Morgunblaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 32
Al (iLYSlNíiASÍMINN EK: 22480 |tlor0imT)Tnt)ií> AUÍiLÝSINGASÍMINN ER: 22480 2W»r0«tibTní)it> FÖSTUDAGUR 22. jULl 1977 Bændur í heyönnum: „Þessir dagar biarga miklu” ÞAÐ sem af er þessari viku hafa bændur um allt land getað unnið að heyskap án truflunar af óþurrki. Margir bændur höfðu slegið töluvert f fyrri viku, og jafnvel fyrr, en ekki náð því inn. Hafa bændur nú náð þessum heyjum inn auk þess, sem margir hafa slegið meira. Hefur þannig náðst inn verulegt hey þessa daga. A Suðurlandi hafa bændur þó farið sér varlega með að slá mikið þar sem ekki hefur verið sýnt hvort áframhald verður á þurrkinum. Úrkomulaust var um land allt f gær nema hvað hita- skúrir komu á einstaka stað f Borgarfirði, skúrir voru sunnan til á Austfjörðum, þoka nyrzt á Vestfjörðum og þokuslæðingur á annesjum f Húnavatnssýslum. Spáð er austan átt áfram og skýj- uðu veðri og jafnvel vætu á Suð- Austurlandi og vestur með suður- ströndinni. Sólarlftið verður sunnanlands en léttskýjað fyrir norðan. Að sögn veðurfræðings gæti þurrkurinn staðið f nokkra daga nema úrkoma yrði e.t.v. á austanverðu landinu. Bændur í Borgarfirði voru lítið komnir á stað með heyskap þar til stytti upp eftir helgi og horfði verr með heyskap hjá þeim en tvö undanfarin óþurrkasumur vegna bleytu i túnum. A þriðjudag stytti upp og á miðvikudag hirtu bænd- ur það fyrsta. I gær héldu menn áfram að hirða og slá. Sömu sögu er að segja annars staðar af Vesturlandi og Vestfjörðum nema hvað þar voru einstaka bændur búnir að ná verulegu í súrhey. 1 Húnavatnssýslum var ástand- ið einnig orðið slæmt en þar kom ekki góður þurrkur fyrr en á mið- vikudag. Frekar kalt var þó i veðri og út á nesjum var þoku- slæðingur. Bændur í Skagafirði hafa verið önnum kafnir við hey- skap frá þvi á þriðjudag en áður höfðu menn þar náð inn litlu sem engu þurrheyi. Heldur lakari þurrkur var út með ströndinni en inn til dala. Sömu sögu er einnig að segja úr Eyjafirði og Þing- eyjarsýslum, en þar byrjaði hey- skapur ekki að marki fyrr en nú eftir helgina. Á Austurlandi eru bændur mjög mislangt á veg Framhald á bls. 19 Bændur hafa keppzt við að koma heyi inn sfðustu daga, bæði hafa bændur hirt það sem legið hefur flatt f rigningunum að undanförnu og slegið nýtt. Ljósm. Mbl. RAX. Skattskráin í Reykjavík lögð fram í dag: Heildargjöld 39 milljarðar — 25.82% hækkun milli ára — Ingólfur Guðbrandsson ber hæst gjöld einstaklinga Bóndi á Héraði: „Slæ það síðasta í kvöld” — ÉG ER að slá það sfðasta hjá mér f kvöld og ef allt geng- ur að óskum ætti allt að verða komið f hlöðu á mánudag, sagði Sigurður Karlsson, bóndi á Gunníaugsstöðum f Valla- hreppi á Héraði, er blaðið ræddi við hann f gærkvöldi. Hann var þá f þann veginn að ljúka við að slá um 3 hektara svæði og var það jafnframt það sfðasta sem hann slær í fyrri- slætti f sumar. 1 allt eru túnin hjá Sigurði um 25 hektarar en hann stundar blandaðan bú- Framhald á bls. 18.' □ □ Sjá miðopnu blaðsins □ □ ALLS nema álögð gjöld í Reykja- vfk f ár tæplega 40 milljörðum króna, en skattskrá Reykjavfkur er lögð fram f dag. Hækkunin á milli ára nemur 25.82%, en álögð gjöld f Reykjavfk á sfðasta ári voru rúmlega 31 milljarður. Af einstaklingum ber Ingólfur Guð- brandsson, forstjóri Ferðaskrif- stofunnar (Jtsýn, mest gjöld, eða alls 25.657.974 krónur. Guðmund- ur Þengilsson, múrarameistari, Depluhólum 5, er annar I röðinni með 24.233.351 krónu. Af fyrirtækjum greiöir Sam- band íslenzkra samvinnufélaga mest heildargjöld, eöa tæplega 192 milljónir króna. Olíufélagið hf. greiðir 129 milljónir og Flug- leiðir 103 milljónir króna. Oliufél- agið hf. greiðir mestan tekjuskatt, 33 milljónir • króna. Sambandið greiðir mest í eignaskatt, 28.3 milljónir, og sömuleiðis mest í SR á Siglufirði: Nýju loðnudælum- ar kosta t ii.'ílR var lokið við að mestu að setja hinar nýju löndunardælur Sfldarverksmiðju rfkisins upp á Sigiufirði, en eins og Mbl. skýrði frá f gær, þá eru þetta svokallaðar þurrdælur, sem Myrnenverk- smiðjurnar f Noregi hófu fram- leiðsiu á á s.l. ári. ión Reynir Magnússon.fram- kva>' idastjóri SR, sagði í viðtali v!<> •' bl.f gær, að nýju dælurnar va>i mjög dýrar og með aðflutn- ing jöldum, sem væru alls 42% af kostnaðarverði, kostaði hvor dæla um 10 millj. kr. eða samtals 20 millj. 20 millj. kr. Þá sagði hann, að gert væri ráð fyrir að hvor dæla af- kastaði 180 lestum af loðnu á klukkustund og í framtíðinni, ætti að dæla loðnunni beint í þrær með þeim. Það hefði litil- lega verið reynt í gær, en ekki gengið nógu vel, þar sem slöng- urnar, sem notaðar voru, hefðu gefið sig. Væri nú beðið eftir nýjum slöngum erlendis frá sem reyndar hefði seinkað í af- greiðslu. Á meðan svo væri yrði loðnunni dælt beint uppí vogirnar og sfðan flutt með gömlu færi- böndunum í þrærnar. aðstöðugjald, tæplega 90 milljónir króna. Það er Afengis- og tóbaks- verzlun ríkisins, sem greiðir mest í söiugjald fyrir síðasta ár, 1.7 milljarða, og sama stofnun greiðir mest fyrirtækja í Reykjavik í landsútsvar, 308 milljónir króna. í Reykjavík er í ár lagt á 44.821 einstakling og heildargjöld þeirra eru 12.460.791.249 krónur. Per- sónuafsláttur til greiðslu útsvara er kr. 362.764.078 til 13.730 gjald- enda. Barnabætur fá 12.690 gjald- endur og nema þær 1.350.862.508 kr. Hæstu gjöd einstaklinga í Reykjavik i ár eru 5.549.175.800 í útsvar og 5.042.997.561 i tekju- skatt. 2-10% lækkun á unnum kjötvörum Verðlagsnefnd hefur sam- þykkt að lækka verð á unnum kjötvörum, og mun vcrðlags- skrifstofan væntanlega til- kynna þetta nýja verð i dag. Samkvæmt upplýsingum verðlagsstjóra hefur við ákvörðun hins nýja verðs verið tekið tillit til hækkunar svina- og nautakjötsverðs fyrr á ár- inu, og einnig til kauphækk- ana vegna nýgerðra kjara- samninga, en á móti hafa kom- ið auknar niðurgreiðslur. Þetta hefur í för með sér, að sögn verðlagsstjóra, að verð á áleggi og unnum kjötvörum lækkar á bilinu frá 2—10% en verðlækkun á einstökum vör- um verður auglýst i dag, eins og áður segir. Á skrá yfir félög í Reykjavik eru 2.935 félög og er samanlögð álagning á félög í Reykjavík í ár 4.560.290.236 krónur. Hæstu liðir eru tekjuskattur sem nemur 1.599.415 krónum og aðstöðu- gjald, sem nemur 1.327.991.600 krónum. Heildargjöld i Reykjavik eru 39.085.567.171 króna. Ólafsvík: Maður í gæzluvarð- hald vegna meintra kynferðisafbrota RANNSOKNARLÖGREGLA rfk- isins hefur nú til rannsóknar mál fimmtugs manns f Ólafsvfk, sem hefur verið kærður fyrir kyn- ferðisafbrot gagnvart litlum stúlkum f Ólafsvfk. Rannsóknarlögreglunni barst ósk um rannsókn málsins frá sýslumanni Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu fyrir síðustu helgi, en embætti hans hafði feng- ið ítrekaðar kærur um framferði mannsins. Var maðurinn sóttur til Ólafsvikur og hefur hann verið úrskurðaður i allt að 30 daga gæzluvarðhald á meðan rannsókn fer fram í máli hans. Samkvæmt upplýsingum Hallvarðs Einvarðs- sonar rannsóknarlögreglustjóra er rannsóknin á frumstigi og því ekki hægt að skýra nánar frá málavöxtum. Slysið í súrheysgryfjunni: Kolsýringseitmn og súrefnisskortur lík- lega dánarorsökin TVEIR sérfræðingar frá Rann- sóknarstofnun iðnaðarins voru kvaddir til mælinga að Egils- staðakoti f Villingaholtshreppi vegna hins sviplega slyss á mið- vikudaginn, þegar 10 ára drengur lét þar Iffið f súrheysgryfju. Sérfræðingarnir voru Hörður Þormar og Helgi Jónsson og sagði Hörður í viðtali við Mbl. í gær- kvöldi, að bráðabirgðaniðurstaða Framhald á bls. 18..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.