Morgunblaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JOLI1977 Gunnar Austfjörð fótbrotnaði illa GUNNAR Austfjörð, hinn sterki leikmaður Þórs frá Akureyri, fótbrotnaði á æf- ingu með liði sfnu á þriðju- dagskvöidið. Gunnar hefur verið styrkasta stoð Þórsliðs- ins undanfarin ár og óhætt er að fullyrða að án hans væri Þórsliðið ekki það sem það er í dag. Mun Gunnar hafa runnið til á æfingunni á þriðjudaginn með þeim afleiðingum að báð- ar pfpur f hægri fæti brotnuðu. Var Gunnar á sléttbotna skóm, en knattspyrnumönnum er bannað að æfa á takkaskóm á grasvellinum á Akureyri. KOK-GOLF UM HELGINA fer fram á Grafarholts- velli hið svokallaða Coca-Cola mót i golfi. Leiknar verða 36 holur á laugardag og á sunnudag. þ.e. 18 holur hvorn dag. bæði með og án forgjafar. Verðlaun i móti þessu eru gefin af verksmiðjunni Vifilfell h.f. Mót þetta gefur stig til landsliðs og er eina stigamótið sem fram fer i Grafarholti i sumar, fyrir utan Is- landsmótið. Búizt er við mikilli þátt- töku, þar sem nú er aðeins rúmlega hálfur mánuður þar til íslandsmótið hefst. Ræst verður út frá kl. 10.00 f.h. en rástimar fyrir sunnudag verða gefnir upp á laugardagskvöld. Þátt- töku má tilkynna i sima 84735. Glæsileg frammistaða íslenzkra handknattleiks- ungmenna í móti í Danmörku Asgeir Þ. Eirfksson. ÍSLENZK handknattleiksungmenni sem tóku þátt i svokallaðri „Freja World Cup" keppni sem fram fór i Danmörku nýlega stóðu sig þar af mikilli prýði. og af umsögnum danskra blaða má marka að fslend- Asgeir náði góðum ár- angrí á Norðurlandamótinu ingarnir hafa vakið mikla athygli fyr- ir getu sina. Tveir flokkar sigruðu i móti þessu og sá þriðji komst i úrslit, en þátttakendur i móti þessu voru frá Danmörku, Noregi, Sviþjóð, Sviss og Vestur-Þýzkalandi. auk fs- lendinganna. fslenzku ungmennin fóru utan 10. júli sl. og héldu þá til Randers á Jótlandi. þar sem dvalið var meðan á Danmerkurförinni stóð. Liðin sem fóru héðan voru 2. og 4. flokkur Fram, 2. flokkur karla frá Ung- mennafélagi Njarðvíkur, 2. flokkur karla úr fR, 3., 4. og 5. flokkur karla frá FH og einnig voru kvennaflokkar frá FH og Val. fslenzku liðin hófu keppni 11. júli og fóru leikar svo að þrjú þeirra komust i úrslit. Fimmti flokkur FH keppti til úrslita við lið Hobro frá Finnlandi og urðu úrslit þau að finnska liðið sigraði eftir framlengd- an leik 16—12. f þessum leik var dómarinn afar óhagstæður FH- ingum og réði það raunar úrslitum i leiknum. i 4. flokki kepptu Framarar við norska liðið Kristianssand, og segja Framhald á bls. 21 GISLIHEIÐ- URSGESTUR FORSETI Iþróttasambands Austur-Þýzkalands, Manfred Ewald, hefur boðið Gísla Hall- dórssyni, forseta ISl, sem heiðursgesti til mikillar íþrótta- hátíðar í Leipzig dagana 25.—31. júlí n.k. Iþróttahátið þessi nefnist „The Vith Sport and gymnastic festival and children and youth spartakiad" og er gert ráð fyrir 61 þúsund þátttakendum í 20 íþróttagreinum, auk dansflokka og hljóðfæraleikara er fram koma á hátíðinni. ÞRlK fslenzkir piltar tóku þátt f Noróurlandameistaramóti ung- linga f fjölþrautum sem fram fór f Svfþjóð um síðustu helgi. Stóðu þeir sig allir mjög þokkalega, sér- staklega þó Ásgeir Þ. Eiríksson, sem varð f sjöunda sæti í keppn- inni og hlaut 6.406 stig. Hinir fslenzku keppendurnir Þorsteinn Þórsson og Öskar Thorarensen höfnuðu f neðstu sætunum og hlaut Þorsteinn 6112 stig og Ósk- ar 5857 stig. Árangur íslenzku piltanna i ein- stökum greinum var sem hér seg- ir: 100 metra hlaup: Öskar 11.8 sek., Asgeír 12.3 sek., og Þor- steinn 12.4 sek.; langstökk: Öskar 6.23 m,, Þorsteinn 5.77 m og Ás- geir 5.57 m.; kúluvarp: Ásgeir 14.86 m., Þorsteinn 13.67 m., Ósk- ar 12.60 m.; hástökk: Þorsteinn l. 88 m., Ásgeir 1.79 m., Óskar 1.61 m. ; 300 metra hlaup: Óskar 38.0 sek., Þorsteinn 39.5 sek. og Ásgeir 40.0 sek.; 110 metra grindahlaup: Þorsteinn 16.6 sek., Ásgeir 16.7 sek., og Óskar 17.5 sek,, kringlu- kast: Asgeir 42.80 m., Óskar 39.66 m., Þorsteinn 39.00 m; Stangar- stökk: Asgeir 3.70 m., Þorsteinn 3.20 m., Óskar 3.20 m; Spjótkast: Asgeir 53.56 m., Oskar 46.68 m., og Þorsteinn 43.12 m. 1000 metra hlaup: Ásgeir 2:55.0 mín., Þor- steinn 2:55.5 m., og Óskar 3:09.1 Sigurvegari í þessum flokki varð Martin Nilsson frá Svíþjóð sem hlaut 7.205 stig. í öðru sæti varð Guðmund Olsen frá Noregi með 6919 stig og þriðji varð Timo Kuusisto, Finnlandi með 6838 stig. 1 yngri flokknum, en i honum var enginn íslenzkur þátttakandi sigraði Henrik Petersen, Dan- mörku, hlaut 6928 stig, og í fimmtarþraut kvenna, yngri flokki, sigraði Randi Nilsen, Nor- egi með 3815 stig og í eldri flokki Susanne Lorentzon frá Svíþjóð sem hlaut 3859 stig. Engin islenzk stúlka keppti í mótinu. 4. flokkur Fram er sigraði f mðtinu Aðalhluti meistaramóts Þátttakendur tslands f Stoke-Mandeville-leikunum ásamt nokkrum forystumönnum fþróttahreyfingar- innar og f samtökum öryrkja. AÐALHLUTI meistaramðts ts- lands f frjálsum fþróttum fer fram á Laugardalsvellinum dag- ana 6.—8. ágúst n.k. Mótið er að þessu sinni f umsjá frjálsfþrótta- deildar KR, en þátttökutilkynn- ingar þurfa að berast skriflega í pósthólf 109 (FRÍ) fyrir 30. júlf n.k. ásamt 100 kr. þátttökugjaldi fyrir hverja grein. Til þess að öðlast þátttökurétt i meistaramótinu þurfa keppendur að hafa náð ákveðnum lágmörk- um, en keppnisgreinar verða eftirtaldar: (Lágmörk fyrir hverja grein eru í sviga). Laugardagur 6. ágúst: — Karlar: 200 metra hlaup (24.2), kúluvarp (13.00), hástökk (1.70), 800 metra hlaup (2.10.0), spjótkast (50.00), langstökk (6.25), 5000 metra hlaup (ekki lágmark), 400 metra grindahlaup (63.0) og 4x100 metra boðhlaup. Laugardagur 6. ágúst — Konur: 100 metra grindahlaup (18.0), 200 metra hlaup (29.0), 800 metra hlaup (ekki lágmark) hástökk (1.35), kúluvarp (8.80) og spjót- kast (27.00). Sunnudagur 7. ágúst — Karlar: 100 metra hlaup (11.6), stangar- stökk (3.10), kringlukast (38.00), 1500 metra hlaup (4.40.0), þrí- stökk (13.00), 110 metra grinda- hlaup (17.5), 400 metra hlaup (55.0) og 4x400 metra boðhlaup. Sunnudagur 7. ágúst — Konur: 100 metra hlaup (13.8), 400 metra hlaup (66.0), 1500 metra hlaup (ekki lágmark), 4x400 metra boð- hlaup, kringlukast (26.00) og langstökk (4.70). Mánudagur 8. ágúst: 3000 metra hindrunarhlaup (ekki lágmark), fimmtarþraut (ekki lágmark). FIMM FATLAÐIR KEPPA í ENGLANDI FIMM tslendingar munu taka þátt f hinum svonefndu Stoke- Mandeville-leikum, sem fram fara árlega og verða f samnefnd- um bæ f Englandi dagana 24. júlf til 31. júlf. 1 móti þessu hefur aðeins lamað fþróttafólk þátt- tökurétt, en þátttakendafjöldi f þessu móti hefur verið mjög mik- iII undanfarin ár, og keppendur komið vfðs vegar að. Má segja að þarna sé um heimsleika að ræða. Keppendur lslands á móti þessu verða eftirtalin: Elsa Stefánsdóttir sem keppir f borð- tennis; Guðný Guðnadóttir sem keppir í borðtennis; Arnór Pét- ursson sem keppir í spjótkasti, lyftingum og borðtennis; Viðar Guðnason sem keppir i lyftingum og borðtennis og Hörður Barðdal sem keppir í sundi, 100 metra frjálsri aðferð og 100 metra bak- sundi. Fararstjóri verður Páll B. Heígason, orku- og endurhæfing- arlæknir, og honum til aðstoðar verður Magnús B. Einarsson, læknir, sem leggur stund á fram- haldsnám í enduri Noregi. Þjálfarar verða íþróttakennar- arnir Július Arnarson, Reykjavík, og Magnús H. Ólafsson frá Akur- eyri. ÍSl mun greiða 80% af kostnaði við þátttökuna og Íþróttfélag fatl- aðra i Reykjavík 20%. Gáfu 1 milljón króna Þess má geta að nýlega afhentu félagar úr Lionsklúbbi Reykja- víkur Iþróttafélagi fatlaðra í Gfsli Halldórsson forseti lSt og formaður Lionsklúbbs Reykja- vfkur á sf. starfsári, afhendir for- manni tþróttafélags fatlaðra, Arnóri Péturssyni sparisjóðsbók með 1 milljón króna. Reykjavik eina milljón króna að gjöf og skal verja upphæðinni til uppbyggingar á iþróttasvæði fyrir fatlaða, sem áformað er að komi á lóð Sjálfsbjargarhússins við Há- tún 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.