Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. AGUST 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Styrmir Gunnarsson Þorbjöm Guðmundsson Bjöm Jóhannsson Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, slmi 10100. Aðalstræti 6, sfmi 22480. Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakið. Við hvað á að miða? Það er ekki traustvekjandi afstaða hjá frystihús- unum á Suðurlandi og Vesturlandi að ætla að láta „eitt yfír alla ganga", sem þýðir í raun, að bezt reknu húsin og þau, sem standa á traustari grunni eru tilbúin að hætta starfrækslu sinni til þess að greiða fyrir því, að illa rekin frystihús, sem eru á kafi í skuldum, fái fyrirgreiðslu til þess að geta haldið áfram óráðsíu- rekstri sínum Þetta er ekki skýnsamleg afstaða og líkleg til þess að ýta undir grunsemdir almennings f-garð frystihúsanna og eru þær þó nægilegar miklar fyrir. Bersýnilegt er, að yfirlýsing stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á dögunum hefur komið mjög ílla við fólk og hinn almenni borgari á erfitt með að skilja, hverníg því víkur við, að þessi vandi er svo snögglega kominn upp. Þetta er nauðsynlegt fyrir forsvarsmenn frystihús- anna að athuga, og einnig hitt, að það er ekki liklegt til að afla þeim trausts að ætla að stuðla þannig að því með samtakamætti, að eitt gangi yfir alla, hvort sem þeir standa sig eða ekki, hvort sem þeir duga eða ekki. í sambandi við þær ráðstafanir, sem nauðsynlegt kann að vera að gera til þess að tryggja rekstrargrundvöll frystihúsanna, er auðvitað alveg Ijóst, að ekki kemur til mála að miða við það, að rekstrargrundvöllur finnist fyrir lélegustu húsin. Það er oft svo, að skerast þarf i odda til þess að einhver raunverulegur árangur náist. í fjöldamörg ár hefur fjölmörgum frystihúsum verið haldið gangandi með óhóflegum lánveitingum úr bankakerfinu og annarri fyrirgreiðslu. En nú þegar menn standa enn einu sinni frammi fyrir því, að nauðsynlegt kann að vera að leiðrétta rekstrargrundvöll frystihúsanna, hlýtur mönnum í frystiiðnaðinum og annars staðar að vera Ijóst, að það eru engin rök til þess að miða slíka hugsanlega léiðréttingu við rekstrarstöðu lélegustu húsanna. Það er engum vafa bundið, að uppbygging frystihús- anna, t d. á Suðurnesjum, er kolröng og löngu orðið tímabært, að þar verði breyting á Þessi frystihús eru alltof mörg, þau-eru alltof litil, þau eru mörg hver úrelt og illa rekin og sum í miklum skuldum. Það er auðvitað engum til gagns að halda áfram taprekstri illa rekinna húsa undir stjórn manna, sem hafa sýnt að þeir duga ekki til þess að stjórna þessum vandasama atvinnu- rekstri. Það er þjóðhagslega miklu hagkvæmara, að þessum húsum verði lokað og að hráefnisframboð aukist þá til þeirra frystihúsa, á þessu svæði sem standa á traustum grunni og eru vel rekin, undir sterkri stjórn. Það mun auka enn hagkvæmni í rekstri þeirra, tryggja fleiri starfsmönnum atvinnu við fiskvinnsl- una og almennt stuðla að öflugrí frystiiðnaði á Suðurnesjum. Hér er ekki eingöngu um Suðurnesin að ræða. Víða annars staðar á landinu eru frystihús, sem standa mjög illa vegna þess, að illa er staðið að stjórn og rekstri þeírra Það er ekki hægt að búast við því, að menn sjái ástæðu til þess að gera ráðstafanir til að tryggja rekstur slíkra húsa. Hugsanlegar leiðréttingar ber að miða við rekstrargrundvöll bezt, reknu húsanna. Almenningur sættir sig ekki við annað Þegar þetta er haft í huga er auðvitað Ijóst, að það verður ekkert einfalt mál að takast á við rekstrarvanda frystihúsanna eins og hann hefur verið lagður fyrir og þess vegna er líka til of mikils mælzt hjá frystihúsunum, að ríkisstjórnin geti á tveimurtil þremur vikum kippt öllum þeirra vandamálum í lag Það er ekki líklegt til árangurs að hafa uppi yfirlýsingar um að stöðva frystihúsarekstur- inn, þanníg að atvinnuleysi skapist i þeirri trú, að þá rjúki menn upp til handa og fóta og geri allt það, sem krafizt er. Svo einfalt er málið ekki. Ef menn segja sem svo, að þeir treysti sér þá ekki til þess að standa í þessum rekstri, þá verður það svo að vera. Það er áreiðanlega mikið til af ungum og dugmiklum mönnum, sem hafa verið að ryðja sér til rúms í sjávarútvegi á íslandi, sem eru tilbúnir til þess að taka við, þar sem aðrir vilja hverfa frá. Það rikir skilningur á því, að frystihúsin eiga við alvarlegan rekstrarvanda að etja og það ríkir vilji til að leysa þann vanda þannig, að hljól atvinnulífsins stöðvist ekki og ekki komi til atvinnuleysis. En þá þarf líka til að koma samstarfsvilji frystihúsa- manna m.a. með þvi að gefa stjórnvöldum svigrúm til þess að fjalla um málin án þess að stöðvun vofi yfir á næstu dögum. Næst er það Spassky gegn Korchnoi BORIS Spassky, fyrrum heims- meistari i skák, tryggði sér í gær sigur í eínvígi sinu við ung- verska stórmeistarann Lajos Portisch í Genf i Sviss, með þvi að gera jafntefli i fimmtándu einvígisskákinni. Spassky hafði þá hlotið átta og hálfan vinnig gegn sex og hálfum vinningi Portisch og því var frekari tafl- mennska þýðingarlaus, þar eð hámarks skákafjöldi var 16. Portisch er þvi úr leik í barátt- unni um heimsmeistaratitilinn að þessu sinni, en Spassky mun hins vegar tefla tíl úrslita við Korchnoi um réttinn til að skora á heimsmeistarann Kar- pov næsta sumar. Vafalaust Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON mun ekki skorta spennu í þvi einvígi, því báðir virðast nú í góðu formi og báðir ruddu þeir andstæðingum sínum i undan- úrslitunum úr vegi með sann- færandi yfirburðum. Sigur Spasskys yfir Portisch kom nokkuð á óvart. Fyrir ein- vigið höfðu flestir veðjað á Ungverjann sem liklegri sigur- vegara, sérstaklega með tilliti til frábærrar byrjanaþekkingar hans og góðrar þjálfunar Undir lokin virðast taugar hans hins vegar hafa gjörsamiega brostið, því að eftir 12 skákir var staðan i einviginu mjög jöfn og spenn- andi, hvor um sig hafði hlotið sex vinninga og harðvitug úr- slitabarátta virtist á næsta leiti. Þá vann Spassky tvær skákir i röð og úrslitin voru ráðin. Þetta er reyndar ekki i fyrsta skipti sem spennan virðist hafa borið Portisch ofurliðí í slikum ein- vigjum. I einvigi hans við Lar- sen 1965 var staðan 4'A : 4’4 og ein skák eftir. Portisch fékk ágæta stöðu i úrslítaskákinni, en lék illa af sér og tapaði. Einnig má geta einvigis hans við Petrosjan árið 1974. Þá kom upp sú staða að sá sem yrði fyrri til að vinna skák sigraði i einvíginu og auðvitað var það Portisch sem varð sá óheppni. En hvað um það, Spassky varð hinn verðugi sigurvegari og hver veit nema hann eigi eftir að endurheimta heimsmeistara- titiiinn sem hann giataði hér í Reykjavík árið 1972. 15. skákin: Hvftt: Boris Spassky Svart: Lajos Portisch Spænski leikurinn 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0-0 — Be7, 6. Hel — b5, 7. Bb3 — d6, 8. c3 — 0-0, 9. h3 — Rd7 (Portisch hefurtvisvar í einvíg- inu beitt hér afbrigði Breyers, 9. . Rb8. Hann vann þriðju skákina, en fór miklar hrakfar- ir í niundu skákinni. Leikkerfi það, sem Portisch notar í þess- ari skák, er kennt við Banda- ríkjamanninn Paul Morphy, sem var sterkasti skákmaður heims um miðbik nítjándu ald- ar) 10. d4 — Bf6, 11. a4 — Ra5, 12. Bc2 — Bb7,13. Ra3 (Eina hagkvæma leiðin til þess að koma drottningarrittaranum i spilið) exd4, 14. Rxd4 — Rc6 (Með þessum leik ákveður svartur að fórna peði. Staða hans var þó vissulega enn vand- tefldari eftir 14... ,bxa4 15. Bxa4 — Rc5, 16. Bc2) 14. axb5 — Rxd4,16. cxd4 (Hvítur hefur ekki næg færi eftir 16. bxa6 —Rxb3, 17. axb7 — Hxa3!, 18. Hxa3 — Rxcl, 19. Dxcl — Db8, 20. Hb3 — Rc5) axb5 17. Dd3! (En ekki 17. b4 —■ c5! (Staða svarts var mjög erfió eftir 17.. . ,b4 18. e5 — g6 19. exf6 — bxa3, 20. Bg5! axb2, 21. Hxa8 — Bxa8,22. Db3) 18. Dxb5 — Ba6, 19. Db4 — c5, 20. dxc5 — dxc5, 21. Db3 — Bd4 (21. . . Hb8 22. Da4 — Bb7, 32. Rc4 bætti aðeins stöðu hvits? 22. Be3 — Df6, 23. Bxd4 — cxd4, 24. Dg3 —Rc5 25. b4! — Re6, 26. b5 — Bb7, 27. e5 — De7, 28. Rc4 — Hxal, 29. Hxal — Dc5, 30. Bd3. Hér játaði Portisch sig sigrað- an i einviginu og bauð jafntefli sem Spassky þáði. Reyndar hef- ur hvitur í þessari stöðu góðar vinningslíkur. Svartur má t.d. ekki leika 30.. .Dxb5 vegna 31. Rd6 og það er sama hvert drottningin fer, biskupinn á b7 fellur i öilum tilvikum. (T.d. 31. . . Dd7 32. Ha7 — Hb8, 33. Be4 — Rd6, 34. Bxb7 — Rxb7, 35. Db3 — d3, 36. Dxd3 ög svartur er samt sem áður varn- arlaus) Vel er þó skiljanlegt að Spassky hafí þegið jafnteflið, slíkt er einnig hefðbundin venja undir slikum kringum- stæðum I einvigjum að taka enga áhættu. Harry Golombek, fréttaritari Mbi. í Genf: Ef Spassky teflir áfram af slíkum krafti, hefur Korchnoi lítið að gera í hann 1 síðari hluta einvigisins tefldi Spassky eins og hann gerði bezt árið 1969, er hann hrifsaði heimsmeistaratitilinn úr höndum Petrosjans og ég dreg það mjög 1 efa að Korchnoi hafi nokkuð að gera í hann, ef heimsmeistarinn fyrr- verandi verður f jafn miklum ham og I þessu einvigi. Það er þvf mitt áiit að það verði þcir Spassky og Karpov sem tefli um heimsmeistaratitilinn næsta sumar. Sigur Spasskys í einvíginu við Portisch var f alls staði mjög verðskuldaður og ég verð að viðurkenna að þessir umtals- verðu yfirburðir hans koma mér töiuvert á óvart, því það er vissulega glæsilegur árangur að sigra með tveggja skáka mun án þess að verða að tefla allar 16 skákirnar. Er einvigið var hálfnað datt engum f hug að slfk yrðu mála- lok, þvf að það var Portisch sem Harry Golombek, yfirdómari einvigisins, var svo vinsamleg- ur að senda Morgunblaðinu öðru hvoru greinar um gang mótsins. hafði undirtökin fram að þvf og var ætfð fyrri til að sigra. Ung- verski stórmeistarinn tók for- ystu með því að sigra í þriðju skákinni, Spassky jafnaði í þeirri fimmtu, Portisch náði sfðan aftur forystu með sigri 1 áttundu skákinni, en Spassky jafnaði aftur með glæsilegum sigri f nfundu skáklnni og eftir það tókst ungverska stórmeist- aranum ekki að vinna eina ein- ustu skák. Að mfnu áliti voru það þau mistök Portisch að taka sér viku hlé frá taflmennsku sem ráðu úrslitum, þar sem það gaf Spassky tíma til að hvíla sig og koma sfðan aftur til leiks fyllt- ur nýju baráttuþreki. Þess skal að lokum getið f þvf sambandi að þegar annar keppenda hafði í hyggju að taka sér frf, þurfti hann ekki að ganga í gcgnum þá fyrirhöfn að afla sér læknis- vottorðs heldur komu báðir þátttakendur sér saman um að hvor um sig gæti tekið sér frf eftir þörfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.