Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULÍ 1977 "* Níræður—Árni Jóns- son málmsteypumaður BIFREIÐAEIGENDUR Verzlun vor býður úrval af bílaútvörpum og stereo segulböndum Einnig fylgihluti, festingar, loftnet og hátalara. Verkstæðið sér um ísetningar á tækjum, svo og alla þjónustu. Sendum í póstkröfu Einholti 2 Reykjavik Simi 23220 ^^^^^^^^^^ ¦ * HHH \íMí •<- '¦¦*' - ~-?*Z-.- -TTT *- DAS-húsið að Furulundi 9, Garðabæ ertilsölu Nánari upplýsingar veitir Tómas Guðjónsson, Tjarnarstíg 2, Seltjarnarnesi, sími 23636. Happdrætti DAS Orlofsbúðir aldraðra í Skálholti Orlofsbúðir verða í lýðháskólanum í Skálholti um miðjan júlí, ef næg þátttaka fæst. Miðað er við fólk 65 ára og eldra. Boðið er upp á 2ja manna herbergi, með sturtu og WC í hverjum herbergi. Skoðunarferð til Þingvalla, Gullfoss og Geysir, kvöldvökur, með gestaheimssóknum. Allar nánari upplýsingar veittar í síma Frákl. 8—12 og 13—16 26440 NEFNDIN Níræður er í dag Arni Jónsson málmsteypumaður. Arni er kom- inn af Vlkingslækjarætt, sonur hjónanna Jóns Arnasonar rokka- smiðs og Sólveigar Magnúsdóttur. Hann er fæddur 10. júli 1887 i Kaldbak á Eyrarbakka. Saga málmsteypu á Islandi er ekki löng, og á það sérstaklega við um járn steypu, en hún mun fyrst haf a gerzt skömmu eftir aldamót- in siðustu, þá er frátalinn rauða- blástur forfeðra vorra sem telja verður frumstæða námuvinnslu. Koparsteypa mun hafa átt sér stað hér á landi allt frá 17. öld. Sem iðngrein er málmsteypa hér á landi ung, saga hennar spannar langan starfsferil afmælisbarns- ins, sem er virkur þátttakandi í sköpun þeirrar sögu. Arni hóf nám í málmsteypu 15. október 1906 hjá Járnsteypu Reykjavikur, hið sama ár og hún tók til starfa. Járnsteypa Reykja- víkur var stofnuð 1905, voru aðal- hvatamennirnir bræðurnir Sigur- geir og GIsli Finnssynir. Arið 1918 var nafnið Járnsteypa Reykjavikur lagt niður er félagið var sameinað hlutafélaginu Hamri, 1943 var svo nafnið Járn- steypan h.f. tekið upp er fyrirtæk- ið varð sameign Hamars h.f. og Héðins h.f., en það gerðist þegar fyrirtækið var flutt úr Tryggva- götu i Ananaust. Allan þennan umbrotatíma var Arni verkstjóri Járnsteypunnar, eða frá árinu 1910 til ársloka 1957 og var hann þá kominn yfir sjötugt. Starfaði Arni síðan áfram hjá fyrirtækinu til ársloka 1973 og hafði þá verið starfandi hjá sama fyrirtæki I samfellt 67 ár, og mun það eins- dæmi. Ungur að árum stundaði Arni sumarvinnu á bæjum I Rangár- vallasýslu, en 15 ára til 19 ára var hann til siós á kútterum. Hiá föð- ur sínum kynntist Arni snemma koparsteypu en faðir hans steypti ýmsa hluti sem til þurfti við rokkasmiðina. Árni kvæntist 9. mal 1914 Soffíu M. Jóhannesdóttur. Bjuggu þau lengst af í vesturbæn- um skammt frá vinnustað Arna en nú búa þau á Byggðarenda 22 i Reykjavík. Þau hjón eignuðust sjö börn. Elstur er Ölafur, sýning- arstjóri i Gamla-bíói, Sólveig, bú- sett i Reykjavik, Margrét, sem lézt rúmlega ársgömul, Jón, raf- virki, búsettur i Kanada, Jóhann- es, vélstjóri, er drukknaði 1971, Margrét, búsett I Reykjavík og Örn, rennismiður, búsettur í Kanada. Barnabörnin eru 14 og barnabarnabörnin 9, svo margir munu gleðjast með vinum, afa og ömmu i dag. Samstarfsmenn I Járnsteyp- unni senda þeim hjónum og f jöl- skyldu allra innilegustu árnaðar- óskir á þessum tyllidegi. G.H.B. Loðnuskip til sölu Skipið afhendist eftir slipptöku og málun með nýju haffærisskírteini að lokinni skoðun. Loðnu- dæla, loðnunót og síldarnót geta fylgt. Upplýsingar í síma 22475 og 1 3742. Hvað er PVC? PVC er skammstöfun fyrir plastefnið POLY VINYL CHLORIDE Úr þessu efni eru framleiddar jarðvegslagnir. PVC jarðvegslagnir úr plasti. Þær gegna sama hlutverki og gömlu.góðuskólprörin úrsteini, en kostirnir liggja í augum uppi: PLAST ER LÉTT • Það er auðvelt og fljótlegt að flytja það, og mun ódýrara en þyngra efni. • Þaðerauðveldaraogfljótlegra að leggja plastlagnir en lagnir úr þyngra efni, og í því er líka fólginn sparnaður. PLAST ER SLÉTT • Innra borð PVC jarðvegslagna er SLÉTT. Það er því ekki hætta á stíflumyndun. • Þvermál: 100 mm (4 tommur) 150mm (6tommur). PVC jarðvegslagnir eru enn ein gæðavaran, sem VATNSVIRKINN býður viðskiptamönnum sínum. Sala þeirra hófst 1974, og hefur hún aukist um helming ár frá ári síðan. Þeir, sem vita af PVC, biðja ekki um annað. Vöruvöndun, þekking og þjónusta byggö á 25 ára reynslu. I samræmi viö islenzkan staöal IST 65. Vatnsvirkinn hf Ármúla 21 - Sérverzlun meö efnivörur til pípulagna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.