Morgunblaðið - 16.07.1977, Page 27

Morgunblaðið - 16.07.1977, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULI 1977 Þegar Færeyjar rísa úr hafi i suöri og blasa við íslenzkum gest- um á leið í heimsókn til næstu frænda okkar, eru þær mjög ólík- ar íslenzku ströndinni, ef flogið er i hina áttina, norður á bóginn, á leið heim. Háir snarbrattir klett- ar í sjó fram fanga athygli okkar, og ekki siður iðgrænar hlíðar upp af þeim, grónar upp á fjallatinda. Þannig blöstu eyjarnar við nokkrum borgarfulltrúum Reykjavíkur, er þeir komu með flugvél Flugfélags íslands 26. júní I boði bæjarstjórnar Þórs- hafnar. En þeir voru auk borgar- stjórans í Reykjavík, Birgis ísl. Gunnarssonar og Sonju konu hans, Elín Pálmadóttir, Magnús L. Sveinsson, Sigurjón Pétursson og Kristján Benediktsson, auk eiginkvenna þeirra. Ekki er ætlunin hér að rekja höfðinglegar móttökur i fjóra daga, heldur aðeins birta nokkrar myndir og hugleiðingarmola undirritaðrar. Mest í þeim tilgangi að minna Islendinga á að oft leita þeir langt yfir skammt í utanferðum, þeir fljúga yfir næsta nágranna okkar i suðri. En nú er mjög auðvelt að komast til og frá Færeyjum, flug til Vogeyjar i hverri viku, auk þess sem Smyrill siglir þangað á 18 timum frá Seyðisfirði og flytur bila. En meðan skipið stendur við í Færeyjum siglir það frá Þórs- höfn til Suðureyjar i dagsferð og kemur við í tveimur bæjum. Slíka dagsferð fóru borgarfull- trúar úr Reykjavík frá Þórshöfn i fylgd með gestgjöfum sínum og var ekið um Suðurey meðan stað- ið var við yfir daginn. Siglingin frá Þórshöfn með fram Nolsoy og Sandoy, er ákaflega fögur. Hver víkin eftir aðra opnast inn i þess- ar háu klettaeyjar og þar sem eitthvert hlé er, er byggðin, nokk- ur hús í þyrpingu, en nær ófær klif á milli. Klettaeyjarnar Stóri Dímon og Litli Dímon gnæfa úr haffletinum með sínum fallegu formum og auðuga fuglalífi. Fuglalifið setur alls staðar svip á Færeyjar — og Tjaldurinn með sína rauðu fætur er einkenni Færeyja. Ekki er lengur búið all- an ársins hring í Dimonum, enda erfitt að komast upp í eyjarnar en upplýst var að þar gengju samt skepnur úti. í Stóra Dímon gengju sauðir og naut og væri farið út og slátrað á haustin. En svo erfitt væri oft að lenda, að eitt haustið hefði bóndinn orðið þar veðurtepptur í tvo mánuði eftir að hann hafði lokið slátrun og ekki komizt þaðan burt. Einhvern tima, meðan búið var þarna — sem var til skamms tíma —, hafði útvarpsmaður farið út i eyjuna og haft tal af bóndanum. M. a. spurði hann bóndann hvort hann væri ekki hræddur við að búa við svo erfiða lendingu og hættulega leið upp klettana úr vörinni. Er hann svaraði neitandi, spurði útvarpsmaðurinn hvernig faðir hans hefði dáið, og svo afi hans og svarið var alltaf: — Hann hrapaði á leið upp klettana heim! Þá spurði bóndinn á móti: — Hvar dó faðir þinn, en afi ...? Og fékk það svar að þeir góðu menn hefðu dáið I rúminu. — Jæja, ertu ekki hræddur við að fara i rúmið? sagði bóndinn. Víðar í eyjunum blasa við merki um hið erfiða líf, sem lifað var i eyjunum til skamms tíma. Til dæmis var komið i útgerðar- stað i Suðurey, litla skoruvík inn i klettana, þaðan sem róið var. Naustin standa, sum enn með bát- um, langt uppi í snarbrattri hlið- inni, og þangað þurftu menn að draga bátana undan briminu langa leið ef eitthvað var að veðri, til að verja þá, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þegar svo róðri var lokið, búið að ganga frá bátunum, báru menn fiskinn i laupum i böndum á bakinu yfir fjallaskarð um langan veg, til næsta bæjar, til að selja fiskinn. klettar og iðgrænar npp áfiallatimia Háir klettar í sjó fram. Það er einkenni á Færevium. I gamla bænum f Þórshöfn. Þar eru öll hús nú varðveitt, og engu breytt 1 útliti þeirra. iií* A leið til Suðureyjar er siglt fram hjá Litla Dfmon, klettaeyju með miklu fuglalffi. Á Suðurey eru mörg lítii og hlýleg þorp og bæir. I einu slíku þorpi með fáum húsum og fallegri gamalli krikju sátu nokkrir aldnir skútukarlar undir skemmuvegg í iólskininu. Við gáfum okkur á tal /ið þá. Þeir höfðu allir verið á ikútum á Islandsmiðum og sitja aú í elli sinni og spjalla um þá góðu gömlu, en erfiðu daga, þegar fékkst stór þorskur á tslandsmið- um. Fiskur sem orð er á gerandi, en ekki sést lengur. — Fallegar stúlkur á Islandi, sagði einn 84 ára skútukarlinn. Það var falleg stúlka á Eyrar- jakka — þá v^r ég 18 ára. — Nei, sú fallegasta sem ég hefi séð er á Norðfirði, sagði annar 89 ára gamall. Hún heitir Svanhvít. Þá var ég 17 ára gamali. Og þeir spurðu um verðlag á þessu og hinu á Islandi og hristu höfuðið alveg furðu losnir. En að sjálfsögðu hafa tímarnir breytzt í Færeyjum, eins og annars staðar. Við að ganga um Þórshöfn, þar sem mest er nýbyggðin, ibúum hefur fjölgað úr 6 þúsund i 12 þúsund á undanförnum 12 árum, — dettur manni í nug að Færey- ingum hafi tekizt betur en okkur á Islandi að halda samhengi i sinni þróun á bústöðum sinum. Fyrir utan það að þeir hafa betur varðveitt gamla menningu i húsa- gerðarlist, virðast þar ekki hafa orðið jafn hranaleg skil milli nýs og gamals. Nýju húsin, sem eru mest rúmgóð einbýlishús í takt við nútimann, eru ekki öll fer- kantaðir kassar, heldur þök með bratta eins og eldri húsin og mörg með torfþaki, þó úr steinsteypu séu. Bárujárn og timbur er lika notað óspart í nýjum húsum. Er haft var orð á þessu við einn heimamanna sagði hann eitthvað á þá leið, að menn flyttu bæði timburhús og sement frá Noregi, en mörgum þætti steinhús svo ljót að þeir klæddu þau bárujárni. Hvort sem það var sagt í gamni eða alvöru, þá virðast fortið og nútið ekki hafa orðið þar eins misstiga og hér hjá okkur. Verndun gamla bæjarins er svo kafli út af fyrir sig og Færeying- um til sóma. Þeir hafa nú sam- þykkt verndun á húsunum í eista hlutanum. Efnt var til samkeppni um viðhald gamla bæjarins og hlaut núverandi bæjararkitekt Þórshafnar, Gunnar Hoydal, verð- launin ásamt dönskum arkitekt. Verða húsin í gamla bænum, inn- an við tiltekna linu, vernduð. Er bannað breyta þeim að utan. En gömlum sögulegum byggingum heldur bærinn sjálfur við. Nýlega var t.d. gerð upp garnla smiðjan og notuð sem sýningarsalur. Skildist mér aó á þessu hefðu bæjarbúar mikinn áhuga. Enda heldur Þórshöfn séreinkennum sínum og er ekki á leiðinni að verða eins og hvaða bær sem vera skal annars staðar í veröldinni. Það gerir sérlega skemmtilegt að koma þangað. Ekki er í þessu örstutta spjalli farið út í að gefa lýsingu á Fær- eyjum, eða nýjum og gömlum bæjarhverfum Þórshafnar með nútima listasafni, vönduðu frysti- húsi og skipasmiðastöð. þar sem starfa ávallt nokkrir Islendingar o.s.frv. En í Færeyjum mæta Is- lendingar hlýlegum móttökum og geta vióa talað sitt eigið mál — ef talað er hægt og skýrt. E. Pá. Borgarstjórinn f Reykjavfk spjallar við gamla skútukalla, sem áður fyrr stunduðu Islandsmið. Fallegasta stúlkan var á Seyðisfirði — hún hét Svanhvft, sagði einn. "J....' ^ V, » ' SK 1 Vetrarbrimi þurfti að draga bátana upp brattann úr vörinni með handafli og koma þeim fyrir í skjóli — ganga svo yfir f jallaskarð með fiskinn f laupum á markað. Ljósmyndir E. Pá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.