Morgunblaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 5
Faldi sig íkjallara Í40ár FYRRVERANDI bæjarstjóri lýð- veldissinna í bænum Cercedilla skammt frá Madrid birtist skyndi- lega öllum á óvart f miðbænum fyrir skömmu. Allir héldu að hann væri látinn eða fluttur frá Spáni. Raunar hafði hann falið sig í kjallaranum heima hjá sér síðan i borgarastríðinu. Þeir fáu sem vissu hvar hann hélt sig gátu ekki talið hann á að yfirgefa felustaðinn þótt smátt og smátt væri linað á tökunum á Spáni. Svo hræddur var hann við hefndir francoista. Loksins eftir kosningarnar 15. júní áræddi gamli maðurinn að yfirgefa kjallarann. AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 MORG UNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JULI1977 5 Jörgen B. Dalgaard ÆTTIAÐ LÖGBJÓÐA NOTKUN BÍLBELTA? Aki maður i vatn eða sjó „Manni er hætt við að drukkna sé maður með bíl- belti" er sagt. Og það er auðvit- að rétt. Aki maður i vatn eða i sjó er það áriðandi að komast skjótt út — hver sekúnda er dýrmæt. En þeir fáu — sem betur fer — sem aka í sjóinn gera það reyndar viljandi til þess að svipta sig lífi, ef til vill til að dylja sjálfsmorðið sem „slys“. Aðrir eru undir áhrifum áfeng- is og aka fram af hafnarbökk- um eftir að hafa sótt veitinga- staði við höfnina. Þeir eru venjulega ætið bilbeltalausir. Þegar bifreið stingst fram af hafnarbakka og fellur á fram- endann í sjóinn tekur mjög snögglega fyrir fallhraðann og farþegarnir varpast fram á stýri, mælaborð og baksýnis- spegil. Ekki af eins miklu afli og við árekstur beint framaná, en nóg til þess að þeir geti orðið ruglaðir og einnig kannski misst meðvitund, að minnsta kosti ruglazt í riminu — hvað er upp og hvað er niður, hvað er hurðarhandfang og hvað er gluggarúðuhandfang? undir þessum kringumstæðum geta sannarlega dýrmætar sekúndur farið forgörðum. A raunsærri björgunaræfingu, sem sagt var frá í útvarpsþætti um umferðarmál árið 1972, ók Tage Staal björgunarliðsmaður úr „Falck“-liðinu i höfnina i Árós- um og var hissa á því óskapa afli sem bifreiðin stöðvaðist með þegar hún hitti vatnsborð- ið. „Hefði ég ekki verið með bílbelti, hefði ég lent beint á framrúðuna og mölbrotið á mér höfuðið," sagði Staal á eftir. 1 Hollandi þar sem ósjaldan er ekið i díkin kannast menn við vandamálið. Þar er nú lög- boðin notkun bilbelta meðal annars vegna þess að þau koma að gagni einmitt við þessa tegund slysa. Hver þekkir yfirleitt til eins einasta tilviks drukknunar í bifreið, þar sem ekki var um sjálfsmorð að ræða eða akstur undir áhrifum, þrátt fyrir notk- un bílbelta? Sá skal hljóta rúllubelti sem fyrstur getur til- kynnt slíkt staðfest tilfelli til réttarlæknisfræðistofnunarinn- ar í Arósum. HREINT UT SAGT > w §g «Í: TfZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi frá skiptiborði 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.