Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1977 19 Sjávarafurðadeild Sambandsins: r U tflutnings veltan jókst um 65,5% fyrstu 6 mánuðina FYRSTU sex mánuði þessa árs jókst útflutningsvelta Sjávaraf- urðadeildar Sambandsins um 65,5%. Veltan varð nú 6.730 millj- ónir króna, en á sama tímabili s.l. ár var hún 4.066 millj. kr. Nýútkomnar Sambandsfréttir hafa eftir Sigurði Markússyni framkvæmdastjóra, að af heildar- útflutningi deildarinnar væru frystar afurðir langstærsti hlut- inn, eða um 60 af hundraði. Lýsi og mjöl væru um 33%, en afgang- urinn ýmsar aðrar afurðir, svo sem söltuð hrogn og skreið. Segir Sigurður að þessi aukning á útflutningsveltu deildarinnar sé að langmestu leyti til komin vegna aukningar í mjöli, bæði að því er varðar magn og verðmæti. 14 stiga hækkun VÍSITALA byggingarkostnaðar hefur hækkað um 14 stig; úr 138 i 152 stig, vegna áhrifa nýrra kjara- samninga í sumar, segir I frétt frá Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins. Sænskar handíðir á Tálknafirði IIÍ:R á landi dvelja nú 22 sænskir handíðakennarar og nemendur frá fræðslusam- bandi sænsku kirkjunnar (SKS). Munu þeir efna til nám- skeiðs I handíðum hérlendis og verður það að þessu sinni úti á landsbyggðinni, eða á Tálkna- firði, dagana 3.—10. þessa mán- aðar. Ilópur þessi er hingað kominn fyrir tilstuðlan Sigrún- ar Jónsdóttur, en henni var á sl. ári boðið á vegum samtakanna til Svfþjóðar að sýna verk sfn. Sýndi Sigrún þá verk sfn I Stokkhólmi. Ilárnösand og Vásterás. Námskeiðið sem þessi hópur frá SKS efnir til á Tálknafirði er að sögn Sigrúnar Jónsdóttur fyrsta námskeið sinnar tegund- ar hérlendis. Sagði Sigrún það einsdæmi að kenriarar og nem- endur á námskeiði væru bein- linis fluttir inn til landsins til að íslendingar gætu orðið með- al þátttakenda. Sjálf hefur Sig- rún þó verið með námskeið svipaðrar tegundar bæði á höf- uðborgarsvæðinu og úti á landi, og hefur hún m.a. verið með slík námskeið á Tálknafirði. 1 spjalli við Ullu Littgren, forsvarskonu sænska hópsins, kom fram að námskeiðinu á Tálknafirði yrði gefið einkenn- isheitið „Lifið og skapið“. Sagði Ulla að reynt yrði að fá þátttak- endur til að sækja fyrirmynd- irnar sem mest í náttúru Is- lands, og vinna þær síðan i tau- þrykk, batik eða keramikk. í spskonar hópur frá íslandi sæki Svia heim á næsta ári. Maður slasast í umf er ðarslysi Akureyri 3. ágúst BRONCO bíll meó sex manns valt út af veginum skammt norðan við Geldingsá í morgun kl. 10.25. Lög- regla og sjúkralið frá Akureyri komu fljótlega á vettvang. Öku- maður bflsins var þá skorðaður f bflnum, hafði festst milli stýris- ins og þaks bflsins, en það lagðist inn þegar bílnum hvolfdi. Öku- maður mun vera allifiikið slasað- ur og verður fluttur með flugvél til Reykjavíkur í kvöld. Bróðir hans meiddist á hálsi og tvær konur f bflnum fengu taugaáfall. Tvö börn, 5 og 3 ára, meiddust hins vegar ekkert. Bfllinn er afar illa farinn. Þar sem slysið varð er vegabrún ekki há, en hins vegar er vegurinn mjór og krókóttur. Sv.P. Erfitt Sigrún Jónsdóttir heldur um þessar mundir sýningu á 13 verkum sfnum, f sambandi við ráðstefnuna Nordisk kristenhet f samtidens miljö sem fram fer f Norræna húsinu 3.—5. ágúst. Sýnir Sigrún þar ýmsa kirkjuiega muni sem hún hefur unnið á undanförnum árum, en á þessari mynd RAX er Sigrún við eitt nýrri verka sinna. Nýtt gallery NÝTT gallery var opnað 2. júlí s.l. Aðstandendur þessa gallerys eru nokkrir ungir menn sem hafa að- stöðu að Drápuhlíð 40. Nú þegar hafa verið tvær sýningar hjá þeim. Einnig er í bígerð hjá þess- um ungu mönnum að standa fyrir kvikmyndasýningum og fleiru. að halda vegum við — JU, ÞAÐ er rétt að við höfum fengið kvartanir um slæma vegi víðs vegar af landinu að undan- förnu, en í þeirri tfð sem verið hefur f sumar, hefur verið erfitt að halda vegum góðum, sagði Snæbjörn Jónasson vegamála- stjóri f samtali við Mbl. f gær. Snæbjörn sagði að á Ausfjörð- um og Norð-Austurlandi hefði lít- ið rignt og því ekki verið hægt að hefla. Þar væru vegir því almennt mjög þurrir og harðir. Á Suður- og Vesturlandi hefði hins vegar verið mikil úrkoma, og vegir strax hlaupið i holur um leið og búið væri að hefla. Börkur búinn að landa 3200lestum af kolmunna Þessi hressi og myndarlegi hópur kanadfskra ungmenna á mynd Emilíu leit við á rit- stjórn Morgunblaðsins nýlega. Kynntu þau sér starf blaða- manna og hvernig blað er unn- ið f dag. Sexmenningarnir eru allir af íslenzku bergi brotnir og kunnu svolftið fyrir sér f íslenzku, en fslenzkuna kváð- ust þau hafa numið f kvöld- skólum. Krakkarnir tjáðu Morgun- blaðsmönnum að þau hefðu verið hér á landi frá miðjum júlí og kynnt sér land og þjóð. Kváðust þau vera mjög hrifin af móttökunum sem þau hefðu fengið, en einmitt rétt eftir að þau heimsóttu Mbl. áttu þau að vera mætt í hádegisverðar- boði Menntamálaráoherra. Öll eru ungmennin á 18. ári nema karlmaðurinn f hópnum, Dar- ryl Björnsson frá Winnipeg, sem er 14 ára. Darryl er fyrir miðju í aftari röð á myndinni. Honum á hægri hönd er Tannis Gutnick frá Calgary og á vinstri hönd Colleen Fjeld- sted frá Gimli. Frá vinstri í fremri röð eru Susan Cmikie- wicz frá Selkirk, Sandra Mar- tin frá Gimli og Sharon Bach- man frá Lundar. BÖRKUR NK landaði 850 lestum af kolmunna f Neskaupstað f fyrradag og var þar með búinn að landa alls 3200 lestum af kol- munna frá því að skipið hóf kol- munnaveiðarnar úti fyrir Aust- fjörðum fyrir röskum tveimur vikum. Ekki var ákveðið hvort Börkur héldi áfram á kolmunna- veiðunum eða færi til loðnuveiða þegar hann fór út á ný. Jóhann K. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri útgerðar Sildar- vinnslunnar h.f. í Neskaupstað, sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að Víkingur, sem einnig hefði verið kominn til kolmunna- veiða, væri nú hættur aftur og kominn á loðnumiðin, og það væri mjög erfitt fyrir eitt skip að stunda þessar veiðar, þar sem allt- af þyrfti að byrja leit þegar skipin kæmu á miðin eftir löndun og færi því mikill tími til spillis. Annars sagði Jóhann að ekki væri hægt að segja annað en að þessar veiðar hefðu gengið þolanlega það sem af væri. Vestmannaeyjabátarnir Bjarnarey og Bylgja, sem nú stunda kolmunnaveiðar með tvi- Á MEÐAN þjóðhátíð Vestmanna- eyja stendur dagana 4. til 8. ágúst verða Flugleiöir með 40 ferðir milli lands og Eyja. Segir í frétt frá Flugleiðum, að flognar verði fjórar ferðir á dag til Vestmanna- lembingstrolli, voru inni á Seyðis- firði í gær, þar sem verið var að gera ýmsar breytingar um borð í bátunum, þá var einnig bræla á miðunum úti fyrir Austfjörðum i gær. rniUi Eyja eyja samkvæmt áætlun og fimmtudaginn 4. ágúst verði farn- ar þrjár aukaferðir eða samtals sjö feröir. Föstudaginn 5. ágúst verða farnar 11 ferðir og á laugar- dag 6 ferðir, á sunnudag 11 ferðir og sex ferðir verða á mánudag. 40 ferðir lands og Sala að hefjast á spariskír- teinum fyrir 1100 millj. Á MORGUN, föstudag, hefst sala spariskfrteina rfkissjóðs 2. fl. 1977, samtals að upphæð 1.100 milljónir króna. 1 frétt frá Seðla- bankanum segir, að útgáfan bvgg- ist á fjárlagaheimild og heimild um útgáfu spariskfrteina f stað þeirra sem innleyst hafa verið, að viðbættri verðlagsuppbót. Kjör skirteinanna eru hin sömu og undanfarinna flokka. Höfuð- stóll og vextir eru verðtryggðir miðað við breytingar á bygginga- visitölu. Skírteinin eru bundin fyrstu fimm árin, en frá 10. sept- ember 1982 eru þau innleysanleg hvenær sem er næstu fimmtán árin. Skírteinin, svo og vextir af þeim og verðbætur, eru skatt- frjáls og framtalsfrjáls á sama hátt og sparifé. Skírteinin eru gefin út í þrem- ur verðgildum, 10.000, 50.000 og 100.000 krónum og skulu skráð á nafn með nafnnúmeri eigenda. Mikrn afli á Siglufirði Siglufirði 2. ágúst SIGLUVÍK landaði hér í gær 150 lestum af góðum fiski. Togarinn var við þorskveiðar í siðustu viku, en hættir nú og verður í slipp á Akureyri í þessari viku. Þá er Dagný væntanleg með 200—210 lestir af fallegum þorski. Mjög mikil atvinna er nú hér i frystihúsunum og vantar fólk til starfa, enda allt fullt af fiski. — mj. Ekki sézt síðan 25. júlí s.l. LÖGREGLAN í Reykjavik hefur lýst eftir 21 irs gömlum manni, Arinbirni Þór Pálmasyni, sem hvarf frá Kleppsspítalanum mánudaginn 25. júli s.l. og hefur ekkert spurzt til hans siðan eða í 10 daga. Arinbjörn er ljósskolhærður, með hrokkið hár, grannvaxinn, u.þ.b. 185 cm á hæð. Þegar hann hvarf var hann klæddur i bláar gallabuxur, mosagræna nælon- úlpu, blámynstraða skyrtu og gula strigaskó. Þeir sem kynnu hafa séð til ferða Arinbjarnar siðan hann hvarf eru vinsamlegast beðnir að láta lögregluna vita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.