Morgunblaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JULI 1977 Fjölmennustu söngför ís- lendinga farsællega lokið ir Bach á 3 stöðum, hvarvetna við fádæma hrifningu áheyr- enda, sem kölluðu flytjendur fram aftur og aftur að flutningi loknum með bravóhrópum og lófataki, sem aldrei ætlaði að linna, þótt liðið væri langt af miðnætti. Söngferðin hófst að kvöldi 24. júní, og var flogið beint til Piza í fullskipaðri 250 sæta DC-8 þotu Flugleiða, þvi að nokkrir vinir og velunnarar slógust í förina. Þaðan var ekið til Sienna og komið þangað snemma morguns. Síðdegis var æfing í hinni mikilfenglegu dómkirkju og fyrstu hljómleik- arnir hófust kl. 21.30 um kvöld- ið. A fremst-a bekk sat Dr. Sanna, rektor tónlistarakadem- íunnar í Siena, sem er heims- fræg stofnun, ásamt öðru stór- menni og var ekki laust við að nokkurs taugaóstyrks gætti í fyrstu, en allt fór vel. Kirkjan var skipuð um 2000 áhorfend- um og hrifning gífurleg, svo að Pólýfónkórinn á Markúsartorginu í Feneyjum. Pólýfónkórírm kominn heim Pólýfónkórinn er nú kominn heim úr söngferðalagi sfnu til Ítalfu, og boðaði stjórn kórsins til blaðamannafundar af þvf til- efni. Var þar ferðinni lýst f stórum dráttum og sagt frá lofsamleg- um dómum sem kórinn fékk f fjölmiðlum á ttalfu. Einnig voru sýndar myndir sem teknar voru f Ítalfuförinni. Aðspurður kvaðst Ingólfur Guðbrandsson, endanlega vera hættur sem stjórnandi Pólýfón- kórsins, en hins vegar kom ekki fram á fundinum hvort kórinn sjálfur yrði þar með leystur upp. Blaðamönnum var afhent eftirfarandi fréttatilkynning frá stjórn Pólýfónkórsins: „Stór hópur söngvara úr Pólýfónkórnum kom heim með leiguflugi Utsýnar í nótt (21. júl.) frá Italíu úr stærstu söng- för, sem íslendingar hafa ráðizt I til þessa. Þessi söngglaði hóp- ur hefur dvalizt síðustu 2 vik- urnar í baðstrandarbænum Lignano við Adríahaf og notið sólar og sumars að lokinni stór- kostlegri hljómleikaför með 180 þátttakendum. Auk Pólýfónkórsins voru þátttakendur í hljómleikahald- inu 33 hljóðfæraleikarar, sem komu fram undir nafni Kammersveitar Reykjavíkur og einsöngvararnir Kathleen Livingstone, Margrét Bóasdótt- ir, Ruth L. Magnúsdóttir, Neil Mackie, Michael Rippon, Hjálmar Kjartansson og Hall- dór Vilhelmsson. Einleikarar með hljómsveitinni voru syst- urnar Rut og Maria Ingólfsdæt- ur, sem léku d-moll konsert Bachs fyrir 2 einleiksfiðlur og hljómsveit. Tvær efnisskrár voru fluttar, oratorfan Messías eftir Handel í 4 borgum og Gloría eftir Vivaldi ásamt fiðlu- konsertinum og Magnificat eft- sumir áheyrendur gátu ekki tára bundizt. Dr. Sanna, sem hafði veg og vanda af undir- búningi hljómleikanna, faðm- aði stjórnandann að sér að lok- um og sagði — „Þið verðið að koma aftur næsta ár.“ Hinn þekkti hljómsveitarstjóri Hu- bert Soudant var meðal áheyr- enda og var svo þrifinn, að hann slóst í för með kór og hljómsveit til Flórens í tveggja daga fríi sínu. Um söng kórsins sagði hann: „Þessi kór hefur himneskan hljóm. Enginn menningarþjóð hefði ráð á að leggja hann niður.“ Messías var fluttur í Siena, en næstu hljómleikar voru 2 dögum síðar i listaborginni Flórens, og voru þar flutt verk Bachs og Vivaldis i hinni vold- ugu og undurfögru kirkju Santa Croche að viðstöddum 4000 áheyrendum. Santa Croche er einskonar West- minster Abbey Italíu, því að þar hvila mörg stórmenni þjóðarinnar, s.s. sjálfur Michaelangelo, tónskáldið Rossini og fjöldi annarra sögu- frægra snillinga. Stemningin á þessum hljómleikum var ólýsanleg og lófatakinu linnti ekki fyrr en eftir endurtekn- ingu á „Fecit potentiam" úr Magnificat. Tónlistarfólk frá mörgum löndum kom að máli við flytjendur að hljómleikun- um loknum til að láta í ljós hrifningu sína. Að kvöldi næsta dags var Messias fluttur í Vicenza I fag- urri barrokkirkju, þar sem að- staða flytjenda var fremur erfið en hljómburður frábær. Uppselt var á hljómleikana löngu fyrirfram, en þeir voru hinir síðustu á listahátið borgarinnar, sem kennd er við vorið, „Primavera a Vicenza." Hrifningaraldan var hér svo sterk, að gera varð margsinnis hlé á flutningum undir dynj- andi lófataki og fagnaðarhróp- Framhald á bls. 19 Jakob Björnsson, orkumálastjóri: Full mikil bjartsýni að nota orðið endurvinnsla — frekari boranir eru eina leiðin til gufuöflunar „VIO LEGGJUM áherzlu á að gufuleit verði haldið áfram fyrir Kröfluvirkjun og helzt á nýjum svæðum og ég er ekki úrkula von- ar um. að af frekari borunum verði i sumar", sagði Jakob Björnsson, orkumálastjóri, í viðtali við Mbl. í gær. „Ég vil líka benda á að orðið endurvinnsla í sambandi við þær holur sem fyrir eru, lýsir full mik- •IIi bjartsýni og meiri bjartsýni, en við viljum skrifa undir. Þær að- gerðir, sem gerðar verða á holun- um eru fyrst og fremst til að afla upplýsinga um orsakir tregs rennslis úr þeim, en likurnar á því að þær auki árangurinn í gufunni eru langt frá því að nálgast nokkr- ar líkur". Út af fyrir sig skil ég að það sé erfitt að afla fjár til borana, en fyrir Kröfluvirkjun er brýnast að ná í gufu eins fljótt og verða má, þótt segja megi, að úr því sem komið er skipti ekki meginmáli, hvort það verður í haust eða næsta sumar. En við von- umst eftir því að fá fé til að bora eitthvað i sumar Allavega lít ég svo á að ekki sé endanlega búið að ákveða að ekki skuli gert meira en bara fara í holurnar, sem fyrir eru". Mbl spurði orkumálastjóra í hverju aðgerðirnar á holunum, sem boraðar voru í fyrra, væru fólgnar. „Það sem við ætlum að reyna að komast að, er, hvort það er holan sjálf, sem á sök á hinu trega rennsli, eða hvort orsökin er í svæðinu sjálfu Þessar 100 milljónir, sem ákveðið hefur verið að setja í verkið, ættu í sjálfu sér að duga til þess, ef sæmilega tekst til Það, sem við hyggjumst gera, er að fjarlægja göt- uð fóðurrör úr tveimur holum, það verða sennilegast holur 6 og 7 og svo ætlum við að dýpka holu, sem boruð var i 11 — 1200 metra í fyrra, í 2000 metra og skilja hana eftir án fóðurröra Áður en af þessu getur orðið þarf talsverðan undirbúning, meðal ann- ars verðum við að kæfa holurnar niður og áður en við förum með borinn á holuna, munum við ganga úr skugga um að hún sé heil, en við höfum áður lent i því á holu 5, að þegar við vorum komnir með borinn á þá holu, þá reyndist hún hafa skekkzt svo, að það var ekkert hægt að gera Samhliða þessu viljum við svo auka mælingar á yfirborði jarðhita- svæðisins við Kröflu Jakob Björnsson sagði, að enn ætti að vera tími til að bora tvær holur í suðurhliðum Kröflu í sumar. „Fyrir vinnslu er það nauðsynlegt að finna betri svæði og því lengur, sem það dregst því verra". Borinn fór að Kröflu að ósk ráðuneytisins — En nú virðist af skýrslu dr Gunnars Böðvarssonar að hann setji fram nokkra gagnrýni á þá tækni sem beitt hefur verið við Kröflu „Ég tel nú ekki að hann hafi verið að gagnrýna okkar vinnuaðferðir. Hitt bendir hann réttilega á, að þegar við stóðum frammi fyrir því að fá niðurstöður, sem ekki hafa áður fengizt á háhitasvæði á íslandi. þá kallar það auðvitað á ný viðbrögð Þær tillögur okkar að fara á önnur svæði til gufuöflunar teljum við að sé að bregðast við þeim vanda, sem þarna er við að etja Við erum sam- mála meginhluta skýrslu dr. Gunn- ars, eins og fram kemur i okkar nýju Jakob Björnsson tillögum, en þess má geta til að sýna hversu einstakt vandamál við glím- um við, að þegar dr Gunnar kom hingað til lands, þá stakk hann upp á því að við hefðum samband við bandarískt fyrirtæki sem hefur sér- hæft sig í því að örva rennsli í olíu- og gasholum Við höfðum að vísu áður haft -sambandi við þetta fyrir- tæki í sambandi við bortæknimál en eftir ábendingu dr. Gunnars fóru tveir sérfræðingar frá okkur ásamt honum í þetta fyrirtæki Þá kom í Ijós, að þeir höfðu aldrei reynt sína tækni á jarðhitaholum og senmlega er nú staðreyndin sú, að reynsla í því að örva jarðhitaholur er hvergi í heiminum meiri en hér á íslandi. Að vísu höfðum við bara reynslu af lághitasvæðum". — Nú hafið þið að undanförnu verið að undirbúa borstæði í Hvít- hólum Þýðir það að þið hafið verið svo öruggir um að fá fé til frekari borana, að þið hafið lagt út í undir- búning án nokkurra fyrirheita? „Á sínum tíma var borinn fluttur að Kröflu að ósk iðnaðarráðuneytis- ins án þess að fé væri til borana Þetta hefðum við ekki gert upp á okkar eindæmi. Við bjuggum okkur svo undir að geta byrjað boranir á þeim tveimur svæðum, sem við lögðum til Það að við byrjuðum á Hvíthólasvæðinu, en ekki i suðurhliðum Kröflu, kom nú til af því, að ófært var að vinna á síðarnefnda staðnum vegna bleytu og einnig hefur náttúruverndarráð með hann að gera En okkur er ekkert að vanbúnaði nú að gera þar borstæði og þurfum þess vegna ekki að fara í Hvíthólasvæðið Ég veit að til frekari borana þarf fé, sem ekki er á fjárlögum, og skil að það geti reynzt erfitt að útvega það". — Nú hefur komið fram að fram- kvæmdir á síðasta ári fóru langt fram úr áætlunum. „Slíkt er nú ekkert einsdæmi hér á landi, þegar 30 — 40% verðbólga ríkir. En það er rétt að ýmsar tafir urðu á gufuveitunni í fyrrasumar og þvi færðist ýmislegt yfir á veturinn og erfiðari vinnuaðstöðu. sem gerði verkin dýrari Og svo bættist verð- bólgan við". Innstreymistregðan ekki af umbrotunum —■' Nú hefur sú skoðun komið fram að rétt sé að hætta fram- kvæmdum við Kröflu og bíða af sér umbrotin á svæðinu. „Ég sé nú ekki ástæðu til þess. Sumir vilja að visu setja árangurinn i samband við umbrotin, og það er greinilegt að breytingar á gufunni má rekja til þeirra. En þessar breyt- ingar á gufunni gera ekki annað en að draga úr afköstum véla Þetta trega innstreymi, sem er á svæðinu, telja hins vegar margir að engin ástæða sé til að setja í samband við umbrotin á svæðinu og það gefur þá ekki tilefni til að hætta framkvæmd- um vegna umbrotanna Hvað stöðvarhúsið varðar og vél- ar, þá stendur þarna fjárfesting upp á 7 — 8 milljarða Þetta er auðvitað í hættu og verður það áfram, hvort sem við borum eða ekki". Við höfum alltaf bent á áhættuna — Er það ekki að Ijúka öfugum enda fyrst að hafa stöðina fullbúna en enga gufu? „Við höfum alltaf bent á það, að þetta væri óvenjulegur framgangs- máti og að venjan væri sú, að búið væri að fá verulegan hluta gufunnar upp áður en farið yrði í stöðvarhús og vélar. Þegar um tvo aðila er að ræða, seljanda og kaupanda, hefur kaupandinn yfirleitt ekkert samþykkt fyrr en seljandinn hefur sannað að hann hafi gufu í höndunum. Þegar kaupandi og seljandi eru sami aðil- inn gegnir ef til vill eitthvað öðru máli. En á þetta höfum við bent og alltaf undirstrikað þá áhættu sem væri þvi samfara að fastsetja stöðvarhúsið sjálft áður en gufa til vikjunarinnar væri komin upp. Fyrst þegar talað var um Kröflu- virkjun, var rætt um 42 mánuði og þá héldum við, að fyrst ættum við að bora og svo yrði stöðvarhúsið byggt. En sennilega spilar margt inn í það, að stöðvarhúsið er nú risið áður en við höfum gufuna hand- bæra. Það má efalaust setja fram margs konar reikningsdæmi i þessu sambandi. en ekkert þeirra dregur úr áhættunni sem þessi framgangs- máti hafði í för með sér". Boranir eina leiðin til að kanna rennsli — Þannig að rannsóknir hafa þá ekki verið nægar? „Það er mjög takmarkað, hvað hægt er að rannsaka og alltaf álita- Framhald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.