Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1977 39 Minning—Steinunn Salóme Sigurðar- dóttir Bolungarvík F. 21. ág. 1891. Ð.2. júlí 1977. Salóme Sigurðardóttir frá Bol- ungarvik andaðist á Elliheimilinu Grundþ. 2. júlís.l. Það sætir ekki miklum tíðind- um, er hálfniræð útskagakona kveður þennan heim, þótt unnið hafi langan vinnudag, starfað meðan stætt var og sjaldan fallið verk úr hendi, þótt ekki sjái þess mikil ytri merki. öll störf unnin af trúmennsku og alúð og engu minni nauðsynjastörf hefur hún af hendi leyst en þeir, sem meira hefur farið fyrir í þjóðlifinu. Störf unnin í þágu mannlegs sam- félags eru í sjálfu sér mikilvæg og ómissandi, þótt þykja kunni létt- væg og eigi mikilsháttar. Sú manneskja, sem þannig hefur staðið í stykkinu, getur með góðri samvizku sagt skilið við þennan heim. Salóme er ein þeirra fjöl- mörgu, er starfað hafa hljóðalaust meðan dagur var á lofti. Utför hennar verður gerð á morgun, 11. júli. Steinunn Salóme Sigurðardótt- ir fæddist í Engidal i Skutulsfirði 21. ág. 1891, einkabarn hjónanna Sigurðar Halldórssonar og Sigríð- ar Jóhannesdóttur. Salóme og hinn kunni formaður Magnús Kristjánsson í Bolungarvík, Mangi Kitti, voru bræðrabörn. Bernskuminningar sinar á hún frá Bökkunum i Arnardal. For- eldrar hennar voru þar í hús- mennsku. Þar á Bökkunum voru þó nokkur umsvif I þá daga og þaðan var róið til fiskjar I tíð áraskipanna. Faðir hennar lést 1904. Fylgjast þær mæðgur að lengst af eftir það. Ung að árum er hún lánuð hing- að og þangað til snúninga og barnagæzlu. M.a. réðst hún í vist hjá Jóhannesi Jenssyni, skó- smiðameistara á Isafirði, og mun þá hafa litið til með Brynjólfi syni hans. Sá hinn sami Brynjólfur varð siðar hinn dáði leikari. Viðar lágu sporin, þótt ekki verði það rakið hér. Ekki er mér kunnugt um, að hún hafi átt þess kost að stunda annan skólalærdóm en þann, er hægt var að veita henni í foreldrahúsum, að draga til stafs og lesa. Kverið sitt mun hún haf a lært svikalaust og kunnað upp á tiu fingur við ferminguna hjá séra Þorvaldi Jónssyni á Isafirði. Á unglingsárum vann hún um hríð á Eyri í Skötufirði. Þar hafði athafnamaðurinn Einar Þor- steinsson talsvert umleikis í bú- skap og útgerð. Minntist hún jafn- an með ánægju dvalar sinnar þar. Siðan lá leiðin til Bolungarvíkur þar sem hún lifði og starfaði óslit- ið frá 1908 i nærfellt 60 ár. Var hún fanggæzla þar á Mölunum fyrstu árin og i fiskivinnu á sumr- um. Haustið 1906 kemst á talsíma- samband við útlönd og á næstu árum er unnið að simalagningu um landið. Við símalagninguna vestra hefur unnið maður af Suð- urnesjum, ættaður frá Ketu á Skaga. Hann hefur ílenzt i Bol- ungarvik og orðinn þar formaður. Hann litur fanggæzluna ungu hýru auga og er ekki að sökum að spyrja. Með þeim takast ástir og ganga þau í hjónaband 12. des. 1914. Ekki urðu samvistir þeirra langar. Gisli Arnason lést á sóttar- sæng 1923. Eftir stóð Salóme og einkabarn þeirra Kristín, 8 ára. Kristin lést fyrir aldur fram 1972 og varð harmdauði öllum, er hana þekktu. Þá er og á heimili þeirra móðir hennar, aldurhnigin nokk- uð og lézt hún i skjóli dóttur sinn- ar allmörgum árum síðar. Salóme var nátengd æskuheimili minu i nærfellt hálfa öld. Mun hún fyrst hafa hlaupið þar undir bagga 1920, er mamma lá á sæng. Upp frá því reyndist hún hin mesta hjálparhella og vinnur þvi heimili af fágætri trúmennsku og dyggð allar stundir. Hin fyrstu ár var hfiiiiai leilað, þegai mikið lá við s.s. i sláturtiðinni á haustin, en i u.þ.b. 30 ár mun hún hafa starfað þar óslitið, meðan það heimili stóð og fór aldrei vistferlum. Mun slíkt geta talizt til nokkurra tíð- inda. Margs er að minnast er Sölu ber á góma og raunar er hún og starf hennar óaðskiljanlegur hluti lífs mins. Ég man, þegar ég fékk á mig lúsina um árið. Mamma var ekki heima. Sölu varð ekki ráðaf átt. Hún kembdi úr mér varginn, þvoði mér upp úr græn- sápu og rennbleytti svo hárið i steinolíu. Batt hún mér síðan vefjarhött af handklæði og svaf ég af um nóttina með þeim um- búnaði. Ráðið dugði. Hún var ein- lægt á þönum og féll sjaldan verk úr hendi, enda létt á fæti og grannholda alla tið. Margan sokk- inn og vettlinginn hefur hún prjónað. Ég á enn háleista, sem hún gaukaði að mér endur fyrir löngu. Ekki veit ég til, að hún hafi unnið kvikindi mein, en var ávallt fús að rétta fram hjálparhönd. Hún var svo sem ekki alltaf blíð á manninn hún Salóme. Lét hún okkur stundum hafa það óþvegið, er við óðum á forugum skóm um nýskúruð gólf, enda áttum við það skilið. Hin síðustu ár hefur heil.su hennar smáhnignað að sama skapi og aldurinn hefur færzt yfir og leið hún útaf eins og ljós, þeg- ar komið var að f erðalokum. Heiður og þökk sé tengdasyni hennar, Ólafi Magnússyni frá Isa- firði. Hann hefur alla tíð reynzt henni seni hinn bezti og einlæg- asti sonur, ekki sizt hin seinni ár. Ég þakka henni samfylgdina, trygglyndið og allt, sem hún hef- ur unnið mér og mínum. Dóttursyni, Magnúsi Helga, konu hans og börnum svo og tengdasyni og öðru skylduliði sendi ég samúðarkveðjur. Hvil i friði. Eiríkur Bjarnason. er þó jafnan mikill styrkur að þvi að eignast þegna sem rækja störf sín af alúð og skyldurækni. Stein- unn Salóme Sigurðárdóttir lauk jarðvist sinni um hádegisbilið 2. júli s.l. nálega 86 ára að aldri. Sala, eins og okkur var tamt að kalla hana, vann á heimili for- eldra minna og okkar bræðra af mikilli trúmennsku í næstum hálfaöld. Hún mun fyrst hafa komið til starfa á heimilið árið 1920, og var meira og minna tengd störfum þar og í tengslum við atvinnu- reksturinn innan- og utanhúss allt til ársins 1967. Svo löng og náin samskipti segja sina sögu. Já, hún var trú og trygg, og jafnan reiðubúin til starfa, enda kvik í hreyfingum og létt á fæti. Hún var fróðleiksfús. Las mikið í bókum og blöðum og venjulega siprjónandi á meðan. Dul var hún en góðviljuð. Hispurslaus hrein- skilni hennar gat á stundum villt á henni heimildir. Aðdáunarvert var æðruleysi hennar, þegar einkadóttirin Kristín Halldóra féll frá fyrir 5 árum, langt fyrir aldur fram. öllum nánustu og öðrum, er nærri stóðu, mikill harmdauði. Þar mun trúarvissan hafa orðið Salóme að góðu liði. Hún var einlæg trúkona og trú- rækin. Las guðsorð á rverjum degi sér til halds og trausts. Hún gerði sér líka ljósa grein fyrir þýðingu trúarinnar, og skyldi nauðsynlegt hlutverk kirkjunnar í þvi efni. Hún var tíður gestur i Hólskirkju og ræktarleg kirkjunni. Það sýndi hún í verki, þegar hún fyrir nokkrum árum gaf kirkjunni bikara til altarisþjón- ustu. Vegmóð kona hefur kvatt þennan heim. Hún kveið aldrei þeim umskiptum. Líf hennar og' starf í þágu æskuheimilis okkar bræðra gleymist ekki. Nú að leiðarlokum eru heilar þakkir fluttar fyrir allt það, sem með henni gafst, og einlægar bænir okkar fylgja henni á æðra tilveru- stig. Benedikt Bjarnason ' AKil.YSINIÍASIMlNN Klí: <£3§S5, OO/IQA >—Y^ ZZ4ou __/ jW»rf)unblní>ií> „KVEÐJUORÐ I AÐ VESTAN" „Um hérað.sbrest ei getur þðtt hrökkvi sprek f tvennt." Þannig kemst Guðmundur Friðjónsson skáld á Sandi að orði í kvæði sinu, Ekkjan við ána. Það veldur ekki straumhvörf- um í lifi þjóðar þó að gömul göngulúin kona leggi frá sér stafinn að loknu löngu dagsverki. En þaó getur hins vegar vakið upp tilfinningar og ljúfar minningar ákveðinna einstakl- inga, sem náinnar samfylgdar nutu. Litlu þjóðfélagi eins og Islandi Námskeið ífrjálsum íþróttum Hefst mánudaginn 1 1. júlí á Melavellinum. 12áraogeldrikl. 16.00 16 áraogeldri kl. 17.00 Námskeiðið stendur næstu þrjár vikur, á sama stað og tíma, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Þátttökugjald kr. 1 500- Þjálfari: STEFÁN HALLGRÍMSSON. Frjálsiþróttadeild K.R. SENUÞJOFUR cylinda-line DESIGN: PROFESSOR ARNE JACOBSEN Cylinda-line stálborðbúnaðurinn hannaður af próf. Arne Jacobsen hefur hreinlega stolið senunni í beztu húsbúnaðarverzlunum víða um heim. Enda hlotið fjölda verðlauna fyrir frábæra hönnun og góða eiginleika. Cylinda-line þarfnast engrar sérstakrar meðhöndlunar, aðeins venjulegan uppþvott. Cylinda-line sómir sér allsstaðar. Einstakir hlutir sem tekið er eftir. Komið og skoðið Cylinda-line hjá. . . w HUSGflGflflVERSLUn KRI/TJÁn/ /IGGEIRf/OnAR HR LAUGAVEG113. REYKJAVÍK. SÍMI 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.