Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULÍ 1977 Jarðarför fósturbróður míns. THEODÓRSA.GUÐMUNDSSONAR frá Geirakoti, Fróðárhreppi sem lézt 3 júlí fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 11 júli kl 10 30 Lýður Jónsson. Faðir minn, KJARTAN SVEINSSON. skjalavörSur Ásvallagótu 69, Reykjavík. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni kl 1 5.00, þriðjúdaginn 1 2 júli. Sveinn Kjartansson. Maðurinn minn. + SIGURÐUR GUÐMUNDSSON. fyrrverandi innheimtumaður. Hringbraut 101, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13 júlí kl 1:30. Guðrún Magnúsdóttir. + Útför eiginmanns míns og föður okkar, LÚÐVÍKS GUÐMUNDSSONAR, Arnarhrauni 26, HafnarfirSi. fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 1 2 þ m. kl 2 e h Bára Marsveinsdóttir og börn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför sonar okkar, bróður og dóttursonar, SVEINBJARNAR EINARSSONAR Ystaskála. Vigdís Pálsdóttir, Einar Sveinbjarnarson, Páll Vilhjálmur Einarsson, Sigríður Anna Einarsdóttir, Guðlaugur Sigurður Einarsson, Sigurjón Eyþór Einarsson, Þorbjörg og Páll H. Wium. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar. HRAFNKELS GUOGEIRSSONAR ViSigrund 21, Kópavogi. Agnes Jóhannsdóttir og dætur. + Þökkum inntlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður, STEINGRÍMS MAGNÚSSONAR BólstaðarhliS 26. Ingunn Sveinsdóttir, Sigurborg Steingrímsdóttir, Júlfana Svana Steingrímsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför DANIELS ELLERTS PÉTURSSONAR frá Hlíð i Álftafirði Sérstakar þakkir faerum við vinum og starfsfólki Hrafnistu. Unnur Danielsdóttir, Kolbrún Danielsdóttir, Óskar Líndal, Gunnlaugur Danielsson, Edda Axelsdóttir, Friðgerður Danielsdóttir. Finnbogi Finnbogason, Órn Danielsson, Margrát Ingimarsdóttir, Helga Danielsdóttir, Mortan Hólm, Pétur Danielsson, Guðrún Pálsdóttir, Málfriður Danielsdóttir, Magnús Jónsson, Vigdis Danielsdóttir, Björn St. Ólsen, Einar Danielsson, Karitas Halldórsdóttir og barnabörn. Minning vinar: Aðalsteinn Sig- mundsson kennari F. lO.júIf 1897 ' D. 16. mars 1943 Það bar til hér um daginn á norrænu fulltrúaþingi, að fær- eyski fulltrúinn — sem er yfir- læknir á sjúkrahúsi í Þórshöfn — var spurður hvort hann myndi eftir Aðalsteini Sigmundssyni, kennara. Já, hann hélt nú það. Allir Færeyingar, miðaldra og eldri, myndu þann mann. Þegar ég sting nú niður penna til þess að minnast vinar mins, Aðalsteins Sigmundssonar, spyr ég sjálfan mig, hve margir Is- lendingar á nefndum aldri skyldu nú muna hann. Ég læt því ósvar- að, en hitt veit ég, að menn eru fljótir að gleymast, þegar þeir hverfa úr lífsbaráttunni. En minningin lifir meðal góðvina og málefnin, sem þeir helguðu líf sitt og starf, hugsjónirnar, lifa alltaf — þær eru eilífrar ættar. Mér er engin launung á því, að Aðalsteinn var kær vinur minn og samherji um aldarfjórðungsskeið og jafnframt heimilisvinur, sem börnum mínum þótti mjög vænt um og gleyma aldrei. Og enn eru á lífi piargir vinir hans og samherj- ar, sem minnast hans í dag á áttræðisafmælinu, enda þótt nú séu liðnir röskir þrír áratugir frá láti hans. Við munum einnig minnast helstu hugðarefna hans áhugamála. 1 þeim tilgangi er grein þessi skrifuð. Ég ætla ekki að skrifa ævisögu Aðalsteins hér, að öðru leyti en því að minna á nokkur atriði. Hann var þingeyskur bónda- sonur, hálfbróðir skáldbóndans þjóðkunna, Steingríms Baldvins- sonar í Nesi, sem nú er látinn. Enn eru á lífi tvö systkini Aðal- steins, Arnór, fv. bóndi i Arbót, og Jóhanna, fv. húsfreyja I Ytri- Skál, merkismenn bæði tvö. Aðal- steinn var bæði lærður prentari og kennari, tók kennarapróf 1919 og siðan varð barnakennslan aðal- ævistarf hans. Fyrst var hann skólastjóri barnaskólans á Eyrar- bakka I 10 ár en síðan kennari Austurbæjarbarnaskólans I Reykjavík 1931—1942, en svo var hann skipaður námsstjóri Vest- fjarða. Og hann var á ferðalagi I embættiserindum þegar hann fórst af slysförum vorið 1943. Þá var hann einnig formaður Sam- bands ísl. barnakennara og hafði verið I stjórn þess tæpan áratug. Hann var einnig starfsmaður U.M.F.I. 1929—’31 og sambands- stjóri röskan áratug. Ritstjóri Skinfaxa var hann 1930 — ’40 og skógarvörður i Þrastarskógi mörg ár. Hann var mikill félagshyggju- maður, stofnaði og stjórnaði skátafélagi á Eyrarbakka og ritaði Skátabókina að miklu leyti, stofn- aði Umf. Eyrarbakka og var mörg ár I stjórn þess. Hann var og góður stuðningsmaður góðtempl- arareglunnar, en fyrst og fremst var hann áhugasamur ungmenna- félagi frá barnæsku og unni hug- sjónum þess félagsskapar öðru fremur. Hann var fulltrúi U.M.F.I. I milliþinganefnd þeirri er samdi íþróttalögin 1938—1940 og svo fulltrúi þeirra I iþrótta- nefnd ríkisins frá 1940 til dauða- dags. Sjá má af þessu yfirliti, að Aðal- steinn hefir komið víða við sögu góðra málefna og orðið nokkuð ágengt. Ónefnt er þó enn, að hann var mikill unnandi góðra bók- mennta, hagyrðingur góður og prýðilega ritfær, enda fékkst hann rnikið við ritstörf alla ævi slna. Hérna í bókaskáp minum eru a.m.k. rúmlega 20 bindi bóka, sem nafn Aðalsteins er tengt við. Margar eru þýddar, nokkrar frumsamdar, sumar hefir hann gefið út, einn eða með öðrum. Ritstjóri Skinfaxa var hann, sem fyrr er nefnt og einnig barnatíma- ritsins Sunnu, er þeir Gunnar M. Magnúss gáfu út. Auk þess ritaði Aðalsteinn fjölda greina í blöð og tímarit, innlend og erlend. Hér verður ekki meira skráð um þetta en um ævi og störf A.S. er mikið skrifað I 1. h. Skinfaxa 1943 svo og I Kennaratali og dag- blöðum frá 1943. Sumir segja, ef til vill, að það sem A. S. og aðrir skrifuðu fyrir 3—4 áratugum og ætluðu æskulýð til lesturs, sé nú úrelt. En það eru ekki nema nokkrir dagar síðan ég talaði við einn skátaforingja, sem alltaf sagðist nota drengjasögur A.S. með góðum árangri. — Margar þeirra eru sígildar. Ég geri ráð fyrir að barnakenn- arar nútimans, sem vilja gera kennslu sína skemmtilega og frjálslega, samkvæmt anda hinna nýju grunnskólalaga, geti haft nokkurt gagn af leiðbeiningum I vinnubókagerð eftir A.S. og Guðm. Guðjónsson, ásamt ýmsu sem á þeim tima var skrifað um frjáls vinnubrögð I skólum. Aðal- steinn var frumkvöðull á landi hér i slíkum vinnubrögðum á fjórða áratugi þessarar aldar. Hann fór víða um land og leið- beindi i þeim fræðum og einnig fór hann tvivegis til Færeyja í sömu erindum. Fjöldi kennara tók þessari nýbreytni fegins hendi. Ég hygg að skólasýning S.I.B. 1939 beri þessu glögg vitni og geta menn lesið um hana í blöðum þess tíma. En svo komu ófriðarárin og settu allt úr skorð- um. Þó reyndum við margir kennarar að klóra i bakkann og mér skilst að hugsjónin um frjáls vinnubrögð I skólum hafi aldrei orðið aldauða á landi hér. Nú i virðist hún aftur fá byr undir Framhald á bls. 31 Klassískar hljómplötur Úrvalsverd Eine kleine nachtmusik Preludiur Brandenburgarkonsertar 1 —3 Brandenburgarkonsertar 4—6 Overtures L’arliennes suites Sinf. no. 9 Nýi heimurinn Romeo og Júlia Sinfonía n. 1 Sinfonía no. 9 Sinfonia no. 5 Sinfonía no. 6 Valsar Also spragh Sarathustra Sinfonía no. 2 Coppelia, Sylvia Myndir á sýningu Tannhauser o.fl. Sinfonía no. 5 Piano quintet (Trout) Sinf. no. 36 og 39 Fiðlukonsert Sinf. no. 40 Sinf. no 4 & 5 Sinf. no 9 (great) Á aðeins 1.100,- 1.100,- Sendum í póstkröfu heimilistœki sf Hljómplötudeild Hafnarstrœti 3-20455 Sœtúni 8-15655 Mozart Chopin Bach Bach Bethoven Bizet Dvorak Tchaikovsky Brahms ^ethoven Bethoven Tchaikovpky Johann Strauss Richard Strauss Sibelius Delibes Moussorsky Wagner Shostakowich Shubert Mozart Brahms Brahms Mendelsohn Shubert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.