri i þjóðfélaginu væri endurvakin hér eftir 21 ár. Sigur: jón Pétursson (Abl) sagðist að miklu leyti geta tekið undir orð Elínar Pálmadóttur. Kristján Benediktsson (F) sagði að hér væri ekki um stórt f járhagsmál að ræða, málið hefðí sinn yfirgangs- tíma þar sem það næði aðeins til þeirra sem voru starfsmenn borgarinnar 1. jan. 1956. Adda Bára Sigfúsdóttir (Abl) sagðist geta tekið undir orð Elínar. Björgvin Guðmundsson (A) sagð- ist vilja taka undir efasemdir um að breytingin væri rétt. Magnús Örn Antonsson (S) sagði að án efa væri það hverjum manni kappsmál að stunda sitt starf svo lengi sem kjarkur og heilsa Framhald á bls. 33 Loftmynd af Reykjavfk. Borgarbörn f ái frædslu um um- hverfi sitt Borgarfulltrúi alþýðuflokksins lagði fram tillögu á fundi borgar- stjórnar 16. júnf á þá leið, að borgarstjórn fæli fræðsluráði að taka til gaumgæfilegrar athugun- ar hvernig koma megi nemendum f kynni við hinar aðskiljanlegu dýrategundir, m.a. f samvinnu við hestamannafélög, fjáreigenda- félög, bændur, fiskiræktar- og fiskeldisstöðvar, alifuglabú, svfnabú og fleira. Þá skuli athug- að hvernig skólinn geti sem best komið nemendum sfnum f snert- ingu v.ið hina ósnortnu náttúru borgarlandsins og nágrenni þess. Ennfremur segir að athuga skuli hvernig tengja megi grunn- skólann við hin helstu fram- leiðslu- og þjónustustörf atvinnu- lffsins. Það var Guðmundur Magnússon (A) sem fylgdi tillög- unni úr hlaði. Markús Örn Antonsson (S) tók næst til máls og sagði að ekki ætti eingöngu að miða að þvf að kennsla færi fram innan veggja kennslustofunnar. Hann sagði, að hér í Reykjavik hefði ekki verið lögð næg áhersla á fræðslu um borgina. Hann sagði að auðveldlega mætti setja saman efni í vinnubók um sögu Reykja- víkur til fræðslu og kynningar í skólum. Hann sagði að sér hefði um tíma verið þetta einkar hug- Ieikið. Af því tilefni vildi hann flytja eftirfarandi tillögu. Þjónusta Reykja- víkur við grannana Davfð Oddsson (S) lagði fram eftirfarandi tillögu á fundi borgarstjórnar 16. júnf. „Borgarstjórn samþykkir að fela embætti borgarhagfræð- ings að gera úttekt á umfangi þeirrar þjónustu, sem Reykja- vfkurborg veitir nágrannasveit- arfélögunum og fbúum þeirra, beint eða óbeint, og í hve mikl- um mæli greiðslur eða annar ávinningur komi þar á móti.“ Flutningsmaður fylgdi tillög- unni úr hlaði og sagði, að eins og lönd skiptust milli sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu þá fapri ekki hjá því, að sam- skiptin væru mjkil og fjöl- breytf. Aðilar nytu sambýlisins við hyer annan. Hins vegar væri jafn rétt og eölilegl, að þess væri gætt að hver greiddi sém næst þeim kostnaði sem stafar af þeirri þjónustu sem hann nýtur. Ekki þarf aó fara mörgum Orðum um það hag- ræðí sem nágrannasveitarfélög- in hafa af nábýlinu við Reykja- vík og þeim þjónustustofnun- um sem þar eru. Sumar þeirra væru reyndar af þeim vexti, að óhægt vaéri fyrir þessi sveitar- félog að koma svipuðu upp. Davíð sagðist telja vfst, að nágrannarnír slyppu af þessum sökum oft léttar frá verkefnum en þeir ella gerðu og væri ekki nema gott um það að segja. Sumt væri auðvitað þannig, að fyrir það yrði ekki gerður reikningur né það mælt svo óyggjandi væri og annað kynni að leiða beint af skyldum borg- arinnar sem höfuðborgar lands- itis. Davíð sagði að þó væru til þau svið, þar sem mjög auðvelt væri að gera sér all glögga mynd af umfangi veittrar þjón- ustu og láta eðlilegar greiðslur koma fyrir. Borgarstjórn Reykjavíkur bæri auðvitaó skylda til að gæta þess, að um- bjóðendur hennár stæðu ekki óeðlilegan straum af kostnaði við þjónustu við fbúa annarra sveitarfélaga. Davfð sagði að mönnum væri kunnugt um að Reykjavikurbórg hefði á undanförnum árum greitt milljónatúgi vegha annarra sveitarfélaga á sviði fræðslu- mála. Nú hefði væntanlega ver- ið komizt fyrir þann leka. Engu að síöur væri nauðsynlegt, að þeir, serií best þekkja til að þessu sviði, gerðu nokkra út- tekt á þessum þætti þannig að borgarfttlltrúar og aðrir for- ráðamenn . borgarinnar þurfi ekki áð styðjast vió getsakir einar í jtessum efnum. I lok máls sfns sagði Davfð: „Á það ber að íeggja áherslu að tillaga þessi ér ekki tii konun vegna óvildarhuga til nábúanna, nema siðúr séj Það er f allra þágu að þessi mál liggi sem ljósast fyrir og ég er ekki með fyrirffam myndaða skoðun á þvf hvaðúUeki sem þe.ssi kann „Borgarstjórn Reykjavíkur tel- ur nauðsynlegt, að nemendur i grunnskólum borgarinnar eigi kost á sérstakri fræðslu um Reykjavík, sögu borgarinnar, at- vinnulíf og staðhætti til viðbótar þeim Reykjavfkurfróðleik, sem fram er settur i hinu almenna námsefni grunnskólans i landinu. Borgarstjórn beinir þeim tilmæl- um til fræðsluráðs að það beiti sér fyrir Reykjavikurfræðslu í grunn- skólum með undirbúningi sér- stakra vinnubókarverkefna, kynnisferðum, námskeiðum eða öðru því um líku f tengslum við sögu- og landafræðikennslu grunnskólanna í borginni." Albert Guðmundsson (S) tók næst til máls og sagði að Reykja- vfk breiddi sig út um stórt svæði og nóg væri af auðum svæðum f borgarlandinu fyrir börn til að feika sér á. Albert sagði að Reykjavfk væri ekkert einstök, það þyrfti að beina athygli barna alls staðar á landinu til náttúr- unnar. Hann sagði að i tillögu Guðmundar fælist góð hugsun en hann efaðist um að hægt yrði að koma slíku fyrir innan marka skólatímans. Það væri heldur ekki vist um viðbrögð þeirra aðila sem nefndir væru í tillögunni til aðstoðar og hreint óvfst hvort þeir teldu þetta æskilegt vegna dýr- anna. Sigrfður Ásgeirsdóttir (S) sagði að sér fyndist tillagan góð en hún gæti ekki séð hvernig fella ætti þetta að skólatímanum. Þorbjörn Broddason (Abl.) sagði að úr því að við hefðum kosið okkur að búa í borg þá yrðum við að gera okkur fífið bærilegt. Hann minnti á að Vinnuskólinn hefði unnið mjög gott starf gegn- um árin. Elfn Pálmadóttir (S) sagðist telja mjög mikilvægt að unglingar kæmust f snertingu við atvinnu- lífið með sumarvinnunni. Guðmundur Magnússon tók sið- ast til máls og sagðist vilja að reynt yrði að lfta ekki á skólana þannig, að þar væri allt rfgbund- ið. Samþykkt var að vfsa tillögun- um til fræðsluráðs. — í lok þessa borgarstjórnar- fundar þakkaði Guömundur Magnússon samstarf í borgar- stjórn, en hann lætur nú af störf- um sem varaborgárfulltrúi þar eð hann er senn á förum úr borginni. FRA B0RGAR STJÓRN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.