Morgunblaðið - 10.07.1977, Page 3

Morgunblaðið - 10.07.1977, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JOLl 1977 3 Tengiliður milli V estur-f slend- inga í 35 ár Rætt við Whilhelm Kristjánsson, ritstjóra The Icelandic Canadian FRA árinu 1942 hefur komið út f Winnipeg f Kanada tfmarit, sem nefnist The Icelandic Canadian. Tfmaritið er gefið út af Vestur-lslendingum og flyt- ur efni um Island og eftir Is- lendinga og tslandsvini, en tfmaritið er ritað á ensku. Um þessar mundir er staddur hér á landi aðalritstjóri tfmaritsins, Wilhelm Kristjánsson, en hann hefur verið ritstjóri þess sl. 9 ár. Wilhelm, sem er búsettur f Winnipeg, á ættir sfnar að rekja til Hörðudals f Dalasýslu en þaðan flutti faðir hans og föðurafi vestur um haf 1887. Lengst af starfaði Wilhelm sem háskólakennari en gerðist sfð- an forstöðumaður Bréfaskóla Manitobafylkis. Nú hefur hann látið af þessum störfum og sinnir ritstörfum. Morgunblað- ið ræddi við Wilhelm um tfma- ritið og var hann fyrst spurður hver væri ástæða þess að það væri prentað á ensku en ekki fslenzku. — Við Vestur-lslendingar höfum á liðnum árum haft mörg blöð og tímarit á íslenzku og enn er Lögberg- Heimskringla að miklum hluta prentað á íslenzku. Þeim fer hins vegar fækkandi sem lesa íslenzku fyrir vestan en það er engu að síður nauðsynlegt fyrir þá, sem ekki skilja islenzku, að halda sambandi sínu við ætt- landið og fá þaðan fregnir. The Icelandic Canadian, sem kemur út fjórum sinnum á ári og er yfirleitt 64 blaðsiður, er þvi tengiliður milli Vestur- Islendinga, hvort sem þeir kunna íslenzku eða ekki, sagði Wilhelm. Ritstjórn The Icelandic Cana- dian er skipuð 10 mönnum og eru allir búsettir í Winnipeg. Kemur ritstjórnin saman fimm til sex sinnum á ári og velur efni i tímaritið. Efnið er bæði frumsamið og þýtt. Birtar eru greinar um sögulegt efni svo sem um búsetu Islendinga I Kanada og Bandaríkjunum. Stundum er að finna í tfmarit- inu frumsamdar sögur og aðrar eru þýddar eftir íslenzka höf- unda. Jafnan er i hverju tölu- blaði eitthvað af fréttum af þvi, sem helzt ber til tiðinda á Is- landi. THE ICELANDIC CANADIAN ltH>!f.s:i.ph».i !jv STANt.EV I. CMI:.VRAUX CeBft«v nt tlvrit«|K TliE STEPHAN G. STEPHANSSON HOME Wilhelm Kristjánsson. Askrifendur tímaritsins eru milli 900 og 1000 og eru um 3/4 þeirra i Kanada og V* i Banda- rfkjunum en örfáir kaupa ritið á Islandi og sagði Wilhelm það von sína, að þann áskrifenda- hóp mætti stækka, því með þeim hætti sköpuðust ákveðin tengsl milli Vestur-lslendinga og fólksins á lslandi. Umboðs- maður Te Icelandic Canadian á Islandi er Björn Sigurðsson, Arnartanga 73, Mosfellssveit, og geta þeir, sem áhuga hafa, gerzt áskrifendur hjá honum. Áskriftargjald á ári er rúmar 900 krónur nú. — The Icelandic Canadian á í sumar að baki 35 ár, en það var upphaflega stofnað af félags- skap, sem hét The Icelandic Canadian club en f mörg ár hefur það verið gefið út af sjálf- stæðum félagsskap. Þess má geta að í prentsmiðjunni, sem það er prentað, vinnur einn islendingur, Ingi Björnsson, og það er okkur ómetanlegt við útkomu tímaritsins. Við í rit- stjórninni leggjum áherzlu á að flytja efni, sem tengt getur Vestur-Islendinga við ættland sitt, Island. En það er jafnframt von okkar að með aukinni út- breiðslu á Islandi megi auka bein tengsl milli landanna, sagði Wilhelm að lokum. AUSTURSTRÆTI 17 II. HÆÐ. Til, sólarlanda í eftirtaldar ferðir: Þetta sértilboð Utsýnar gildir aðeins Grípið tœkifærið og pantið STRAX í útborgun eftirstöðvar greiðist á 5 mánuðum Hótel Eros - Lignano 13. júlí örfá sæti laus. 3. vikur. 20. júlí. Laus sæti í 2—3 vikur. Glæsilegar íbúðir. Luna alveg við ströndina og Hotel Eros. Verð frá kr. 69.400. Costa del Sol 24. júlí örfá sæti laus í 3 vikur. Gististaðir í sérflokki alveg á ströndinni El Remo, Santa Clara, Perlas San Fermin. Verðfrá kr. 75.500. Símapantanir: 20100 — 27209 Skrifstofutími 09.00 — 17.30. J \ i EFÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU 4» \l (iLYSIMi.V- SIMINN KR: 22480 Forsfða tfmarftsfns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.