Morgunblaðið - 10.07.1977, Side 14

Morgunblaðið - 10.07.1977, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULÍ 1977 Hreinn Halldórsson er kúlu- varpari, ef einhver skyldi ekki vita það, 28 ára gamall, frá Hróf- bergi í Strandasýslu. Þar ólst hann upp fram að tvftugsaldri, en hefur siðustu árin búið í Revkja- vík. Þessa dagana er f mörgu að snúast hjá kappanum, honum ber- ast boð um keppnisferðir til ann- arra landa, hann er að selja bílinn sinn, hann undirbýr flutning í nýja íbúð, og síðast en ekki sízt á kona hans, Jóhanna Þorsteins- dóttir, von á sér einhvern daginn — fyrsta barn þeirra hjóna. Við höfum ásett okkur að ræða um allt annað en kúluvarp í spjalli okkar, gera strik á milli kúluvarparans og mannsins Hreins Halldórssonar, en það reyndist erfitt. Líf Hreins snýst um kúluvarp. Hann er meðal þeirra fremstu i heirii í þeirri íþrótt, og aðeins tveir menn hafa kastað kúlunni lengra en hann á þessu ári. Hreinn hefur vakið athygli um víða veröld á þessu ári, afrek hans hafa stækkað Island á laridakort- inu og fólk leit upp til Islands í tvennum skilningi, er Hreinn varð Evrópumeistari i kúluvarpi innanhúss í marzmáhuði síðast- liðnum, er hann lagði frækna kappa að velli í þeirri ágætu borg, San Sebastian á Spáni. Þyngist með hverju árinu Hreinn er mikill maður vexti, hátt í 2 metrar á hæð og breiddin eftir því. „— Eg er núna 127 kíló að þyngd, ég held það sé ágæt þyngd fyrir mig. Annars var ég 136 kíló þegar ég var þyngstur, það var núna í vor. Ég hef þyngzt með hverju árinu, borða alltaf meira og meira, um leið og æfing- arnar hafa aukizt. Ég veit ekki hvort þetta er fita, eða eitthvað annað,“ segir Hreinn um leið og hann „þenur kassann". Jafnvel þriggja manna sófinn, sem hann situr í, verður litill. Hreinn er sonur hjónanna Svövu Pétursdóttur og Halldórs 10 metrar á 10 árum IIREINN Halldórsson hefur nú stundað æfingar og keppni f kúluvarpi f sléttan áratug. Ér stórkostlegt að fylgja þróun þessa sterka Strandamanns, allt frá því að hann keppti fyrst á móti Strandamanna ár- ið 1968 og þar til hann setti glæsilegt lsiandsmet I Stokk- hólmi í sfðustu viku. Tölurnar tala sfnu máli. 1968 — 11.19 m 1969— 13.74 — 197« — 14.63 — 1971 — 16.53 — 1972— 17.99 — 1973— 18.28 — 1974— 18.90 — 1975— 19.46 — 1976 — 20.24 — 1977 — 21.09 — 1978 — 7? Viðtal: Ágúst I. Jónsson Myndir: Emilía Björnsdóttir veit ekki hvort Halldórssonar á Hrófbergi i Strandasýslu. Þau eru fimm, syst- kinin frá Hrófbergi, og Hreinn einn hefur snúið sér af alvöru að íþróttunum. Sigurkarl Stefánsson er sá eini af ættingjum Hreins, sem komist hefur í fremstu röð íþróttamanna hér á landi. Fjöl- hæfur íþróttamaður, sem vann til margra góðra verðlauna í íþrótt- um á árunum fyrir 1960. — „Nei ég held ég gæti ekki hugsað mér að verða bóndi, myndi ekki nenna að hlaupa á eftir rollunum. Hins vegar er að sjálfsögðu alltaf gott að koma heim f sveitina, það er gott fólk fyrir vestan. Verst hvað maður kemst sjaldan. Það er eins og fólk haldi að ég sé kominn af einhverj- um tröllum, mitt fólk er bara ósköp venjulegt, íslenzkt alþýðu- fólk, pabbi t.d. frekar lágvaxinn, enginn risi. 1 Strandasýslu eru engin tröll nema steinrunnin, hins vegar hefur fólk séð álfa þar. Það getur vel verið að ég hafi gert það, en um það skulum við ekki ræða.“ Dansað mikið gömln dansana Hreinn segir okkur að hann hafi haft Iítil kynni af íþróttum fyrr en hann var kominn að tví- tugu, þá hafi hann kynnzt kúlu- varpi á námskeiði á vegum Héraðssambands Strandamanna. A Hrófbergi er hins vegar mikill tónlistaráhugi og lagið oft tekið þegar gesti ber að garði. „Tónlistin er mitt helzta áhuga- mál á eftir íþróttunum, það er hrynjandi í íþróttunum eins og í tónlistinni og þetta tvennt fer vel saman. Ætli ég hafi ekki tónlistar- áhugann frá henni mömmu, en heima spila allir eitthvað þó við séum ekki í sinfóníunni. Það var oft sem slegið var upp balli í stofunni heima þegar gesti bar að garði, sérstaklega hér áður fyrr, en það gerist þó enn." — „Hér áður fyrr dansaði ég Blaðamenn hafa gjarnan þá venju að hnýta aftan við setningar í viðtölum og enda þær með „sagði hann og brosti". í sjálfu sér er þetta ekki verri regla en hver önnur, en á þó ekki alltaf við. Ef skjalfesta hefði átt hvert einasta skipti, er Hreinn Halldórsson brosti í spjalli við Morgunblaðið í vikunni, hefðu allar setningarnar endað „sagði Hreinn og brosti". Hreinn er nefnilega alltaf í góðu skapi. „Ég hef alltof gaman af lífinu til að vera í vondu skapi, en það er kannski of mikið að segja að ég sé alltaf í góðu skapi," segir Hreinn. ■ Tónlistin er helzta áhugamál Hreins á eftir fþróttunum og skipar harmonikkutónlistin þar stærstan sess, enda er plata með Carl Jularbo fremst í plötusafninu. Hreinn Halldórsson, ásamt Sigurbjörgu systur sinni, heima á Hof- bergi. Greinn gizkaði á að hann væri f mesta lagi f jögurra ára á þessari mynd, en blaðamaður efaðist um það. — Jú blessaður vertu, ég var svo stór þegar ég var Iftill, sagði Hreinn. tí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.