Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. AGUST 1977 11 * ♦ í ' Á síðustu tðnleikunum f Providenze þann 23. maí sl. Til hljómleik- anna komu um fjórtán þúsund manns, eða jafnmargir og hægt var að hleypa inn í hljómleikahöllina. Þar fór Presley á kostum og þrátt fyrir hrakandi útlit var fögnuður áheyrendanna sami og fyrrum. Elvis Presley syrgður ámóta og Valentino á sinni tíð Frá sjónvarpsþætti sem hann kom fram f 1973. Presley fór voru þvf hljóðritaðar allmargar plötur með honum og voru þær sfðan sendar á markaðinn með hæfilegu millibili á meðan hann var f burtu. En kannski var aldrei nein hætta á þvf hann gleymdist. Enda fór svo að hann þurfti ekki annað en taka smátil- hlaup þegar hann kom heim og þá var hann aftur leTltur á tindinum. HANN IfELT AFRAM að senda frá sér plötur, en með árunum dró hann sig heldur út úr kvik- myndum. Nýrri plötur hans þykja um margt taka hinum fyrri fram, bæði f texta, boðskap og flutningi og platan „In the Ghetto“ þótti eins konar tfmamótaplata þegar hún flæddi yfir markaðinn. Umboðsmcnn Presleys kunnu Ifka tök á aðdáendum hans. Þeir gættu þess að hann of- byði ekki markaðnum með hljómleikahaldi, með það fyrir augum að viðhalda „ákveðnum sulti f Presley“ eins og einn orðaði það _ svo hnyttilega. Aftur á móti hefðu þeir kosið að Presley hefði verið sam- vinnuþýðari við blöð, en varla nokkurn tfma fékkst hann til að ræða við blaðamenn og þá sjaldan það bar við ræddi hann aðeins um söng sinn en aldrei um það sem allir brunnu f skinn- inu eftir að fá að heyra: um einkalff hans, ástir og ævintýri. Um það var hann þögull og meira að segja fyrrverandi starfs- menn hans sem nú birtast til að græða á Presley látnum með mergjuðum frásögnum um hvcrnig hann lifði Iffinu, hafa haft þar fátt til mála að leggja. Einn þeirra hefur lýst þvf yfir að Presley hafi ekki aðeins verið átvagl, Pricilla og Elvis koma úr dómssalnum í Santa Monica í Kaliforníu 1973 eftir að Presley hafði fengið umbeðinn skilnað. heldur hafi hann einnig úðað f sig pillum af öllu tagi, hressandi pillum, örvandi pillum og jafnvel eiturlyfjum. Læknir sá sem framkvæmdi krufningu á Presley hefur eindregið borið þetta til baka. Hann segir að vfsu að Presley hafi tekið pillur til að reyna að minnka matarlystina sem fór vaxandi með árunum eins og sjá má á nýrri myndum, en aðrar pillur hafi hann ekki tekið. Samt má búast við að alls konar sögur verði uppi um Presley á næst- unni og margir muni reyna að græða á honum enda þótt ekki verði þar sjálfsagt allt mjög mark- tækt. HITT ER LJÓST að hvort sem mönnum er það Ijúft eða leitt markaði Presley óaf- máanleg spor. Hann varð átrúnaðargoð, lifandi goðsögn. Látinn hefur hann komið enn meira róti á hugi manna. „Hann er syrgður eins og Valentino var á sfnum tfma,“ sagði einhver sér- fræðingur. Og lengra er vfst ekki hægt að komast. Bandarfkjaf orset i minntist hans og taldi hann hafa verið ein- stakan listamanna, sem hefði haft óhemjumikil áhrif á bandarfska pop- músik. Blöð um vfða veröld hafa taUð málið þess háttar að slá þvf upp á forsfðum. Vmsir and- ans menn eru teknir að gera úttekt á Iffi hans og þó umfram allt þcim áhrifum sem hann hafði, þeim sporum sem hann markaði. Maður sem fær þannig eftirmæli hefur verið mikilsverður, að minnsta kosti á sinn hátt og að sfnu leyti. (h.k. tók saman. Heiriiildir New York Times, AP — Reuter) Almenn breyting á búsetuhátt- um, atvinnuháttum og neyzlu (engin sérstök heimild). Fjölgun dauösfalla af völdum hjartakölkunar (Heilbrigðis- skýrslur). Fækkun dauðsfalla af völdum annarra hjartasjúkdóma (Heil- brigðisskýrslur). Fullyrðingar um samband mataræðis og heilsufars # Ég dró saman og þýddi ýmsar niðurstöður úr erlendum ritum, sem voru sumpart i fullri and- stöðu við þær fullyrðingar um samband mataíæðis og heilsufars, sem fram höfðu verið settar af íslenzkum læknum og manneldis- fræðingum. % Ég tilfærði ummæli ýmissa erlendra sérfræðinga, sem um þessi mál hafa fjallað, eins og t.d. prófessor John Yudkin, Bret- landi, prófessor Hans Kaunitz, Bandarikjunum og prófessor dr. med. Poul Astrup, Danmörku. # Ég tilfærði, að samtfmis hækkun á æðakölkunarsjúkdóm- um á tslandi hefði neyzla á dýra- fitu fremur minnkað, en neyzla á hvítu hveiti, sykri og smjörlfki aukizt, og því væri rökréttara að kenna hveiti, sykri og smjörliki um hækkun á hjartadauósföllum, heldur en að leggja dýrafituna i einelti. Fleiri þurfa þá að hrista af sér slenið Mér þykir það skjóta nokkuð skökku við, ef þau fræði, sem ég hef tilgreint hér, eiga öll að kall- ast þjóðsagnaskrif. Þá mega fleiri en ég fara að hrista af sér slenið. Af miklu fleiru er að taka held- ur en ég hef áður tilfært um þessi mál, og skal enn bætt nokkru við. Ég greip niður i þeim heftum, sem komin eru út á þessu ári af úrdráttarritinu Nutrition Abs- tracts and Reviews (hér eftirskammstafað NAR) og nokkrum öðrum ritum og fann þar margt, sem ástæða virðist til að komi fyrir almennings sjónir á tslandi, eins og eftirfarandi dæmi sýna. Ekkert samband á milli fitu í fæði og kólesteróls I blóði # Umfangsmikil amerísk rann- sókn á mataræði og heilbrigði er kölluð Tecumseh rannsóknin. í skýrslu um hana, sem birtist árið 1976, kom fram við rannsókn á mataræði og blóðgildum nærri 4000 manna á aldrinum 20—70 ára, að ekki fannst ncitt sam- hengi á milli fituneyzlu eða kol- vetnaneyzlu og kólesteróls í blóði. Kólesteról i blóði var hins vegar nokkru hærra í fólki, sem var of feitt. (NAR, 47:5138). # I Edinborg í Skotlandi er hjartakölkun þrefalt hærri en i Stokkhólmi i Svíþjóð. Við saman- burð á fertugum körlum i þessum borgum reyndist kólesteról svip- að hjá báðum. Sigarettureykingar voru mun meiri hjá Edinborgar- búunum (NAR, 47:3552). HDL — þáttur — lág gildi varasöm # Nýlega er farið að gefa gaum efni í blóði, sem kallað er HDL- þáttur (high density lipoprotein). Lág HDL-gildi virðast varasöm. Norður-Svíar á aldrinu 36—72 ára, 49 karlar alls, sem fengið höfðu kransæðasjúkdóm, höfðu raunhæft lægri HDL-þátt í blóði heídur en 102 heilbrigðir karlar á aldrinum 50—52 ára á sama svæði (NAR, 47:5266). HDL-þáttur hefur tilhneigihgu til að lækka við offitu, hreyfingar- leysi og sígarettureykingar (New Scientist, 6. mai, 1977). Rannsakaðir voru 6595 karlar á aldrinum 20—49 ára í Tromsö i Noregi. Á þeim tveimur írum, sem rannsóknin náði til, fengu 17 af mönnunum hjartaáfall (2 þeirra dóu). Eini munurinn á milli sjúklinganna og heilbrigðu félaganna var sá, að sjúklingarnir voru með 35% lægri HDL-þátt í blóði heldur en þeir heilbrigðu. Þar er ekki getið um neinn mun á kólesteróli í blóði. (New Scientist, 6. mai, 1977). Konur af Maori-þjóðflokknum á Nýja-Sjálandi hafa óvenju lágan HDL-þátt i blóði og óvenju háa hjartakölkunartíðni (New Scientist, 6. mai, 1977). Framhald á bls 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.