Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 34
:m MOKGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR lO.JULl 1977 Brimkló RE á vertíð á ný — með Halla og Ladda sem háseta Góðn álioyiendui! tnncriim við ;'i foið mcð hljóðncmann og iið þcssu síddi koninn í kaup- siað i nágiciuii Roykjavíkur /\ tliiiini ci að hoilsa upp á skipvoi|ana á fimm manna fai- iiiu Bnnikló, soni hólt i síðustu sjófeiðina \ fyna , cins og þið munið Þess sjást öll mciki, er við nálgumst legtiLx'il Brimkló ai, að útgeiðin só á enda Hói á ti'ininu stondui myndailegui bátui, lioitn að vísu okki Brim- kló, on ckki f«j ég botui séð en að liontim hafi síðast veiið siglt í fyiiasuniiti, svo að þotta getur allt staði/t Við liöldum nú mn í bilskúnnii liéina við liliðma, ég (H) tæknimaðuiiini. og nú fara að boiast að cyuim okkai og liljóðiiemanum tætingslegíi tónai. gítaiglamui og bumbu- bank Þegai að ei gáð. teynist liéi vei.i stodd áliöfnin á Bnm- klónni, finim menn, alln á jöfn- uni lilut að sjálfsögðu og eng- iiiii dðiuni fiemii Þeii eiu að fitla við áliéyiondaveiðaifærin. oðiu oafni liljóðfaMin. og ræða um veiðitækiiiiia. öðiu nafni lagavahð Allt bendn því til þess að senn muni floyinu ýtt úi voi að nýjti og lóið á feng- sæl fiskmiið oðtu iiafm dans- lii'isni Og nú, lilustondur góð- ir, skulum við setjast að snakki með þeim skipverjum. Björgvin Halldórssyni, Sigurjóni Sig- hvatssyni, Hannesi Jódí Hann- essyni, Arnari Sigurbjörnssyni og Ragnari Sigurjónssyni. „Já, það er ætlunin að leika á dansleikjum i félagsheimilum víða um land um sex helgar," segja þeir Brimklóarmenn. ,,Það verður byrjað 22. og 23. júli á Flúðum og síðan verður haldið áfram, yfirleitt föstu- daga, laugardaga og sunnu- daga. fram til 28. ágúst Við liöfuni gefið þessum ferðum iiiifnið „Brimkló á faraldsfæti '77" og höfum fengið Halla og Ladda i lið með okkur." Já. hlustendur góðir, það á sem sé að fjölga um tvo í áhöfninni á þessari vertið En látuni oss hlýða á piltana enn um sttind: „Við erum að byrja að æfa núna, æfum á kvöldin, en ætl- um svo að æfa daglega frá morgni til kvölds siðustu vik- una áður en ferðin hefst Við ætlum að leika lögio af plötun- um og einhver önnur af lögun- um sem við lékum á sínum tima í Brimkló Einnig getur verið að við bætum við nokkr- ^mmmxs^ um nýjum lögum sem Brimkló hefur ekki leikið áður. Við þurf- um að læra lögin á plötunum upp á nýt» og æfa samspilið og ná samstillmgunni upp á nýtt. Það eru tvö ár liðin siðan við lékum siðast saman á balli, en höfum síðan gert tvær plötur. Já, það má segja að við höfum haft slökkt á sviðsljósinu í tvö ár!" Já, tvö ár eru langur tími, áheyrendur góðir Hljóm- sveitin Brimkló starfaði í þrjú ár, eins og mörg ykkar muna, frá hausti 1972 til hausts 1975. En hvernig væri að spyrja piltana að þvi, fyrir hvað hljómsveitin Brimkló hafi verið athyglisverðust eða hver sér- staða hennar hafi verið? „Brimkló var rokk og country-hljómsveit. Það spilaði engin önnur hljómsveit country-tónlist á þeím árum og hefur raunar engin hljómsveit náð að spila hana betur en við, þótt við segjum sjálfir frá," segja þeir Brimklóarmenn, kok- hraustir eins og sjóara er siður. ,,Við höfum breytt plötumark- aðnum hérna, nú spila flestir country-rokk Við hittum fyrstir á fjöldann með þessari tónlist, en við viljum samt ekki axla ábyrgðina af öllu því sem á eftir hefur fylgt. Við erum nýbúnir að gefa út nýja plötu og við ákváðum að skilja ekki alveg við þessa línu á þeirri plötu. Fólkið vill þessa tónlist, þetta eru melódísk lög og við höfum alltaf verið hrifnir af þessari tónlist. En nýja platan er bara miklu betri en sú fyrri, hún er stór framför á öllum sviðum. B.J.Cole, sá frægi brezki tón- listarmaður sem aðstoðaði okk- ur við hljóðfæraleikinn, sagði: „Ef menn geta náð að spila country-tónlist vel, þá verða þeir ekki í nokkrum vandræð- um með annað." Einfaldleikinn er stundum svo flókinn. En Brimkló er Brimkló og við ætl- um ekki í Norræna húsið til tónleikahalds á þriðjudagseftir- miðdegi. Þetta er sú tónlist sem við hlustum mikið á og við erum undir miklum áhrifum frá þessari linu. En country- tónlistin er svo greinótt tré — sjáið Eagles og sjáið lcelandic cowboy. . . Já, víst er það rétt, að fjöl- breytnin er mikil. En hvað skyldi taka við hjá Brimkló að lokinni þessari landsreisu? Leik- ur ykkur ekki forvitni á að vita það, hlustendur góðir?: „Spyrjum að leikslokum," segja þeir í Brimkló. „Okkur langar til að fara eina ferð, við erum að hittast á ný. Það er gaman að fara til fólksins, fara burt úr Reykjavík. Það er líka svo gaman að spila fyrir áheyr- endur, svo ólíkt stúdíóvinn- unni. Það er meira stuð og meiri kraftur og þarf meiri sam- heldni til að spila vel og ná til áheyrenda. . . Gætu þeir kannski hugsað sér að gerast atvinnuhljómsveit á ný? „Það er heilmikið þrekvirki að halda út veturinn núna. Þetta er svo mikið fyrirtæki. Það er samdráttur í greininni, diskótekum fjölgar, gagn- fræðaskóladansleikir hafa viða verið bannaðir, danshúsum fækkar og hljómsveitirnar eru stærri og þyngri í vöfum en ciður. Að reka hljómsveit er eins og að reka meðaltogara! Við sjáum hérna hljóðfæri Eikarinnar, sem lánaði okkur afnot af skúrnum. Þetta eru fleiri tonn, nóg í heilan bílskúr . . . Það er erfitt að lifa í þessum bransa, ekki nóg að gera og samt verða menn að spila til að halda sér í þjálfun En kannski hefur eitthvað fleira breyzt en bara fjöldi dans- leikja, kannski hafa áheyrendur breyzt?: „Þessi sérstaka tilfinning að hlusta á tónlist hljómsveitanna virðist horfin hjá fjöldanum, nú er þetta bara orðinn bakgrunn- ur sem menn hlusta ekki á, rétt eins og útvarpið. Það vantar líka gróskuna í þetta, það hefur engin endurnýjun orðið í 12—15 ár. Þessi tónlist til- heyrir okkar kynslóð og það hefur ekkert nýtt komið fram hjá þeim sem yngri eru, nema ræflarokkið, sem er afturkreist ingur, siðasta hálmstráið, alger endalok, þar sem reynt er að ganga fram af mönnum . . . Og þó, gleymum ekki síða hár- inu, þegar allt fór í háaloft í fjölskyldum okkar. Nú erum við fjölskyldufeður, eigum börn og erum kannski farnir að hugsa öðruvisi en þeir yngri ..." En, nú, hlustendur góðir, er tími okkar alveg á þrotum og við höfum aðeins möguleika á að skjóta inn einni spurningu enn og biðjum hvern skipverja á Blimklónni að svara fyrir sig: Hvaða tímabil á löngum starfs- ferli þeirra í poppinu er þeim minnisstæðastur? Arnar: „Brimkló." Sigurjón: „Það bezta var sumarið '71 meðÆvintýri. Ein- vern veginn er það nú svo, að nútiminn er aldrei merkilegur." Björgvin: „Ég segi það sama og Sigurjón, Ævintýri '71. Það varð slík stökkbreyting, hárið síkkaði, menn urðu reiðir, vondir og háværir rokkarar." Ragnar: „Ég gæti nefnt sum- arið '72 með Mánum og sum- arið '67 með Dumbó og Steina — það var heitt sumar. Þá gátum við fengið 1 0 atvinnutil- boðá kvöldi." Sigurjón: „Af hverju nefn- irðu ekki líka árið '63 í Bíóhöll- inni á Akranesi með Kalla Sig- hvats? Af nógu er að taka!" Hannes Jón: „Ég segi Brim- kló og svo var líka gaman í Næturgölum i gamla daga, '68—'69, en á annan hátt." Arnar: „Skemmtilegasta kvöldið var gamlárskvöldið i Laugardalshöllinni með Brim- kló . . ." Sigurjón: „Hápunkturinn var þegar Ævintýri lék í Saltvík.i mígandi rigningu um hvíta- sunnuna . . ." Nú, hlustendur góðir, neyddumst við til að slökkva á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.