Morgunblaðið - 06.07.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.07.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JULl 1977 17 Skák — Skák — Skák — Skák Korchnoi tefldi djarft og sigraði Hvftt: Lev Polugaevsky Svart: Viktor Korcnoi Drottningarindversk vörn. 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — b6,4. g3 (1 1. einvigisskák þeirra Spasskys og Portisch lék sá fyrrnefndi hér 4. Rc3 sem leiðir til flóknari stöðu. Friðrik Ólafs- son leikur hér oft 4. a3 — Bb7, 5. Bg5 sem leiðir til skemmti- legra sviptinga) Bb7, 5. Bg2 — Be7, 6. 0-0 — 0-0 7. Rc3 — Re4, 8. Dc2 (Polugaevsky leikur ávallt þessum leik i stöðunni. A síðari hefur 8. Bd2 öðlast þó sifellt meiri vinsældir) Rxc3, 9. Dxc3 — f5 (ÖUu algengari leikur í þessari stöðu er 9... c5 sbr. 11. einvígis- skák þeirra Polugaevskys og Meckings í vor. Korchnoi kann hins vegar sjaldan við sig á alfaraleið og velur þvi annan eldri og lítt þekktari leik.) 10. b3 (Eftir 10. d5!? — Bf6 er staðan öllu tvísýnni. Skiljanlegt er að Polugaevsky vilji sneiða hjá flækjum. Þar fylgir hann þeirri reglu Laskers, „að ávallt skuli tefla til jafnteflis eftir tap“.) Bf6,11. Bb2 — Rc6!? (Korchnoi er greinilega í baráttuhug. Annars hefði hann látið sér nægja að jafna taflið með 11... d6, 12. Hadl — De7, en þannig tefldist 21. einvígis- skák þeirra Tals og Botvinniks árið 1960.) 12. Hadl — Re7 (Svartur flytur lið sitt yfir á kóngsvæng, þvi að þar ætlar hann að leggja til atlögu) 13. Rel — Bxg2,14. Rxg2 (Dæmigert fyrir Korchnoi. Hann reynir að hrifsa til sin frumkvæðið, I stað þess að koma til móts við hægfara tafl- mennsku andstæðingsins og gera stutt jafntefli.) 15. Dc2 — Rg6,16. e4 (Hvítur verður að sprengja upp sjálfur, því að ekki getur hann beðið eftir 16... De7 fylgt eftir af h7-h5-h4) f4,17. e5 (Hvitur átti einnig völ á þvi að leika hér 17. f3. Framhaldið gæti orðið 17... De7, 18. g4 — Kf7, 19. Kf2 — Hh8 og svartur getur ráðið hvenær hann opnar h-linuna með h7-h5) Bg7,18. De4 — De7 (En auðvitað ekki 18... f3?, 19. Rel og peðið fellur) 19. Hd3 (Hvítur hefur talið nauðsyn- legt að hindra 19... f3. Eftir 19. Hel — f3, 20. Re3 er Rf4!? mögulegt. Framhaldið gæti orð- ió: 21. Rg4 — Dg5, 22. Dxf3 — h5, 23. h3 — Kh7, 24. Kfl — hxg4, 25. Dxg4 — Dh6 og svart- ur hefur mótspil fyrir peðið.) Had8, 20. Hel — d5!, 21. exd6 (Eftir 21. cxd5 — Hxd5 er það hvitur sem hefur aila helstu veikleikana I stöðunni) Dxd6, 22. Hedl (Slæmt var 22. Dxe6+ — Dxe6, 23. Hxe6 vegna 23... c5, 24. He4 — Re5! og svartur hefur yfir- höndina) De7, 23. Rel — Df6,24. Hld2 (Leikið til að hindra 24... c5, og valda f-peðið.) Df5,25. Dxf5? (Rangt stöðumat. Rétt var 25. De2) exf5! (Svörtu peðin á kóngsvæng verða nú geysisterk) —ip 'ipp— s* 4 4 A 4 4 £ £ 'ii 8§£®Í21§ aB S m m li §á 26. Rg2 — g4, 27. Rxf4 — Rxf4 28. gxf4 — Bh6, 29. He2 — Bxf4, 30. He6 (Engu betra var 30. f3 — Hfe8, Framhaid á bls. 18 Stutt en ekki tilþrifalaust jafntefli Hvítt: Lajos Portisch Svart: Boris Spassky Tarrasch vörn 1. d4 — d5, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — c5 (Tarraschvörn. Eftir 3 ... Rf6, 4. Bg5 kemur upp hefðbundið drottningarbragð) 4. cxd5 — exd5, 5. Rf3 — Rc6, 6. g3 (Schlechter-Rubinstein af- brigðið) Rf6, 7. Bg2 — Be7, 8. 0-0 — 0-0, 9. Bg5 (Hér er leikur A-þýski stór- meistarinn Uhlmann jafnan 9. b3; meðgóðum árangri) c!? (Algengara er hér ... cxd4 eða 9 . . Be6) 10. Re5 — Be6,11. Rxc6 (I skákinni FIohr-Maroczy í London 1932 lék hvitur hér 11. Rxc!? og fékk betri stöðu eftsir 11.. dxc4, 12. bxf6 — Bxf6, 13. d5 — Bd7?!, 14. dxc6 — Bxc6, 15. Bxc6 — Bxc6,16. Dc2) 12. b3 —Da5, 13. Ra4 — Hfd8, 14. Dc2 (Eftir 14. bxc4 bxc4 hótar svart- ur bæði 15.. .Dxg5 og 15.. ,c5) Hac8,15. Bxf6 (Sovéski stórmeistarinn Tukmakov stingur hér upp á 15. Hfdl — c5, 16. Bd2 og teiur stöðuna tvisýna, en eftir 16.. .Da6 virðist svartur standa betur að vigi) Bxf6,16. Rc5 Bxd4! (Með þessari snjöllu skiptamunsfórn jafnar svartur taflið. Eftir 16. , .Dc7, 17. e3 stendur hvítur greiniiega bet- ur) 17. Rb7 — Db6, 18. Rxd8 — Hxd8 (En ails ekki 18. . Bxal?, 19. Rxe6) 19. bxc4 (Nú leysist skákin upp i jafn- tefli. Eftir 19. Habl — c3, 20. e3 — Bf6, 21. b4 er tafiið tvisýnt, en staða svarts er áreiðanlega ekki síðri.) Bxal, 20. cxd5 Jafntefli. Moon sendiráðsritari, Han sendiherra og Helgi Agústsson, blaðafulltrúi utanríkisráðuneytisins, á fundi með fréttamönnum. Ijósm. Rax. „Finnum illa fyrir 200 mílna útfærsl- unni í heiminum” r —segir Sang Kook Han, sendiherra S-Kóreu á Islandi SANG Kook Han, sendiherra S-Kóreu á Islandi með aðsetri í Ösló, var hér á landi í heimsókn í vikunni til viðra*ðna við is- lenzka embadtismenn, og sagði þá I stuttu samtali við Morgun- blaðið, að stöðugt væri unnið að þvi að auka viðskiptatengsl landanna og á öðrum sviðum. Hann sagði, að á s.l. ári hefðu Islendingar keypt vörur af S- Kóreumönnum fyrir um 150 milljónir króna, veiðarfæri, kaðla, vefnaðarvörur og nokkr- ar aðrar tegundir, en S- Kóreumenn keypt þorskalýsi og grásleppuhrogn, þótt ekki hefði það verið í jafn ríkum mæli. Sendiherrann sem hing- að kom, ásamt Moon sendiráðs- ritara, sagðist vona að hægt yrði að auka þessi viðskipti, og að ýmislegt væri í bígerð í því sambandi. Haraldur Ólafsson, forstjóri Fálkans og ræðismað- ur S-Kóreu á tslandi, hefði ný- lega heimsótt S-Kóreu og ræðis- maður lslands i Seoul væri væntanlegur hingað í sumar. H:nn sagði að samskipti Ís- lands og S-Kóreu á alþjóðasviði hefðu verið mjög vinsamleg og það væri Ijúf skylda sín að koma til lslands til að vinna að áframhaldandi þróun á þeirri braut. Er talið snérist að hafréttar og fiskveiðimálum sagði sendi- herrann að S-Kóreumenn hefðu ekki fært sina fiskveiðilögsögu úr 12 mílum, og biðu átekta eftir niðurstöðum hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar sagði hann að út- færsla hinna ýmsu þjóða heims hefðu haft mjög alvarleg áhrif á fiskveiðar og fiskvinnslu i S- Kóreu, einkum vegna útfærslu Sovétríkjanna og Bandarikj- anna. Af 2.1 milljón lesta árs- afla 1975 veiddi úthafsfloti S- Kóreu 565 þúsund lestir á fjar- lægum miðum. Um 1200 þús. lestir fengust á heimamiðum og nálægum miðum og 351 þús. 1. var framleiðsla sjávarbúskaps, þang, rækja, krabbategundir og annað, og sagði hann að fisk- veiðar og fiskvinnsla væru mjög mikilvægur þáttur i efna- hagslífi þjóðarinnar, sem um 6% vinnufærs fólks starfaði við. S-Kóreumenn hefðu m.a. brugðizt við þessum breyttu að- stæðum með þvi að ganga til samstarfs við bandarisk fyrir- tæki um útgerð og fiskvinnslu. Aðspurður um ástandið í efnahagsmálum S-Köreu sagði sendiherrann að S-Kóreumenn hefðu sloppið vel við efnahags- kreppuna, sem kom i kjölfar olíuverðshækkunarinnar og ár- ið eftir þá hækkun hefði hag- vöxtur i landinu verið 7% á sama tima og flestar þjóðir hefðu orðið að lifa án hagvaxtar eða við samdrátt. Verðbólga í landinu væri um 10% á árs- grundvelli og hagvöxtur s.l. 10 ár um 10% að meðaltali. Japan og Bandarikin væru stærstu viðskiptalönd S-Kóreu, en við- skipti við V-Evrópu færu nú mjög í vöxt. Han sendiherra sagði að nú væri hafið 1. ár fjórðu 5 ára efnahagsáætlunar landsmanna og ætti á næstu árum að leggja höfuðáherzlu á uppbyggingu v véla- og þunga- vinnuvélaiðnaðar ásamt efna- iðnaði. Skipasmiðar S- Kóreumanna væru að verða einn mikilvægasti iðnaður landsmanna og gætu þeir nú smíðað oliuskip allt að 1 milljón brúttólesta og væru S- Kóreumenn nú mjög sam- keppnisfærir við Japani, þar sem laun i Japan hefðu hækkað miklu meira en í S-Kóreu. Er sendiherran var spurður um fyrir hugaðan brottfluting á landherafla Bandarfkjamanna frá S-Kóreu svaraði hann þvi til að þetta ylli mönnum nokkrum áhyggjum. Þótt S-Kóreumenn hefðu yfir 600 þúsund manna herafla að ráða, og herlið Bandaríkjanna næmi aðeins um 30 þús. manns, litu S- Kóreumenn á dvöl bandaríska herliðsins sem mikilvægt fyrir- Framhald á bls. 18 r,-------- Fru þeir að fá 'ann •? ■ langa a myrum Mjög góð veiði hefur verið undanfarið á neðsta svæði Langár og feikna ganga í ána i stóra straumnum. Á þriðjudag höfðu um 700 laxar gengið upp laxatiginn í Skuggafossi og tals- vert af fiski gengur alltaf upp sjálfan fossinn. Hins vegar er laxinn nú fyrst að komast upp á efra svæðið og höfðu t.d. aðeins 20 laxar veiðzt fyrir landi Jarðlangsstaða, Háhóls og Hvítsstaða og svipað í Stangar- holti og innan við 10 fiskar á svæðum Grenja og Litla-Fjalls. Alls munu um 200 laxar vera komnir úr Langá frá 15. júni. Veitt er með 12 stöngum. IÐA Ekki höfum við nákvæmar fréttir af veiði í Iðu en sl. laugardag fékk Þorgeir Jóns- son prentari 22 punda hæng á Butcherflugu á mótum Hvitár og Stóru-Laxár. Landaði hann laxinum eftir 40 mínútna viður- eign með aðstoð föóur sins, Jóns Egilssonar, sem i fyrra fékk 23 punda flugulax á sömu slóóum. LAXAIAÐALDAL Veiði í Laxá hefur verið með eindæmum góó og i fyrrakvöld voru kornnir 420—430 laxar úr ánni. sem er um helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Höfuðborgin: Ekkert lát á slysum og árekstrum EKKERT lát virðist á slysum og árekstrum i höfuðborginni. Yfir 30 umferðaróhöpp urðu i fyrra- dag, þar af urðu 4 slys ög um kvöldmatarleytið í gær höfðu orð- ið 20 árekstrar i höfuðborginni og ein bilvelta. I einum árekstrinum i gær slasaðist stúlka, sem var farþegi i bíl, sem lenti i árekstri við annan bil á mótum Túngötu og Garðastrætis. Gerðist þetta laust eftir klukkan 11 í gærmorg- un. Þá valt jeppabill i Borgartúni i gærmorgun. Tveir menn voru í bilnum og sakaði hvorugan. Grun- ur leikur á því að ökumaðurinn hafi verið ölvaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.