Morgunblaðið - 20.07.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.07.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLl 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, ReykjavFk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakið. Agreiningur innan Alþýðubandalagsins um vaxtabreytingu Formaður Alþýðubandalagsins ritar forystugrein í Þjóð- viljann í gær, þar sem hann fjall- ar um vaxtabreytingarnar og tel- ur, að þær muni verka sem olía á eld verðbólgunnar, „framleiðsla fyrir innlendan markað mun leit-. ast við eftir megni að velta vaxta- hækkuninni aftur út í verðlagið. Samkeppnisaðstaða útflutnings- iðnaðarins versnar stórlega og gengi íslensku krónunnar verður látið síga enn frekar, ef að vanda lætur. Verð á landhúnaðarvörum hækkar að sama skapi. Að skömmum tíma liðnum er öll vaxtahækkunin komin fram í hækkuðu verðlagi og stóraukinni verðbólgu. Þá hækka vextirnir aftur samkvæmt þeim sjálfvirku vaxtahækkunum, sem nú er verið að setja í gang“, segir Ragnar Arnalds i þessari forystugrein. Ekki eru allir Alþýðubanda- lagsmenn sammála formanni sfn- um um þetta efni og er bersýni- legt, að í helzta forystuliði Alþýðubandalagsins er umtals- verður ágreiningur um afstöðuna til vaxtabreytingarinnar. Þannig er ljóst, að þeir fulltrúar sem segja má, að Alþýðubandalagið eigi i yfirstjórn Seðlabanka ts- lands, eru alls ekki sammála þess- ari skilgreiningu formanns síns á áhrifum og afleiðingum vaxta- breyt inganna. Guðmundur Hjartarson, einn af þremur bankastjórum Seðlabankans, sem þar var skipaður að kröfu Alþýðu- handalagsins á tímum vinstri stjórnarinnar og hefur verið einn af helztu áhrifamönnum þess flokks og áður Sósíalistaflokksins um áratugaskeið, er einn af þeim, sem stóð að ákvörðun um vaxta- breytingu og vaxtahækkun í bankastjórn Seðlabankans. Hann er þvi gjörsamlega á öndverðum meiði við formann Alþýðubanda- lagsins, þegar um er að tefla áhrif vaxtahækkunarinnar, því ekki er hægt að ætla Guðmundi Hjartar- syni það að vilja standa að öllum þeim hrikalegu afleiðingum, sem Ragnar Arnalds telur, að vaxta- breytingin muni hafa í för með sér. En Alþýðubandalagið á einnig annan fulltrúa í yfirstjórn Seðla- hankans, sem er Ingi R. Helga- son, sérlega kjörinn fulltrúi þess í bankaráði Seðlabankans, en ákvörðun um vaxtabreytingu og vaxtahækkun var tekin af banka- stjórninni að höfðu samráði við bankaráðið. Málgagn Alþýðu- bandalagsins hefur gert mikið veður út af því, að fulltrúi þess í hankaráðinu hafi gert sérstaka bókun af þessu tilefni, en það er hins vegar ekki lögð jafn mikil áherzla á það, að Ingi R. Helgason greiddi ekki atkvæði gegn þeim breytingum i vaxtamálum, sem nú hafa verið tilkynntar. Þvert á móti sat hann hjá við atkvæða- greiðsluna um þessar breytingar f bankaráði Seðlabankans. Ekki fer á milli mála, að ef andstaða hans við þessa breytingu hefði verið slík, sem þjóðviljinn hefur viljað gefa í skyn, hefði Ingi R. Helga- son hiklaust greitt atkvæði gegn breytingunni í bankaráðinu. En hann tekur þann kostinn að fara bil beggja, sjálfsagt vegna þrýstings frá þeim forystumönn- um Alþýðubandalagsins, sem andvfgir eru vaxtabreytingunni og situr því hjá. Þegar þessi staðreynd er höfð f huga, að báðir fulltrúar Alþýðu- bandalagsins f yfirstjórn Seðla- bankans standa ýmist að þessari ákvörðun eða standa ekki gegn henni með atkvæði sínu verður auðvitað Ijóst, að Iftið mark er takandi á þeim látalátum, sem Þjóðviljinn og formaður flokks- ins hafa uppi af þessu tilefni. Enda er sannleikurinn auðvitað sá, að allir þeir sem eru í ein- hverri snertingu við fjármála- kerfi þjóðarinnar, eins og bæði bankastjóri Seðlahankans og bankaráðsmaður hljóta að vera, þessara starfa sinna vegna, gera sér auðvitað Ijóst hver þörf er á að hækka vexti og tengja þá vísi- tölu eins og nú hefur verið gert. Þessi vaxtabreyting mun stuðla að aukinni sparifjármyndun og þar með að auknu framboði á lánsfé og hún mun einnig draga úr eftirspurn eftir lánsfé, þannig að eðlilegra jafnvægi kemst á milli framboðs og eftirspurnar en verið hefur um langt skeið. Það er vissulega rétt, að með þessari vaxtabreytingu verða peningar enn dýrari en áður. En menn verða að horfast í augu við það, að í þvf verðbólguþjóðfélagi sem við lifum hljóta peningar að verða dýrir og dýrir peningar gera það Ifka að verkum, að menn hugsa sig um tvisvar áður en þeir leita eftir lántökum og leggja meiri áhverzlu á, að fjárfesting, sem peningarnir eru lagðir í verði arð- bær. Það er þvf falskenning ein, að vaxtabreyting muni leiða til auk- innar verðbólgu og koll af kolii. Þvert á móti mun vaxtabreyting- in draga úr spennu í þjóðfélaginu og þar með stuðla að þvf, að verð- bólgunni verði haldið innan skynsamlegra marka, því að sú spenna sem hér hefur ríkt í mörg ár í efnahags- og atvinnulffi hef- ur í sjálfu sér stuðlað mjög að þeirri verðbólguþróun, sem okk- ur hefur gengið svo illa að fást við. Vissulega aukast útgjöld atvinnuveganna vegna þeirra breytinga f vaxtamálum, sem hafa verið ákveðnar, en þá er á það að líta, að meiri möguleikar verða á því fyrir fyrirtæki að fá lánsfé heldur en áður. Areiðan- lega munu margir atvinnu- rekendur taka undir þá skoðun, að þótt dýrt sé að taka lán til reksturs og fjárfestinga, þá er enn dýrara að hafa ekki aðgang að lánsfé til þess að rekstur fyrir- tækjanna geti gengið eðlilega og snurðulaust fyrir sig. Vaxta- breytíngin mun stuðla að því að atvinnuvegirnir eigi greiðari að- gang að lánsfé og er þeim því f hag að því ieyti. Stjórnarandstaðan um vaxtabreytingar og takmarkanir á þorskveiðum: Morgunblaðið hefur leitað til talsmanna stjórnarandstöðunnar og spurt þá álits á vaxtabreytingum Seðlabankans og þeim takmörkunum á þorskveiðum, sem sjávarútvegs- ráðherra hefur ákveðið. Svör þeirra Lúðviks Jósepssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar birtast hér, en Magnús Torfi Ólafsson var nýkominn til landsins, er Mbl. talaði við hann og óskaði hann eftir því að fá svigrúm til að kynna sér málin, sem eðlilegt var. Svar hans mun þvi birtast siðar. Vaxtaaðgerðirnar kák eitt en takmörkununum ber að — segir Gylfi Þ. Gíslason „ ÞJÓÐFÉLAGSLEGT ranglæti i kjolfar mikillar verðbólgu er fyrst og fremst fólgið i þvi, að sparifjár eigendur eru rændir hluta af spari- sé sínu, en skuldakóngar gerðir æ auðugri." sagði Gylfi Þ. Gíslasori „Frá almennu efnahagssjónarmiði er mikil verðbólga skaðleg vegna þess, að hún lamar sparnaðarvið- leitni, sem er undirstaða nauðsyn- legra framkvæmda, hún kippir stoðum undan heilbrigðum at- vinnurekstri, sérstaklega i útflutn- ingsframleiðslu, og beinir fjárfest- ingu inn á óarðbærar brautir Allt eru þetta augljósar stað- reyndir, sem skynsamir menn telja sig yfirleitt sammála um, í orði kveðnu. Hitt er svo annað mál, að eigi að draga úr mikilli verðbólgu, verður mönnum í reynd Ijóst, að það verður ekki gert án þess að skerða hagsmuni ýmissa, og þá kemur stundum dálitið annað hljóð i strokkinn. Ef litið er til þess fyrst og fremst i sambandi við þá miklu verð- bólgu, sem hér hefur verið og verður enn á næstunni, að hún hefur rænt sprifjáreigendur verð- mætum, en ívilnað skuldakóng um, þá hljóta ráðstafanir þær i vaxtamálum, sem Seðlabankinn og rikisstjórnin eru nú nýlega búin að gera að teljast spor i rétta átt og þá einnig sú jöfnun á vaxtakjör- um atvinnuveganna, sem boðuð hefur verið. Tjón sprif járeigenda verður minna, gróði skuldakónga minni. En séu þessar ráðstafanir skoðaðar i sambandi við þann fagna heildarvanda, sem við er að etja í efnahagsmálum þjóðarinnar, er ekki hægt annað að segja en að hér sé um kák að ræða. Grund- vallarvandi efnahagslifsins er jafn- óleystur eftir sem áður. Þjóðin, hefur, undir forystu rikisvaldsins, fjárfest allt of mikið á undanförn- um árum og fjárfest í óarðbærum framkvæmdum. Til skamms tima hefur verið haldið áfram að kaupa skuttogara til landsins fyrir erlent lánsfé, þótt hvert mannsbarn ætti að vita, að fiskiskipaflotinn er fyrir löngu orðinn miklu stærri en nauðsynlegt er til að veiða það fiskmagn, sem óhætt er að veiða. I misheppnuðustu framkvæmd aldarinnar, Kröfluvirkjun, eru bundnir tiu milljarðar króna, án þess að það fé hafi skilað af sér nokkrum vöxtum eða liklegt sé, að hún skapi nokkur teljandi verð- mæti á næstu árum. Fleiri dæmi um slik mistök mætti nefna, en auðvitað verður almenningur fyrr eða síðar að greiða kostnaðinn vegna þeirra. Hér er ekki rúm til greinargerðar um það, sem gera þyrfti vegna slikra mistaka, sem eru ein meginundirrót verðbólg- unnar. Þrjú atriði skulu þó nefnd: Róttæk endurskoðun á fjármála- stefnu ríkisins og þá einkum á opinberri fjárfestingu. Forysta hins opinbera um ráðstafanir til aukinnar hagræðingar i atvinnulif- inu og þá einkum i útflutningsveg- unum til þess að gera þeim kleift að greiða umsamið kaupgjald. Skynsamleg stefna í útlánum bankakerfisins og fjárfestingar- sjóðanna til þess að beina fram- kvæmdum inn á heilbrigðari brautir en átt hefur sér stað á undanförnum árum. Almennt samkomulag er sem betur fer um, að þorskstofnarnir á íslandsmiðum — og raunar ekki þeir einir — séu ofveiddir. Ráð- stöfunum sjávarútvegsráðherra er ætlað að takmarka sóknina í þorskinn. Þess vegna ber að fagna þeim. Fiskifræðingar hafa hins vegar látið í Ijós þá skoðun, að hæpið sé, að nægileg aflatak- mörkun sigli í kjölfar þessara ráð- stafana. Vafasamt sé, að þeirri aðferð, sem beitt er, eigi að beita í nægilega ríkum mæli, auk þess sem spurning sé um, hvort þessi aðferð — eða hún ein — sé hin rétta. Ég er í hópi þeirra, sem hefði kosið og kýs, að meira tillit hefði verið tekið og verði tekið til sjónarmiða fiksifræðinga en gert hefur verið. Eng getureast um þekkingu þeirra, og algjörlega ástæðulaust er að gera ráð fyrir Framhald á bls. 18. Vaxtaaðgerðirnar vitlausar en ekkert um hitt að segja úr því sem komið var — segir Lúðvík Jósepsson „ ÉG ER mjög andvigur þessum aSgerðum í vaxtamálunum og tel að þarna hafi veriS algerlega rangt aS málum staðið. sem er i minum augum ekki i fyrsta skipti, sem þeir gera það þessir menn sem ráða peningamálunum," sagði Lúðvik Jósepsson. „Ég er sann- færður um að þetta þýðir almenna 4—5% vaxtahækkun á næstunni. Allt miðast þetta við hækkun úr 22.5 i 27% vaxtaauka. sem bank- arnir nota til að pressa sina við- skiptamenn frá vixillánum og yfir- dráttarlánum yfir til vaxtaauka- lána. Það er brýn nauðsyn á þvi að hrista upp iöllum vaxtamálum hjá okkur. Þegar vextir eru orðnir hærri en i helztu viðskiptalöndum okkar. þá útiloka þeir að islenzkur iðnaður sé samkeppnisfær við frjálsan innflutning. Það er orðið svo að islenzk iðnfyrirtæki þurfa i reynd að borga 10—12% hærri vexti en samkeppnisiðnaðurinn er- lendis. Útkoman hér er svo sú. að verzlunin leggur þetta á vöruverð- ið og ryður þessu af sér og innlend framleiðsla verður að gera það lika. Þessi vaxtapólitik er þvi stöð- ug pressa til gengissigs og gengis- lækkunar. Að þessu er svo stefnt undir þvi yfirskini að það sé verið að hækka vexti fyrir sparifjáreig- endar, en útkoman er einfaldlega 12% gengissig i góðæri. Það segir sig sjálft. að það er engan veginn unnt að reka heil- brigðan atvinnurekstur i landinu. þegar hann þarf að greiða 20—25% i vexti. Svona ákvarð- anir taka auðvitað ekki aðrir menn en þeir, sem ekkert vit hafa á atvinnumálum. Annað er, þegar menn taka lán til fasteignakaupa, eða annars sem skilar sér út með verðbólgu- gróða. Mér hefði fundizt sjálfsagt að láta þá borga hærri vexti. Ég veit að þetta var meðal annars rökstutt með þvi að menn væru að hlaupa til i bilakaupum og öðru og þvi yrði að gefa þeim annan val- kost til að ávaxta sitt fé; setja það frekar i banka en bil. En ég er sannfærður um að þeir sem fundu gengislækkunarlykt og vildu festa peninga sina i bilum, hafa bara orðið enn staðfastari i þeim ásetn- ingi við þessar vaxtabreytingar, þvi gengislækkunarlyktin af þeim getur engum dulist. Það sem gera átti, ef hugarfarið var orðið svona, var einfaldlega að stöðva innflutning á einhverju ákveðnu timabili án þess að gripa til almennra hafta. Hitt er ófor- svaranlegt að gripa til svona að- gerða undir fölsku flaggi. Þetta er bara að elta skuggann sinn og er stórhættulegt. Það sem við þurfum eru menn. sem virða gengið og reyna að spara gengislækkanir. — Ég tek undir það með Matthiasi Bjarnasyni að við erum á undanförnum árum búnir að gera til verndar okkar þorski gifur- lega mikið af þvi, sem okkar sér- fræðingar hafa lagt til. „Við erum búnir að stækka möskvann langt yfir það sem einu sinni var talið nóg, sem voru 135 mm. en við erum komnir með hann upp i 150. Við höfum lokað stórum svæðum, gripum til skyndilokana og við höfum losað okkur við það allra hættulegasta, sem var Bretinn. Brezkir togarar á íslandsmiðum voru þetta 140 til 200 talsins og ekki allt gömul skip, heldur nýtizku skuttogarar lika. Að vera lausir við brezka álagið er ekkert smáræði. þó þetta hafi tekið lengri tíma en við sumir vildum. En ég er afskaplega óánægður með að við skyldum nú ekki nota tækifærið og hreinsa okkar borð alveg af útlendingum. Auðvitað á þessi stöðvun nú að ná til V- Þjóðverja og Norðmanna Ég vil alls ekki trúa þvi að V-Þjóðverjar sýni þá ósanngirni að fara ekki að þeim takmörkunum. sem settar eru á islenzka báta og ég tel að það hefði verið auðvelt að koma þeim við á Norðmenn. V- Þjóðverjar eru nú sjálfir að reka sinar 200 milur með Efnahags- bandalaginu og ég tel það algjört siðleysi af þeirra hálfu að virða ekki þær takmarkanir, sem settar eru á veiðar islenzkra skipa. Þetta á að visu að afsaka með þvi að Framhald á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.