Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULl 1977 41 ^rðaverslun í Grímsbæ** Ovenjuleg sumárvinna + Það er óvenjuleg sumar- vinna sem danska stúlkan Susanne Pedersen hefur. Susanne er 16 ára og þetta er áttunda sumarið sem hún er steinaldarstúlka á Hjerl Hede, milli Holsterbro og Skive á Jót- landi. Hún malar korn, bakar brauð og siglir á holum trjábol á vatninu, allt sem likast þvf er gert var fyrir fimm þúsund ár- um. Sumir halda e.t.v. að þetta sé eins og að leika sér og liggja sólbaði allt sumarfrhð í bikini úr skinni. En það er misskiln- ingur, það þarf hestaheilsu til að vera steinaldarstúlka. Vin- kona Susanne, sem búið hef ur í steinaldarbænum á sumrin frá því hún var smábarn, er ekki með i sumar. Hún þoldi ekki steinaldarlífið og varð veik og vinnur nú í veitingastofu í sum- ar. Ca 200.000 f erðamenn heim- sóttu steinaldarbæinn í júlí- mánuði síðastliðið sumar. Fólk- ið I steinaldarbænum reynir að likja sem mest eftir því, sem vitað er um lifnaðarhætti fólks- ins á þessum tima, fyrir um það bil fimm þúsund árum, og hann hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Þeir spyrja margra spurninga og sumar þeirra eru mjög heimskulegar, segir Sus- anne. Sumir spyrja hvernig hægt sé að baka án þess að hafa sykur, sem ekki þekktist á þess- um tíma. En það voru til býflugur, blóm og hunang sem er mjög gott í bakstur. Eða hvernig hægt sé að láta brauðin lyfta sér án þess að haf a ger. En steinaldarstúlkan notar hrein- Hér situr Susanne f dyrunum á kofanum, sem hún býr f og veitir ótrúlega gott skjól fyrir regni og vindi. dýralauf, sem vex á heiðinni. Susanne segir að sumir foreldr- ar, sem þarna koma með börn sin, telji þeim trú um að fólkið þarna sé fimm þúsund ára gam- alt. Börnin eru dauðhrædd við það og þora ekki :ð koma nálægt því eða yrða á það. „E.t.v. halda þau að við getum ekki talað. Mér finnst að for- eldrarnir ættu að segja börnum sinum að við séum bara að leika. Susanne fær 16 þúsund krónur í laun fyrir þessar fjór- ar vikur sem hún er I stein- aldarbænum á Hjerl Hede. Þrjá og hálfan tima á dag hefur hún viss verk að vinna. Þess á milli leikur hún sér með félögum sín- um í steinaldarbænum, þau sigla á vatninu á holum trjábol- um og gera sér ýmislegt fleira til skemmtunar. A kvöldin kveikja þau gjarnan varðeld. Susanne finnst þetta miklu fremur leikur en starf og hún vidli ekki skifta við vinkonur sínar sem vinna í verzlunum eða veitingahúsum í sumarfri- inu. I f ótspor feðra sinna og mæðra + Það gerist æ algengara að börn þekktra leikara feti f fótspor feðra sinna og mæðra. Þessi tvö eru Patrick Wayne sonur John Wayne og Taryn dðttir Tyrone heitins Power. Þau leika saman f nýrri mynd sem heitir „Sinbad og auga týgrisdýrsins". Myndin á að gerast á steinaldartfmanum og þykir heldur óhugnan- leg. Nýkomið Mikið úrval af áteiknuðum puntuhand- klæðum, einnig mikið úrval af hannyrða- vörum. Opið frá 9—6, Reynið viðskiptin. Sími 86922. Meðeigandi óskast Fjársterkur meðeigandi óskast að stóru bakaríi í fullum rekstri á góðum stað í borginni. /Eskilegt, að hann sé bakari að menntun. Til greina kemur að stofna hlutafélag um reksturinn. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Tækifæri — 4721" fyrir 1 5. júlí n.k. Stór húseign við Laugaveg á hornlóð og eignarlóð til sölu. Gott verzlunarrými á gótuhæð. 3 íbúðir Sveinn Snorrason hrl. Laufásvegi 12 Njög ódýrar rafsuðuvélar 1. Margar stæðir. 2. Mjög kraftmiklar. 3. Verðfrá 27.000- BALDURSSON H/F. Klapparstíg 37, sími 26516

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.