Morgunblaðið - 06.07.1977, Page 14

Morgunblaðið - 06.07.1977, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JULI 1977 Erfíðleikarísam- búð N oregs og Sovétríkjanna NOKKRIR erfiðleikar hafa verið í sambúð Noregs og Sovétrfkj- anna að undanförnu vegna ágreinings rfkjanna um skiptingu yfirráða yfir Barentshafi. Náðst hefur hráðabirgðasamkomulag um fiskveiðar á svæðinu, en frest- að hefur verið frágangi endanlegs samkomulags þar til eftir kosn- ingar f Noregi, en þær verða f september. Á meðan Jens Evensen hafrétt- arráðherra Noregs var í Moskvu fyrir stuttu til viðræðna um þessi mál urðu nokkrir árekstrar á um- deilda svæðinu á Barentshafi. Tveir foringjar af norska varð- skipinu Nornen fóru um borð í sovézkan verksmiðjutogara f landhelgi Noregs til að kanna veiðarfæri skipsins. Sovézkur skipsmaður á togaranum kastaði sér þá í sjóinn en var bjargað af skipsmönnum á Nornen. Þegar þangað var komið baðst hann hæl- en og hleypa af tveimur við- vörunarskotum, en þá fengu Norðmennirnir tveir að halda aft- ur um borð í norska varðskipið. Ekki bætti það ástandið að Norðmennirnir höfðu komizt að þvi að sovézki togarinn var með of smáa möskva í vörpu sinni og veiddi fyrir vikið mikið af ókyn- þroska þorski. Um svipað leyti varð annað at- vik sem ekki bætti sambúð land- anna. Þá fóru Rússar um borð í norskan togara á umdeilda svæð- inu á Barentshafi, en áður hafði verið um það samið að á því svæði skyldi hver þjóð fyrir sig hafa eftirlit með eigin skipum. Reynd- ust Rússarnir síðan hafa meiri áhuga á rafeindabúnaði togarans en veiðarfærum. Deila landaanna um skiptingu yfirráðamarka á Barentshafi staf- ar af því að hvort rikið um sig heldur fram vissri reglu sem gilda eigi um þessi mörk. Norð- Franz Jósefsland (Sovétrlkin) Novayai iZamlyai Bjarnareyjar (Noregur) Lofoten- eyjar lurmanski SvlþjóB I I 0 Mílur 200 Svalbaroi Noregur Svaeoi innan 200 milna fré landi Noregur Russland is sem pólitískur flóttamaður. Rússneski skipstjórinn krafðist þess þegar f stað að maðurinn yrði framseldur, en því hafnaði skip- herrann á Nornen. Sögðust Rúss- arnir þá ekki mundu hleypa norsku foringjunum tveimur til baka um borð í skip sitt fyrr en flóttamaðurinn yrði framseldur. Létu þeir ekki undan fyrr en búið var að manna allar byssur á Norn- menn vilja halda sig við Genfar- samþykktina frá 1958, en þar ei gert ráð fyrir að við aðstæður sem þessar skuli dregin miðlína og mörkin ákvarðast af henni. Sovét- menn vilja á hinn bóginn draga línu frá landamærum ríkjanna í hánorður og þannig ákvarða mörkin. Sú aðferð færði þeim yf- irráð yfir stærri og vestlægari hafsvæðum. -------------------------N er hægt að treysta litmyndir á 3 dögum. J VIO SELJUM L Kodak 1 VORUR V. HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI AUSTURVER GLÆSIBÆR S:20313 S:36161 S: 82590 ____________ J Japanskt varðskip á siglingu hjá sovézkum togara skair.mt undan ströndum Hokkaido. 200 mflna fiskveiðilögsaga Japans tðk gildi fyrir helgi og héldu þá 112 varðskip úr höfn til að hafa eftirlit með þvf að erlend veiðiskip virði lögsöguna. New York: Tveir bidu bana ádur en mannræninginn gafst upp New York. 5. júlf. AP. LÁGVAXINN spænsku- mælandi maður, sem í gær rændi langferðabíl og skip- aði bílstjóranum að aka til Kennedyflufívallar, gafst í nótt upp fyrir lögreglu eft- ir u.þ.b. 12 tíma eltinga- leik og samningaviðræður. Maðurinn, Luis Robertson, 22 ára að aldri, varð tveim- ur að bana á meðan hann hafði bílinn á sínu valdi og var annar farþegi en hinn bílstjórinn. Þrír menn í hópi farþega særðust. Langferðabíllinn var á leið frá New York til Vermont með fjölda farþega þegar Robertson vatt sér skyndilega úr sæti sínu og hleypti af skoti í háls eins farþeganna, sem við það særðist en þó ekki alvarlega. Fyrirskipaði hann síð- an bilst jóranum að halda til flug- vallarins og aka þar i gegnum öryggishlið og um flugbrautirnar. Varð tvívegis að loka vellinum fyrir allri flugumferð, en að lok- um tókst lögreglumönnum að króa bilinn af og var brynvarðri lögreglubifreið ekið á hana uppi við flugskýli. Hófust þá samræður lögreglu og Robertsons, en tekizt hafði að koma á talstöðvarsambandí við bilinn nokkru áður. Krafðist Robertson þess að fá sex milljón daia lausnargjald fyrir gfsla sína og auk þess flugvél til undan- komu. „Ég hef fengið nóg af þessu landi og vil komast burt", sagði hann. Leysti hann þó smám saman úr haldi flesta gisla sina og sendi með þeim skilaboð til lög- reglunnar. Einn gíslanna ætlaði að reyna að flýja úr bílnum, en Robertson skaut hann þegar i stað og féll hann á jörðina rétt við langferðabilinn. Robertson að- hafðist hins vegar ekkert þegar Ræninginn, Luis Robinson, eftir handtökuna á Kennedyflugvelli. Ginzburg á yfir höfði sér 10 ára Moskvu. 5. júll. Reuler. SOVEZKI andófsmaðurinn Alexander Ginzburg, sem er einn margra andófsmanna, sem stjórn Carters f Bandarfkjunum hefur opinberlega stutt, á nú yfir höfði sér að verða dæmdur f allt að 10 ára þrælkunarvinnu, að þvf er einn vina hans sagði f dag. Ginzburg var handtekinn f febrúar sl. fyrir andsovézkan áróður, en hann er einn af nfu félögum f svonefndum Helsinki- hópi, sem teknir hafa verið fastir á þessu ári. Ilelsinki-hópurinn hefur fylgzt með framkvæmd fangelsi sovézkra yfirvalda á samkomulag- inu sem gert var I Helsinki fyrir tveimur árum. Ginzburg var Ifka framkvæmdastjóri sjóðs sem Alexander Solzhenitsyn hafði komið á fót til að styrkja fjár- hagslega andófsmenn sem settir hafa verið f fangelsi og konur þeirra. Ginzburg var dæmdur í fimm ára fangelsi árið 1968 og á nú á hættu að fá þann dóm tvöfaldað- an, þar sem hann hefur nú að sögn sovézkra yfirvalda gerzt i annað sinn brotlegur við lög sem banna andsovézkan áróður. sjúkrabíll kom og sjúkraliðar báru manninn i burtu á börum. Þegar líða tók á kvöldið reyndu lögreglumenn ákaft að fá Robertson til að láta alla fanga sína lausa og gefast upp og var honum heitið því að honum yrði ekki gert mein. Lét hann loks undan um hálffjögur-leytið i nótt og sleppti siðustu 14 gíslum sín- um og var handtekinn. Verður hann ákærður fyrir tvö morð og mannrán. Gíslarnir, sem margir voru i mikilli hugaræsingu, voru leiddir burt frá blaðamönnunum sem safnazt höfðu á staðinn, en þeim siðan leyft að fara. Luis Robertson átti heima í Somerset í New Jersey riki. Að sögn lögreglunnar var hann skráður i sjóherinn, en aðrar upplýsingar um hann voru ekki fáanlegar. Gáfust upp Lima, 5. júlí. AF. Reuter. FLUGVÉLARÆNINGJAR neyddu flugvél frá Chile með 60 manns innanborðs til að fljúga til Lima í Perú í dag en gáfust siðan upp eftir þrjá tima. Ræningjarnir sem voru fimm kröfðust þess að flogið yrði með þá til Parísar og slepptu gíslum áður en þeir gáfust upp. Perú- stjórn mun sjá til þess að þeir fái hæli í Venezúela. — Klofna brezkir Framhald af bls. 1 það hefur sundrungin aukizt smátt og smátt. I siðustu stefnuyfirlýsingu flokksins segist hann munu reyna að ná völdum i frjálsum kosningum, að vísu með hjálp „fjöldabaráttu", og gamlir flokksmenn hafa reiðzt þvi ákaflega að ekki er lengur ta|- að um það markmið marxista að koma á „alræði öreiganna“. Gordon McLennan, ritari flokksins, segir í flokksmála- gagninu Morning Star, að sér- hver kommúnistaflokkur sé „sjálfstæður og fullveðja" og tekur þar með í sama streng og evrópukommúnistar og leggst gegn Rússum. French sagði hins vegar ný- lega á fundi að slíkur hugs- unarháttur væri hentistefna, að hann aflaði kommúnistum ekki fylgis i Evrópu, að einu löndin sem næðu fram raun- verulegum sósíalisma væru þau lönd sem fylgdu hinni sov- ézku þjóðbyltingarbraut. Félögum flokksins hefur fækkað um 4.000 á 10 árum og hann er í varnarstöðu gagn- vart flokknum trotskyista sem höfða til ungs fólks. Flokkur- inn tapaði síðasta þingsæti „ sinu fyrir 26 árum og fylgi hans hefur minnkað úr 0,3% í 0,1 % á þeim tima.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.