Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JUNl 1977 UmHORPi Umsjón: Eína/ K. Guófinnsson. Grunnskólinn, nemendur á skólaskyldualdri, náms- efni, kennarar og allt menntakerfið er sífellt vin- sælt umræðuefni manna á meðal. Oft eru menn þar ekki á einu máli, og þrátt fyrir að vafalaust vilji allir vel, þá hafa á undanförnum árum oft orðið ærið harðorð- ar deilur um hvaða stefnu skuli taka í skólamálum hér- lendis. Það er vissulega gott, að rætt skuli um þessi mikil- vægu mái, og vissulega eru orð til alls fyrst. En þrátt fyrir að mikið sé talað, sitt- hvað gert og enn meira áætl- að, þá verður ekki séð að yfirvöld menntamála í land- inu hafi á undanförnum ár- um ávallt gengið til góðs göt- una fram eftir veg. A AÐLÖGLEIÐA LENGINGU SKÓLASKYLDU? í reynd hefur skólaskylda hérlendis verið Iengd í þétt- býli um eitt ár á síðustu ár- um, úr átta árum í niu. Á döfinni er enn frekari leng- ing skólaskyldunnar, í tiu ár. Er hér átt við sex ára deildir barnaskóla sem víð- ast hvar í þéttbýli eru orðn- ar staðreynd, og þá fyrirætl- an yfirvalda í menntamálum að gera niunda bekk grunn- skóla að skyldunámsári. Er hið síðarnefnda raunar I samræmi við hin nýju grunnskólalög. Ekki verður í fljótu bragði séð hvaða knýjandi nauðsyn bar til þess að samþykkja þessa lengingu skólaskyld- unnar. Látum forskólabekk- inn vera, þar sem hann leys- ir vafalítið af hendi ýmsar dagvistunarstofnanir. En um hið síðarnefnda gegnir dálítið öðru máli. Þar á að fara að skylda unglinga, sem í flestu tilliti eru farnir að taka sjálfir sin- ar framtíðarákvarðanir, til þess að sitja á skólabekk einn vetur til viðbótar. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi líkar betur eða verr. Á undanförnum árum mun láta nærri, að um níu- tfu af hundraði nemenda sem lokið hafa skyldunámi, haldi áfram f eitt ár eða lengur. Meó öðrum orðum, að allir þeir sem áhuga hafa haft á framhaldsnámi, mis- jafnlega löngu, hafa haldió áfram. Þeir sem ekki hafa haldið áfram, hafa þá væntanlega verið þeir sem af ýmsum ástæðum ekki hafa getað hugsað sér að sitja áfram á skólabekk, að minnsta kosti ekki fyrr en eftir nokkurt hlé. Einnig þeir sem hrein- lega höfðu takmarkaða getu til náms, en þeir eru vissu- lega til, hvort sem okkur lfk- ar betur eða verr. Þeir nem- endur, sem þannig er ástatt fyrir eru af eðlilegum ástæð- um þeirri stundu fegnastir er þeir losna úr viðjum skól- ans. Fjárhagur íbúa þessa lands er með þeim hætti, að enginn unglingur þarf að hætta við að fara í 9. bekk grunnskóla af fjárhags- ástæðum. Af þeim ástæðum Anders Hansen: Anders Hansen Nemendum grunnskóla skal óheimilt að deyjja áfengisdauða í kennslustundum 6 ára deildir eru orðnar staðreynd. þarf þvi ekki að lengja skólaskylduna. Þar sem það er Ijóst að allir þeir sem vilja, og þeir eru yfirgnæfandi meirihluti, halda áfram, þvf þá að lög- leiða lengri skólaskyldu? Hvað hafa þau tiu prósent nemenda að gera við það, sem ekki halda áfram? Væri það fólk ekki betur komið úti í atvinnulífinu, þar sem það gæti gert sjálfu sér og öðrum gagn, en í lang flest- um tilfellum eru þeir ekki síður nýtir þjóðfélagsþegnar en hinir sem áfram halda. Embættismenn innan Menntamálaráðuneytisins, sem virðast ráða ferðinni að verulegu leyti, eru sífellt að lýsa þvf hve mikil nauðsyn sé á hvers konar sálfræði- legri þjónustu i skólum. Vita þeir ekki hver áhrif það kann að hafa á nemanda, sem illa gengur, að vera á skólabekk innan um þá sem meira mega sfn? Að vera jafnvel hafður að háði og spotti fyrir það eitt að ganga ekki vel i bóklegu námi. Það þarf varla mikla sál- fræðilega kunnáttu til að sjá að því fólki hlýtur að líða betur annars staðar, þar sem það fær verkefni við hæfi. Nú bendir vafalaust einhver á það, að slíkir nemendur eigi að fá sérkennslu, þar sem þeir verði aðstoðaðir. — Þvf er til að svara, að slíkri sérkennslu er ekki til að dreyfa, ög ekki útlit fyrir að henni verði komið á í náinni framtið. Og jafnvel þó svo væri, þá er undirrituðum það stórlega til efs að slíkt sé betra en þátttaka í störfum á almennum vinnumarkaði. JAFNVEL ÁSTÆÐA TIL AÐ STYTTA SKÓLAGÖNGUI MÁNUÐUM A ÁRI íslendingar hafa haft, og hafa enn, nokkra sérstöðu hvað varðar þann tíma sem börnum og unglingum á skólaskyldualdri er gert að vera í skóla á ári hverju. Hér hefur sá tími verið mun styttri en gerist og gengur hjá flestum nágrannaþjóð- um okkar. Það er vel að svo sé. Sá timi sem börnum og unglingum gefst til að kynn- ast atvinnulífi þjóðarinnar Kennaraháskóli tslands til sjávar og sveita, er sfst of langur. Flestir munu sammáia um það, að það sé hverjum ungf- ingi ómetanlegt að fá að vera við sjávarsíðuna á vor- in, eða að fá að fylgjast með sauðburði á vorin eða göng- um og réttum að hausti. En nú á sfðari árum hefur sú stefna verið rfkjandi að lengja beri skólagönguna á ári hverju, og enn mun eiga að ganga lengra á þeirri braut. Þarna er fylgt var- hugaverði stefnu. Jafnvel þótt ekki eigi allir unglingar kost á dvöl í sveit, þá er frelsi það sem sumrinu fylg- ir eigi að siður dýrmætt hverjum unglingi. Þetta langa sumarfrf á vafalítið sinn þátt í þvi að gera islend- inga 'að íslendingum. Þvf viijum við ekki breyta eða hvað. Mönnum væri hollt að hafa i huga orð aldraðs bónda norður i Eyjafirði, er hann lét sér um munn fara við undirritaðan, er honum blöskraði hinn langi tími sem ungmenni þessa lands eru innan fjögurra veggja skólans. Hann sagði eitthvað á þá leið, að nú væri börnum kennt, að sauðkindin væri klaufdýr, jórturdýr, og emira aó segja aö maginn í henni skiptist í mörg hólf. Allt væri þetta gott og bless- að, en getur ekki sá tími komið að flest börn þekki alls ekki sauðkindina í sjón, þar sem þeim hefur aldrei gefist kostur á að berja hana augum. Þó orð gamla bónd- ans kunni að virðast öfga- kennd, þá eru svipaðir hlut- ir ekki alls kostar óþekktir vfða um hinn „siðmenntaða heim“. — Hugsum um það. A FLATNESKJA MEÐALMENNSKUNNAR AÐ RÍKJA INNAN SKÓLAKERFISINS? Eftir að lög um grunn- skóla tóku gildi, var það bannað að birta einkunnir nemenda, slfkt átti að vera einkamál hvers og eins nem- anda útaf fyrir sig. Jafnvel var bannað að birta nöfn þeirra er bestum árangri ná hverju sinni, og þar með falla væntanlega allar verð- launaveitingar niöur. Þegar spurt er um ástæð- ur þessa, er þvi helst til svar- að, að þetta sé gert til þess að sporna við óæskilegri stjörnudýrkun og fleiru í þeim dúr. Meðalmennskan skal sem sagt rikja, og ekkert gert til þess að örva og hvetja nem- endur til dáða í námi þeirra. Þeim er þetta vilja væri hollt að kynna sér hvernig Kristmunkar, einhverjir bestu kennarar er sögur fara af, byggðu upp skóla sína. Þætti það ekki einkennilegt, ef bannað væri að skýra frá afrekum íþróttamanna, eða ef hætt væri að verðlauna rithöfunda? — Hvaða til- gangi þjónar þessi dýrkun meðalmennskunnar? Ungum sjálfstæðismönn- um er blátt áfram skylt að láta þessi mál til sfn taka. AGAVANDAMÁL í SKÓLUM, — REFSINGAR Það er margra skoðun, og ekki til komin af engu, að agavandamál færist í vöxt i skólum, einkum í efri bekkj- um grunnskóla. Margar skýringar kunna að vera á þessu fyrirbæri, og sumpart eiga þær sér upptök úti i þjóðfélaginu sjálfu fremur en að upptökin séu innan skólans. En eins og viðar þegar um misbresti er að ræða, þá virðast yfirvöld menntamála þarna eiga ein- hvern hlut að máli. Nú eiga kennarar til dæm- is þess ekki kost að beita nemendur neinum refsing- um svo heitið geti, þrátt fyr- ir að þeir brjóti gróflega af sér. Þess i stað á að reyna þá leið, að leysa öll mál með góðu, rétta hinn vangann ef á annan er slegið og svo framvegis. Góðmennskan er að vfsu allra góðra gjalda verð, og skal síst löstuð. En í uppeldi ungmenna er það gott að augljóst sé, hver valdið hafi, og hvern sé ver- ið að ala upp. Fátt er ömur- legra en að koma inn í skóla- stofu þar sem kennari er orðinn auðmjúkur þjónn nemenda sinna, eða að koma inn á heimili þar sem börnin Framhald á bls. 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.