Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. AGUST 1977 3 „Hrífandi sigl- ing til íslands logniog bæði í stormi" BREZKA seglskútan Sir Fraiicis Drake sigldi inn á Reykjvíkurhöfn um miðjan dag í gær eftir vel heppnaða ferð frá Bretlandi, en um borð eru 17 manns, félagar í sigl- ingaklúbbnum Britains Ocean Youth Club, en flestir skip- verja á Francis Drake eru á aldrinum 16—21 árs. Það voru veðurbarðir en sælir sjóarar sem lögðu að bryggju í Reykja- vlk í gær, en sfðustu tvo daga ferðarinnar var hvassviðri og m.a. rifnaði segl í látunum. Francis Drake lagði upp í ts- landsferðina 13. ágúst s.l. Britains Ocean Youth Club S Gert klárt við bryggju og frfholtum komið fyrir. Ian Peacock slappar af snaggaralega siglingu. eftir daga“. „Þetta var hrífandi sigl- ing til íslands í bæði logni og stormi". í káetunni þar sem kojurnar eru fyrir mannskapinn röbbuð- um við stundarkorn við unga 17 manna áhöfn brezka siglarans. Jack Sharples skipstjðri er f miðjum hópnum með derhúfuna. fólkið meðan það var að skipta um föt, draga sjóklæðin af og búa sig undir að fara í Sund- laug Vesturbæjar og síðan á einhverja skemmtistaði í borg- inni þar sem ungt fólk kemur saman. Fyrstu dagana i túrnum bar nokkuð á sjóveiki, en síðan bráði af mannskapnum, og hann sjóaðist undir stjórn Jack Sharples skipstjóra og þriggja annarra reyndra sægarpa, en nokkrir í hópi unga fólksins höfðu aldrei fyrr farið í lang- siglingu. Aðspurðir sögðu strákarnir um borð aó stelpurnar þrjár væru ágætir sjómenn og gætti svolitillar undrunar í röddinni þegar þeir tjáðu sig um málið. Skipverjar skiptast allir á um að vera á vakt i skipinu þegar siglt er og jöfnum höndum er unga fólkið þjálfað í siglingum. Á leiðinni til Islands sigldi Francis Drake hraðast 9 mílur, en einn úr hópi unga fólksins sagði að í keppnum væri siglt allt upp í 12 milna hraða. í samtali vió Ian Peacock sagði hann að kostnaður á mann í þessari ferð væri 165 pund eða liðlega 50 þúsund kr. Brezka siglingafólkið er með gjöf um borð til ungs fólks í Reykjavik, er það vandaður gúmmibátur sem verður i vörzlu Æskulýðsráðs Reykja- víkur, en megintilgangurinn Rætt við unga brezka sægarpa um borð í Francis Drake í Reykja- víkurhöfn með ferðinni hingaó var að sögn leiðangursmanna, að fá skemmtilega ferð á siglingunni og kynnast landi og þjóð eins og mögulegt væri á þessum stutta tima sem þau hefðu og sérstak- lega kváðust þau hafa áhuga á að hitta ungt fólk. Dvalið verð- ur i Reykjavik í eina viku. — á.j. fer i eina langa ferð á ári, en að öðru jöfnu eru skipin i skemmri siglingum með ungt fólk. S.l. ár sigldu um 2500 manns á vegum klúbbsins. Fé- lagar sigla skipum af öllum stærðum, en Francis Drake er í hópi stærri skipanna, aðeins eins árs gamalt skip sem kost- aði um 90 þús. pund eða um 30 millj. ísl. kr. Skipið hefði þó kostað liðlega helmingi meira ef það hefði ekki verið byggt á vegum klúbbsins þar sem áhugamenn lögðu hönd á plóg- inn við smíðina. Félagar í sigl- ingaklúbbnum þurfa ekki að hafa reynslu i siglingum til þess að komazt í langsiglingarn- ar á vegum klúbbsins. „Ef mað- ur er félagi í klúbbnum", sagði ein stúlkan i hópi sæfara um borð, „þá getur maður stokkið beint um borð af götunni án þess jafnvel að hafa séð sjó áður“. „Það var ekki mikill vindur fyrstu dagana eftir að við lögð- um af stað“, sagði Christina Carr i samtali við Mbl., skömmu eftir að lagt var að landi, „en siðan fór allt á fulla ferð og við fengum góðan byr siðustu Sharon Forsythe í kojunni sinni að athuga stöðu fjármál- anna áður en haldið skyldi út á lffið f Reykjavfk. Kvensægarparnir taka af sér vosklæðin f káetu. Steven Kensley og Christina Carr f uppvaskinu. hefur yfir að ráða 12 stórum siglurum eins og Francis Drake og er það árvisst að hvert skip Francis Drake siglir inn f Reykjavfkurhöfn f gær. Ljósmyndir Mbl. Friðþjófur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.