Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. AGUST 1977 25 Anna Jónsdóttir fyrr- verandi skólastjórafrú Anna Jónsdóttir er horfin „yfir hafiö mikla“. Hún andaðist á ein- um sólbjartasta degi sumarsins, 24. júli siðastliðinn. Það er tákn- rænt fyrir hennar líf að kveðja þ'egar morgunsólin i júlí var að risa upp, vegna þess að Anna var sumarsins barn sem elskaði sól og blóm. Andlát Önnu kom vinum henn- ar mjög á óvart, enda kvaddi hún íífið eftir skamma legu á sjúkra- húsi. Það væri mér um megn að lýsa uppruna Önnu og bernsku, ef ekki væri stödd hjá mér kona, þegar ég rita þessar linur, sem þekkti hana frá blautu barns- beini, eða síðan hún var á fjórða ári. Þessi kona er Guðriður Jóns- dóttir frá Sunnuhvoli á Stokks- eyri. Þegar Anna var á fjórða ári, fluttist hún með foreldrum sínum frá Brautarholti á Kjalarnesi að Sólbakka á Stokkseyri, en þá réð- ist Guðríður til foreldra hennar, tíu ára gömul, til að gæta Sólveig- ar systur Önnu, sem þá var á fyrsta ári. Guðríði er í fersku minni hve systurnar voru bjartar yfirlitum og foreldrarnir gjörvu- legir. Foreldrar Önnu voru hjónin Jón Jónatansson frá Litlu-Þúfu i Miklaholtshreppi og Kristjana Benediktsdóttir frá Vöglum í Fnjóskadal. Jón faðir Önnu var búfræðing- ur frá Búnaðarskóla Torfa i Ólafs- dal, i Dölum vestra. En piltar, sem menntazt höfðu þar í búvisindum, höfðu gott orð á sér sem framtaks- samir atorkumenn. Faðir Önnu lét sér ekki nægja námið í Ólafs- dal, heldur fór hann í tveggja ára framhaldsnám, í búvísindum, til Noregs. Hann flutti fyrstu sláttu- vélina til Islands fyrir Sturlu Jónsson kaupmann, en hjá honum var hann í sjö ár bústjóri í Braut- arholti á Kjarlarnesi. Þegar Jón komst að raun um að sláttuvélin, eins og hún var, hentaði ekki fyr- ir íslenzk tún, sem í þá tíð voru í ávölum flötum, sléttuð með skera og skóflu, brá hann sér til Sví- þjóðar til að fá vélinni breytt til þess að hún yrði nothæf til sláttar á islenzkum túnum. Slik var fram- takssemi Jóns. I mörgu slíku líkt- ist Anna föður sinum. Anna Jónsdóttir ólst upp til tólf ára aldurs á umfangsmiklu heim- ili foreldra sinna á Asgautsstöð- um, en þangað fluttu þau eftir eins árs búskap á Stokkseyri. Hún bar nafn föðurömmu sinnar, sem var dóttir Jóns Þorgeirssonar smiðs á Búðum a Snæfellsnesi. Anna var elzt niu systkina. Atta þeirra komust til fullorðins ára. Þótt mikil væri ómegðin á Ás- gautsstöðum og börnin mörg, var heimilið samt rómað fyrir gest- risni og myndarskap, enda lögðu margir leið sina þangað, þar sem faðir Önnu var um langan tíma þingmaður, ritstjóri og leiðbein- andi í búvisindum. Öll árin sem hann bjó á Ásgautsstöðum var hann starfandi hjá Búnaðarsam- bandi Suðurlands. Á heimili foreldra sinna lærði Anna sinn alkunna myndarskap. Umsvifin á bernsku- og æsku- heimili hennar munu hafa verið góður forskóli fyrir hana undir nám hennar og starf síóar meir. Anna fluttist 1918 með foreldr- um sínum frá Ásgautsstöðum, til Reykjavikur, er faðir hennar gerðist starfsmaður hjá Lands- verzluninni. 19 ára missti hún föð- ur sinn og varð þá sem elzta barn foreldra sinna að taka á herðar sér, með móður sinni, forsvar yngri systkina, sem hún mun hafa rækt með sóma. Samt gekk hún í skóla bæði hérlendis og erlendis og sú þekking sem hún hafði aflað sér kom ótvirætt fram í öllum hennar störfum. Sú reynsla og fræðsla, sem Anna hlaut í skólum og á anna- sömu heimili foreldra sinna, hef- ur sennilega komið henni að beztu notum, er hún gerðist seinni kona Bjarna Bjarnasonar skólastjóra að Laugarvatni. Það var mikill vandi fyrir Önnu að setjast í það auða skarð er Þorbjörg fyrri kona Bjarna skildi eftir og gerast stjúpmóðir barna hans, Þorkels og Védisar, sem bæði voru heima í föðurgarði og enn við nám. Með einstökum rausnar- og snilldarskap gekk Anna inn í það hlutverk, að verða stjúpmóðir og eiginkona. Eftir að Anna giftist Bjarna bjuggu þau í skólastjóra- bústaðnum Garði að Laugarvatni. Þar reyndist hún styrk stoð fjöl- skyldu Bjarna skólastjóra, frænd- fólki og vinum þeirra beggja og einstæð vinátta skapaðist milli hennar og ættfólks fyrri konu hans. Ég var viðstödd er brúðkaup Védísar, dóttur Bjarna frá fyrra hjónabandi, og Vilhjálms manns hennar fór fram. Frá Önnu hálfu var sem móðir væri að gifta dótt- ur sina, slfk var hlýjan og höfð- ingsskapurinn. Anna hafði yndi af blómum og allri trjárækt. Þá góðu eiginleika hefur hún sjáfsagt erft frá föður sinum, búskaparfrömuðinum. Hún ræktaði blóm og tré fyrir utan skólastjórabústaðinn Garð að Laugarvatni. Garðurinn var til fyrirmyndar, enda eyddi Anna þar mörgum stundum, hlúði að blómum og trjám og talaði við þau. Blómin og trén voru vinir hennar sem blómstruðu ört undir hennar handleiðslu og báru fríða krónu. Til er kvikmynd sem Þórir Þorgeirsson kennari tók af þeim önnu og Bjarna í garðinum eitt sinn er garðurinn stóð í miklum blóma. Það mun hafa verið Önnu siðar meir mikið gleðiefni er hún var flutt til Reykjavikur, að sjá að garðurinn hennar fór í mjúkar hendur, nýrra húsbænda, sem kunnu að meta arfinn er hún skyldi þeim eftir, blóm hennar og tré. I Garði að Laugarvatni mun Anna hafa að mörgu leyti endur- speglað æskuheimilið sitt að As- gautsstöðum, þar sem hún aðstoð- aði móður sina við að halda uppi risnu og myndarskap og studdi stórhuga föður sinn í annasömum störfum. Að Laugarvatni var það eigin- maður hennar, Bjarni, með sinum höfðingsskap sem stóð við hlið hennar og kunni vel að meta hennar stórhug i risnu og örlæti. Með sanni er hægt að segja að Anna hafi ekkert látið frá sér fara sem ekki bar vott um frábæra vandvirkni og myndarskap. Heim- ilið i Garði var sannkölluð fyrir- mynd og þar var margt hægt að læra. Þar var gott að koma og rikjandi mikill höfðingsskapur, jafnt hvort verið var að taka á móti forsetanum eða þá að farið væri þangað smáerinda. Seint mun gleymast okkur Laugdælingum skilnaðarhátiðin er þau héldu okkur á heimili sínu, Anna og Bjarni, dagana áður en þau fluttu til Reykjavíkur. Veizl- ur i marga daga eins og sagan segir um Auði Djúpuðgu land- námskonu, þegar hún var að kveðja vini sina. Ég á önnu Jónsdóttur margar gleðistundir að þakka. Hún var tiginmannleg kona, i sjón og reynd og þessa mynd af henni veit ég að eiga hinir mörgu vinir hennar, sem minnast hennar nú á kveðjustundum með virðingu og þökkum. Ég votta ástvinum hennar dýpstu samúð. Jensína Halldórsdóttir Laugarvatni. — Namibía Framhald af bls. 24 aðra manna í Sovétrikjunum. Allsherjarþing SÞ er kjörinn vettvangur tii að bera fram til- lögur um algjört viðskiptabann á S-Afríku, til þess að hún láti Namibiu lausa, og jafnframt harðar vftur á hvert það rfki, sem brýtur þetta bann. tslenzkt frumkvæði yrði áhrifaríkt Það er líklegt, að gagnrýni á Bandarikin, Bretland og V- Þýzkaland frá vina- og banda- lagsþjóð þeirra í NATO muni vekja miklu meiri athygli í þingsölum SÞ heldur en ein tillagan enn frá einhverri Afríkuþjóðanna. Island getur hér orðið e.k. samvizka vest- rænna þjóða og tillaga þeirra prófsteinn á það, hvort Banda- rikjastjórn er einhver alvara með nýtilkominni málsvörn sinni fyrir mannréttindi í öllum löndum. Sá, sem ritar þessa grein, fer ekki dult með það, að tilgangur hennar er sá að hvetja rfkis- stjórn tslands til frumkvæðis um þetta mál. Hæstvirtur for- sætisráðherra sagði réttilega á nýafstöðnu Norðurlandaþingi, að norrænar þjóðir ættu að láta að sér kveða til varnar mann- réttindum alls staðar i veröld- inni, ekki aðeins i fjarlægum löndum, heldur einnig þar, sem þessar þjóðir ættu viðskiptaleg- um hagsmunum að gæta. Nú er S-Afrika reyndar eitt þessara fjarlægu ríkja, en hér er ekki við hana eina að sakast, heldur og þær rikisstjórnir, sem enn hafa ekki stöðvað viðskipti milli landa sinna og Namibíu eða S-Afríku. Og við þær þjóðir, sem sagt var í upphafi þessarar greinar, að væru helztu við- skiptaþjóðir Namibiu næst á eftir S-Afriku, hafa Islendingar megnið af sínum utanríkisvið- skiptum. Hér er því kærkomið tilefni til að sýna það í verki, að ríkisstjórn Islands skortir ekki kjark til að segja meiningu sina um framferði þeirra þjóða, sem ljá nýlendustefnu S-Afriku óbeinan stuðning. Þessi tillaga sendiherra íslands hjá SÞ um algjört bann á viðskiptí við S- Afríku væri frumkvæði, sem eftir yrði tekið og gæti haft hin farsælustu áhrif, vegna þess hve veik staða S-Afriku er nú þegar orðin í Namibiumálinu. Ríkisstjórn Carters er einnig i afar slæmri aðstöðu til að virða slika tillögugerð að vettugi (ef hún þá kærir sig nokkuð um það) eftir hina réttmætu gagn- rýni hennar á mannréttinda- brot í öðru kúgunarríki (Sovét- ríkjunum). Hér er ekki um neinar. draumórakenndar óskir að ræða. Ef svo fer, að hin nýja stjórn Carters í Bandaríkjun- um þrýsti á stjórn Vorsters með að Namibía fái sjálfstæði og kosningar verði haldnar á vegum SÞ, breytir það öllum gangi mála, sagði Séan Mac- Bride, þáverandi umboðsmaður SÞ í Namibíu, í viðtali við Mbl. 15. des. sl., er hann kom hingað á vegum Amnesty Internation- al. Allt tal um, að áðurnefndar tillögur séu óraunhæfar, væri þvi út í hött og bæri aðeins vott um takmarkaða umhyggju okk- ar fyrir mannréttindum — nema kannski í vissum löndum. Sú tið er nú vonandi að syngja siTt siðasta, að gangur alþjóðastjórnmála fari aðeins eftir hagsmunapólitik ríkja hverju sinni. Ég hef ekki trú á þvi, að Islendingar vilji halda í þá gömlu hefð, sem aðrir blygð- ast sin nú fyrir. Við skulum þvert á móti sýna umheiminum það, að við erum frelsiselskandi þjóð, sem er hvergi hrædd við að taka einhverja áhættu fyrir málstað réttlætis og mannúðar. Aldalöng sjálfstæðisbarátta ætti að hafa kennt okkur samúð með þeim þjóðum, sem enn eru undirokaðar af nýlenduveld- um. Allt sinnuleysi af hálfu Is- lendinga um velferð hinnar kúguðu Namibiuþjóðar væri hins vegar í megnasta ósam- ræmi við yfirlýsta trú okkar á þau verðmæti, sem eru æðri öllum veraldlegum gæðum. 13. apríl 1977 Þessar tvær bera af sem gull af eir! Úti Spred er 100% Akryl málning og reynslan sannar aö Úti Spred endist lengur. Kvarz er Akryl málning, fyllt marmarasandi. Hefur frábæra viðloðun við múr og gefur jafnframt mikla fyllingu. Getur komið i stað pússningar. atlantisj Sigtún 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.