Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐLÐ. FIMMTUDAGUR 30. JUNÍ 1977 Ingvari dæmdur sigurinn INGVARI Asmundssyni hefur nú verið dæmdur sigur f skák hans gegn Whiteiey f telex- skákkeppninni tsland-England og sigraði fslenzka sveitin þá f keppninni á stigum. tsland er þar með komið f átta liða undanúrslit f þessari fyrstu telex-keppni, sem haldin er á vegum Alþjóðaskák- sambandsins. Mikinn tfma hefur tekið að dæma skák þeirra Ingvars og Whiteleys og sagði Högni Torfa- son, varaforseti Skáksambands Is- iands, að leitað hefði verið álits fjögurra stórmeistara áður en úr- skurðurinn var kveðinn upp. Með sigri Ingvars urðu úrslitin 4:4, en sigur Guðmundar Sigur- jónssonar á öðru borði og Ingvars á fjórða borði gefa fleiri stig en sigrar Englendinga, sem voru á 7. og 8. borði, kvennaborðinu og unglingaborðinu. rrpróttiFi YTLMUNDUR Vilhjálmsson, spretthlaupari, og Lilja Guðmundsdóttir, millivega- lengdahlaupari, kepptu bæði á Helsinkileikunum f gær. Vilmundur keppti í 100 m hlaupi og varð þriðji f undanrás- um. Ilann komst þvf f úrslit, þar sem hann varð sjöundi af átta hlaupurum á 10.4 Sigurvegari varð Silvio Leonard frá Kúpu á 10.0 sek, og Crawford frá Trinidad varð fjórði á 10.1 Lílja varð fjórða f 1500 m hlaupi á 4.26,5 mfn. af 14 keppendum en Sinikka Tyynelae frá Finnlandi sigraði á 4.13.5 mfnútum. Ilreinn Ifalldórsson keppir f dag f kúluvarpi og Vilmundur í 200 m hlaupi. Brldge ÚRSLIT í sfðasta spilakvöldi As- anna, sem spilað var 27. júní, urðu þessi: A-riðilI: Einar Þorfinnsson — Sigtryggur Sigurðsson 130 Guðríður Guðmundsd. — Sveinn Helgason 118 Birgir ísleifsson — Gylfi Guðnason 111 Meðalárangur 108 stig. R-riðill: Guðmundur Arnarson — Sverrir Ármannsson 196 Sævin Bjarnason — Vilhjálmur Sigurðsson 186 Sigurður Sigurjónsson — Trausti Finnbogason 181 Þorlákur Jónsson — HaukurIngason 180 Meðalárangur 165 10 pör spiluðu í A-riðli en 12 pör í B-riðli. Staða heildarstiga eftir 6 kvöld í sumarspilamennskunni er þessi: Einar Guðjohnsen, Guðmundur P. Arnarson og Jón Baldursson 8 stig. Einar Þorfinnsson, Sigtryggur Sigurðsson, Sverrir Ármannsson og Sævin Bjarnason 7 stig. Albert Þorsteinsson og Sigurð- ur Emilsson 6 stig. Guðriður Guðmundsdóttir, Sig- urður Sverrisson og Sveinn Helgason 5 stig. Alls hafa 46 manns hlotið stig. - Ekkert samráð haft við ráðuneytið Framhald af bls. 44 svaraði 18%, og með áðurnefndri breytingu væri einungis verið að fylgja vexti þessa fisks á timabil- inu. Þetta væru þær forsendur sem svarta skýrslan svonefnda hefði talið æskilegast að fylgt væri og verndunaraðgerðirnar næðu einungis til þessara til- teknu árganga en ekki t.d. til 5 ára fisks, sem ekki yrði vernd- aður nema með kvótafyrirkomu- lagi. — Carter* Brezhnev Framhald af bls. 1 frá því í gær, að hann hefði i fyrri viku hitt Anatoly Dobryn- in, sendiherra Sovétríkjanna, í Moskvu og þeir rætt hugsanleg- an toppfund. Brzezinski hélt blaðamanna- fund í Washington í dag, þar sem hann sagðist fullviss um að Brezhnev og Carter myndu hitt- ast fljótlega til að ræða sam- skipti þjóða sinna. Hann vísaði á bug ummælum fréttamanna um að reiði Sovétmanna vegna ummæla Carters forseta um mannréttindamál og vandamál í SALT-viðræðum þýddu að ekki væri grundvöllur fyrir toppfundi. „Andrúmsloftið er hagstætt," sagði hann. Hann sagði að samskipti Bandarikj- anna og Sovétrikjanna væru reist að hluta á samvinnu og að hluta á samkeppni en að þau væru stöðug og báðar þjóðirnar stefndu að þvi að halda þvi ástandi. í Washington var I gær nefnt, að hugsanlegt væri að leiðtog- arnir hittust í Alaska, en em- bættismenn sögðu, að enn væri verið að vinna að ýmsum smá- atriðum. Vitað er, að báðir vilja hittast til að kynnast og kanna hvort þeir tveir geti ekki jafnað þann ágreining, sem nú gerir sambúð rikjanna ákaflega stirða. Carter forseti sagði I síð- ustu viku, að mannréttindayfir- lýsingar sinar væru meiri hindrun í vegi SALT-samninga en hann hefði gert sér grein fyrir. — Hemaðaraðstoð Framhald af bls. 1 flutningsmenn myndu skýra nán- ar hvað þeir ættu við. Þessi máls- grein er ósk til „aðgerðanefndar“ öryggisráðsins um að hún kanni hið bráðasta frekari áhrifaríkar aðgerðir í samræmi við 41. grein stofnskrár S.Þ. og gefi ráðinu ráð- leggingar um þær. Nær öllum ákvæðum 41. greinar hefur nú verið beitt gegn Rhódesiu og að- eins eftir að slíta sima- og póst- sambandi við landið. Bandarikja- menn, Bretar og Frakkar, sem allir hafa neitunarvald, eru and- vígir þvi að samband verði rofið. Gert var ráð fyrir, að tillagan yrði lögð fram seint i kvöld og samþykkt á morgun, hugsanlega einróma. — Aukið sjálf- stæði kirkju Framhald af bls. 44 hlutverk ( heiminum. Jafnframt er bent á órofa samfylgd kirkjunnar og Islenzku þjóðarinnar um aldaraðir og að taka verði tillit til þess um umræð- um um starfshætti hennar. Reynt er að byggja upp samræmt heildarskipulag kirkjunnar I formi laga- greina til þess að auðveldara sé að átta sig á þeim og bera þær saman víð gildandi lög Reynt er að marka á sem eðlilegastan hátt innbyrðis stöðu kirkjulegra stofnana og embætta. Allt skipulag kirkjunnar miðast við þarfir sóknanna á kirkjulegri þjónustu Ein meginbreytingin er fólgin I þvl að gera prófastdæmin að sjálfstæðum starfs- einingum I stað prestakallanna eins og nú er. Prestar yrðu þá ekki lengur ráðnir til ákveðinna prestakalla, heldur I ákveðin prófastdæmi. Hér er þó ekki um það að ræða að draga prestana saman I starfsmiðstöðvar, heldur er gert ráð fyrir að hver prestur þjóni áfram ákveðinni sókn eða sóknum sem sóknarprestur og sitji hver á slnu prest- setri eins og nú. Um leið eKþó gert ráð fyrir. að hverjum presti verði falið ákveðið þjónustusvið, er getur tekið til prófastdæmisins I heild. Með þessu er horft til aukins samstarfs presta og annarra, sem ráðnir kunna að verða til starfa I prófastdæmunum. Þannig er ætlað að betur nýtist sérmenntun og hæfni þessara starfsmanna. Einnig er lögð áherzla á réttarstöðu sóknanna og miðað er að þvi að tryggja þeim tekjustofna og samræmd- ar tillögur eru um kirkjur og kirkju- byggingar. þar sem m.a er miðað við að rikið taki þátt I kirkjubyggingum eins og byggingu félagsheimila Talið er æskilegt að landinu verði skipt I þrjú biskupsdæmi þar sem biskup hvers þeirra fari með yfirstjórn kirkjulegra mála, en einn þeirra verði fremstur meðal jafningja og hafi yfir- umsjón vissra málaflokka, er varða kirkjuna I heild. Lagt er til að þetta skref verði stigið I áföngum og byggt á núverandi skipan, þannig að vlgslu- biskupum verði falin umsjón sjálfstæðra biskupsdæma, þar sem þeir ánnist þó aðeins sérmál biskups- dæma sinna, en biskup jslands fari með öll sameiginleg mál kirkjunnar Gert er ráð fyrir að kírkjuþing verði sú Stofnun, sem fer með æðsta vald I málefnum kirkjunnar. Hér hefuraðeins verið fjallað litillega um helztu atriði álitsins, sem er alls 135 bls. I bókar- formi. í starfsháttanefnd áttu sæti: Sr Jón Einarsson, formaður, sr. Halldór Gunnarsson, sr. Jón Bjarman, sr. Jónas Glslason og sr. Þorhallur Höskuldsson. Fyrir lok prestastefnu á fimmtudags- kvöld mun prestastefna taka ákvörðun um framkvæmd og kynningu þessa álits en mikill hugur er I prestastefnu- mönnum um að hrinda þessum breyt- ingum fram. — Ætla að selja handritin Framhald af bls. 44 sagði Guömundur ennfremur og kvaðst undrandi yfir því að Árnastofnun skyldi ekki hafa keypt handritin þrátt fyrir þetta verð. Guðmundur sagði ennfrem- ur, að hann hefði ekki byrjað að bjóða fyrr en Árnastofnun og Landsbókasafn hefðu hætt, en hins vegar hefði V- Islendingurinn Vilbur Jónsson, prófessor, boðið i öll handritin og hærra en bæði Landsbóka- safn og Árnastofnun í öll skipt- in. Ýmsir aðrir Bóksalar hefðu boðið i handritin framan af og einnig hefði British Museum sjálft boðið stíft I Eggert Ólafs- son. Guðmundur kvaðst hins vegar hafa hætt við að keppa vió V-íslendinginn um Hátta- lykilshandritið, enda hefði verðið á því verið komið upp úr öllu valdi. Morgunblaðið sneri sér einn- ig til Jónasar Kristjánssonar, forstöðumanns Árnastofnunar, og spurði hvers vegna stofnun- in hefði ekki boðið hærra i þessi handrit. Jónas kvað aðal- lega tvær ástæður fyrir því. í fyrsta lagi væri alltaf reynt að meta verðgildi handrita af hálfu stofnunarinnar, sem væru á uppboðum og stofnunin hefði hug á, og reynt að ákvarða hvað réttlætanlegt væri að fara í hæsta lagi. Slikt hefði verið gert í þessu tilfelli, og sagði Jónas, að handritin sem þarna seldust hefðu selzt á töluvert hærra verði en reikna mátti með. Hin ástæðan væri sú, að stofnunin hefði ekki yfir að ráða fjármunum eða fram- lögum, sem hún gæti gripið til þegar handrit byðust til sölu, og þá fjárhæð, sem stofnunin taldi réttlætanlegt að bjóða hæst á uppboðinu í London, hefði þar af leiðandi orðið að sækja í reksturinn án þess að heimild væri fyrir sliku. Jónas sagði hins vegar, að áformað væri að sækja um framlög, sem grípa mætti til í tilfellum sem þess- um. — Skaðabótakröf- ur 200 milljónir Framhald af bls. 44 sem hún var. Skaðabótakröfur aðila eru nokkuð mismunandi eftir þeim upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér. Lögmaður Einars Bollasonar gerir hæstu kröfuna eða um 78 milljónir króna, en lögmenn Valdimars Olsen og Magnúsar Leopoldssonar krefjast tæplega 50 milljóna króna hvor um sig. Lögmaður Sigurbjörns Eiríkssonar krefst lægri skaða- bóta, m.a. á þeirri forsendu, að Sigurbjörn sat nokkru skemmri tima í gæzluvarðhaldi en hinir þrir. — Alþingi á ekki að setja lög Framhald af bls. 2 Torfa þau orð Gylfa Þ. Gislasonar, sem birtust I viðtali við hann I Mbl. I gær, að hann hefði breytt stafsetn- ingarreglunum án þess að nokkur opinþer umræða hefði farið f ram um málið, og þá fullyrðingu Sverris Her- mannssonar, að hann hefði hunzað vilja meirihluta Alþingis um að taka aftur upp gömlu stafsetninguna al- farið, svaraði Magnús: „Þegar stafsetningarnefndin var skipuð á slnum tima, var starfssvið hennar mjög rækilega kynnt og ég veit að málið var mikið rætt I hópum skólamanna og málvlsindamanna, en umræður á Alþingi urðu ekki fyrr en eftir á. Um þá fullyrðingu Sverris að meirihluti Alþingis hafi viljað hverfa aftur til fyrri stafsetningar alfarið, tel ég að afdrif þingmannafrumvapsins I þá átt sýni að þessi orð Sverris hafa ekki við rök að styðjast." Þegar Mbl. spurði .Magnús Torfa Ólafsson, hver væri hans skoðun á því að Alþingi setti lög um stafsetn- ingarreglur, kvaðst hann vera því gjörsamlega andvigur. „Ég tel óhugsandí með öllu, að alþingismenn fari að setja lög um einstakar greinar stafsetningar. Það er svona sambærilegt við að Alþingi færi að setja lög um læknisfræðileg efni, eða hvernig skuli I smáatriðum staðið að verklegum framkvæmd- um. Þessi mál þarf að leysa með fræði- legum rökum svo niðurstaðan verði I samhengi við þróunina, en ég tel út I hött að leikmenn séu að setja reglur um efni sem þessi Hins vegar er ég sammála núver- andi menntamálaráðherra um það, að Alþingi setji lög um, hvernig fara á með stafsetningarmál." — Ekki til bóta Framhald af bls. 2. i reglur verið til um ritun stórs og lítils starfs og heldur engar reglur um y. Vegna þessa hefði verið nauðsynlegt að setja um þetta reglur. „Og ég er alveg andvígur því, að Alþingi sé að skipta sér af ritreglunum sjálf- um. Mér finnst rétt hjá ráó- herra að festa það, að Alþingi segi til um, hvort það er á móti breytingum eða með, en ekki að alþingismennirnir fari sjálf- ir að búa til stafsetningar eglurnar." — Moldarbanki Framhald af bls. 2 er á sama hátt skorað á alla þá, einstaklinga, verktaka, sveitar- félög og riki, sem standa fyrir framkvæmdum, að þar sem fjar- lægja þarf gróðurmold verði séð til þess að henni sé ekki sóað, varpað í sjó eða grafin undir grjóti I uppfyllingar. Heldur verði leitazt við að græða með henni, svo sem tök eru á en að öðrum kosti sé henni komið fyrir á þann hátt, að hana megi siðar nota til ræktunar og græðslu. — Ég þekki það sjálfur úr minu starfi að á hverju ári er gróður- mold i miklum mæli sóað I sam- bandi við ýmsar framkvæmdir. Ég veit að það getur stundum fylgt því aukinn kostnaður að safna moldinni saman á einn stað en með hverju ári verða menn hirðusamari með þetta og sjá hvaða verðmætum þarna er verið að sóa. Ég á von á því, að hug- myndinni um moldarbanka verði komið á framfæri við sveitar- stjórnir á höfuðborgarsvæðinu og er viss um að undirtekir verða jákvæðar. Jafnvel mætti koma fyrir á þeim stað, sem moldinni er safnað saman, moldarblöndunar- stað, þar sem fólk gæti fengió mold blandaða áburðarefnum eft- ir þörfum I hverju tilfelli, sagði Leó að lokum. — Lambakjöt — Nautakjöt Framhald af bls. 2 skrokka en slík kaup henta okkur illa. Aðalatriðið hlýtur þó að vera það, að við verðum að auka fram- leiðslu á góðu nautakjöti, sagði Skúli. Sigurvin Gunnarsson, yfirmat- sveinn á Hótel Sögu, sagði að framboð á nautakjöti hefði verið of lítið og þá of litið af þeim hlutum, sem veitingahúsin not- uðu mest. Sagði hann að þeir á Sögu notuðu kannski 1 frampart á móti 10 afturpörtum og 100 hryggi á móti 10 frampörtum. — Eins og ástandið hefur verið höf- um við ekki getað boðið upp á nautakjöt nema hálfa vikuna og það er því ljóst að við gætum selt mikið meira af þvi, sagði Sigur- vin. _______ — Skipstjór- inn neitar Framhald af bls. 2 kom að bátnum snemma i gær- morgun og fór það með bátinn inn til Seyðisfjarðar. Réttarhöld yfir skipstjóranum, Sverre Petersen, drógust hins vegar nokkuð á lang- inn, þar sem það tók skipstjórann langan tima að gera það upp við sig hvort hann ætti að kalla til Iögfræðing. Skipstjórinn neitar að hafa verið innan við mörkin, en ákvað engu að siður að kalla ekki til lögfræðing sér til varnar í þvf skyni að spara sér útgjöld. Búizt var við að dómur félli ekki fyrr en seint I gærkvöldi eða ár- degis í dag, að sögn fréttaritara Mbl. á Seyðisfirði, Sveins Guð- mundssonar. — Trygginga- bætur hækka Framhald af bls. 2. Grunnlifeyrir hjóna hækkar úr 43.051 krónu I 54.890 krónur og tekjutrygging hjóna úr 35.487 krónum I 45.246 krónur. H fmarksbætur til hjóna verða þvi 100.136 krónur og hækka úr 78.538 krónum. Barnalífeyrir hækkar úr 12.239 krónum í 15.605 krónur og mæðralaun fyrir eitt barn hækka úr 2.098 krónum i 2.675 krónur. Mæðralaun fyrir 2 börr, hækka úr 11.390 krónum í 14.522 krónur og mæðralaun fyrir 3 börn hækka úr 22.778 krónum í 29.042 krónur. Átta ára bætur slysatryggingar hækka úr 29.969 krónum í 38.211 krónur. Eins og áður segir voru og sett bráðabirgðalög um breytingar á lögum um almannatryggingar og lögum um eftirlaun aldraðra. Þá hefur ráðuneytið falið Trygginga- ráði að gera tillögur um reglur um sérstaka uppbót á lífeyri ein- hleypra, sem búa á eigin vegum, og er sú uppbót ekki innifalin i þeirri bótahækkun, sem gerð er grein fyrir hér að framan. — Fjórðungsmót Framhald af bls. 3 anrásir kappreiða I 800 og 35o metra stökkí. Mótið setur formlega á laugar- dag Vilhjálmur Hjálmarsson. mennta- málaráðherra Meðal þeirra kappreiðar- hrossa, sem skráð eru til keppni, eru nokkur úr Reykjavlk og má þar nefna Þjálfa Sveins K Sveinssonar og Loku Þórdisar Albertsson en henni mætir I 350 metra stökkinu Nös frá Urriða vatni. Mótinu lýkur á sunnudagskvöld en þess má geta, að farnar verða tvær hópreiðar hestamanna á meðan mótið stendur yfir og verður önnur út I Skógey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.