Morgunblaðið - 10.07.1977, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 10.07.1977, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULl 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6, sfmi 10100. ASalstræti 6. sfmi 22480 Festa í landsstjórn Eitt af því, sem hefur einkennt landsstjórn- ina frá því að núverandi. ríkisstjórn tók við fyrir tæpum þremur árum er festa í stjórnarháttum og traust samstarf stjórnar- flokkanna tveggja. Þetta hefur orðið meira áberandi en ella, vegna þess að hvort tveggja skorti i ríkum mæli i tíð fyrri ríkisstjórnar. Stjórnartímabil vinstri stjórnarinnar einkenndist af miklum umbrotum á hinum pólitíska vettvangi, óvissu í utanríkismálum og öryggisleysi um framvindu inn á við. Þjóðin var orðin þreytt á þessu öryggisleysi. Núverandi ríkisstjórn tók við afar erfiðu búi frá fyrri rfkisstjórn. En hún hefur eytt óvissu í utan- ríkismálum, fært fiskveiði- lögsögu út í 200 sjómílur og hreinsað þær nær alveg af erlendum veiðiskipum og náð miklum árangri við stjórn efnahagsmála, árangri, sem kannski hefur fallið nokkuð í skuggann vegna þess, að ekki hefur tekizt að ná nægilega góð- um tökum á verðbólgunni. Stjórnarhættir núverandi ríkisstjórnar hafa ekki ein- kennzt af eftirsókn eftir stundarvinsældum. Ríkis- stjórnin gerði sér í upphafi ljóst, að hún ætti erfitt verk fyrir höndum, sem ekki yrði leitt til fullnaðar- árangurs á skömmum tíma. En með starfi sínu hefur hún áunnið sér traust — og þjóðin finnur að lands- stjórnin einkennist af festu. Nú rikir hvorki óvissa i utanríkismálum né öryggisleysi í innanlands- málum, enda þótt við mik- inn vanda sé enn að glíma í efnahagsmálum. Þegar upp verður staðið mun koma í ljós, aö kjósendur telja þá festu og það öryggi, sem einkennt'hefur stjórnarhætti núverandi ríkisstjórnar, mikils virði. Samstarf flokka um ríkisstjórnir hefur gengið misjafnlega. Alkunna er, að samstarf Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokks í Viðreisnarstjórn var afar gott. Samvinnan í tveimur vinstri stjórnum hefur hins vegar verið afar erfið , og samstarf Sjálfstæðis-. flokks og Framsóknar- flokks á árunum 1950—1956 var uhi skeið brösótt. Þess vegna höfðu margir áhyggjur af því í báðum flokkunum, hvernig til mundi takast, er þeir tóku höndum saman í ágúst 1974 um landsstjórn- ina. Þegar litið er yfir far- inn veg s.l. þrjú ár verður ljóst, að hrakspár um, að þessum tveimur stóru flokkum mundi ekki vegna vel í samstarfi hafa ekki rætzt. Samstarfið í núverandi ríkisstjórn hefur einkennzt j af gagnkvæmu trausti og drengskap. Samvinna flokkanna tveggja hefur tekizt mun betur en margir töldu. Sameiginlega hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fengið því áorkað, að við íslend- ingar sitjum nú nær einir að auðlindum hafsins í kringum landið. Þetta er mikið afrek og mun nægja til þess að halda nafni rikis- stjórnar Geirs Hallgríms- sonar lengi á lofti í þjóðar- sögunni. En flokkunum tveimur hefur einnig tekizt að eyða óvissu í utanrikis- og öryggismálum og ná verulegum árangri í efna- hagsmálum. Nú safna ís- lendingar gjaldeyrissjóð- um í stað þess, að þeir voru komnir langt niður fyrir ekki neitt. Nú er viðskipta- jöfnuðurinn að verða hag- stæður i stað þess að hann var í stórkostlegum halla. Nú eykst sparifé lands- manna á ný í stað þess að það minnkaði áður óðum. Nú er ríkissjóður rekinn hallalaus. Nú er peninga- málum þjóðarinnar stjórn- að. Nú er atvinnurekstur- inn í blóma og þannig mætti lengi telja. Færa má að því sannfærandi rök, að þeir sem sameiginlega hafa náð svo miklum árangri í meginmálum þjóðarinnar, sem mörg hver voru í ólestri, hljóti að ljúka því starfi sem þeir tóku að sér. Verðbólgan er enn mikill vágestur. Núverandi ríkis- stjórn tók við 54% verð- bólgan aukist enn á ný í henni niður í um 30%. Þvi miður er hætta á, að verð- bólgan aukizt enn á ný í kjölfar kjarasamninganna. En til þess eru erfið- leikarnir að sigrast á þeim. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa þeim skyldum að gegna að ljúka því starfi, sem þeir tóku að sér, að koma efnahagsmálum þjóðarinnar á réttan kjöl. Því starfi verður ekki lokið fyrr en verðbólgan er kom- in niður á svipað stig og í nágrannalöndum. Reynsl- an hefur sýnt, að ekki tekst að ná verðbólgunni niður á skömmum tima. Við hljót- um að læra af fenginni reynslu og reyna ný vinnu- brögð við að ráða niðurlög- um verðbólgunnar og miða þá við, að það starf taki nokkuð lengri tima en' menn gerðu ráð fyrir við upphaf þessa kjörtímabils. Þess vegna hafa Sjálf- stæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur enn verk að vinna og skyldum að gegna. Þjóðin ætlast áreið- anlega ekki til þess, að þeir hlaupi frá því verki hálf- unnu. Stjórnarandstöðu- floklcarnir tveir, Alþýðu- flokkur og Alþýðubanda- lag, eiga nú við að etja mik- il innanflokksvandamál. Alþýðuflokknum hefur ekki auðnazt að rétta hlut sinn á þessu kjörtímabili. Þvert á móti stendur flokk- urinn nú frammi fyrir erfiðari vanda í innri mál- um en um langt skeið áður. 1 Alþýðubandalaginu er að hefjast nýtt hugmynda- fræðilegt uppgjör. Það mun taka alla krafta flokksins og þess vegna má búast við því, að Alþýðu- bandalagið verði upptekið af innri málum næstu miss- eri. Enginn veit hvernig það kemur út úr því upp- gjöri, hvort því tekst að halda samstöðu eða hvort flokkurinn einfaldlega riðl- ast í margar smáar fylking- ar. Sá möguleiki er fylli- lega fyrir hendi. Þetta upp- gjör í Alþýðubandalaginu kann að verða sögulegt áð- ur en yfir lýkur. Ábyrgð Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks er enn meiri f Ijósi þessara erfiðleika beggja stjórnaandstöðu- flokkanna. MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 10. JÚLI1977 25 EINS OG MÉR SÝNIST eftir Gisla J. Ástþórsson Þa8 sagSi frá þvl I einu dagblafianna um daginn a8 maSur nokkur hefSi orSiS all- óþyrmilega fyrir barSinu é röktum þrjóti sem tók aS sér viSgerS i glugga hjá honum og hljóp frá hálfnuSu verki sem reyndist tóm vitleysa I þokkabót. Sá sami heiSurs- maSur hafSi aS auki nokkra tugi þúsunda af þessum sam- borgara okkar, þá upphœB sem hann hafSi I sakleysi sinu afhent hrappnum til efniskaupa ef ég man rétt og sem fyrirframgreiSslu fyrir vel unniS verk. Ég get sagt þolanda (ef honum er einhver huggun I þvi sem er þó hæp- iS) aS hann er ekki einn á báti. Hér spranga lausir mis- indismenn einmitt af þessu tagi sem komast upp meS þaS ár eftir ár og athuga- semdalaust aS best verSur séS aS svikja fé út úr mönn- um meS því til dæmis aS bregSa sér i gervi þúsund- þjalasmiSa sem taka aS sér „viSgerSir" ýmiskonar fyrir „sanngjarna þóknun". ÞaS virSist litiS sem ekkert eftirlit meS þessum vargi hér í þétt- býlinu: þeir auglýsa til dæmis stift á stundum ef þeim hent- ar svo og komast þá lika átölulaust upp meS þaS. Ég tala af illri reynslu. þvi aS fyrir þremur—fjórum árum stóS ég einmitt í ströngu útaf einum svona fjárglæframanni sem var þó vist miklu verstur eftir af- köstunum aS dæma: hann hafSi stoliS vel hálfs mánaSar vinnulaunum eins og þau lögSu sig af skólapilti mér nákomnum sem hélt hann væri aS afla sér fjár til vetr- arins. Þessi náungi hafSi þann hátt á aS boSa i einni og sömu auglýsingunni, sem hann hélt úti dag eftir dag. aS hann vantaSi i fyrsta lagi röska menn til sumarvinnu og tæki i öSru lagi aS sér viSgerSir á húseignum smáum sem stórum; snör og góS afgreiSsla og allt hvaSeina. Ég hef þá sögu aS segja af tilraunum minum til þess aS stugga viS þessum útsmogna þjófi og fá yfirvöld þar til liSs viS mig aS ég var farinn aS halda um skeiS aS ég væri skúrkurinn og skúrkurinn saklaus engill. Hann var þá meSal annars i þessari lotunni búinn aS afreka þaS aS hafa fjóra fimm unga menn kauplausa i vinnu hjá sér part af sumrinu („Á von á peningum á morgun og geri þá upp viS ykkur upp i topp") og hafSi svona meS hinni hendinni svipt hálfu þakinu af ibúSarhúsi suSur i Hafnar- firSi aS fenginni hinni hefSbundnu „fyrirfram- greiSslu" sem var tvö hundruS þúsund krónur ef mig misminnir ekki. Ónei, ónei, hann var sko ekkert aS ómaka sig viS einn glugga. drengurinn sá. Hann kom klónum i ungan HafnfirSing sem af dugnaSi sinum hafSi tekist aS eignast gamalt hús. og hann skildi unga manninn eftir fyrrgreindri upphæS fátækari og meS húsiS opiS fyrir veSri og vindum i kaupbæti. Þessi dánumaSur reyndist viS nánari athugun vera al- ræmdur lögbrjótur um margra ára skeiS og var um þessar mundir laus „til reynslu" af Litla-Hrauni. Hvernig hann notaSi þann „reynslutima" má marka af framansögSu. En þvi hef ég „reynslu"-ákvæ8i8 i leyfis- bréfi hans frá tukthúsinu hér innan gæsalappa sem mér er ekki enn orSiS Ijóst hvernig yfirvöld þóttust ætla aS meta árangur fyrrgreindrar „reynslu". Svo mikiS er vist aS manntetrinu var hleypt á borgarana gersamlega eftir- litslausum. Þvi fór svo fjarri aS yfirvöld væru aS fárast útaf þvi hvernig maSurinn spjaraSi sig nú á „reynslu- timabilinu" aS hann gat birt auglýsingar aS vild i viSlesnu blaSi, þar sem hann lagSist á þaS lúalagiS aS vanda aS svikja fé út úr náunganum. SíbotamaSurinn austan af Litla-Hrauni var á einni nóttu orSinn aS stórverktaka! Hann brá sér meira aS segja i lysti- reisu til Kaupmannahafnar — fyrir peningana sem ungi HafnfirSingurinn hafSi trúaS honum fyrir. Ég gæti haft þessa sögu drjúgt lengri en nenni þvi ekki. Jú, hann nældi sér raunar i ófrjálsan bil. stór- verktakinn meS leyfisbréfiS. og seldi hann eins og aS drekka vatn. Eg vil þó vikja örfáum orSum aS viSbrögSum yfirvalda sem ég skil ekki enn i dag. Einn embættismannanna sem ég arkaSi fyrir lét sig hafa þaS aS trúa mér fyrir þvi aS i rauninni væri tittnefndur dólgur „vænsti maSur". ÞaS var þá sem ég fór aS halda aS ég en ekki hann væri gangsterinn. ÞaS var samt svona hálfpartinn hlaupin i mig kergja aS láta þennan „væna mann" ekki komast upp meS þaS aS ræna sumar- hýrunni óáreittum af staur- blönku námsfólki. En mennimir uppi i dómsmála- ráSuneyti til dæmis voru ekki meS neitt óSagot. Þeir ruku ekki upp til handa og fóta, ef ég ætlaSist kannski til þess. Og um þaS leyti sem ég gaf leikinn og hætti aS rifa mig viS dauSa veggina, þá var „reynslulausinginn" þeirra raunar sallarólegur tekinn til viS aS auglýsa upp á nýtt: hann vantaSi röska menn i vinnu (auglýsti hann meS pomp og prakt) og svo tók hann aS sér viSgerSir á húseignum stórum og smáum; snör handtök og skjót afgreiSsla; vönduS vinna. ÞaS er ein af veilunum i islensku réttarfari hvernig sumum mönnum leyfist aS láta sem þeir séu yfir þaS hafnir. Af smærri gerSinni þessarar manngerSar má til dæmis nefna garSvarginn sem liSst þaS aS ráSast inná lóSir manna og traSka þar gróSurinn undir fótum sér i smásmugulegri leit aS ána- möSkum. KerfiS segist ekki ráSa viS þennan lýS; en mætti ekki aS minnsta kosti tefja hann frá skemmdar- verkunum meS þvi aS lög- sækja hann af fullri einurS? Þá má lika minnast á smáræSi sem er þaS þó naumast i augum þolenda, nefnilega hinn landsfræga hundamann sem sýnist komast upp meS þaS aS ala kjölturakka viS hjarta sér sem I ár hefur bitiS eitt stykki póstkonu og eitt stykki lög- regluþjón sem kom aS rann- saka máliS; hvutti virSist vera aS komast á bragSiS: i fyrra beit hann þó ekki nema eitt stykki telpukvöl sem var ekki nógu fljót aS taka til fótanna. I Eflaust þykir einhverjum þaS lýsa mannvonsku minni og jafnvel grimmd aS ég skuli meira aS segja byrjaSur hér aS amast viS hundum þó aS þeir fái sér bráSabita úr fót- leggjum þeirra sem þurfa um nágrenniS. En þaS var annars megintilgangur minn meS þessum orSum aS halda þvi fram i fullri alvöru aS hinir löghlýSnu eigi lika nokkum rétt. Ég er semsagt orSinn dauSleiSur á þessu sHellda masi um bágindi vandræSa- gemsanna. Fórnarlömbin geta lika fundiS til. Og minni ég þar á manninn sem gluggaþrjóturinn tók i baka- riiS. aS ógleymdum unga manninum suSur i Hafnar- firSi sem „væni maSurinn" austan af Litla-Hrauni rúSi inn aS skinninu. r Island að sumarlagi Merkur athafnamaður hafði eitt sinn á orði, að hann timdi ekki að fara frá Islandi að sumar- lagi. Þrátt fyrir ótrygga veðráttu og misjafnt sumarveður hafði honum auðnazt að kynnast fslenzkri náttúru með þeim hætti, að hann mátti helzt ekki til þess hugsa að vera fjarri íslandi þess- ar fáu sumarvikur, þegar bezt tækifæri gefst til þess að njóta návistar við landið og náttúru þess. Areiðanlega hefur farið fyr- ir mörgum eins og þessum at- hafnamanni, að þeim hefur lærzt, að sumarið er sá tími, sem fólk á síður að nota til þess að ferðast til annarra landa. Eftir þvf sem það verður almennara að fólk taki leyfi sín á ýmsum árstímum, ætti að vera auðveldara um vik að nota vetrartímann, til þess að njóta sólar í suðlægum löndum, en sumartimann til þess að ferð- ast um eigið land. Því er ekki að leyna, að þvi fylgir gjarnan meira erf- iði að ferðast um Island en dveljast á sólarströndum suð- lægra landa, en það erfiði hefur áreiðanlega holl og heilsubætandi áhrif á innisetumenn, en þeim fer nú stöðugt fjölgandi, og á því ekki að telja það eftir eða láta það standa i vegi fyrir nánari kynnum við landið. Aukin tengsl við nátt- úru Islands hafa margvísleg áhrif á þá, sem rækta þau að einhverju marki. T.d. efla þau skilning manna á nauðsyn náttúru- og um- hverfisverndar. Eftir þvi sem samband einstaklinga við landið og náttúru þess verður nánara verður mönnum sárara um að sjá slæma umgengni og sóðaskap. Þannig verða þessi tengsl til þess að efla áhuga á náttúru- og um- hverfisvernd og stuðla að jákvæðri þjóðerniskennd. Náin kynni af landinu sjálfu hljóta að ýta undir sterka þjóðerniskennd. Þjóðernismetnaður getur verið bæði neikvæður og jákvæður, en sú þjóðerniskennd, sem landið sjálft vekur í brjósti þegnanna er vissulega jákvæð og full ástæða til þess að þjóðin rækti hana með sjálfri sér. Öflug félagsstarfsemi öflug félagasamtök hafa lengi unnið gott starf að því að kynna landið fyrir þjóðinni sem í því býr. Þar ber kannski hæst starf- semi Ferðafélags Islands, sem er hálfrar aldar gamalt um þessar mundir. Ferðafélag Islands er stórmerkur félagsskapur, og að því félagi hafa staðið hinir traust- ustu menn í áratugi. Félagið hef- ur m.a. gefið út árbækur, sem eru líklega bezta lýsing á landinu sem völ er á, staðháttum og að nokkru leyti lífinu í landinu. Eftir lestur árbóka Ferðafélagsins, ferðast menn um landið með alveg nýjum hætti, sjá það í nýju ljósi og kynn- ast í raun og veru alveg nýjum heimi. Ekki er ómerkara það starf, sem Ferðafélag Islands og raunar nokkur önnur ferðafélög, sem starfa í tilteknum landshlut- um, hafa unnið á undanförnum árum við að reisa sæluhús í óbyggðum landsins og gera ferða- mönnum auðverldara en ella að kynnast töfrum óbyggðanna. Eng- inn sá, sem einu sinni kynnist íslenzkum öræfum, verður nokkru sinni samur maður eftir, og á marga verka þau þannig, að þeir verða að koma þangað aftur og aftur, ár eftir ár. Með nokkrum hætti má segja, að Ferðafélagið hafi getið af sér annan félagsskap, Útivist, sem hefur ásamt Ferðafélaginu á sið- ustu misserum unnið að þvi að efla útilíf og er enginn vafi á því, að sú jákvæða samkeppni sem skapazt hefur á milli þessara tveggja félaga, hefur orðið til góðs að því leyti, að fleiri og fleiri stunda nú heilbrigða útivist. Jafnframt þessu starfi ferðafél- aganna hafa önnur samtök fest rætur, svo sem Náttúruverndar- ráð tslands og náttúruverndarráð í einstökum landshlutum og Landvernd. Þessir aðilar vinna ötullega að þvi að vernda náttúru landsins og efla skilning á þvi, að það eru landspjöll að skilja eftir sig rusl á tjaldstæðum, henda sígarettu- stubb út um glugga á bíl eða öðru drasli. Með því að læra að um- gangast landið eins og siðmennt- uðu fólki sæmir tekst okkur e.t.v. að varðveita fyrir ókomnar kyn- slóðir þau verðmæti, sem kannski eru dýrmætust, náttúru landsins og ómengað umhverfi þess. r Island að vetrarlagi Fram á síðustu ár hafa sam- göngur að vetrarlagi verið mjög erfiðar og það hefur ekki tiðkazt að ráði, að fólk stundi útilíf á vetrum. En nú er þetta ao breyt- ast og kemur margt til. Skíða- íþróttin nýtur vaxandi vinsælda, og þá ekki síður hestamennska, ekki sízt hjá þeim sem í þéttbýli búa og hafa aukinn tima til ýmiss konar tómstundaiðkana og finna með sjálfum sér aukna þörf fyrir útilíf. Þótt veður séu vond og landið erfitt yfirferðar á vetrum, þá sjást þess samt merki, að hinar dreifðari byggðir og jafnvel óbyggðir eru að opnast fyrir fefðamenn að vetrarlagi. Athygl- isvert er í þessu sambandi, að nýtt farartæki, þar sem eru vél- sleðarnir, hefur haft mjög mikla þýðingu fyrir samgöngumál í dreifbýlinu. Nú eiga menn auð- veldara með að komast ferða sinna milli byggða, þótt vegir lok- ist vegna snjóa og hefur þetta nýja farartæki haft verulega þýð- ingu fyrir hinar dreifðari byggð- ir, sem eiga við samgönguvanda- mál að etja, ekki sízt á Norð- Austurlandi og Austurlandi, og jafnvel víðar þar sem menn hafa komizt upp á að nota þessi nýju tæki. Jafnframt er eftirtektarvert að ferðum fjölgar nú um óbyggðir að vetrarlagi, einmitt á vélsleðum, og hefur Morgunblaðið á sfðustu árum birt frásagnir af slíkum ferðum. Nú fyrir nokkrum vikum var sagt frá ferðalagi nokkurra Vestfirðinga frá Djúpi og yfir á Strandir á vélsleðum og áður hef- ur blaðið sagt frá ferðalögum á vélsleðum um óbyggðir mið- Bernhöft storf an háiendisins. Enginn vafi er á þvi, að töfrar landsins að vetrarlagi eru ekki siður miklir en að sum- arlagi og skemmtilegt er að sjá þá möguleika, sem þetta nýja farar- tæki opnar til þess að við getum kynnzt landinu okkar i vetrarham ekki siður en i sumarskrúða. Umhverfisvernd í þéttbýli Islenzkt þjóðfélag hefur á þess- ari öld tekið stökkbreytingum frá dreifbýlissamfélagi til þess að hér hafa byggzt upp þéttbýliskjarnar og stórt borgarsamfélag — á okk- ar mælikvarða — á suðvestur- horni landsins. Þótt athygli okkar hafi síðustu ár beinzt mjög að vernd hinnar óspilltu náttúru landsins, er eðlilegt, að menn beini ekki siður sjónum sinum að umhverfisvernd í þéttbýli. Vax- andi áhugi á þessu sviði kom m.a. fram i þvi, að meirihluti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur gerði hina svo- nefndu „grænu byltingu“ i höfuð- borginni að eina helzta baráttu- máli sínu í siðustu borgar- stjórnarkosningum. Frá þvi að áætlanir voru lagðar fram um frá- gang og snyrtingu opinna svæða i borgarlandinu fyrir kosningarnar 1974 hefur ötullega verið unnið að framkvæmd þessarar áætlun- ar, enda hefur höfuðborgin tekið miklum breytingum að þessu leyti á undanförnum árurn, og er ekki að efa, að fjöldamörg önnur sveitarfélög hafa fylgt og fylgja i kjölfarið. Reynslan sýnir, að þeg- ar lokið er varanlegri gatnágerð, beinist áhuginn og athyglin að fegrun og snyrtingu umhverfisins og er það vei. Einn þáttur umhverfisverndar i þéttbýlissamfélagi hlýtur jafn- framt að vera sá að vernda gömul hús og gamlar minjar til þess að tryggja tengslin við fortiðina. Þess vegna hafa umræður manna um umhverfisvernd, t.d. i Reykja- vík, ekki sizt beinzt að verndun gamalla húsa og gamalla borgar- hverfa. I þvi sambandi hefur mjög verið staðnæmzt við hina svonefndu Bernhöftstorfu og Grjótaþorpið og hafa vangaveltur uin framtíð Bernhöftstorfunnar nú staðið i allmörg ár, en umræð- ur um Grjótaþorpið eru nýrrí af nálinni. Það er vissulega orðið tímabært, að ákvarðanir verði teknar i þessum efnum. Það er ástæðulaust, að spurningin um framtíð Bernhöftstorfunnar velt- ist fyrir mönnum ár eftir ár án þess að ákvörðun sé tekin og æski- legt að þeir aðilar, sem hér eiga hlut að máli, Reykjavíkurborg og jíkið, komist að niðurstöðu. Hið sama má segja um framtið Grjóta- þorpsins. Umfangsmiklar athúganir hafa staðið yfir á hús- um í Grjótaþorpi og sögu þeirra, sem ætti að geta orðið grundvöll- ur þess, að ákvarðanir verði tekn- ar um framtið þess, i hvaða mynd það eigi að varðveitast og að hve miklu leyti. Á þessu sviði á hæfi- leg ihaldssemi við. Við megum undir engum kringumstæðum kasta frá okkur og jafna við jörðu allt það, sem gamalt er i Reykja- vik, jafnvel þótt menn hafi mis- munandi skoðanir á sögulegu gildi ýmissa mannvirkja. Náttúru- og umhverfisvernd er kannski fyrst og fremst spurning um hugsunarhátt fólks. I hinni hröðu uppbyggingu eftirstríðsár- anna leiddu menn lítt hugann að þvi gantla og góða, sem ber að varðveita. Nú er orðið timabært að við mótum fastmótaða stefnu i þessum efnum. ’ Hún hlýtur að markast af rikri virðingu fyrir islenzkri náttúru og umhverfi okkar yfirleitt og hæfilegri íhaldssemi við varð- veizlu gamalla húsa, bæjar- og borgarhverfa og annarra minja frá liðinni tið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.