Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULl 1977 7 Á sunnudaginn var skild- um við við Pál postula þar sem hann horfir á efri árum sínum um öxl yfir stórbrotinn æviferil, og lofgjörðin rís í hjarta hans og streymir fram af vörum hans, þegar hann minnist þess, hvernig Krists- vitrunin, gersamlega óvænt, knúði tiann inn á þann veg, sem hann sjálfur sízt hefði valið. Og nú skulum við, þú og ég, horfa á minninga- myndir hins liðna. Sjálfsagt eru þær myndir fátæklegar, ef bornar eru saman við þær myndir, sem Páll sá þegar hann horfði yfir farinn veg. Við höfum hvor- ugu kynnzt í sama mæli og hann. Hinni stóru sorg allt eins og hinni stærstu gleði kynnist aðeins hin stóra sál. Það sem vekur létta vind- hrinu í huga meðalmannsins verður að ofsaroki í sál hins geðstóra, mikla manns. Sjálf- sagt er sú skýring þess að honum getur Guð trúað fyrir hinu stóra og sent slíka menn út á opið haf, æðandi haf, meðan hann lætur bátinn minn og þinn sigla á innfjörð- um, þarsem bárurnar risa ekki eins hátt og siglingin gerir minni kröfur til manns- ins, sem siglir. En hvað um það, þótt við- burðarásin hjá okkur sé stór- tíðindalítil og sjóferðin aðeins innfjarðasigling um sæmi- lega lygnan sæ, á engum þeim sem ekki gengur í svefnmóki sinn veg að geta dulizt, að mikið er „djúp rík- dóms og speki og þekkingar Guðs, og að órannsakandi eru dómar hans og órekjandi eru vegir hans." Eðlilegt er, að þetta sé öldruðum manni Ijósara en hinum unga. Ósanngjarnt væri að undrast það um hina ungu, sem minna hafa reynt en þeir, sem langan eiga feril að baki. En er þetta okkur hinum eldri eins Ijóst og vera ætti? Taktu þér hljóða stund og láttu straum minninganna flæða hindrunarlaust yfir hug þinn. Verður þá ekki gest- kvæmt í sál þinni, þegar „svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg", eins og Grímur Thomsen kemst að orði í Ijóðinu um endurminn- inguna? Ef þú horfir, ef þú hlustaropnum eyrum, opn- um hug, bendir þér þá ekkert á æðri hönd að baki hinna ytri viðburða á vegi þínum? Ef þú hlustar, ef þú horfir, sér þú þá ekki, að æðri hönd leiddi þig ekki aðeins á veg gleðinnar, sem var þér vel- kominn, heldur einnig á hinn óvelkomna veg, sem lán inn í musteri lífsreynslu, sorgar og tára? Þú ert ósáttur við sitthvað, sem þú hefðir kosið öðruvísi, en ertu viss um að það hefði orðið þér betra? Á líðandi stund, hverfulu augnabliki, er oft erfitt að átta sig á samhenginu í örlagarásinni. En sjáum við það ekki stund- um síðar meir við meiri heildarsýn og af öðrum sjónarhóli, að þar var að verki hulin hönd, sem við héldum í byrjun, að um markmiðslausar hendingar einar væri að ræða, og að þar réði stefnunni vísdómsfullur kærleikur, þegarvið vorum knúin inn á veg, sem við hefðum sjálf aldrei valið? Það þarf ekki ævinlega langur timi að líða, unz við horfum allt öðrum augum á það, sem er okkur sorgarefni í dag. Sjónarhringur okkar er þröngur, fjötrum jarðlífsins fylgja margskonar takmark- anir. Við berum okkur mannalega og þykjumst vita eitt og annað, sem við vitum í rauninni ekkert um en styðj- umst aðeins við trú og óviss hugboð. Við búum við rökkursjón og óljósan skiln- ing og líkt og lítil börn, sem eru að fálma sig áfram i veröld mikilla leyndardóma. En sjónin á að skýrast, vit- undin að vikka, og við vax- andi aldur og þroska lærist mörgum að greina betur, hví- líkt er djúp ríkdóms og þekk- ingar Guðs og órekjandi veg- ir hans. En fyrst mönnum getur lærzt meðauknum þroska, árum og aldri að sjá betur handleiðslu Guðs og greina betur markmiðin, sem hönd hans er að leiða okkur að, er þá óskynsamlegt að ætla að eftir að við höfum afklæðzt jarðneska holdsfatinu, jarð- neska líkamanum, munum við smám saman öðlast skýr- ari sjón og meiri skilning á handleiðslunni, sem okkurer veitt, þeirri vísdómsfullu náð, sem yfir vegum okkar vakti, hinum óvelkomnu jafnt og hinum velkomnu vegum? Er ekki gott að mega treysta því, að eilífðin geymi okkur slika gjöf? En vitum við það, ég og þú? Barnið hefir enga með- vítaða hugmynd um þá vernd, sem yfir því vakir. Það nýtur blessunar móður og föður en gerir sér þess enga grein, hvaðan sú blessun kemur. Ungbarnið lifir líkt og í óljósum draumaheimi. En árin líða og smám saman fær barnið Ijósari vitneskju um margt, sem áður var hulið. Þykjumst við ekki vaxin að viti og árum, ég og þú? Þó lifum við likt og draumlifi lítils barns, að því er snertir æðri rök hvað þá hina efstu dóma. Þó deila menn, guð- fræðingar ekki sízt, um þessi óræðu rök, játa raunar í orði að eðlilegt sé að skoðanir skiptist, en fyllast þó gremju og beita stóryrðum, þegar aðrir leyfa sér önnur sjónar- mið. Ég trúi þvi að öll eigum við síðar meir eftir að standa á þeim sjónarhóli annarsstað- ar í tilverunni að við undr- umst barnaskap löngu lið- inna ára, barnaskap og blindni. Góður skammtur óvissu — óvissu en ekki afneitunar — hæfir bezt þegar greina skal milli vega Guðs og manna Vegir Guðs — vegir þínir LOKAÐ VEGNA SUMARLEYFA verður verkstæði okkar lokað frá og með 1 8. júlí til 16. ágúst. Fíat einkaumboð. Davíð Sigurðsson. Síðumúla 35. Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu JEPPAEIGENDUR Eigum.aftur fyrirliggjandi 2 gerðir farangursgrinda á Bronco, Range Rover og Land Rover. Tökum einnig að okkur smiði á aörar tegundir bila. Sendum i póstkröfu. MÁNAFELL H.F. Járnsmiöaverkstæöitopið 8-11 á kvöldin og laugardaga). l.augarnes vegi 46. Heima- simar: 7-14-86 og 7-31-03. Nú er auðvelt að mála rétt í horn. The Clio World Winning Films '76 1. Auglýsingateiknarar 2. Kvikmyndagerðarmenn 3. Stjórnendur fyrirtækja 4. Þulir 5. Leikarar 6. Og annað áhugafólk um auglýsingamál. Félag íslenskra auglýsingateiknara (F. í. T.) i samvinnu vid Upplýsingaþjón- ustu Bandaríkjanna býöur ykkur aö sjá kvikmyndasýningu viöurkenndra auglýs- ingamynda “The CLIO World Winning Films' 1976” í húsakynnum Menningar- stofnunar Bandaríkjanna aö Neshaga 16 Reykjavík. — Þriöjudaginn 12. júlí 1977 kl. 20.00. VERIÐ VELKOMIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.