Morgunblaðið - 06.07.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.07.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JULt 1977 19 Málefni vangefinna verði felld í almenna löggjöf segir Bank-Mikkelsen og ræðir um ný viðhorf og stefnur á þvi sviði N.E. BANK-MIKKELSEN sá deildarstjóri I danska félags- málaráðuneytinu, sem sér um málefni vangefinna, var nýlega á íslandi til að sitja sem for- maður stjórnarfund norrænu samtakanna um málefni þroskaheftra, jafnframt því sem norræn nefnd embættis- manna hittist hér um sama leyti til að fjalla um margvls- leg atriði I sambandi við skipu- lagningu á þjónustu fyrir van- gefna. Það þótti þvf mikill fengur að fá svo reyndan mann á þessu sviði til að flytja hér opinberan fyrirlestur á vegum Styrktarfélags vangefinna með- an hann var hér. Hann er eftir- sóttur fyrirlesari og ráðgjafi um þessi mál vfða um heim, hlaut m.a. Kenndyverðlaunin 1968 fyrir störf sfn í þágu van- gefinna. Og eins og hann sagði sjálfur f upphafi nefnds fyrir- lesturs: „Þið getið margt lært af störfum okkar á Norðurlönd- um, en mest þó af mistökum okkar.“ I fyrirlestrinum og stuttu spjalli, sem fréttamaður Mbl, átti við hann á eftir, komu raunar fram viðhorf, sem nú eru að þróast í þessum málum i Danmörku, og sem stefnt er að. Kjarni þeirra er, að ekki á að vera til neitt það, sem heitir þjónustukerfi fyrir vangefna sérstakiega, heldur ber að stefna að þvi að fella alla þessa þjónustu inn í hið almenna stjórnunarkerfi, þar sem hinir vangefnu njóti fyrirgreiðslu og þjónustu í samræmi við sinar einstaklingsbundnu þarfir, eins og hann sagði. Málefni vangef- inna ætti að fella inn í hið al- menna stjórnkerfi, inn í skóla- löggjöf, húsnæðislöggjöf, vinnulög o.s.frv. en ekki vera með þau i sérlöggjöf. Hann sagði, að enn væri sérstök lög- gjöf varðandi málefni vangef- inna í Danmörku, en vonast væri til að um 1980 yrði búið að fella þætti hennar inn í viðkom- andi almenna lagabálka. Slik samskipan væri ekki markmið i sjálfu sér heldur starfsaðferð, sem leiði af sér eðlilegri lifs- kjör til handa hinum fatlaða. En það kvaðst hann kjósa að nefna vangefna. — Meðal hverrar þjóðar er ósköp eðlilegt að til sé fatlað fólk, sagði hann. Það væri ónormalt eða óeðlilegt, ef eng- inn fatlaður einstaklingur væri til meðal heillar þjóðar. Mörg undanfarin ár höfum við á Norðurlöndum rætt almennt markmið í málefnum vangef- inna, sem er það, að hinn van- gefni geti lifað eins eðlilegu lífi og kostur er. Hefur verið sett fram kenning, sem nefnd er ,,normalisering“. Hún táknar ekki að áform séu um að reyna að gera hina fötluðu það sem kallað er normal eða heilbrigða að öllu leyti, hvað sem það nú er. Enda sækist fólk ekki sér- lega eftir því nú á dögum að litið sé á það sem „normalt" eða ósköp venjulegt fólk eins og sagt er. Nei, í þvf felst að þetta fólk búi við eðlilega lífshætti. Það þykir auðvitað alveg sjálf- sagt, en staðreyndin er samt sú, að hvergi f veröldinni hefur enn tekizt að framkvæma til fullnustu þau markmið. Aður fyrr, og raunar víða ennþá, hafa allt önnur viðhorf verið ríkjandi. Eitt af því, sem hefur dregið úr þvi að hinn fatlaði lifi eðli- legu lífi úti í samfélaginu, er ofverndun, sem bæði foreldrar og þjóðfélagið hafa mikla til- hneigingu til aö veita hinum fatlaða. — Meiri hluti þeirra, sem starfa að málefnum fatlaðra, þar sem ég þekki til, sagði Bank-Mikkelsen, að- hyllast þessa verndunarstefnu, sem byggist á því að þeir telja hina fötluðu of veikburða og vanmegnuga til að spjara sig af eigin rammleik i hinu miskunnarlausa samkeppnis- þjóðfélagi. Því beri að vernda þá gegn þvi. Þetta er líka falleg kenning og ákaflega mannleg. Hver vill ekki vera góður við þá, sem minna mega sin, hjálpa þeim og kenna í brjósti um þá o.s.frv. En þessi verndunar- stefna hefur samt alls staðir í heiminum haft í för með sér afleiðingar fyrir fatlaða, sem eru í reynd allt annað en mann- úðlegar. Markmið verndunar- stefnunnar hafði í för með sér — og hefur enn — að hinir fötluðu einöngruðust á sér- stofnunum, sem komið var á fót. Bank-Mikkelsen undirstrik- aði sérstaklega, sem lögfræð- ingur og embættismaður, að þegar hann talaði um þetta fólk ætti að lifa eðlilegu lífi, þá væri átt við jafnrétti, þ.e. sömu rétt- indi og skyldur fyrir alla þegna þjóðfélagsins. Ekki ætti að vera hægt að skerða réttindi manna vegna fötlunar þeirra. Til dæm- is væru inn i dönsku hjúskapar- löggjöfinni ákvæði um að van- gefnir megi ekki ganga í hjóna- band nema með sérstöku leyfi yfirvalda. — Þetta er fráleitt, sagði hann. Ef ætlunin er að koma í veg fyrir að fólk búi saman í hjúskap, þá ætti að vera til löggjöf, þar sem kveðið er á um bann við giftingu fólks, sem ekki er fært um að hegða sér skynsamlega, þ.e. skilja eðli sambúðar eða hvað sem menn vilja kalla það. Ástæðan gæti verið greindarskortur eða af- burða gáfur eða jafnvel af- brigðilegt hátterni. Vangefið fólk þarf að sjálfsögðu lfka á því að halda að lifa kynlífi og vera hamingjusamt. Nú hefur lika verið hafinn áróður fyrir þvi að það verði ekki hindrað fremur en aðrir í því að ganga í hjónaband. Er mikið um það rætt á opnum vettvangi i fjöl- míðlum. En þegar við tölum um skertan rétt, má ekki gleyma þvi að fram undir þetta hafa margir hópar fatlaðra barna búið við slikt misrétti varðandi kennslu- og skólagöngu, miðað við önnur börn. Bank-Mikkelsen tók líka fram, að jafnrétti fæli einnig i sér að fatlaðir ættu ekki að hafa forréttindi fram yfir aðra og færri skyldur, þó oft vefðizt fyrir fólki að skilja það. En með því að ofvernda hinn fatlaða er hætt við að hann sé gerður ósjálfstæður og ófær um að sinna skyldum og réttindum á við aðra. Farsælast er að þessir ein- staklingar lifi svo almennu lifi sem mögulegt er og búi í sam- félaginu við lifnaðarhætti, sem fólkið i viðkomandi landi býr almennt við á hverjum tíma, og að því verður að keppa. Þetta táknar ekki það sama i öllum löndum, heldur fer eftir þeim lifnaðarháttum sem þar eru við lýði. T.d. eru eðlilegir lifnaðar- hættir allt aðrir i Danmörku en t.d. í Saudi-Arabiu, þar sem ég hefi verið ráðgjafi i málefnum vangefinna. Það sem hér hefur verið um rætt felur ekki i sér að þetta fólk skuli ekki fá sérstaka með- ferð vegna andlegra eða likam- legra meina, sé þess þörf. Slik þjónusta á að standa þeim til boða, hafi þeir þörf fyrir sér- staka meðhöndlun eða sér- kennslu, alveg jafnt þó þeir séu ekki flokkaðir og skráðir i sér- N.E. Bank-Mikkelsen, deildar- stjóri f danska félagsmálaráðu- neytinu, sem sér um málefni van- gefinna. stakt kerfi. Það á að tryggja öllum þegnum félagsleg rétt- indi og rétt til læknishjálpar; vegna sjúkdóma, sérstakrar fötlunar eða annars. Vangefnir eru ekki sjúklingar, en þeir geta orðið veikir — margir ' þeirra eru haldnir fleiri sjúk- • dómum og veilum en almennt gerist. En almenn félagsleg þjónusta og almennt heil- brigðiskerfi á einnig að bera ábyrgð á þjónustu þeim til handa. — Þetta. eru ný viðhorf til ríkjandi ástands i mörgum löndum, sagði Bank-Mikkelsen. — Einnig í Danmörku, þar sem ríkið hefur veitt fötluðum sér- staka þjónustu til þessa. Hug- takið ,,normalisering“ gerir ráð fyrir því að heildarskipulag á málum vangefinna verði líka „normaliserað“. Meginatriðið er það, að ekki á að vera til neitt það, sem heitir þjónustu- kerfi fyrir vangefna sérstak- lega, heldur ber að stefna að þvt að fella alla þessa þjónustu inn f hið almenna stjórnunar- kerfi, þar sem hinir vangefnu njóti fyrirgreiðslu og þjónustu í samræmi við sinar einstaklings- bundnu þarfir. Hingað til hefur rikið séð um slika þjónustu í Danmörku, en nú teljum við að sömu aðilar eigi að veita þeim hana sem öðrum, sem sagt sveitarfélögin. — Meiri hluti vangefinna barna elst nú upp hjá for- eldrum sínum og býr heima, eins og hlýtur að vera þeim eðlilegast, sagði Bank- Mikkelsen. En við verðum að reikna með að iðulega sé dýrara og erfiðara að hafa slfkt barn heima, og að þá fái foreldrarnir styrk, hjúkrunarhjálp og leið- beiningaþjónustu. Vinnustaður barna er að jafnaði skólinn og dagvistunarheimilið og þar eiga vangefin börn að hafa sama rétt til kennslu og skólagöngu sem önnur börn, og sama að- gang að tómstundaiðkunum. Aðgreind barnaheimili fyrir þessi börn eru nú að hverfa í Danmörku. Það gengur ágæt- lega að veita þeim viðtöku á venjulegum barnaheimilum, þó þurfi að hafa þau, sem mest eru á eftir nokkuð út af fyrir sig. Sama er með skólana, reynt að hafa sem flesta i venjulegum skólum með hjálparkennslu. Þó verður að gera ráð fyrir sér- stökum skólum fyrir þá sem ekki geta lesið eða skrifað. Og aó sjálfsögðu þau sem svo illa eru stödd að þurfa að læra að klæða sig og þrífa sig. Þau verða að fá fræðslu i sérskól- um. En öll eiga þau að vera skólaskyld frá 7 til 17 ára, eins og önnur börn. — Hvað fullorðna snertir, hafa möguleikar á húsnæði fyr- ir fatlaða aukist verulega síðan 1965, bæði vegna aukins fram- boðs á íbúðamarkaðinum, og með tilkomu örorkulífeyris, en hann öðluðust vangefnir ekki í Danmörku fyrr en 1965. Það hefur gerbreytt aðstöðu vangef- inna með tilliti til vistunar utan stofnana. Á sama hátt og meiri hluti vangefinna barna elst nú upp hjá foreldrum sínum, þá býr meiri hluti hinna fullorðnu Framhald á bls. 23 söhimet fleiri litir Góðir litir gleðja augað. Falleg áferð og frábær ending Hrauns, húsamálningarinnar frá Málningu h.f., hefur stuðlað að vinsældum hennar. Enda margfaldaðist salan á s.l. ári. Hraun hefur sýnt og sannað fram- úrskarandi eiginleika; — við höf- um dæmi um rúmlega 10 ára end- ingu. Hraun er sendin akrýlplast- málning, sem sparar vinnu: Betri ending og færri umferðir. Ein um- ferð af Hrauni jafngildir þrem um- ferðum af venjulegri plastmáln- ingu. Nú bjóðum við ennþá meira litaúr- val í Hrauni en áður. Lítið á lita- kortið og fáið allar upplýsingar hjá umboðsmönnum okkar. HRAUN SENDIN AKRÝLPLASTMÁLNING málninghlf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.