Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGyR 16. JULl 1977 Vfða er fagurt við Rfn. Standa kastalar þar víða f hlíðum dalsins og jafnvel á eyjum í ánni. Mikil barátta hefir staðið fyrir að halda fljótinu hreinu og ómenguðu. — Samskipti íslands Framhald af bls. 19 um 1930 lá meginstraumur íslenzkra námsmanna ekki lengur til Danmerkur, heldur til Þýzkalands og sem dæmi um fjölda íslendinga i Þýzka- landi á þessum árum má nefna það, að á fyrstu árum fjórða áratugsins voru 25 is- lenzkir námsmenn í Kiel. Nú munu íslenzkir námsmenn í Þýzkalandi vera 95 og leggja þeir stund á margvísleg fræði. — Það fyrsta sem ég keypti voru bomsur Framhald af bls. 18 íslenzka vini, en auk þess hef ég alltaf haft mikið samband við Þjóðverja hér, sérstaklega í gegnum Germaníu. Ég er þó ennþá þýzkur rikisborgari, en ég vildi ekki skipta, vegna þess að þá hefði ég þurft að skipta um nafn. — Það er býsna margt sem er ólíkt hér og í Þýzkalandi, það er tii dæmis gjörólíkt hvað börn eru frjálsari hér en þar. Annars er það náttúrulega einkum landslagið sem er öðruvísi hér. En ég sakna alls ekki skóga eða meiri gróðurs. Ég kann vel við víðsýnið. — Ég hef ferðazt þó nokkuð um landið og kann ákaflega vel við mig hér. Það eina sem ég sakna frá Þýzkalandi eru ætt- ingjarog kannski svolitið bjór- inn, en við skulum ekkert vera að ergja okkur á að ræða um hann. — Það kemur fyrir stöku sinnum að manni leiðist hér, en það er örsjaldan og ég veit ekki betur, en íslendingum leiðist stundum svo mikið hérna að þeir fara í löngum bunum til útlanda á hverju*ári. — Ég er sennilega orðinn svo mikill íslendingur að ég get hvergi hugsað mér að búa ann- ars staðar og mér hefur aldrei dottið i hug að flytjast til Þýzkalands aftur. Ég á heima hér. — Samskiptin eðlileg ... Framhald af bls. 17 að vera einstefnuakstur, heldur verður jafnt að kynna fslenzka menningu f Þýzkalandi sem þýzka á Islandi. Gg er mjög ánægður með að nokkur hreyf- ing er á þeim málum. Á sl. ári fór t.d. fslenzkt hljómlistarfólk til Þýzkalands, og ég vona að fslenzka sinfónfuhljómsveitin geti sótt Þýzkaland heim á næsta ári. A móti kom hljóm- sveitin f Munchen hingað í fyrra, undir stjórn Munschingers og 1975 kom Anne Lise Rothenberger hing- að á listahátfð. Ég vona að slfk skipti haldi áfram, þvf ég held að bezta kynningin sé að al- menningur f einu landi geti haft persónuleg kynni af list- um og menningu annars lands. Við reyndum þvf að bjóða öðru hverju eitthvað af þýzkri list á Islandi. En það er alltaf f jár- hagsvandi, þar sem leiðir eru langar á milli, og helzt tæki- færi þegar listafólk er á ferð milli Evrópu og Amerfku, og getur komið hér við.“ — Helmuth Smith, kanzlari Þýzkalands kemur vestan um haf til lslands. Er f Kanada, þegar þetta viðtal er tekið, og fer sfðan til Washington áður en hann kemur tii Islands. Þar sem þetta er fyrsta heimsókn þýzks kanzlara f Hvfta húsið eftir að Carter varð forseti, þá er f för með honum stórt fyfgdarlið, alls 91 maður, að þvf er sendiherrann sagði. 1 hinni opinberu heimsókn eru þó ekki nema 10 manns að meðtöldum kanzlarunum og konu hans, og sér fslenzka rfkisst jórnin um gesti sfna. En það kemur f hlut þýzka sendiráðsins að sjá um dvöl hinna, sem komið hefur verið fyrir á Hótel Sögu og Loftleiðahótelinu. Fjórtán manna áhöfn er á Boeing 707 þotu kanzlarans og f för með honum eru 30 blaðamenn frá helztu dagblöðum, vikublöðum og tveimur sjónvarpsstöðvum f Þýzkalandi. I lok viðtalsins sagði Raimond Hergt sendiherra að hann væri mjög ánægður á Is- landi. Þau hjónin hefðu ferðast nokkuð um landið. Þau væru hér alltaf yfir hið bjarta sumar og færu ekki f frf fyrr en komið væri haust. Þetta yrði fjórða sumarið þeirra hér á landi. — Vona bara að veðrið batni, bætti sendiherrann við. — Þótti allt hér smátt í sniðum Framhald af bls. 18 og ég myndi því ekki eiga jafn erfitt með að laga mig að breyttum aðstæðum þar og í Mexíkó. — Ég hafði alla tíð verið í Berlin og þar höfðu verið óróa- tímar árin á undan, svo það voru mikil viðbrigði aó koma hingað til lands. Mér þótti allt hér afskaplega lítið og smátt i sniðum litið af trjám og mikið af grjóti. Mest af fjöllum og sjó. En sjó þekkti ég mjög takmark- að, áður en ég kom hingað. — Fólkið hér tók mjög vel á móti mér og allir voru mjög vingjarnlegir og ég hef aldrei efazt um að ég valdi rétt þegar ég valdi að fara fremur til ls- lands en til Mexíkó. Ég kynntist brátt konu mínni, enda unnum við saman í gleraugnaverzlun- inni Fókus. Ég var ráðinn til 3 ára og að þeim tíma liðnum ákváðum við hjónin að opna eigin verzlun, en ég hafði þá ekki verzlunarleyfi svo konan var skrifuð fyrir henni. — A stríðsárunum var ég fluttur til Englands eins og aðr- ir Þjóðverjar og fékk ekki leyfi til að koma aftur til Islands fyrr en 1948. Það voru erfið ár. — Ég hef oft farið bæði til Austur- og Vestur Þýzkalands og ég á ættingja á báðum stöð- um, en aldrei hefur mig langað til að flytja til Þýzkalands. Mér finnst náttúrulega gaman að koma þangað annað slagið og heilsa upp á ættingja og vini, en samt er ég alltaf fegnastur þegar ég kem aftur hingað, heim. — Þegar ég ákvað að gerast íslenzkur ríkisborgari voru þau lög í gildi að útlendingar skyldu breyta nöfnum sfnum, eða taka upp allt önnur íslenzk nöfn. Ég tók þetta ekkert nærri mér og faðir minn hét Jósef, svo ég kallaði mig bara Herbert Jósefsson. — Ég hef ferðazt mikið um landið bæði starfs míns vegna og mér til skemmtunar og ég þekki íslendinga mjög vel, held ég. Hins vegar hef ég aldrei haft mikil samskipti við Þjóð- verja hér en ég hef þó verið í Germaníu frá byrjun. — Vildi kynnast Þýzkalandi... Framhald af bls. 18 tengslin milli gesta og gest- gjafa. — Það var einn sérlega skemmtilegur prófessor við há- skólann, sem gerði mikið fyrir okkur Islendingana. Hann var prófessor í norrænu og þekkti því allmikið til lslands< Ég kunni mjög vel við mig í Kiel og ferðaðist lítið um Þýzkaland, þó fór ég einu sinni suður í land og dvaldi í Frei- burg i mánaðartíma. — Það voru allra þjóða stú- dentar þarna, m.a. japanir og það má dæma iðni þeirra og dugnaði eftir því sem einn þeirra sagði þegar hann var spurður hvort honum þættu Þjóðverjar ekki framúrskar- andi dugnaðarforkar. Hann sagði: „Þjóðverjar?, nei þeir eru latir." — Nei, það hefur aldrei hvarflað að mér að setjast að í Þýzkalandi, enda þótt konan mín sé þaðan, en mér finnst það þó ekki óhugsandi ef til þess kæmi. — Það er annars mikill munur á að koma til Kiel núna eða þegar ég var þar við nám. Ég er einmitt nýkominn þaðan og það er fljótséð að fólk hefur það mun betra þar nú en þá var. Það var svo stuttu eftir stríð og stór svæði í rústum, en með dugnaði og iðjusemi hafa heimamenn byggt allt upp aft- ur svo nú er þar allt með glæsi- brag. - Þetta voru góðir dagar Framhald af bls. 18 sama og hér heima, en á mun auðveldari og skemmtilegri hátt. — Það kom mér afskaplega mikið á óvart hve Þýzkaland er fallegt land. Sérlega þarna suðurfrá. Alparnir, Svartiskóg- ur, Bodenvatn og fleiri fallegir staðir eru þarna allt í kringum Bæjaraland og ég ferðaðist all- mikið um þessar slóðir. En það var verra með öll söfnin. Þau voru alltaf opin og mánni fannst maður geta skoðað þau hvenær sem er, en aldrei varð neitt úr neinu fyrr en síðasta daginn i roki og leiðindaveðri, sem annars er sjaldgæft i Munchen, þá hljóp ég safn úr safni og tók ljösmyndir á milli. — Eg hef oft komið til \ Munchen síðan þetta var og þvf er ekki að neita að það hefur hvarflað að mér stöku sinnum að setjast þar að, en þó ógnaði mér það síðast þegar ég kom þangað nú fyrir skömmu, hvað mannmergðin er gífurleg þar núorðið. — Það hefur margt breytzt í Munchen síðan ég var þarna við nám, þá fannst manni að maður „ætti“ borgina og i minning- unni ljómar hún öll af fegurð og lystisemdum. Svo þegar maður kemur þangað þá blasir við manni enn ein ómanneskju- leg stórborgin og margt það fólk sem maður þekkti er á braut og enginn þekkir mann eða veit yfirleitt af þvi að mað- ur er kominn aftur. Maður ætti aldrei að heimsækja svona staði aftur, heldur leyfa þeim að glitra I minningunni. BMW í nýjum búnirtgí ÖRYGGI ER ÓMETANLEGT BMW bifreiðar eru byggðar fyrir meiri hraða og álag en flestar aðrar bifreiðar. Stefna BMW verksmiðjanna er að sameina eiginleika sportbíls og þægindi einkabíls. BMW er viðbragðsfljótur, lipur, stöðugur í akstri, rúmgóður með stórum rúðum og þægilegur fyrir ökumann og farþega. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.