Morgunblaðið - 10.07.1977, Side 20

Morgunblaðið - 10.07.1977, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULl 1977 FÍKNIEFNAMÁL hefur mjög boriö á góma upp á síðkastið og hefur Morgunblaðið iagt stóran skerf til þeirrar um- ræðu. Yfirmenn Fíkniefnadóm- stólsins, þeir Ásgeir Friðjóns- son sakadómari og Arnar Guð- mundsson fulltrúi, eru vafalítið þeir menn, sem bezt þekkja tii þessara máia. Morgunblaðið átti við þá ýtarlegt viðtal um fíkniefni á íslandi, stærð fíkni- efnavandamálsins og hvað framtíðin kann að bera í skauti sér. Fer viðtalið hér á eftir. Hvert var upphafið að þvl að farið var að fylgjast með flkniefnamálum af hálfu yfir- valda? — Það var í kringum 1970 að byrjað var að gefa þessum mála- flokki gaum. Þá var gerð óform- leg könnun á þvl hvort, eða að hverju marki fíkniefnaneyzla væri orðið vandamál meðal ungs fólks. Könnunin leiddi i Ijós að með- höndlun fíkniefna þekktist, en hún var bundin við léttustu efnin. Mjög fljótlega varð til vísir að sérstakri flkniefnadeild hjá lög- reglustjóraembættinu I Reykja- vlk og voru starfsmenn við deild- ina tveir. Teljum við þetta hafa verið mjög heilladrjúgt spor. Það komu strax fram nokkur sérein- kenni fyrir þessi mál hér á ís- Iandi. Yfirleitt komu mjög margir einstaklingar við sögu í hverju máli og þeir voru þá gjarna bú- settir i mörgum lögsagnarum- dæmum. Þetta var þvf allt saman mjög þungt I vöfum, þegar við þurftum að rannsaka málin. Dómstóllinn stofnaður 1973 Árið 1973 var stofnað til sér- staks dómstóls, sem einungis átti lað sinna þessum málaflokki og var óbundinn skiptingu landsins 1 lögsagnarumdæmi. Asgeir Frið- jónsson var ráðinn fyrsti dómar- inn við þennan dómstól. I stofn- lögum fyrir dómstólinn var gert ráð fyrir því að sérstök lögreglu- deild yrði stofnuð við dómstólinn, en þar sem fyrir var deild við lögreglustjóraembættið í Reykja- vík, var valin sú leið að hafa dóm- stólinn og lögreglurannsóknirnar aðskilin, en auðvitað er náin sam- vinna þarna á milli. Samvinnan hefur verið góð og teljum við að þetta fyrirkomulag hafi heppnazt vel. Þegar Sakadómur I ávana- og flkniefnamálum var stofnaður var hann sá eini sinnar tegundar f Evrópu. Þetta var frumleg og at- hyglisverð tilraun, sem haft hefur augljósa kosti, en það er annarra en okkar starfsmanna dómstóls- ins að dæma um árangurinn. Ffniefnamál mjög erfið f rannsókn Gagnrýni hefur komið fram á tfð mannaskipti I fíkniefnadeild lögreglunnar, m.a. í viðtali við Þorstein Steingrlmsson, um- sjónarmann hasshundanna, I Mbl. nýlega. Asgeir og Arnar voru spurðir um þetta atriði. — Þetta er auðvitað spurning, sem lögreglustjórinn í Reykjavík ætti að svara, sem yfirmaður lög- reglunnar. En okkur er kunnugt um, að lögreglustjóri telur heppi- legt að hafa nokkuð tlðar manna- breytingar I deildinni, til þess að sem flestir lögreglumenn öðlist reynslu á þessu sviði afbrotamála. Það ber einnig að hafa I huga I þessu sambandi, að starf f fíkni- efnadeildinni er ákaflega krefj- andi og menn hafa verið bundnir I þessu nánast daga sem nætur undanfarin ár, því stöðugt fjölgar fíkniefnamálum. Það er þvl ein- faldlega ekki leggjandi á menn að starfa mjög lengi að þessum mála- flokki, ekki I einu a.m.k. Það sem gerir starfið að rannsókn ffkni- efnamála hér á tslandi erfitt er sú sérstaða, sem fyrr er á minnzt. Yfirleitt tengjast mjög margir einstaklingar hverju máli og við rannsókn einstakra mála koma kannski upp á yfirborðið gömul mál, ffkniefnasmygl, sem átt hafa sér stað nokkrum mánuðum áður. Þessa þræði verður alla að rekja aftur I tlmann, nokkuð sem hægt er að gera hérlendis vegna fá- mennis en ókleyft er erlendis vegna fjölemnnis þar. Þetta er óskaplega erfið og tfmafrek vinna og mjög lýjandi. Það er mjög sjaldgæft að lögreglunni sé gert aðvart um ffkniefnamál þannig að lögreglumennirnir verða einfald- lega að ná i málin „út i bæ“, ef orða má það á þann hátt. Yfir höfuð hafáverið dugnaðarmenn I fíkniefnadeild lögreglunnar og þeir hafa náð sannanlegum árangri f starfi sínu. Snöggar breytingar eðli þessa málaflokks — 1 stuttu máli hefur þróunin verið sú, hvað varðar málefni sjálfs dómstólsins, að fyrst eftir að hann tók til starfa var einungis unnið að rannsóknum mála og það var ekki fyrr en á miðju ári 1974 að fyrsta fullnaðarafgreiðsl- an varð fyrir dómstólnum. Alveg frá upphafi afskipta okkar af ffkniefnamálum hafa kannabis- efnin, hass og marihuana, verið lang algengust. Var sá háttur oft- ast hafður á við öflun efnanna að einstaklingar tóku sig saman ög söfnuðu fé til kaupanna og sfðan fór einhver úr hópnum utan og keypti efnin og flutti inn. Var það nánast hending hver varð fyrir valinu til utanfararinnar. Hagnaðarsjónarmið voru þá ekki f fyrirrúmi. Á þessum fyrstu ár- um komu efnin nær undan- tekningarlaust frá Kaupmanna- höfn en nú hefur orðið sú gagn- gera breyting, að langmest af efnunum kemur frá Hollandi. Það er eðli þessa málaflokks, að að- ferðir við innflutning og neyzlu- venjur breytast snögglega. Fyrr á árum,-þegar ffkniefnasendingarn- ar voru minni f sniðum, var al- gengast að flugfarþegar hefðu þær meðferðis eða ffkniefnin -voru jafnvel send hingað I bréfa- pósti. Hin seinni ár hefur megnið aukizt og algengt er að reynt sé að smygla inn f einu nokkrum kfló- um af kannabisefnum. Hefur þá jafnframt færzt I vöxt að menn reyni að smygla fíkniefnunum sjóleiðina og eru efnin þá gjarnan falin á ólíklegustu stöðum I skip- unum. Er þvf ekki að neita að erfitt er við þetta að eiga því möguleikarnir eru svo margir að koma efnunum inn f landið. Við höfum því reynt að byggja starfið þannig upp að við séum fljótir að komast á slóð efnanna. Það telj- um við langmesta aðhaldið, sem við getum veitt. Arnar Guðmundsson. (Ljósm. RAX). # Asgeir Friðjónsson. Vitað um tvö tilfelli kókaínsmygls Eins og áður sagði hafa kanna- bisefnin hass og marihuana, og þó fyrst og fremst hassið, verið al- gengustu fíkniefnin, sem flutt hafa verið ólöglega til landsins. Nokkru eftir 1970 var á tfmabili töluvert af LSD-efnum í umferð en samkvæmt okkar gögnum hef- ur notkun þeirra minnkað veru- lega, enda með alhættulegustu efnum og miklar líkur á þvf að 0 Ólöglegur sölugróði, sem gerður var upptækur s.l. vetur. Meðal annars var þetta erlendur gjaldeyrir, sem brotamaðurinn Barbar Smith, öðru nafni Korkurinn, hafði greitt íslenzkum aðilum. Hluta af gjaldeyrinum átti að nota til ffkniefnakaupa erlendis. neytendur þess bfði varanlegt tjón á geðheilsu sinni. Hins vegar höfum við orðið varir við amfeta- mfnduft í vaxandi mæli á síðustu misserum og er það slæm þróun, því amfetamínduftið er sterkt lyf og það er svo fyrirferðalftið að erfitt er að koma upp um smygl á þvf til landsins. Af öðrum efnum, sem nefna má, er morfín, som er það næsta á eftir heróíni. Morffn- ið hefur verið bundið lyfjaþjófun- um úr bátum og það er mikið blandað. Við vitum sannanlega um tvö tilfelli kókafnssmygls, nokkur grömm f desember og febrúar s.l. Heróín hefur ekki verið hér f umferð svo við vitum og slfkt myndi varla leyna sér lengi. Ef litið er á tölur sést, að árin 1973—’76, að báðum árunum meðtöldum, var upplýstur inn- flutningur á 120—130 kg af kannabisefnum og þar af var um fjórðungur gerður upptækur. Langmest var upplýst f fyrra eða um 60 kg af kannabisefnum. Innflutningur á amfetamíni hef- ur verið upplýstur í mun minna mæli, en innflutningur á þeirri tegund fíkniefna er þó mjög vax- andi. Sumir aðilar f þessu af hreinni hagnaðarvon Sú spurning vaknar óneitan- lega, hvort þróunin hafi orðið sú með aukinni neyzlu fíkniefna, að FIKNIEFNADOMSTOLLINN HEF UR HAFT AFSKIPTIAF LIÐLEGA 1000 ÍSLENZKUM UNGMENNUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.