Morgunblaðið - 22.07.1977, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.07.1977, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JULl 1977 HVER ViLL SELJA? Okkur vantar 2ja íbúða hús fyrir fjársterkan kaup- anda, má vera hæð, ris og kjallari eða tvær hæðir og kjallari. Bílskúr eða bílskúrsréttur.Æskileg staðsten- ing Vesturbær, þó ekki skilyrði. Vinsamlega hafið samband við skrifstofuna. FASTEIGNA HÖLUN FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIÐBÆR-HÁALEITISBRAUT 58-60 SÍ MAR -35300&35301 Agnar Ólafsson, Arnar Sigurðsson, Hafþór Ingi Jónsson hdl. Opið tilkl.10 íkvöld GRENSÁSKJÖR DAS-húsið að Furulundi 9, Garðabæ er til sölu Tilboðum sé skilað til Valdimars Tómassonar, Seljalandi 5, Reykjavík fyrir mánu- dagskvöld 25. júlí n.k. Upplýsingar veittar i síma 82405. Stjórn happdrættis DAS Leiðbeiningar í snyrtivöruvali Snyrtivöruverzlunin Topptízk- an hefur flutt sig um set í Mið- bæjarmarkaði í ögn rýmri húsa- kynni, en eigandi hennar er Jóna Sigursteinsdóttir snyrtisérfræð- ingur og rekur hún jafnframt snyrtivöruverzlunina Bonny á Laugavegi 35. Innréttingar f nýju verzlunina teiknaði Jón Kaldal. Sagðist Jóna leggja áherzlu á góða þjónustu og þá sérstaklega leið- beiningar varðandi val á snyrti- vörum. A boðstólnum eru m.a. snyrti- vörur frá Charles of the Ritz, Dior, Revlon, Helena Rubinstein, Yardley og Max Factor. Meðfylgjandi mynd tók Öl.K. Magnússon ljósm. Mbl. í Topptízk- unni nú á dögunum, en á mynd- inni eru eigandi verzlunarinnar Jóna Sigursteinsdóttir og Ölöf Ingólfsdóttir. Frá blaðamannafundi með forseta alþjóðasamtaka esperantista, kr. Humphrey Tonkin, en hann er annar frá vinstri á myndinni. Honum til vinstri handar situr formaður undirbúningsnefndar, Baldur Ragnars- son, og á hægri hönd eru Hallgrfmur Sæmundsson, ritari undirbúningsnefndar þingsins, og Charles Power, ritari þingsins, frá Bandarfkjunum. Utbreiðsla esperanto liður í mannréttindabaráttu segir for- seti alþjóðasamtaka esperantista „Hugmyndin að baki esperanto er að það verði annað tungumál alira manna", sagði dr. Humphrey Tonkin forseti al- þjóðasamtaka Esperanto á blaða- mannafundi f gær. Nú fer f hönd 62. alþjóðaþing esperantista, haldið f fyrsta sinn hér á landi, dagana 30. júlf til 6. ágúst n.k. og verður þingað m.a. f Háskóla Islands, Lögbergi og Árhagarði. Um það bil 1200 manns hafa inn- ritað sig á þingið, þar af eitt þús- und útlendingar. t alþjóðasam- tökunum eru 33 þúsund félags- menn frá 80 löndum. Samtök esperantista hér á landi gengu f alþjóðasamtökin s.l. ár og eru enn ekki mjög öflug að því er Baldur Ragnarsson, formaður undirbúningsnefndar þingsins, sagði. Heiti þessa 62. alþjóðaþings esperantista er „Rétturinn til samskipta" sbr. 19. grein Mann- réttindayfirlýsingar S.Þ. en þar segir m.a.: „Allir eiga rétt á skoð- ana- og tjáningafrelsi...“ En um þessar mundir á Unesco 30 ára afmæli og verður á þinginu Sýn- ing í sambandi við það, einnig mun aðalframkvæmdastjóri Unesco sitja þingið sem verndari þess. Alþjóðaþing esperantista hefur verið háð í mörgum löndum, en höfuðstöðvar þingsins eru í Rotterdam og skipuleggur al- þjóðasamband esperanto þingin. Alþjóðaþing þessi skiptast niður i vinnuþing, starfsþing, menning- arviðburði og skipulagningar esperantohreyfingarinnar. Venj- an er á þessum þingum, að skýra stofnanir, stofur og sali í höfuðið á ýmsum frægum esperantistum og mun þar bera hæst dr. Samenhof sem fann upp esper- anto. Að því er dr. Tonkin sagði er álitlegur fjöldi fólks sem talar esperanto, þótt ekki sé vitað hversu mikill sá f jöldi er. En mik- ið er um sérsamtök espernatista, sem ekki tilheyra alþjóðasamtök- unum. Alþjóðasamtökin eru hlut- laus hvað varðar stjórnmál en þó er sérsamtökum esperantista í Sovétrikjunum ekki leyfði þátt- taka í þeim, að þvi er dr. Tonkin sagði ennfremur. Þá sagði hann að mikið væri um trúarleg esper- antosamtök. En esperanto væri fullkomlega tjáningarhæft á öll- um sviðum, sem önnur mál og auðveldara að læra það en mörg önnur. Alþjóðasambandið gefur út tvö timarit, svo og bækur á esperanto. Þá er starfrækt á veg- um sambandsins bókasafn og ber sambandið ábyrgð á alþjóðlegri fræðslu um málið hvarvetna. Al- þjóðasamband espernatista styð- ur mannréttindi á allan hátt og er Mannréttindayfirlýsing S.Þ. þýdd yfir á esperanto. Tók dr. Tonkin dæmi um það hversu útbreiðsla esperanto væri þýðingarmikil, að þrjátiu prósent starfsmenna hjá Evrópuráði og Efnahagsbandalaginu ynnu stöð- ugt við þýðingar, en ættu samt i tungumálaerfiðleikum. Þá væri einnig mikið um tungumálaerfið- leika hjá Sameinuðu þjóðunum. Tungumálamisréttið kvað hann gífurlegt og því væri þörf á al- þjóðamáli eins og esperanto, sem væri einskis eign. Um kennslu í esperanto sagði dr. Tonkin, að alþjóðasamtökin væru ekki ánægð með fram- kvæmd hennar, en áætlað væri að um 16 þúsund ungmenni legðu stund á málið í Evrópu. En kennsla tungunnar væri enn á tilraunastigi, og hefðu þegar farið fram athyglisverðar tilraunir i kennslu espernato í Mið-Evrópu. Dr. Samenhof setti esperanto saman úr ýmsum evrópskum tungumálum eða orðrótum og eru um 63 prósent þess úr latneskum málum. Málfræði esperanto er þó ekki lik Evrópumálum almennt, en svipar frekar til málfræði finnsk-úgriskra mála. Veiddu skrímsli en fleygðu því Tokyo, 20. júlí. Reuter. JAPANSKUR togari veiddi tveggja tonna dautt skrímsli í apríl en áhöfnin fleygði þvi fyr- ir borð þegar hún hafði tekið af því ljósmyndir af því það var svo mikil fýla af skrímslinu. að því að talsmaður útgerðarinnar skýrði frá í dag. Skrímslið var veitt á 300 metra dýpi út af Christchurch á Nýja Sjálandi 25. apríl og mældist 10 metrar. Það var með langan háls og vængi eins og leðurblaka. Áhöfnin kallaði skrímslið „Nessie“ i höfuðið á skrímslinu í Loch Ness. Útgerðin skipaði togaranum, sem er enn að veiðum á þessum slóðum, að reyna að ná skrímsl- inu aftur og færa það til Jap- nas.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.