Morgunblaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLl 1977 Ragnar Samúel Ketilsson -Minning F. 20.12.1957. D. 15.07.1977. Ragnar Samúel Ketilsson frændi minn, sem lést af slysför- um þann 15. þ.m., nitján ára að aldri, var fæddur á Isafirði þann 20:12. 1957. Þar bjuggu þá móður- amma hans og afi, hjónin Ragn- hildur Helgadóttir og Samúel Jónsson framkvæmdastjóri. Flest sín skólaár átti Ragnar Samúel heima á Strönd við Skóg- tjörn í Bessastaðahreppi á Álfta- nesi, þar sem margir af ættmönn- um hans i föðurætt hafa búið og sótt sjó mann fram af manni. A Nesinu gekk hann í barnaskóla og þaðan sótti hann menntaskóla, þar til á síðasta ári er foreldrar hans fluttu heimili sitt af Alfta- nesi í Breiðholt i Reykjavík. Kynni mín og minnar fjöl- skyldu af Ragnari frænda urðu nokkru meiri en af sumum öðrum mér jafnskyldum. Við hjónin og börn okkar áttum oft leið að Strönd og nutum þar ángæjulegs héimilislífs og fegurðar umhverf- is. Til að sefa sorg við sviplegt fráfall Ragnars Samúels leitar hugur minn þessa daga hvíldar við nokkrar minningar um þenn- an hugljúfa dreng, heimili hang og æskustöðvar. Það er mér minnisstætt frá barnaskólaárum Ragnars, að hann valdi sér viðfangsefni til skemmtunar sér, sem útheimtu meiri andlega framtakssemi, ein- beitni og þolinmæði, en títt var um jafnaldra hans. Hið sérstaka næði frá skarkala höfuðborgar- innar, sem enn er hægt að njóta úti á Alftanesi hefur eflaust haft hagstæð áhrif til slikrar tóm- stundaiðju. Um tólf ára aldur fékkst hann talsvert við ljóðagerð og skákiðkun. Á báðum þessum sviðum sýndi hann tilþrif, sem vöktu undrun og skemmtun hjá skyldfólki og vinum. Þegar leið að lokum menntaskólanáms hafði hugur hans um aillangt skeið beinst að blaðamennsku. Ég er viss um að hann hafði marga þá mannkosti, sem eru verðmætir fyrir það mikilsverða starf. Hann var ljúfur og nærgætinn og afar hjálpsamur yngri bræðr- um sínum, Kolbeini Jóni og Ölafi Brjáni. Með gæsku sinni og þolin- mæði var Ragnar Samúel samtaka foreldrum sínum og Kolla bróður sínum við að örva bata Öla Brjáns bróður síns, sem átt hefur við skerta heilsu að búa. Á menntaskólaárunum vann Ragnar Samúel yfir sumartímann hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur við fiskvinnslu og síðustu tvö sumur var hann togaraháseti. Þannig steig hann skrefin til manndóms í gagnlegu starfi bæði sumar og vetur. Það var því ástæða til að vera hreykinn af þessu góða fulltrúa íslenskrar nú- tímaæsku. Ég kveð hann bæði sem slíkan og sem ástkæran frænda og sendi fjölskyldunni og vinum samúðar- kveðjur frá okkur á Laugarásvegi 3. Ölafur Jensson + Eiginkona min og móðir okkar, EDITH DORITA SÖLVASON. lézt að Vifilsstöðum, þann 20 júli. Karl 6. Sölvason, og börn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför KRISTINS EIRIKSSONAR, Kelduhólum. Jón Kristinsson. Sigurður Kristinsson, Guðrfður Magnúsdóttir, Óskar Sigurðsson. + Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Hlaðbrekku 12. Sérstakar þakkir færum við Stjórn og starfsliði Hrafnistu Fyrir hönd ættingja. Magnús Geirsson + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar GUNNARS HERMANNSSONAR, skipstjóra Kristln Önundardóttir, böm. tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN V. HAFLIÐASON. frá Hellissandi. verður jarðsunginn fré Ingjaldshólskirkju. laugardaginn 23. júll kl. 2. Guðmundsina Sigurgeirsdóttir, Steinunn Kristjánsdóttir, Sigurður Guðnason, Guðrlður Kristjánsdóttir. Kristinn Guðmundsson, Kristfriður Krisjénsdóttir, Guðmundur Kristjónsson, Kristinn Hermannsson. Svava Sigmundadóttir. Ludy Ólafsdóttir, Steinþór Guðlaugsson, og barnaböm. Þessi elskulegi drengur fæddist á heimili okkar, Bjargi, ísafirði, 20. desember 1957, en foreldrar hans, Selma dóttir okkar og Ketill Jensson, voru komin i jólaheim- sókn frá Reykjavík. Fæðing hans varð mikil viðbót við jólagleði okkar allra og á þá gleði hafði síðan aldrei skuggi fallið. Hann var skirður á Bjargi og hlaut nafnið Ragnar SamúeJ í höfuð ömmu og afa. Ragnar Samúel var einstaklega vel gefinn — fjögurra ára gamall söng hann með fallegri söngrödd fjöldamörg kvæði, sem hann kunni utan að og sagði heilar barnasögur með skemmtilegum frásagnarhæfileika, svo unun var á að hlýða. Þegar hann varð eldri fékkst hann nokkuð við að semja eigin ljóð, sem hann handskrifaði i litlar bækur og i þeim varðveit- ist hluti af minningunni um þenn- an hugljúfa dregng, sem alis stað- ar kom sér vel í lífinu með prúð- mannlegri framkomu. Hann útskrifaðist fráMennta- skólanum við Tjörnina s.l. vor, en ætlaði í sumar að stunda sjó- mennsku á togaranum Ingólfi Arnarsyni og hafði farið með hon- um eina ferð. Daginn fyrir andlát- ið var hann á þönum við að ganga frá öllum sínum gögnum, til þess að innritast í Háskólann, þar sem hann hugðist nema heimspeki, ensku og bókmenntir, en hann hafði alla tið mikið yndi af iestri bóka og skipuðu fornbókmenntir okkar ríkan sess í huga hans. Siðasta kvöldið var hann stadd- ur, ásamt bróður sínum, Kolbeini og föður þeirra, að núverandi heimili okkar i Keilufelli 26, en móðir hans dvaldist í Hveragerði, ásamt yngsta syninum, Ólafi, þar sem hún á við veikindi að stríða um þessar mundir. Við áttum saman indæla kvöldstund og AÐALFUNDUR Félags dráttar- brauta og skipasmiðja var hald- inn 1 Reykjavfk fyrr í þessum mánuði. Jón Sveinsson formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar og minntist f upphafi fundar Marsellfusar Bernharðssonar, sem lézt fyrr á þessu ári, en hann var f stjórn félagsins og einn af forystumönnum f skipaiðnaði um áratuga skeið. Sfðan rakti for- maður það helzta sem gerzt hefur f málefnum skipaiðnaðar frá sfð- asta aðalfundi. I stjórn voru kosnir: Jón Sveinsson, Stálvík h.f., formaður, Gunnar Ragnars, Slippstöðin h.f., varaformaður, Guðmundur Marsellíusson, Marsellíus Bern- harðsson skipasmíðastöð h.f., Þórarinn Sveinsson og Þorgeir Jósepsson. Varamenn voru kosnir Þorbergur Ólafsson og Hall- grímur Skaftason. Skrifstofa félagsins er hjá Landssambandi iðnaðarmanna að Hallveigarstíg 1 í Reykjavík. Sigurður Ingvason skipatækni- fræðingur, sem lengi hefur starf- að við skipaiðnað f Svíþjóð kom á fundinn og flutti þar erindi, en Sigurður kom hingað til lands á vegum Iðnþróunarstofnunar Is- lands og félagsins. Sigurður vinn- ur nú að tillögugerð um uppbygg- ingu íslenzka skipaiðnaðarins og hefur hann að undanförnu ferð- Leiðrétting 1 SVARI Magnúsar Torfa Ólafs- sonar, sem birtist f Mbf. f gær, um álit hans á vaxtaaðgeróum og tak- mörkunum á þorskveiðum, urðu þau mistök, að ein setning var brengluð svo að hún varð óskiijanleg með öllu. Rétt er setningin þannig: „Meðan lánsfé gefur skuldara all- an arð og hann er tekinn af spari- fjáreigendum, er beinlínis ýtt undir verðbólgubrask, vanhugs- aða fjárfestingu og sukk í rekstri". Þá átti í fyrstu setningunni að sjálfsögðu að standa „neikvæðir vextir af sparifé og á almennum bankareikningum“. Mbl. biðst afsökunar á þessum mistökum. Ragnar mun ætið standa okkur fyrir hugskotssjónum, svo bjartur yfirlitum, þar sem hann ræddi framtíðina. Mennirnir ákveða, en guð ræð- ur og við verðum að fela okkur þeirri trú, að við fáum að hittast í landi eilífðarinnar. Við biðjum góðan guð að styrkja þá, sem sorg- in nístir sárast og launa þeim, sem sýnt hafa hlýhug sinn í þess- arri þungbæru raun. Okkar elsku Ragnar felum við almáttugum guði, en í hjörtúm okkar lifir dýrmæt minning um góðan og fallegan dreng. Ragnhildur Helgadóttir og Samúel Jónsson. Ég var harmi sleginn, er ég frétti að Ragnar frændi minn og vinur væri dáinn. Fráfall náins vinar, sem framtiðin blasti við, var óhagganleg staðreynd, sem azt um landið og heimsótt flestar stöðvanna. Greindi hann á fund- inum frá þeim helztu atriðum, sem í tillögugerðinni munu felast og ræddi um ástandið í þessum málum hér á landi i samanburði við önnur lönd, sem íslenzkur skipaiðnaður á í samkeppni við. Á fundinum voru samdar ýmsar ályktanir, til dæmis varðandi skipasmíðar og viðgerðir, um upp- byggingu skipaiðnaðar og um fræðslumál skipaiðnaðarins. enginn mannlegur máttur gat breytt. Ég var átta ára þegar Ragnar fæddist i næsta herbergi við mig á æskuheimili minu á ísafirði, og vist var það ævintýri fyrir lítinn dreng að fylgjast með fæðingu litla frænda, sem á næstu árum átti eftir að veita okkur öllum svo fallegar og ógleymanlegar minn- ingar. Ragnar varð snemma fluglæs, og engan hef ég þekkt, sem gat lesið eins mikið á eins stuttum tima og hann. Það sem meira var, hann las bækur, sem höfðu að geyma margvislegan fróðleik, sér- staklega mannkynssögu, og þegar hann varð læs á enska tungu, voru stórskáld hennar tekin fyrir. Oft lékum við okkur saman þeg- ar ég kom í heimsókn til Reykja- víkur með foreldrum minum og seinna, þegar ég, á fyrstu námsár- um mínum í Háskólanum, dvaldi margar helgarnar hjá Selmu syst- ur, Katli og strákunum á yndis- legu heimili þeirra á Álftanesi, urðu kynnin nánari, því að fyrr en varði var litli frændi orðinn stór, og aldursmunur, sem í fyrstu virtist svo mikill orðinn svo litill. Ragnar útskrifaðist frá Mennta- skólanum við Tjörnina síðast liðið vor og vann við sjómennsku i sumar. Hann var nýbúinn að inn- rita sig í Háskóiann og skipu- leggja næsta vetur bjartsýnn og glaður. Megi góður guð varðveita elsku frænda og geyma og veita foreldr- um hans og bræðrum, og öðrum ættingjum og vinum, styrk i þeirra miklu sorg. Minningin um góðan dreng lif- ir. Sammi fjrændi. Kveðja frá bekkjarsystkinum Vort líf er svo rfkt af Ijóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá. og húmið hlvtur að dvína, er hrynjandi geislar skfna. Vor sál er svo rfk af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó ævin sem elding brjóti, guðs eilffð blasir oss móti. Vort hjarta er svo rfkt af hreinni ást, að hugir f gegnum dauðann sjást. —Vér hverfum og höldum vfðar, en hittumst þó aftur — sfðar. (Jóhannes úr Kötlum) Við, bekkjarsystkin Ragnars í Menntaskólanum við Tjörnina, vottum aðstandendum og ástvin- um hans okkar dýpstu samúð. Við munum ætið minnast hans sem hins bezta félaga og vinar. 4-A SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég er táningur og vill vera kristin, en ég vil lfka vera þannig, að piltunum Iftist vel á mig. Hvernig get ég orðið vinsæl án þess að vfkja út af veginum? Skapgerð stúlkunnar er það, sem ætíð skiptir mestu máli, þegar venjulegur piltur hrífst af stúlku. Og það er enginn árekstur á milli heilsteyptrar skapgerðar og kristindóms. Ef þú þarft að víkja út af veginum til þess að afla þér vinsælda, þá eru vinsældirnar of dýru verði keyptar. Það getur verið gaman að vera vinsæll, en það varir ekki lengi. Væri ég í þinum sporum, mundi ég sækjast eftir því, sem varir. í hverri viku fæ ég bréf frá unglingum, sem hafa brugðizt hugsjónum sínum, og afleiðingarnar hafa orðið skelfilegar. Þeir eru fáir, sem eiga aðdáun allra, og við drögum yfirleitt dám af þeim, sem við umgöngumst. Vandaðu því valið, þegar um vini þína er að ræða, en farðu þó ekki eftir mannvirðingum. Einhver hefur sagt, að aðeins eitt sé verra en að vera einn og það sé að vera ekki með réttu mann- eskjunni. Veldu þér félaga af nákvæmni og í bæn. Kristinn æskumaður hefur köllun til þess að vera „öðru vísi en aðrir“, að „bera af“ öllum fjöldanum. Þegar rétti pilturinn þinn fær einlægan áhuga, þá felur hann þig. Hvað sem því líður, þá segir Guð síðasta orðið um val eiginmanns, það er í hans hendi. Treystu honum, og þú eignast óumræðilega lífsgleði. „Fel Drottni vegu þlna og treystu honum, hann mun vel fyrir sjá“. (Sálm. 37,5). Frá aðalfundi Félags drátt- arbrauta og skipasmiðja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.