Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULl 1977 31 — Minning Aðalsteinn Framhald af bls. 38 vængi með hinni nýju löggjöf, og vel er það. Ég hygg, að þeir, sem vilja geti haft nokkurn stuðning af ritum Aðalsteins um hin frjálsu vinnubrögð í skólum. Aðalsteinn var mikill áhuga- maður um norræna samvinnu og ferðaðist um Norðurlönd, heim- sótti m.a. skáldkonuna frægu, Selmu Lagerlöf. Hann fékk leyfi hennar til þess að þýða Nils sögu Holgerssonar, sem hann og gerði. En því miður, kom aldrei út nema fyrra bindið af ágætri þýðingu hans. Oftast kom A.S. til Færeyja, kynntist þjóðinni vel og tók ást- fóstri við hana og þýddi bækur eftir helstu rithöfunda þeirra t.d. Heinesen (Nóatún), Jörgen Fr. Jakobsen (Barbara o.fl.) og Hedin Brú (Feðgar á ferð). En mesta afrek Aðalsteins var á þeim tima, þegar hann fór með drengjabekk (8A) úr Austur- bæjarskólanum til Færeyja vorið 1933. Það . voru 23 drengir, fullnaðarprófsbörn. Þeir ferðuðust víða um eyjarnar, kynntust mörgum og voru landi og þjóð til sóma. Þeir rituðu bók um ferðina, þegar heim kom, sem ber nafnið Til Færeyja. Ég hygg að barnakennarar nútímans gætu lesið þá bók sér til fróðleiks og sálubóta. — Rikard Lang, gagn- fræðaskólakennari, undirbjó þessa ferð af hálfu Færeyinga, ásamt Símoni av Skarði, lýðhá- skólastjóra, og Foroya Kennara- félagi. Drengirnir dvöldu á heimilum gagnfræðaskóla- nemenda meðan þeir dvóldu i Þórshöfn. Ég átti þess kost að vera að- stoðarmaður Aðalsteins í för þessari, en harma það alla tið, að ástæður mínar leyfðu mér ekki þann munað á þeim tíma. I minn stað fór Stefán Jónsson, kennari, er tekið hafði kennarapróf þá um vorið, síðar þjóðkunnur rithöf- undur. Arið eftir gafst þessum Fær- eyjaförum kostur á að endur- gjalda gestrisni Færeyinga. Þá kom Rikard Long hingað með deild úr gagnfræðaskólanum i Þórshöf n, sem dvöldu á heimilum drengjanna úr 8A og ferðuðust með þeim um Island. Má af þessu sjá, að hér hefir verið um veru- lega landkynningu að ræða. Að sjálfsögðu stjórnaði A.S. móttöku hópsins og naut aðstoðar margra góðra manna til þess, svo og til Færeyjafararinnar. Það var þvi engin furða, þótt við, vinir hans, nefndum hann oft sendiherra Færeyja hér á landi! Víst er, að oft var til hans leitað á þessum árum, þegar einhvern vantaði upplýsingar um þjóð og land i Færeyjum. Nú er, góðu heilli, orðið meira og betra samband milli þessara bræðraþjóða en þá var. En ég veit að margir Fær- eyingar minnast A.S. alltaf með virðingu og þökk fyrir góð kynni. Af því, sem hér er skráð, er auðsætt að Aðalsteinn Sigmunds- son var sérstæður á marga lund. Hann var gáfaður maður og vilja- sterkur, skaprikur og nokkuð ein- þykkur. Han var seintekinn og gat stundum virst þurrlegur i við- móti, en var hverjum manni skemmtilegri í vinahöpi. Og enginn sem heyrði hann tala við „gömlu frænku", Steinunni móðursytur sína, gat efast um að hann átti hlýtt hjarta. Við störfuðum saman 9 ár, við barnaskóla Eyrarbakka, 1920—1929, ásamt frú Jakobínu Jakobsdóttur. Við vorum ólík á ýmsa lund, en sveigðum til eftir ástæðum, svo að samkomulagið varð ágætt og ógleymanlegt. Ég tel þau hiklaust meðal bestu og kærustu vina minna, enda bæði trygg og vinföst. Auk þess störf- uðum við Aðalsteinn að félags- málum kennara hér í Rvík og að málefnum U.M.F.l. — Ég ræði það ekki nánar hér. En hiklaust segi ég, að hugsjónir ungmenna- félaganna voru Aðalsteini kærar, enda var hann einn hinn fremsti æskulýðsleiðtogi Islands á sinni tið. Þegar eftir lát Aðalsteins stofn- aði U.M.F.l. sjóð til minningar um hann, með 10 þús. krónum. Mark- mið sjóðsins skyldi vera „að styrkja til náms efnilega en fátæka unglinga er sýnt hafa þroska og hæfni til starfa innan U.M.F.I." Nú er sjóður þessi rúmar 200 þús. krónur, en höfuð- stóll bundinn að miklu leyti I Söfnunarsjóði Islands, svo sem venja var um slíka sjóði. Þó mætti veita nokkra tugi þúsunda úr sjóðnum í umræddu skyni, en nú er gildi peninga svo rýrt, að sú upphæð nær skammt sem náms- styrkur. Þess vegna samþykkti stjórn sjóðsins á fundi sinum í vor að hvetja ungmennafélaga og aðra, sem unna A.S. að styrkja nú minningarsjóðinn með gjöfum svo að hann næði sem fyrst hinum sígilda tilgangi sinum. Og enn eru hugsjónir ungmennafélaganna um ræktun lýðs og lands i fullu gildi, hvað sem breytingum nútimans liður. Formenn ung- mennafélaga um land allt og skrifstofa Ungmennafélags Islands á Klapparstig 16, hér í borg, taka á móti gjöfum i sjóðinn. Aðalsteinn var alla tið ókvænt- ur og barnlaus. En nemendur hans voru börnin hans. Hann var glöggskyggn á eðli þeirra, kom auga á góða hæfileika þeirra og studdi þá marga til frekara náms með ráðum og dáð, en engin nöfn nef ni ég hér. Við Aðalsteinn ræddum oft um það á samvinnuárum okkar, að heimsækja æskustöðvar okkar saman. Aðalsteinn kom með mér að Meiragarði i Dyrafirði sumarið 1942. Þá var tekin mynd af okkur og nokkrum frændsystkinum mínum, i trjálundi, sem vaxinn er á rústum bæjarins, sem ég fæddist í. Sú mynd fylgir hér með. Seint í apríl 1943 fylgdi ég jarðneskum leifum Aðalsteins að Nesi í Aðaldal og mælti þar nokkur kveðjuorð yfir kistu hans. — Það var þungbær stund. Mér var ljóst, að ég hafði kvatt trygg- an vin, en jafnframt kennara og æskulýðsleiðtoga, hvers nafn lifa mun um aldir á blöðum menningarsögu Islands. Ingimar H. Jóhannesson. Hestaþing Sleipnis og Smára verður haldið að Murneyri sunnudaginn 1 7. júlí og hefst greinum: kl. 14. Keppt verður í eftirtöldum 1. Gæðingakeppni A-flokkur 2. Gæðingakeppni B-flokkur. 3. 250 m skeið 4. 300 m stökk 5. 250 m unghrossahlaup 6. 800 m stökk 7. Unglingakeppni 8. íþróttakeppni Á móti skráningu er tekið af Aðalsteini Stein- þórssyni Hæli (sími um Ása) og í síma 99- 1801, frá kl. 4 — 6 til þriðjudagskvölds 12. júlí. Forkeppni í B-flokki gæðinga og íþrótta- keppni fer fram síðdegis á laugardag og í A-flokki gæðinga og unglingakeppni á sunnudag kl. 1 0 fyrir hádegi. Mótsnefnd. vörubifreióastjórar 429-07 verólækkun á ^&wuun hjólbörðum - ótrúlegt tilbod, sem enginn ætti að hafna - pantið strax Framhjólamynstur 1100 x 20/16 -56.300 1000 x 20/14 - 52.600 900 x 20/14 - 47. 700 825 x 20/12 -36.600 JOFUR hf. Afturhjólamynstur 1100 x 20/16 - 57.800 1000 x 20/14 - 54.500 900 x 20/14 -49.200 825 x 20/14 - 39.600 AUOBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMI 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.