Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULl 1977 21 ii Margir hafa nú þegar glögglega beðið tjón á heilsu sinni, líkamlega og/eða and- lega," segja Ásgeir Friðjónsson og Arnar Guðmundsson í viðtali við Morgunblaðið útvegun efnanna hafi orðið at- vinna einhverra manna og gróða- sjónarmið séu farin að ráða að einhverju leyti innan þess hóps, sem umgengst fíkniefni. Þessu svara Asgeir og Arnar. — Það fer ekki milli mála að vissir aðilar eru að þessu af hreinni hagnaðarvon. Þetta fólk er líka neytendur en notkunin er nú orðin aukaatriði. Aður fyrr slógu neytendur saman og sendu einhvern útaf örkinni til fíkni- efnakaupanna og siðan var fengn- um skipt milli manna þegar kom- ið var með efnin til landsins. Nú eru hagnaðarsjónarmið oft ráð- andi, þetta eru orðnar stærri sendingar og hagnaðurinn þvi mjög mikill ef tekst að koma fíkniefnunum inn i landið. Hluti hagnaðarins er siðan notaður til þess að fjármagna næstu send- ingu en afgangurinn fer í „lifs- stritið". Töluvert hefur verið um það að íslenzkir fikniefnainnflytj- endur selji fíkniefni til hermanna á Keflavíkurflugvelli en sáralitið um það að varnarliðsmenn hafi selt Islendingum slík efni. A Vell- inum hafa Islendingarnir fengið hærra verð fyrir fikniefnin og staðgreiðslu í erlendum gjaldeyri, en hann er þá einmitt gjarna not- aður til frekari kaupa á fikni- efnum. Aftur á móti höfum við ekki rekizt á það hingað til að einhverjir aðilar séu eingöngu í þessu til að hafa af þvi hagnað, þ.e. „Mafíur" að erlendri fyr- irmynd. stefnuleysis í lifsháttum. Við sjá- um óneitanlega I þessu starfi mik- ið böl og óhamingju, sem nær langt úr fyrir hóp þeirra, sem sjálfir nota og meðhöndla fíkni- efni. Skyldmennin földu sölugróðann Dæmi eru viðbrögð aðstandenda, sem við kynnumst i sambandi við hina fjölmörgu gæzluvarðhaldsúrskurði er kveða þarf upp rannsókna vegna. Jafn- vel nákomnustu skyldmenni virð- ast oft ekki hafa gert sér grein fyrir langvarandi notkun eða um- svifum viðkomandi aðila með fíkniefni fyrr en hann hefur verið einangraður i gæzluvarðhaldi. Slík vitneskja og skyndilega feng- in með þessum hætti verður mörgum að sjálfsögðu mikið áfall. Stöku dæmi höfum við um furðu- lega forstokkun skyldmenna. Siðastliðinn vetur sátu t.d. margir aðilar lengi i gæzluvarðhaldi, grunaðir um stórfellt fíkniefna- misferli. Á vissu stigi rannsóknar var mjög leitað verulegra fjár- hæða, nánað tiltekið hluta af ólög- legum söluhagnaði. Skyldmenni leituðu stöðugt hjá okkur frétta af líðan sinna nánustu og hvenær væri að vænta að vistun þeirra lyki. Eftir margra vikna basl rannsóknaraðila og gegndarlausr- ar vinnu kom I ljós að sum hin Allstór hópur langt leiddur örðugt er að gefa heildar- lýsingu á hópi þeirra er koma við sögu hjá okkur. Aðilar virðast vera að meirihluta á aldursbilinu 17—25 ára og flestir i námi eða vinnu. Fólk notar hassefni sem vimugjafa, oft I stað áfengis eða ásamt þvi. Það virðist ekki hallast að öðrum afbrotum og þessir að- ilar eru ekki sýnilega markaðir af óreglu, enn sem komið er a.m.k. Þetta myndi almennt eiga við um minni háttar neytendur og kaupendur. Allstór hópur virðist hins vegar lengra leiddur, stund- ar litt eða ekkert nám eða störf en fylkir sér um hið sameiginlega áhugamál, stöðuga og fjölbreytta vimu. Þetta er nánast sibrotafólk varðandi fíkniefnameðhöndlun, og það aflar sér fjár til efnis- kaupa með minni háttar endur- sölu og öðrum auðgunarbrotum. Margur hefur nú þegar glögglega beðið tjón á heilsu sinni, líkam- lega og/eða andlega. Doði og al- gert ábyrgðarleysi einkennir hegðan og athafnir sliks fólks. Sjaldan virðist okkur þó í slfkum tilvikum unnt að benda á tiltekna tegund fikniefna sem oraskavald eða sökudólg. Fremur megi rekja tjónið til andlegrar óreglu og # Menn sýna oft mikla hugkvæmni við smygl á ffkni- efnum eins og mvndin ber með sér. 0 Hlutverk hasshundanna við hassleit hefur minnkað eftir að sendingar stækkuðu. Þeir gegna samt mikilvægu fyrirbyggjandi hlutverki. sömu skyldmenni og allt upp í foreldra, sem létu sér svo annt um liðan sinna nánustu, höfðu á sama tima tekið þátt I að fela og koma undan áðurnefndum söluhagnaði. Hafa haft afskipti af liðlega 1000 manns Alþjóðlegir fikniefnasalar beina um þessar mundir spjótum sinum að Norðurlöndum. Asgeir og Arnar voru að þvi spurðir hvort Island væri orðið það stórt markaðssvæði fyrir fikniefni, að búast mætti við þvi að þessar al- þjóðamaffur færu að gefa Islandi gaum. — Island er, ennþá a.m.k., svo lítið markaðssvæði að við teljum ekki mikla hættu á því að alþjóð- legir fikniefnasalar reyni að ná hér fótfesti. Ef litið er á tölur sézt að frá miðju ári 1974 eru dómsaf- Þorsteinn var starfsmaður hans. Taldi Þorsteinn m.a. að hasshund- arnir væru alltof litið notaðir. — Við viljum undirstrika það, að við gerum ekki lítið úr þvi aðhaldi, sem tilvist hundanna veitir. Þeir hafa sannað sitt ágæti. En þessir hundar eru sérhæfðir til að finna hass og þeir geta ekki fundið önnur fikniefni, sem reynt hefur verið að smygla til landsins I auknum mæli. Sýnilegur árang- ur hundanna miðað við leitartíðni hefur verið anzi rýr upp á síðkast- ið og það er okkar skoðun að þetta starf beri að endurskipuleggja þannig, að það verði hliðarstarf en ekki fullt verkefni eins lög- reglumanns. Aðrar aðfinnslur lögreglumannsins I umræddu við- tali viljum við afgreiða með þeirri einu setningu, að þar er um gagn- kvæma óánægju að ræða. Vona það bezta en óttast hið versta greiðslur Ffkniefnadómstólsins orðnar 573 að tölu en þar af eru nokkrir aðilar, sem hafa hlotið endurteknar dómsafgreiðslur. A þessu ári hafa 15 aðilar hlotið dóma, þar af 10 aðilar fengelsi frá 2 mánuðum til 4 ára. Auk þess hafa mál 120 aðila verið afgreidd með sektum frá nokkrum þús- unda króna upp I tæpa hálfa milljón. Mál 200 einstaklinga biða afgreiðslu, og, ef allt er tekið saman, höfum við haft afskipti af liðlega 1000 ungmennum vegna fikniefnamála. öll tölfræði er nú reyndar vafasöm, þvi hún gerir ekki greinarmun á aðalmönnum og smákaupendum. En tölurnar gefa vísbendingu og þótt þetta séu kannski ekki háar tölur í aug- um alþjóðlegra eiturlyfjasala eru þær vissulega allt of háar í okkar litla þjóðfélagi. Starfa nægilega margir að þessum málum? Er Fíkniefnadómstóllinn og fíkniefnadeild lögreglunnar skip- uð nægilega mörgum starfsmönn- um? — Við dómstólinn starfa 3 dóm- arar og 5 lögreglumenn i fíkni- efnadeildinni. Þetta er allhá tala, ef borið er saman við aðra mála- flokka. Hins ber svo að geta, að þessi málaflokkur er geysilega erfiður eins og drepið hefur verið á að framan, við dómararnir erum t.d. iðulega bundnir við rannsókn- ir nýrra mála og höfum þvf oft litinn tima til að vinna að dómum. 1 viðtali hér í Morgunblaðinu nýlega kom fram hörð gagnrýni Þorsteins Steingrimssonar, eftir- litsmanns með hasshundum, á starf Fikniefnadómstólsins, en Og að lokum. Hver gæti að ykk- ar mati orðið þröun fíkniefna- mála hér á landi á næstu árum að ' öllu óbreyttu? — Það virðist nokkuð augljóst að meðhöndlun og neyzla fíkni- efna hefur farið vaxandi ár frá ári undanfarin ár. Auðvitað von- um við það bezta en við erum hins vegar vonlitlir um að þróunin snúist til betri vegar, þvi miður. Það hefur sýnt sig að sumt fólk hefur ekki látið segjast, vió höf- um tekið það aftur og aftur með fikniefni o við óttumst að þessi hópur eigi eftir að stækka á næstu árum. — SS. VIÐTAL: SIGTRYGGUR SIGTRYGGSS0N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.