Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULl 1977 Kínverjar sýna áhuga á álkaupum — en ísal er ekki aflögufært í bili KlNVERSKT flutninga- skip lestaði nýlega 3000 tonn af áli í Straumsvíkur- höfn, en samið var um sölu á þessu magni f marz s.l. og var söluverðmætið um 550 milljónir fslenzkra króna. Að sögn Ragnars Halldórssonar, forstjóra Islenzka álfélagsins h.f., hafa Kínverjar sýnt áhuga á frek- Búið að veiða 50 hvali ÞEGAR Morgunblaðið hafði sam- band við skrifstofu Hvals hf. f gær, var búið að veiða 50 hvali frá upphafi vertfðár, 42 langreyðar og 8 búrhvali. Hvalveiðin hefur gengið mjög stirðlega að undanförnu vegna ógæfta og þoku á miðunum. ari álkaupum frá Islandi en af þeim getur liklega ekki orðið á þessu ári, þar sem fyrirtækið er ekki aflögufært sem stendur. Framleiðsla er í fullum gangi i Straumsvik og hefur öll fram- leiðslan selzt jafnóðum. Jafn- framt hefur gengið stöðugt á ál- birgðirnar, sem höfðu safnazt fyr- ir í hrauninu við verksmiðjuna, þegar sölukreppa var á áli á heimsmarkaði fyrir nokkrum misserum. Kinverjar hafa þrivegis pantað ál hjá Isal, fyrst 10 þúsund tonn árið 1975 og 6,500 tonn nokkru síðar. Isal hefur þvi alls selt 19,500 af áli til Kina og er sölu- verðmætið hátt á fjórða milljarð íslenzkra króna miðað við núver- andi verðlag. Sikorsky 76 þyrla, sömu tegundar og Gæzlan hefur hug á. Landhelgisgæzlan bú- in að panta nýja þyrlu Mokfiska á hand- færi útaf Húnaflóa ISLENZKIR og færeyskir hand- færabátar hafa að undanförnu mokfiskað á handfæri útaf Húna- flóa. Þarna hafa verið að veiðum um 20 bátar, 13 íslenzkir og 7 færeyskir. Landhelgisgæzlan kannaði í fyrrakvöld samsetningu aflans hjá bátunum en niðurstöð- ur höfðu ekki borizt í gær. 175 ~16SJ -'¦"*'í-.--ÉSM>'tó'r 160j 155 -isoi WrW ----— -14jJ iH^r^^'*"'»*»'*a<iiw^j^-ji^^B REYKJAVIK Landhelgisgæzlan hefur nýlega gengið frá pöntun á nýrri þyrlutegund, sem bandarísku Sikorsky- flugvéiaverksmiðjurnar eru byrjaðar á framleiða. Þessi nýja þyrla þykir mjög fullkomin og örugg, en hún er af gerðinnni Sikorsky '76. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér hjá Þresti Sigtryggssyni hjá Land- helgisgæzlunni, er mjög langur afgreiðslufrestur á þessum vélum Christopher B. Smith. „Korkurinn" í afplán- un í Síðumúlafangelsi UM MANAÐAMOTIN sfðustu var bandarfski varnarliðsmaðurinn Christopher Barbar Smith, sem gengið hefur undir nafninu Kork- urinn, fluttur úr fangelsi á Kefla- vfkurflugvelli f Sfðumúlafangels- ið f Reykjavfk. Þar með hóf Barbar Smith af- plánun fjögurra ára fangelsis- dóms, sem hann hlaut fyrir stór- fellt fíkniefnasmygl til Islands, en dómurinn var kveðinn upp I Sakadómi f ávana- og fíkniefnum s.l. vor. Líkur eru á því, að Barbar Smith verði síðar fluttur á Litla- Hraun til afplánunar refsidóms- ins, en þar er fyrir félagi hans að nafni Harrel, en hann afplánar 15 mánaða fangelsisdóm fyrir þátt- töku í fyrrnefndu fíkniefna- smygli. SNYRTING— Nokkrar deilur risu á dögunum vegna vorsnyrtingarinnar á birkinu við Hljómskálagerðinn austanverðan, og fannst sumiim sem of hart væri gengið að limgerðinu þarna með aflimunartólum garðyrkjumannanna. En nú er að koma f Ijös, að skurðaðgerðin tókst harla vel og að birkið ætlar að ná sér að strik aftur og þéttast verulega. Mynd ÖÍ. K.M. sýnir verksummerki. ti%HBS&& \M /t *%£%*>-. '-¦ Þörungaverksmiðjan: Búið að þurrka 120 tonn á 3 dögum 50 tonn af þangi slegin á dag Þá sagði Ómar, að verksmiðjan kæmist vel yfir að þurrka 50 tonn á dag um þessar mundir og rekstr- aröryggi verksmiðjunnar myndi batna mjög mikið á næstu dögum, þar sem nú ætti að setja djúpdæl- ur við borholurnar, sem þýddi að nú ætti verksmiðjan aldrei að þurf a að verða vatnslaus. Að sögn Ómars er þangið nú allt handslegið, nema þegar aðstæður eru sérstaklega góðar, þá er grip- ið til skurðarprammanna. Kvað hann 16—20 menn nu starfa við sláttinn og síðan ynnu 13 í verksmiðjunni. Ljóst væri, að er á liði myndi þurfa að bæta við mönnum í sláttinn en menn voru enn að þreifa fyrir sér, en sem stæði hefði verksmiðjan nægilegt hráefni. „Við erum bjartsýnir á rekstur verksmiðjunnar og ef hann getur ekki gengið vel núna, er fátt til ráða," sagði Ömar. Vörubílar í vikurflutn- ingum milli lands og Eyja ÞAÐ HEFÐU vfst fæstir trúað þvf að sú stund rynni upp að vörubfl- ar flyttu vikur frá Vestmannaeyj- um til meginlandsins. Slfkir flutningar eru nu hafnir í smáum mæli og Vestmannaeyja- blaðið Brautin skýrir frá því í vikunni, að nýlega hafi tveir stór- ir vörubflar komið með Herjólfi frá meginlandinu. Þeir hafi verið fylltir af vikri, sem flytja átti til Selfoss. Segir ennfremur i irétt Brautarinnar að bílstjórarnir hafi ætlað að fara til meginlandsins aftur án þess að gera yfirvöldum viðvart. Bæjarstjórinn hafi hins vegar frétt af ferðum þeirra og farið niður á bryggju og látið bílstjórana kvitta fyrir móttöku vikursins. „Sfðan verða þeir rukk- aðir eins og við erum rukkaðir fyrir pússningarsandinn, sem við sækjum til fastalandsins," segir í lok fréttarinnar f Brautinni. ____ VINNSLA í Þörungaverk- smiðjunni að Reykhðlum hófst á ný fyrir 3 dögum og f gær var búið að þurrka 120 tonn af þangi á 3 dög- um. Þá gengur þangöflun ágætlega og fást um 50 lestir á dag. Ómar Haraldsson, starfs- maður f Þörungaverk- smiðjunni, sagði f samtali við Morgunblaðið f gær, að verksmiðjan hefði nú nóg hráefni, um tfma f sfðustu viku hefði sláttur að vfsu gengið fremur hægt vegna norðangarrans sem þá var. „Hins vegar verður mjög hagstæður straumur f þess- ari viku, og ef tfð verður góð á öflun að geta gengið mjög vel." og þótti Landhelgisgæzlunni rétt að tryggja sér sæti í framleiðslu- röðinni, þótt ekki sé endanlega búið að ganga frá kaupunum. Voru greiddir 10 þúsund dollarar eða um 2 milljónir íslenzkra króna til verksmiðjunnar fyrir framleiðslunúmerið og var greiðslan innt af hendi í formi varahluta úr TF-GNA, en Gæzlan hafði ekki lengur þörf fyrir þessa varahluti. Ef úr verður að Landhelgis- gæzlan taki vélina, verður hún tilbúin til afhendingar seint á næsta ári. Þessi tegund er sér- staklega hönnuð fyrir strand- gæzlu og þykir hún mjög kraft- mikil og örugg, m.a. hefur hún tvo hreyfla. Þá er hún sérstaklega útbúin til björgunar af skipum á hafi úti. Samkvæmt upplýsingum erlendra flugblaða kosta vélar af þessari gerð um eina milljón doll- ara eða tæpar 200 milljónir ís- lenzkra króna. Franskur listamaður sýnir FRANSKUR myndlistarmaður, Besson að nafni opnaði á laugar- dag sýningu á verkum sfnum f Gallerf Suðurgötu 7. Helstu við- fangsefni hans hafa til þessa ver- ið skrásetning breytinga f tfma og rúmi með ýmsuin aðferðum. Að þessu sinni notar Besson gallerfið sjálft sem viðfangsefni og hefur hann unnið umhverfisverk eftir staðháttum þar. Besson hefur sýnt vlða um heim, m.a. í Parísar-bienalnum. Sýning hans stendur til 16. júli og er opin frá kl. 4—10 virka daga og frá kl. 2—10 um helgar. Fyrsta Parísar- flugið- Leiðréttingar ÞAU leiðu mistök urðu f frásögn f blaðinu f gær, af fyrsta áætlunar- flugi Flugleiða til Parfsar, að nafn Ijósmyndarans misritaðist. Hann heitir réttu nafni Jóhannes Long. Þá féll niður nafn Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa, sem hafði veg og vanda af undir- búningi ferðar Flugleiðagest- anna. Þá voru hokkrar leiðinlegar en augljðsar prentvillur f frásögn- inni. Hlutaðeigendur og lesendur eru beðnir velvirðingar á þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.