Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. AGUST 1977 7 Mbýðuban SaB. r: da\agsiw£’ h" að minum ne heldur kvadst hann N. KjartanT Vil ekkert tjá mig ^/of^annssætið 2“*ÍS™f°n m‘* um þetta ife"''« s*k<‘°> eftir fortninMku í'?? I er Mbl. va>ri lí* e^’{S»a®*5“j i — segiT Ragnar Arnalds lætur af formannsstarfi Flokksreglur Alþýðu- bandalagsins eru á þá lund, að Ragnar Arn- alds, núverandi formað- ur, verður að vfkja úr formannsembætti f haust, að óbreyttum flokkslögum. Það er þvf að vonum, að komm- únistar velti þvf fyrir sér, hver muni taka við. Beinast lá við að ætla, að Lúðvík Jósepsson, gamalreyndur og sjóað- ur stjórnmálamaður, tæki við embættinu. Hann aftekur þó með öllu, f viðtali við Morg- unblaðið, að svo muni verða. „Ég hef þegar sagt félögum mfnum í Alþýðubandalaginu að ég hai engan áhuga á þvf að verða formaður Alþýðubandalagsins," sagði Lúðvfk, og bætti við: „Við eigum fullt af ungum og rennilegum mönnum í okkar flokki til þess að gegna slfkum störfum...“ Ekki ég, sagði Lúðvfk Jósepsson. Kjartan Ölafsson, rit- stjóri Þjóðviljans, er einn þeirra, sem al- mannarómur hefur nefnt til embættisins. En Kjartan segir f við- tali við Morgunblaðið: „Hvað mig sjálfan varð- ar, þá hef ég ekki hugs- að mér að takast á hend- ur formennsku f AI- þýðubandalaginu. Á því hefi ég hvorki persónu- legan áhuga né heldur geri ég ráð fyrir því að verða við óskum þar um, ef einhverjir aðilar hefðu áhuga á þeirri lausn mála“. Þetta er að vísu ekki jafn ákveðið nei og hjá Lúðvfk — en nei með semingi engu að sfður. Ekki ég, segir Kjartan Ölafsson, — eða svo gott sem. Enn hefur almanna- rómur teflt manni fram til framans: Hjörleifi Guttormssyni, sem m.a. kom til sögunnar í SÍA- málum. Hann hvorki játar né neitar f viðtali við Morgunblaðið. „Þetta hefur ekkert ver- ið til umræðu og þvf vil ég ekkert tjá mig um þetta á þessu stigi“. Segir hann. Hjörleifur segir að vísu ekki: ekki ég. Öðfús virðist hann hins vegar ekki. Fæst enginn til að taka við skútunni? Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn hafa endur- speglað mjög djúpstæð- an skoðanaágreining og blómskrúðugt fjöl- klfkustarf, þar sem hver beinir spjótsoddi að öðrum, — um all- langt skeið. Þar eru trotskyistar f einu horni, stalinistar f öðru, maóistar skammt utan garðs, evrópukommún- istar inni á gafli og rómantfskir þjóðernis- sinnar á stöku stað. Þar ræktar hver sitt tor- tryggnisbeð, svokaliað- ur „verkalýðsarmur“ sjálfskipaður „mennta- mannaarmur“ og dágóð- ur slatti af „upp- mælingaaðli“. Þar er Ölafur Ragnar Grfms- son, er lagði upp frá Framsókn með Möðru- vellingum og hélt um Samtök frjálslyndra og vinstri manna inn f Al- þýðubandalagið. Leng- ur mætti telja and- stæðurnar sem f grárri „góðsemi“ vega hver aðra. Það er f rauninni eng- in furða þó að menn séu tregir til að taka að sér skipsstjórn á gömlu kommaskútunni, þó að hún hafi f tvígang verið tekin upp í slipp: Sósfa- listaflokks og sfðar AI- þýðubandalags — og máluð hið ytra. Kannski þeir neyðist til að breyta flokkslögunum svo að Ragnar Arnalds geti áfram dregið ýsur á formannsstól? iíltóáur á rnorgun Guðspjall dagsins: Lúk. 18: Farfsei og tollheimtu- maður Litur dagsins: Grænn — Táknar vöxt. Einkum vöxt hins andlega lffs. DÖMKIRKJAN: Messa kl. 11 árdegis. Sr. Þórir Stephensen FlLADELFlA: Safnaðarguðs- þjónusta kl. 14. Almenn guðs- þjónusta kl. 20. G.M. HALLGRlMSKIRKJA: Messa kl. 11 árdegis. Sr. Ragnar Fj. Lárusson. LANDSPlTALINN: Messa kl. 10 árdegis. Sr. Ragnar Fj. Lárusson. ARBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11 árdegis. Sóknarprestur. LANGHOLTSPRESTAKALL: Messa kl. 11 árdegis. Sr. Arelius Níelsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta kl. 14 síðdegis. Sr. Garðar Svavarsson predik- ar. Fél. fyrrverandi sóknar- presta. BUSTAÐAKIRKJA: Sr. Hreinn Hjartarson messar kl. 11 árdegis í sumarleyfi dóm- prófasts. ASPRESTAKALL: Guðsþjón- usta kl. 2 siðdegis að Norður- brún 1. Sr. Arelíus Níelsson messar. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. — Sr. Frank M. Halldórsson. FELLA- OG HÖLASÖKN: Guðsþjónusta i Bústaðakirkju kl. 11 árdegis. Sr. Hreinn Hjartarson. HÁTEIGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 árdegis. Sr. Tómas Sveinsson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Jón G. Þórarinsson. Sr. Halldór S. Gröndal. HJALPRÆÐISHERINN: Helg- unarsamkoma á sunnudag kl. 11. Útisamkoma á Lækjartorgi kl. 16.00. Hjálpræðissamkoma kl. 20.30. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Þorbergur Kristjánsson. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 10.30 árdegis. Bjö.rn Jónsson. HAFNARFJ ARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 10 árdegis. Sigurður H. Guðmundsson. FRlKIRKJAN, Hafnarfirði: Guðsþjónusta kl. 2 siðdegis. Sr. Magnús Guðjónsson. GAULVERJABÆJAR- KIRKJA: Almenn guðsþjón- usta kl. 14. Sóknarprestur. DÓMKIRKJA KRISTS KONUNGS, Landakoti: Lág- messa kl. 8.30 árdegis. Hámessa kl. 10.30 árdegis. Lágmessa kl. 2 síðdegis. Alla virka daga er lág- messa kl. 6 siðdegis nema laugardag, þá kl. 2 siðdegis. GARÐABÆR. Kapella St. Jósepssystra. Hámessa kl. 2 siðdegis. Sænskir rithöfundar: Ofeóknum í Tékkó- slóv akíu verði hætt Stokkhólmi 18. ágúst, Reuter. RUMLEGA 400 félagar í sam- bandi sænskra rithöfunda hafa krafizt þess að hætt verði að of- sækja þá einstaklinga f Tékkósló- vakfu, sem þar undirrituðu Mann- réttindayfirlýsinguna ’77. 1 yfirlýsingu sem birt var í þess- ari viku i tilefni af því að níu ár eru liðin frá innrás Varsjárbanda- lagsrikjanna i Tékkóslóvakíu 21. ágúst 1968, er einnig krafizt að pólitískir fangar verði látnir laus- ir, og lýst stuðningi við tékkó- slóvensku þjóðina i baráttu henn- ar fyrir lýðræði og sjálfstæði. Yfirlýsingin var undirrituó af 402 af 1600 félögum í rithöfunda- sambandinu og meðal þeirra sem undirrita skjalið eru þekktir rit- höfundar, skáld, fræðimenn og blaðamenn með ólíkar stjórn- málaskoðanir. Talsmaður rit- höfundasambandsins sagði að skjal þetta hefði ekki verið form- lega rætt innan sambandsins sjálfs. Vísadúrlandi Parfs, 18. ágúst — Reuter. TALSMAÐUR franska innan- rfkisráðuneytisins skýrði frá því í dag að Bandaríkjamanninum Philip Agee, sem áður var starfs- maður leyniþjónustunnar CIA, hefði verið vfsað úr landi, þar sem áframhaldandi dvöl hans f Frakklandi hefði getað skaðað samskipti Frakklands við vinsam- leg rfki. Agee, sem er 41 árs, var tekinn til yfirheyrslu i hafnarborginni Boulogne i gær, og eftir yfir- heyrsluna fór hann í fylgd lög- reglumanna til belgísku landa- mæranna. Fyrr á þessu ári var Agee visað úr landi i Bretlandi. Franska innanrikisráðuneytið sagði að Agee hefði verið tilkynnt að hann fengi ekki að koma aftur til Frakklands, né heldur að setj- ast þar að. I tiíkynningu ráðu- neytisins segir m.a.: „Dvöl hans í Frakklandi er talin óæskileg með tilliti til fyrri gjörða hans og þeirra afleiðinga, sem núverandi starfsemi hans getur haft á sam- band Frakklands við ákveðin vin- samleg ríki.“ Agee hefur haldið uppi baráttu gegn bandarísku Ieyniþjónustunni, og fordæmt starfsaðferðir hennar opinber- lega. Starfsmenn bandaríska sendi- ráðsins í Paris segja að bandarísk yfirvöld hafi engin afskipti haft af brottvisun Agees, og að þvi er þeir bezt viti ekkert því til fyrir- stöðu að hann snúi- heim til Bandarikjanna, kæri hann sig um. rn^^mmm^^^^mm^^^mmmmmm FariS ð norræna lýSháskóla ( Danmörku. DEN NORDISK-EUROPÆSKE FOLKELIGE HÖJSKOLE UGE FOLKEH0JSKOLE 6360 Tinglev. 6 mán. nóv. — apríl. Skólaskýrsla send. Norræn kennsla. Mörg valfög. Kynnist norrænum unglingum I skemmtileg um skóla. Myrna & Carl Vilbæk. ^m^mmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmma^ Lögtaksúrskurður Samkvæmt beiðni bæjarsjóðs Garða úrskurðast hér með að lögtök geti farið fram fyrir gjald- föllnum, en ógreiddum útsvörum og aðstöðu- gjöldum álögðum árið 1977 til Garðakaupstað- ar svo og fyrir nýálögðum hækkunum útsvara og aðstöðugjalda ársins 1976 og fyrri ára, allt ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Lögtök geta farið fram að liðnum átta dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Hafnarfirði, 1 7. ágúst 1977. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. í samræmi við ofangreindan úrskurð verða lögtök fyrir vangreiddum útsvörum og aðstöðu- gjöldum til bæjarsjóðs Garða hafin 1. septem- ber n.k., hafi fullnaðarskil ekki verið gerð fyrir þann tíma. Innheim tus tjóri. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.