Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNI 1977 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JUNl 1977 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6, slmi 10100. ASalstræti 6. slmi 22480. Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakiS. L júf skylda Almenn launakjör í landinu eru samningsatriði, er samtök launþega og vinnuveit- enda semja um, án stjórnvalds- stýringar. Það er grundvallar- regla, sem á sér bæði lýðræðis- lega hefð og lagalegan rétt í þjóðfélagi okkar Engu að síður hafa mál þróazt á þann veg, m.a. vegna smæðar og margs- konar sérstöðu íslenzks þjóðar- búskapar, að samningaaðilar hafa óskað eftir meiri og minni afskiptum ríkisvaldsins af samningsgerð. Sáttasemjari, sem er opinber starfsmaður, sáttanefnd, sem er stjórn- skipuð, og einstakir ráðherrar, einkum forsætisráðherra, eiga því veigamikinn þátt í því að koma á sáttum á íslenzkum vinnumarkaði og tryggja stöðugleika í verðmætasköpun í þjóðfélaginu, sem endanlega verður að bera uppi lífskjör þjóðarinnar, eyðslu hennar og framkvæmdir. Hlutur núver- andi ríkisstjórnar í því að tryggja vinnufrið í landinu er og meiri og drýgri en flestir hyggja, sem ekki þekkja til, hvern veg kjaramál hafa geng- ið fyrir sig á undirbúnings- og samningsstigi Það eru fleiri atriði en krónu- tala launa sem hafa áhrif á almenn lífskjör og sum þess eðlis að heyra undir verksvið pólitískra valdhafa. Þar má nefna skattamál, niðurgreiðslur á nauðsynjum, almannatrygg- ingar og löggjöf er snertir vinnuvernd, öryggi og holl- ustuhætti á vinnustað, svo nefnd séu atriði, er tengdu nú- verandi ríkisstjórn við lausn ný- afstaðinnar vinnudeilu. For- ystumenn Alþýðusambands ís- lands hafa og viðurkennt, að hafa mætt skilningi og velvilja ríkisstjórnar Geirs Hallgrfms- sonar í þeim þáttum kjaravið- ræðna, er stjórnina snertu. Einn af þeim þáttum, sem ríkisstjórnin lagði til lausnar vinnudeilunnar, vará vettvangi almannatrygginga. Er þar annars vegar um að ræða tvenn bráðabirgðalög: um hækkun frítekjumarks tekju- tryggingar og breytingu á lög- um um eftirlaun aldraðra í stéttarfélögum — og reglu- gerðerbreyting um hækkun al- mannatrygginga til samræmis við kaupgjaldshækkanir á al- mennum vinnumarkaði. Reglugerðarbreytingin felur f sér 27,5% hækkun trygginga- bóta Samkvæmt því mun barnalifeyrir hækka að meðal- tali á mánuði úr 12.239 krón- um í 15.605 krónur og tekju- trygging og ellilífeyrir hækka um 12 350 krónur á mánuði, eða úr 44 911 krónum í 57.262 krónur. Fyrir ýmsa þá, sem búið hafa við skertan líf- eyri er hækkunin enn meiri vegna hækkunar frítekjumarks- ins. Samkvæmt fyrirheitum ríkisstjórnarinnar mega aðrar árstekjur lífeyrisþega vera 168 þúsund krónur í stað 120 þús- und krónur áður hjá einstakl- ingum án þess að það skerði rétt þeirra til uppbótar á lífeyri — og hjá hjónum 252 þúsund krónur í stað 168 þúsund króna áður, frá 1. júli nk. að telja. Breytingin á lögum um eftir- laun aldraðra félaga í stéttar- félögum staðfestir annars veg- ar samkomulag aðila vinnu- markaðarins um uppbót á líf- eyri og heimilar hins vegar greiðslur til fólks, sem búið hefur í óvígðri sambúð svo ár- um skiptir, á makalífeyri, á sama hátt og um ekkjur og ekkla væri að ræða. Enn er eftir að ganga frá bráðabirgðalögum um sérstaka heimilisuppbót á lifeyri allra einhleypra einstaklinga, sem búa einir á eigin vegum, eins og það er orðað í gjörðu sam- komulagi, en í fyrirheiti rikis- stjórnarinnar var gert ráð fyrir, að hún yrði 10 þúsund krónur á mánuði. Það hefur löngum verið talið megineinkenni um menningar- stig þjóðar, hvern veg hún býr að öldruðum, sem lokið hafa starfsdegi sínum i þágu þjóð- félagsins. Hér á landi hefur hin roskna manneskja orðið illa úti vegna sívaxandi dýrtíðar, sem gert hefur að engu sparifé hennar frá fyrri árum sem og hækkanir ellilifeyris. Engir þjóðfélagsþegnar hafa orðið jafn illa úti i verðbólguflóðinu sem hinir öldruðu og engir eiga meira undir því komið, að tak- ist að hægja á verðbólguhrað- anum. Það sem nú bætist öldruðum i formi tekjutrygg- ingar og ellilífeyris er tvímæla- laust sú kjarabótin, sem bezt kemur niður og mest þörf var á. En sú kjarabótin hefði bezt reynzt þeim, sem verst eru sett- ir, ef hægt hefði verið að vinda áfram ofan af verðbólguhjól- inu, og raunar öllum, þegar til lengri tíma er litið Tekjutrygging og ellilífeyrir hafa ekki í aðra tið hækkaðjafn mikið og síðan núverandi ríkis- stjórn tók við völdum Þessa er rétt að minnast og meta, þó sjálfsagt megi enn betur gera. Það á að vera Ijúf skylda þjóð- félagsins og þegna að sjá svo um að hin aldraða sveit, sem unnið hefur landi sínu langa starfsævi, geti notið öryggis og góðs aðbúnaðar á efri árum. Annaðværi þjóðarskömm. HVERT EINASTA ALTARI EINS OG HRÓP í HIMININN UPP Ur rœðu dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups við setningu prestastefnu 1977 Hér fer á eftir fyrri hluti ræðu dr. Sigurbjörns Einarssonar bisk- ups við setningu prestastefnu 1977: Velkomnir, bræður, til presta- stefnu. Það er óblandin ánægja að mega koma saman í nýrri og veg- legri kirkju Egilsstaðasafnaðar og eiga síðan f vændum samveru á menntasetri Austfirðinga, Eiðum, þar sem mikils metnir kirkjunnar menn hafa starfað. Ég hef lengi gengið með þá hugmynd að kveðja saman prestastefnu hér austanlands, þótt eigi hafi getað úr því orðið fyrri en nú. Ég flyt Austfirðingum hlýjar kveðjur vor allra, sem hér erum saman komn- ir. Og öllum áheyrendum bið ég náðar og friðar frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Messa var sungin hér í kirkj- unni fyrir stundu. Ég færi þakkir öllum þeim, sem þjónuðu að henni, organistanum áhugasama og ágæta, söngfólki og prestum og öðrum, sem aðstoð veittu. Hér var kynntur nýr messusöngur. Hann er þó ekki nýsaminn, þótt höfund- ur hans sé samtímamaður. Og ekki er hann heldur alveg ókunn- ur hér á landi, því söngmálastjóri vor, Haukur Guðlaugsson, hefur með aðstoð prests síns og kórs á Akranesi kynnt hann áður nokk- uð og hans verk er það að setja þennan söng við texta þeirrar messu — eða eina gerð þeirrar messu, — sem fyrir liggur i þeim drögum að tillögu til messubókar, sem lögð var fram á prestastefnu í fyrra. Ég þakka þau viðbrögð við þeirri tilraun, sem mér eru kunn. Mikil hátíðabrigði voru það að geta boðið sr. Eiríki H. Sigmar stólinn við þetta tækifæri. Hann og konu hans. frú Svövu, og dótt- ur þeirra, Elínu, bjóðum vér vel- komin með heilshugar gleði og þökk fyrir komuna hingað um langan veg. Það er orðið of langt síðan þessir frábæru og vinmörgu fulltrúar vestur-íslenzkrar kristni heimsóttu gamla landið, en það er einmælt með öllum þeim, sem þekkja þau, að slikar séu samvist- ir við þau jafnan, að allir vildu sem oftast njóta. Vér væntum mikils af viðurvist þeirra þessa samverudaga. 1 fersku minni er koma sr. Haralds Sigmars og konu hans, frú Kristbjargar, og þátt- taka þeirra í prestastefnu fyrir fjórum árum. Þó að nemendur og vinir sr. Haralds hér þekktu sr. Eirfk ekki að öðru en að vera bróðir hans, væri það eitt nóg til þess að vekja tilhlökkun. En eigi þarf vinur vor, sr. Eirfkur, að styðjast við ættartengsl né alkunnugt álit sitt vestan hafs til þess að vera tekið opnum örmum hér. Til þess hefur hann allt af sjálfum sér. Velkomnir veri þess- ir aufúsugestir kirkju vorrar. Þökk fyrir það, sem sr. Eirikur hefur þegar gefið. Fyrirfram þakka ég það, sem hann á eftir að miðla. Eins og endranær hef ég hugs- að til þess með eftirvæntingu að vera með yður, bræður mínir, þegar vér eigum stefnu saman. Ég fagna því ævinlega að fá að sjá hópinn saman kominn, þennan hóp, sem ég svo oft leiði hugar- sjónum og minnist á einveru- stundum. En hvort sem ég hef þennan hóp fyrir augum sýnileg- an og nýt líkamlegra návista við hann, eða ég hugsa um hann dreifðan um sameiginlegar vig- stöðvar, þá beinist hugur jafnan að einum. Það er traust og styrk- ur að dvelja við nöfnin mörgu í þeirri bræðrasveit, sé ég tilheyri. En fyrst og fremst vegna þess, að nafnið eina stendur á bak við nafnið hvert og yfir fylkingunni allri með þeim margvfslegu ein- staklingsdráttum, sem hún geym- ir og virðir. Það má vekja þökk og styrkja þor að vita svo marga vigða til fastrar þjónustu f kirkj- unni. En því aðeins verður sú kennd ekki fölskva slegin né rót- arslitin, að einn er sá þjónn, sem er fullkominn, ein er sú þjónusta, sem tilvera og lff kirkjunnar er sprottin frá og byggist á. Og sú þjónusta, sá prestur bregst ekki kirkjunni minni og þinni. Bróðir sá, sem reit bréfið til Hebrea, hugleiðir þetta á sinn djúpsæa hátt út frá forsendum sfnum og lesenda sinna og bendir á sfgildar niðurstöður. Ég las í upphafi máls míns kafla úr bréfinu hans. Bréf- ið snýst um prestinn eina. En hann ræðir líka um prestana mörgu. Hann gerir það af þvi, að hann er að leitast við að ljúka upp fyrir lesendum sínum einhverju af þeim háa og djúpa leyndar- dómi, sem fólginn er i lífi, starfi, dauða og sigri Jesú Krists. Hann notar prestana sem visbendingu eins og lesendur þekktu stöðu þeirra og hlutverk og viður- kenndu almennt. Tökum eftir þvf, að uppistaðan f þeirri vísbend- ingu er sú staðreynd, að hugsjón prestsins kemst hvergi í mark. Hann á að nálgast Guð sem full- trúi syndugra manna. En sjálfur er hann syndugur maður. Hann er kvaddur til þess að standa við mærin, þar sem hin heilaga full- komnun mætir sekri veröld ófull- komleikans. Og sjálfur er hann veikleika vafinn, þarf þess engu siður en aðrir, að synd hans sé sýknuð. Svo var um hvern prest, einnig hinn æðsta helgiþjón f musteri hins gamla sáttmála. Og hvergi var það altari f heimi, sem meðtók neina þjónustu úr hrein- um, flekklausum höndum. Samt voru ölturu um allt. Hvar sem farið var um hinn forna heim. Og svo er enn. Altari er reyndar í hvers manns hjarta, oft fleiri en eitt. Og þó er það einum ætlað, altari i mannsbarmi. Ég er Drottinn Guð þinn. Þú skalt ekki aðra Guði hafa. Og i augum hins helga höfundar er hvert einasta altari eins og hróp í himininn upp. Og nú hefur það hróp fengið svar. Og Jesús Kristur er svarið. Það sem þér dýrkið óafvitandi, það boðum vér yður, sagði Páll í Aþenu. Og það sem hann boðaði var sá, sem hafði fórnað sjálfum sér á þvf altari, sem var kross, sem hafði ofan frá stigið yfir mærin, sem skilja jörð og himin, duft og eilffð, líf og dauða, heilag- an Guð og sekan mann. Prestur f kirkju íslands er ekki meðalgangari milli Guðs og manna, eins og niðjar Arons áttu að vera og margir aðrir, að breyttu breytanda. Prestar krist- innar kirkju færa ekki fórnir af því tagi, sem Hebreabréfið hefur f huga. Menn sjá ekki Krist í skuggsjá fórnarprestsins á sama hátt og lesendur fornir. En líta þeir ekki samt til prestsins í því skyni að koma auga á Krist, finna Guð? Hugmyndin um mannlega meðalgöngu milli Guðs og manna er vísast nokkuð djúprætt, þótt dulin sé og ómeðvituð. Hún kem- ur stundum fram. Ekki sízt í þeirri neikvæðu mynd, að menn segjast hafa misst trúna af því að þeir urðu fyrir vonbrigðum af kirkjunni eða einhverjum fulltrú- um kirkjunnar. Tilgreina gjarnan prest f þvf sambandi, nefndan eða ónefndan. Þótt þessi hugsun sé á villigötum er hún fyllsta alvara. Hver er ekki að leita að ein- hverju, sem bendi skýrum stöfum til Guðs? Og hve margir eru þeir, sem leita afsökunar á því, að þeir stjaka frá sér hinni áleitnu spurn- ingu um Guð? Hlýtur ekki ein- hvers staðar að vera handsaman- legur grípanlegur þráður milli mín og Guðs? Hvar er sú tenging, að ljósið að ofan geti kviknað á altari hjartans. Hvar er hið hreina f flekkuðum heimi? Hvar bjarmar fyrir hinu góða, fagra og fullkomna? Hvar er þann mann að finna, sem gefi mér hugboð, ótvfrætt hugboð um Guð? Ef mönnum finnst þeir grípa f tómt, þegar þeir leita þangað, sem líklegt mátti telja, að svar væri að fá, eða þeim finnst þeir þreifa á allt öðru en hugur vænti, hvað gerist þá? Gjarnan það, að menn telja sig hafa fundið rök fyrir innri afstöðu, sem stendur dýpra í leynum mannlegs sálarlífs en menn varir: Það eru fundin rök fyrir því, að Guð sé ekki til, að kirkjan sé marklaus, að prestar og trúmenn og allt þeirra athæfi sé í lausu lofti, svífandi á þokuhnoðr- um ímyndunar og blekkinga. Hitt er annað, að slík niðurstaða er að jafnaði næsta tvfráð inni fyrir. Það sést á þvi, hve rökin og niðurstaðan er einatt kærkomið umræðuefni og hitamál. Ekki þarf að fara orðum um það, til hvers Nýja testamentið ætlast af þeim, sem bera kristið nafn, hvort sem prestar eru eða ekki. Um köllun sinna manna hef- ur Drottinn sjálfur, Jesús Krist- ur, sagt stærri og sjerkari orð en nokkur annar, sem kvatt hefur menn undir merki sín. Hann sagði háleit orð jákvæð, sem vér þekkjum allir og kunnum. Og einnig nístandi alvöruorð nei- kvæð. Vei þeim, sem hneyksla, vei þeim, sem verða öðrum, að falli. Vei þeim sem véla og blinda. Betra væri þeim að hafa aldrei fæðst. Vér þekkjum einnig þessi orð og kunnum þau. Minnisstætt er mér það, sem ég las einu sinni f minningabók eftir danska konu, sem dvaldist lengi í Kenya meðan það land var ný- lenda. Hún réð sér svartan þjón, sem reyndist vel á alla grein. En eftir þrjá mánuði sagði hann upp starfi sínu og vistaði sig hjá Araba einum. Konan spurði, hvað kæmi til, hvort honum hefði fallið vistin ilia, byðist hærra kaup eða önnur fríðindi meiri en hann nyti hjá sér. Nei, sagði svertinginn. En kristnir menn boða Guð og Arabar boða Guð. Nú langar mig að vita, hvar hann ér f raun og veru. Þar ætla ég að vera. Þess vegna hef ég verið 3 mánuði hjá þér og nú ætla ég að vera aðra þrjá hjá manni, sem fylgir Múhammeð. Konan segist ekki hafa gleymt þessum orðum. Sffellt sótti þessi hugsun að henni: Hefði ég aðeins vitað, að það var maður hið næsta mér, sem daglega var að gefa mér gaum af því að hann var að leita að Guði hjá mér, hversu allt öðru- vísi hefði ég þá ekki komið fram margoft en ég gerði. Hvaða prestur má ekki hugsa á þennan veg og athuga boóun sfna, dagfar, orð og gjörðir í þessu ljósi? Ég var einu sinni sem oftar að vfsitera. 1 einni fátækri kirkju rakst ég á tvær styttur fornar. Þær eru skornar í tré, helgra manna bflæti, hafa einhvern tíma verið fagurlega pentaðar en nú eru litirnir máðir og öll eru þessi listaverk úr sér gengin, enda að- eins ritjur úr samstæðu, sem end- ur fyrir löngu hefur prýtt þennan helgidóm. Þannig bliknar flest í aldanna skini og skúrum. Það fell- ur jafnvel á helga menn, litur fölnar, ljómi dvfnar. Eitt varð mér til umhugsunar, þegar ég handlék þessar skurð- myndir: Þær voru opnar að aftan og holar innan. Og mér rann i hug það, sem Skovgaard-Petersen skrifar á einum stað. Hann segist eitt sinn hafa prédikað í kirkju á Jótlandi. A bita milli kórs og framkirkju voru styttur af postul- unum tólf, skornar í tré. Þær voru mjög fagrar á að sjá framan úr kirkjunni. En þegar hann var kominn fyrir altarið og sneri sér fram, blasti það við, að myndirnar af postulunum voru opnar að aft- an og holar innan. Þetta var held- ur leiðinleg sjón, segir prestur. En það vakti honum ýmsar hugsanir. Það var reyndar allt í lagi með postulana, þeir voru ugg- laust ekki opnir að aftan og holir innan, eins og myndirnar. En hvað um mig, hvað um oss við altarið, í stólnum? „Þegar ég stend f prédikunarstóli, hefur mér oft dottið I hug: Hvernig lítur þú út f veruleikanum? Ekki fram- an úr kirkjunni f þinni ágætu hempu. Þaðan séð eru engin mis- smíði á þér. En ofan frá altarinu? í augum Guðs?“ Könnumst vér ekki allir við þessa hugsun? Ofan frá altari himnanna, í augum Guðs — hvernig lít ég út þaðan séð? Skiptir annað máli? Á þjóðkirkja íslands öðru að svara um útlit og álit en þessu? Skyldi önnur áhyggja í því efni vera raunhæf, verjanleg fyrir dómstóli kristinnar samvizku? Skyldum vér ekki biðja þess hver og einn og allir saman, hver með öðrum og hver fyrir öðrum að þjóðkirkja þessa lands auglýsi ekki mannlega bresti á þann veg, að það hylji Guð, hrindi frá Kristi, hryggi Guðs heilaga anda, „hindri Guós dýró og villi sál“? Og mættum vér ekki skilja það, að kirkja, sem væri opin að aftan og hol innan, gefur ekki íslandi það, sem þjóðkirkja á að gefa, jafnvel þótt hún væri útskorin vel og prýðilega pentuð fyrir manna sjónum? íselnzkir prestar hafa ekki með- algöngu milli himins og jarðar. Þeir eru ekki heldur neinir gljá- andi andlegir stökklaxar f straumi mannlffsins. Þeir ganga ekki á vatni, þeir vaða ekki eld. Um þá augljósu vöntun fslenzkra presta fór Þórbergur Þórðarson nokkrum frægðarorðum fyrir mörgum árum og kvað klerkdóm- inn íslenzka illa standast saman- burð við indverska undramenn. Vel á minnst Indland: Það kom einu sinni hingað til lands maður frá Indónesiu, hámenntaður, kunn- ugur á Indlandi. Hann var þá f stjórnarnefnd Lútherska Heims- sambandsins. Ári áður hafði ég og fleiri landar heyrt hann flytja er- indi á fjölmennu alþjóðaþingi er- lendis. Erindið hét: Hinn nýi lof- söngur. Hann sagði þar frá því á einfaldan og næsta ógleymanleg- an hátt, hvað gerðist, þegar þjóð hans f tíð afa hans og ömmu gekk Kristi á hönd. Umskiptunum varð ekki betur lýst með öðru en þessu: Nýr lofsöngur. Trú áttu þeir áður. Hún var gleðilaus, átti engan lofsöng. Þvert á móti. í einni kirkjunni þar er sá frægi skírnarsár, sem áður var blót- steinn: Ungbörnum var slegið við steininn svo að heilinn lá úti. Þetta var fórn, það var gert til þess að bliðka andana. Nú er steinninn breyttur f skírnarsá, þar sem börnin eru færð konungi kærleikans að boði hans. Ánauð misjafnra anda er úr sögunni; fórnfæringar eru úr sögunni, Kristur hefur leyst þetta fólk undan þrældómsoki. En ræðu- maður benti líka á aðrar fórnir, sem færðar hafa verið, t.d. á Ind- landi, til þess að bliðka máttar- völd og finna sálu sinni frið. Menn geta setið dögum saman í sömu steilingum og blínt i sólina þar til þeir hafa brennt úr sér augun. Menn geta skriðið á hnján- um vikum saman til einhvers helgistaðar. Og ekki var það ótitt, að móðir fórnaði barni sfnu, varp- aði þvi í svo kallað heilagt fljót. Og allt er þetta gert í þvi skyni að nálgast hið guðlega svið, afplána sekt, friða fyrir sjálfum sér. Og allar þessar leiðir og aðferðir til þess að leysa hlekki, afmá saurg- un, hnekkja dómi, standa f sam- bandi við og byggjast á hugmynd- unum um endurholdgun og karma, hugmyndum, sem sagðar eru vinsælli orðnar á íslandi en í öðrum löndum Evrópu. Þetta var enginn allsherjar þverskurður á trúarbrögðum al- mennt. En höf. Hebreabréfsins er ekki ótfmabær, þegar hann talar um hinar mörgu fórnir og mörgu leiðir. Það er sannast mála, að mennirnir hafa reynt marga vegi til hjálpræðis, til Guðs. Nýja testa- mentið er ekki margmált um hin- ar mörgu götur og hjágötur. Það talar um einn veg. Það bendir ekki á þá, hvort sem þeir kölluðu sig farisea eða annað, sem með aðdáanlegri einbeitni urðu af- reksmenn í sjálfsögun og þóttu þar með hafa sýnt, að manneskjan getur lyft sér upp úr grámyglu, ýldu og álögum holds og heims. Það talar ekki um andlegar iþrótt- ir sem sjálfstakmark í þvi skyni að hefja sjálfan sig upp, bjarga sjálfum sér eða verða dáður undramaður. Það er engin hug- sjón samkvæmt þeirri bók að ganga á vatni eða vaða eld. En þar er bent á skynsamlega guðsdýrk- un og hún er sú að bjóða fram líkami sína að fórn fyrir náung- ann í daglegu lífi. Gleymið ekki velgjörðaseminni og hjálpsem- inni, segir Hebreabréfið, því að slfkar fórnir eru Guði velþóknan- legar. Mörgu mætti hér við bæta. Víst gat Þangbrandur snúið á ber- serkinn í þeirri eldvígslu, sem hann gerði fræga. En meiri var Hallur, lærisveinn hans, í kristn- um augum,, þegar hann fyrigaf banamönnum sonar sfns og vildi það vinna til sátta manna að leggja hann ógildan. Með þeirri fórn slökkti hann ófriðarbál á Þingvelli. Nýja testamentið talar ekki með vanvirðu eða yfirlæti um hina mörgu vegfarendur og þeirra götur. Og satt er það um prestinn nú eins og þá, að hann getur verið mildur við fáfróða og villuráfandi, þar sem hann er sjálfur veikleika vafinn. Og satt er það einnig um þá kirkju, sem vér þjónum, þjóðkirkju tslands. Þú ert, kirkja, máttug móðir. mildileg og hýr á vanga, segir skáldið Matthias Johannes- sen. Það er vel mælt og bendir ekkert til annars en að það muni gilda. En máttug er engin móðir, sem veit ekki hvað hún er og er ætlað, hefur ekki sjálfsvitund, hirðir ekki um sérleik persónu sinnar og ætlunarverks. Sú mildi, sú hýra, sem er ekki annað en flaður i allar áttir, þar sem allt er opið að aftan og framan og holt innan, slíkt er háttur og eðli annars kyns en menn kjósa móður. Sú móðir er ekki sterk eða mikil i hlutverki sínu, sem er viðskila við lífsrök sin, gildir einu þótt hún kynni að vera frægð og hylit af viðhlæjend- um fyrir frjálslega hegðun. Kirkja Nýja testamentisins er einhliða í sinni auðmjúku, tæru móðurgleði: Eitt veit ég, eitt gjöri ég. Gagnteknum huga bendir hún á grunninn, sem lagður er, á veg- inn, sem er gefinn á hinn eina fullkomna, sem hefur gjörzt öll- um þeim, sem honum hlýða, höf- undur eilífs hjálpræðis. Þetta er fagnaðarerindið, orð sáttargjörðarinnar, friðarins, sig- ursins f Jesú Kristi. Hann er ekki ein ieiðin meðal margra, sem menn hafa lagt og reynt. Hann er vegurinn, sem Guð hefur lagt til þín, lagt þér. Það er Jesús Krist- ur, trú hans, strið hans, sigur hans, sem er vor óverðskuldaða auðlegð, kristnir prestar, kristin kirkja, þjóðkirkja íslands. Hann er vonin, lifið, krafturinn. Og vér, prestar hans, biðjum bræður og systur að horfa framhjá oss og til hans. Hann er fullkominn. Og hann vill gefa þér fullkomna þjónustu sina, þér syndugi mað- ur, hver sem þú ert. Herra Jesú, ég þakka þér, þvilika huggun gafstu mér, ófullkomleika allan minn umbætti guðsómskraftur þinn. Hjálpa þú mér, svo hjartað mitt hugsi jafnan um dæmið þitt og haldist hér f heimi nú við hreina samvizku og rétta trú. í upphafi sfðari hluta ræðu sinnar minntist biskup látinna, sr. Jóhanns Hannessonar prófessors, sr. Jakobs Einarssonar, Steinunn- ar Magnúsdóttur biskupsfrúar, Rósu Thorlacius Einarsdóttur prestsfrúar, prestsekknanna Nönnu Jónsdóttur og Guðrúnar Petreu Jónsdóttur og Ásgeirs Magnússonar forstjóra, sem kos- inn var á kirkjuþing 1970. Siðan ræddi hann um ýmis mál- efni kirkjunnar og það, sem gerzt hafði á siðastliðnu ári. Lúðra- sveit verka- lýðsins A vegum Tónlistarsam- bands alþýðu taka Lúðra- sveit Verkalýðsins og Samkór Trésmíðafélags Reykjavíkur þátt i alþýðu- tónlistarmóti, sem haldið verður í Ósló um þessi mánaðamót og bauð lúðrasveitin velunnurum sinum til hljómfagnaðar í Austurbæjarbíó s.l. laugardag. Flutt voru inn- lend og erlend lög og var hljómsveitin, sem aðal- lega er sk'juð ungu tón- listarfólki, furðu góð á köflum, samtaka í leik og auðheyrilega vel æfð af stjórnandanum Ólafi L. Kristjánssyni. Af ísl. lög- unum má nefna tvö lög eftir Sigvalda Kaldalóns i raddfærslu Páls P. Páls- sonar, þrjú frumsamin verk, 1. maí eftir Sigur- svein D. Kristinsson, Maríuvers eftir Karl O. Runólfsson og Gamlir félagar eftir Árna Björns- son. Eftir stórnandann, voru flutt tilbrigði yfir ísl. rímnalag og útsetning hans á Fífilbrekka eftir Árna Thorsteinsson. ís- lensku lögin voru i heild vel leikin og eru sum þeirra ekki óskemmtileg útfærð. Erlendu lögin eru af þeirri gerðinni sem allir Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON lúðrasveitarmenn kunna og er alveg sama um, en þarf að leika mjög vel til þess að þau séu skemmti- leg áheyrnar. Þegar leið á tónleikana varð leikur sveitarinnar allt of sterkur á kostnað tóngæðanna. Björgvin Kjartansson lék einleik á tenorhorn og væri rétt að leggja áherslu á að fleiri meðlimir sveitar- innar fengju tækifæri til að reyna sig á smá sóló, því slík viðfangsefni geta stuðlað að betri leiktækni. Þá mætti og skipta hljóm- sveitinni í smærri flokka og þar með auka fjöl- breytni I lagavali. Síðasta lagið, Hootenanny, var leikið með töluverðri sveiflu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.