Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULI 1977 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna FÉLAG ÍSLENSKRA IÐNREKENDA Óskar að ráöa eftirtalda starfsmenn: 1. Hagfræðing, viðskiptafræðing eða mann með hliðstæða menntun. Starfið er einkum fólgið i þvi að fylgjast með þróun efnahagsmála. innanlands og utan og leggja grunninn að stefnu og ákvörðunartöku stjórnar félagsins i hagfræðileg- um málefnum. Reynsla i hliðstæðum störfum og þekking á breyttum aðstæðum íslensks iðnaðar vegna þátttöku landsins i viðskiptabandalögum, auk almennrar þekkingar á islenskum atvinnuvegum og umhverfi þeirra. er æskileg. 2. Forstöðumann ráðgjafaþjónustu Menntun: á sviði iðnaðarverkfræði. iðntæknifræði. rekstrarhagfræði eða hliðstæð. Starfio er fógið í yfirumsjón með ráðgjafaþjónustu félagsins og undirbúningi stefnumörkunar og ákvarðana- töku í tæknilegum málefnum, ásamt því að vera fulltrúi félagsins út á við i málefnum af þessu tagi. Reynsla og þekking á stjórnun og rekstri iðnfyrir- tækja er nauðsynleg. 3. Rekstrarráðgjafa Menntun: á sviði iðnaðarverkfræði, iðntæknifræði, rekstrarhagfræði eða hliðstæð. Starfið er einkum fólgið í heimsóknum í framleiðsluiðnfyr- irtæki til að veita forsvarsmönnum þeirra ráðgjöf og leiðbeiningar um nauðsynlegar aðgerðir innan fyrirtækj- anna til að auka framleiðni þeirra, svo að þau standist fremur aukna samkeppni framtiðarinnar. Reynsla og þekking á stjórnun og rekstri iðnfyrir- tækja er æskileg. Frumkvæði, sjálfstæði og góður tjáningarhæfi- leiki eru nauðsynlegir eiginleikar i öllum ofangreindum störfum. GÓð Starfsskilyrði eru i boði. auk möguleika á náms- og kynnisferðum fyrir áhugasama starfsmenn. Kjör eftir samkomulagi. Ráðningartími hefst sem fyrst og eru störfin fyrirhuguð sem framtiðarstörf. Umsóknir sendist félagi islenskra iðnrekenda, Hallveigar- stíg 1, pósthólf 1407, Reykjavik. Nánari upplýsingar veitir framkvædmastjðri félagsins. Haukur Björnsson, á skrifstofunni. Með allar umsóknir eða fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Götun Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða starfskraft við götun og endurgötun. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi mikla starfsreynslu. Góð laun. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Tilboð er greini frá aldri og fyrri störfum óskast send Mbl. fyrir 21. júlí n.k. Merkt: Götun 6315. Starfskraftur óskast til saumastarfa nú þegar. Barnaheimili á staðnum. Uppl. ísíma 86632. Sjúkraliðar Landakotsspítali óskar eftir sjúkraliðum til afleysinga í einn til tvo mánuði, á lyfja- deild. Og í fast starf á skurðstofugang. Hjúkrunarfræðingur óskast. Vinnutími 7.30 til 15.30. Uppl. í síma. 19600. Hjúkrunarfors tjóri. Trésmiði og verkamenn vantar nú þegar. Upplýsingar í síma 33095. Bjarni Böðvarsson trésmíðameistari Vélabókhald Óskum að ráða vanan starfskraft til starfa á bókhaldsvél hálfan daginn. e.h. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist augld. Mbl. merkt „Bókhald — 61 13". Sölustarf Innflutningsverzlun óskar eftir sölumanni. Þarf að hafa Verzlunarskóla- eða hlið- stæða menntun. Reynsla í innflutnings- verzlun og enskum bréfaskriftum æski- leg. Umsóknir með upplýsingum um mennt- un, aldur og fyrri störf, sendist Mbl. fyrir 1 4. júlí, merkt: „Sölustarf — 1581." Skrifstofustarf Við ráðum til skrifstofustarfs fyrir einn af viðskiptavinum okkar. Við leitum eftir fólki með starfsreynslu og sem getur hafið störf strax. Starfið er unnið nokkuð sjálfstætt, og býður upp á fjölbreytni í verkefnum. Uppl. veittar á bókhaldsskrifstofu Árna R. Árnasonar, Skólavegi 4, Keflavík, n.k. mánudag 4. júlí. Ekki í síma. Vélabókhald Starfskraftur vanur vélabókhaldi og al- mennum skrifstofustörfum, vélritunar- kunnátta nauðsynleg, óskast til starfa við heildverslun í miðborginni, t.d. miðað við 1. september. Upplýsingar um fyrri störf óskast. Hálf dags sta'rf kemur til greina. Tilboð auðkennt „Samviskusamur — 6311" sendist afgreiðslu blaðsins. Röskan mann/- konu vantar til afgreiðslustarfa nú þegar. Upplýsingar í síma 30420 og 14376, milli kl. 1 6 og 1 9 á morgun, mánudag. Verzlunin Víðir Fulltrúi Framleiðslu og þjónustufyrirtæki í Reykja- vík óskar eftir að ráða fulltrúa í launa- deild. Umsækjandi þarf að hafa reynslu á sviði launamála og geta starfað sjálfstætt. Samvinnuskóla- eða hliðstæð menntun nauðsynleg. Góð laun í boði. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist Augl. deild Mbl. fyrir 22. júlí n.k. Merkt: „Fulltrúi — 4385". Verzlunarstarf Bílavarahlutaverzlun vill ráða gjaldkera í verzlun sína, hálfan eða allan daginn. Þarf að reikna út nótur, taka við greiðsl- um o.fl. Umsóknir, með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: „Ábyggilegur — 6117." Sérfræðingur Staða sérfræðings i þvagskurðlækningum er laus til umsókn- ar. Æskilegt að umsækjandi sé einnig sérfræðingur i almenn- um skurðlækningum. Tilgreina kemur heil eða hálf staða. Laun skv. kjarasamningum L.R. Staðan veitist frá 1 5. sept. eða eftir samkomulagi. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar, fyrir 1 5. ágúst n.k. Aðstoðarlæknar 2 stöður aðstoðarlækna við Grensásdeild, hjúkrunar- og endurhæfingadeild Borgarspitalans eru lausar frá 1. ágúst og 1. september. Umsóknir skulu sendar yfirlækni fyrir 20. júli n.k. Reykjavik, 8. júli 1977. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar. Norræna menningarmála- skrifstofan í Kaupmannahöfn Norræna menningarmálaskrifstofan í Kaupmannahöfn (Sekretariatet for nord- isk kulturelt Samarbejde) er skrifstofa Ráðherranefndar Norðurlanda, þar sem fjallað er um samstarf á sviði vísinda, fræðslumála, lista og annarra menningar- mála á grundvelli norræna menningar- sáttmálans. í skrifstofunni er laus til umsóknar staða deildarstjóra í deild þeirri er fjallar um almenn menn- ingarmál. Verkefni deildarinnar eru m.a. varðandi styrki til þýðinga á bókmenntum nágrannaþjóðanna, framhaldsmenntun leiklistarstarfsmanna, styrki til norræns æskulýðssamstarfs, uppbyggingu norr- ænnar menningarmiðstöðvar í Færeyjum, norrænt samstarf á sviði útvarps- og sjón- varpsreksturs o.fl. Deildarstjórinn sér um gerð fjárhagsáætl- ana á þessu sviði og fjallar um hugmyndir að nýjum samstarfsverkefnum. Einnig er laus í skrifstofunni staða upplýsingafulltrúa Starfið felst í að sjá um útgáfu ýmiss konar rita og hafa samband við fjölmiðla, auk þess skal hann hafa frumkvæði um að koma á framfæri upplýsingum um norrænt samstarf á sviði menningarmála. Stöðurnar verða veittar til 2—4 ára frá 1. janúar 1978. Launagreiðslur eru í sam- ræmi við kjarasamninga danskra ríkis- starfsmanna. Umsóknir skulu stílaðar til Nordisk Min- isterrád og sendar til Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, 1 205 Köbenhavn K fyrir 5. ágúst nk. Nánari upplýsingar veita Ove Stenroth skrifstofustjóri og Klas Olafsson, fram- kvæmdastjóri norrænu menningarmála- skrifstofunnar í Kaupmannahöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.