Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. AGUST 1977 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Hellissandur Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Uppl hjá umboðsmanni í síma 6741 og afgreiðslumanni í Reykjavík, sími 10100. Jltaqjttitfrlftfrifr Kennara vantar Að Grunnskóla Patreksfjarðar. Æskilegar kennslugreinar eru: Handavinnukennsla pilta og stúlkna, tónmenntakennsla og almenn kennsla í 1. til 6. bekk. Upplýsingar gefa skólastjórinn Davíð Ingi- mundarson í síma 94—1 337 og formað- ur skólanefndar Sigurður Jónsson í síma 94 1122 Símavarsla Óskum eftir að ráða starfskraft til síma- vörslu fyrir hádegi. Vé/smiðjan Héðinn h / f Se/javegi 2 sími 24260 Atx/inna Skrifstofustarf vélritun Viljum ráða sem fyrst ritara.í fullt starf Leikni í vélritun og góð móðurmálskunn- átta nauðsynleg. Umsóknir sendist í pósthólf 7080 fyrir 29. ágúst n.k. Búnaðarfé/ag /s/ands Bændahö/linni v/ Hagatorg. Bókaforlag óskar eftir starfskrafti til úrkeyrslu og lagerstarfa. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 27. ágúst merkt „B —681 7." rnvii 11 ia meðeigandi Leitað er eftir meðeiganda að teiknistofu, sem þarf að bæta við sig verslunarfróðum starfskrafti, til að annast viðskipti vegna umboða, og reikningshald. Tilboð merkt: „Atvinna — meðeigandi", sendist í póst- hólf 6, 121 Reykjavík. Læknaritari Læknaritari óskast á handlæknisdeild fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Upplýs- ingar í síma 221 00. 1. flokks ritari Óskum að ráða vélritara nú þegar. Um er að ræða almenna vélritun hjá stóru fyrir- tæki. Góð íslensku- og enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir 23. þ.m. merktar: „1. flokks ritari — 681 8". Grunnskólinn á Kirkjubæjar- klaustri auglýsir eftir kennurum Einum kennara við 1.—3 bekk, opinn skóli. Tveim kennurum við 4,-—9 bekk, ýmsar greinar m.a. myndlist, handmennt og fl. Skólinn er vel búinn tækjum og um margt nýtízkulegur. Gott og ódýrt hús- næði. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 99- 7040 Ritari Stofnun í miðborginni óskar að ráða ritara með verzlunarskólapróf eða hliðstæða menntun. Góð kunnátta í ensku og að minnsta kosti einu norðurlandamáli nauð- synleg, ásamt góðri velritunarkunnáttu. Umsóknir sem tilgreina menntun, starfs- reynslu og fyrri störf sendist Mbl. merkt: „Ritari—4366." Hafnarfjörður Okkur vantar starfskraft til barnagæslu. Einnig vantar starfskraft til ræstingar- starfa. Leikskó/i Jósepssystra Suðurgötu 44 Hafnarfirði — Tugþúsunda byggð Framhald af bls. 13 í dag. Þegar haft er i huga aö á þessum fáu árum mun um fjórð- ungur Reykvíkinga koma sér fyr- ir á þessu áður óbyggða svæði, gengur það kraftaverki næst, að svo stór byggð hafi risið á svo skömmum tima með drjúgum hluta þeirrar þjónustuaðstöðu, sem þörf er á í slikri byggð. Slík- ur hraði í uppbyggingu vitnar um það, að þarna býr duglegt fólk, sem lagt hefur á sig mikla vinnu, til þess að koma upp húsnæði yfir sig og sínar fjölskyldur. Framtak einstaklinganna hefur hér skilað sér í ótrúlegum afrekum þeirra karla og kvenna, sem sköpuð hefur verið aðstaða til athafna. Uppbygging svo fjöimenns hverfis á svo skömmum tíma hef- ur að vísu leitt til þess að ýmsar opinberar þjónustustofnanir eru og verða síðbúnari íbúðabyggðun- um, þrátt fyrir að þriðjungur framkvæmdafjár borgarinnar hafi verið varið í Breiðholtið und- anfarið. Nýlega var úthlutaó í Mjóddinni í Breiðholti I Ióðum undir ýmiss konar slíka starf- semi: heilsugæzlustöð, kirkju, póst- og síma, lögreglustöð, banka, veitingahús og kvikmyndahús, svo nokkuð sé nefnt. Hér er um mjög mikilvægar stofnanir að ræða, sem vonandi-rísa sem fyrst. Sérstaka áherzlu iegg ég á heilsu- gæzlustöðina, sem á að þjóna Breiðholti I og II. Því miður hef- ur ekki enn fengizt fjárveiting frá ríkinu til þessarar byggingar. Vonandi verður það á næstu fjár- lögum. Hönnun þessarar bygging- ar er um það bil að Ijúka. Vegna fjarlægðar Breiðholtsbyggða frá öðrum borgarhlutum er mjög knýjandi að þessi bygging rísi sem allra fyrst. 0 Að lokum Sp.: Hvað vilt þú segja I lokin, Magnús. í þessu spjalli hefur verið drep- ið á fátt eitt, sem ég hefi haft kynni og afskipti af sem borgar- fulltrúi og borgarráðsmaður. Borgarráð annast, ásamt borgar- stjóra, framkvæmdastjórn borg- arinnar. Seta í borgarráði hefur gefið mér yfirsýn yfir margbreyti- lega málaflokka, er borgarmálin spanna, eins og eðlilegt er. Slík yfirsýn er nauðsynleg til þess að van- eða ofmeta ekki einn mála- flokk á kostnað annars. Það hefur verið ánægjulegt að starfa í borg- arráði og borgarstjórn. Það skipt- ast að sjálfsögðu á skin og skúrir í sliku starfi, eftir því hversu vel gengur að leysa úr vanda þeirra, sem manns leita. Ég hefi sem borgarfulltrúi komizt i nána snertingu við mikil vandamál fólks í sambandi við húsnæðis- mál. Þó mikið hafi verið byggt að undanförnu og húsakostur fólks fari sifellt batnandi, þá eru marg- ir enn i brýnni þörf fyrir bætt húsnæði, en eins og ég sagði áðan, er húsnæði frumþörf hvers manns. __sf. — Frystihúsin Framhald af bls. 32 húss Ölafsvikur. „Við neyðumst því til að stiga það óskemmtilega skref að senda starfsfólki okkar uppsagnarbréf eftir helgina og miða uppsögnina við mánaðamót- in“. Guðmundur sagði, að segja mætti að Ölafsvik, Hellissandur og Grundarfjörður byggðu af- komu sína svo til alfaríð á útgerð- inni. Hins vegar hefðu þeir í Stykkishólmi hörpudiskinn og Grundfirðingar eitthvað af rækju og sagðist hann skilja menn svo, að grundvöllur væri til að halda þeirri útgerð áfram. „En það er ekki bara það, að hraðfrystihúsin stöðvist“, sagði Guðmundur. „Bátaflotinn stöðvast svo af sjálfu sér, því ég fæ ekki séð hvernig söltunarstöðvarnar ætla að kom- ast af með þann fisk, sem þær ekki geta tekið í salt. Ég held að þetta verði algjör lömun, ef til þessa kemur. Guðmundur sagði, að Harð- frystihús Ólafsvikur hefði ekki getað greitt starfsfólkinu laun sin í gær og sagði hann ekki hægt að bjóða fólkinu upp á það, þegar ekki væri einu sinni hægt að gefa loforð um greiðslu síðar. „Ég hef heyrt það hjá viðskiptavinum Ut- vegsbankans, að hann hafi ætlað að bjarga þeim um vinnulaunin í dag, en eftir það er allt i óvissu hjá þeim líka. Guðmundur kvaðst vilja mót- mæla þeim röddum, sem fram hefðu komið um að frystihúsa- menn væru að biðja um gengis- fellingu. „Gengisfellingin er ekki lausn- in, a.m.k. er það ekki okkar að benda á hana“, sagði Guðmundur. „Ég held að það megi þá allt eins benda á einhverjar millifærslur til lausnar vandanum." „Obbinn af fólkinu i íshúsunum hér í Grindavik er nú ekki fast- ráðinn, þannig að við þurfum ekki að senda því uppsagnir með neinum fyrirvara“, sagði Jón Guð- mundsson, forstjóri Hraðfrysti- húss Þórkötlusktaða hf„ í samtali við Mbl. í gær. „Það var nú rætt um það á fundinum í Keflavik að húsin á Reykjanesi stöðvuðust 27. ágúst og reyndar er ekki víst að allir haldi út þangað til, þegar hvorki eru peningar til að greiða fólkinu laun né kaupa fisk.“ Jón sagði, að menn ræddu það sín á milli, að eitthvað yrði gert i málunum, þannig að stöðvun þyrfti ekki að koma til fram- kvæmda um aðra helgi, „En ein- hvern veginn hef ég það á tilfinn- ingunni að menn flýti sér hægt við að leysa þennan vanda“, sagði Jón. Jón sagði, að hjá Hraðfrystjhúsi Þórkötlustaða og Hraðfrystihúsi Grindavíkur ynnu hátt á annað hundrað manns „í húsunum. Svo stoppar flotinn auðvitað lika og að auki eigum við hlut að tveimur skuttogurum í Hafnarfirði. Við ætlum einmitt að ræða það yfir helgina, hvort við stöðvum togar- ana eða látum þá sigla“. „Við höfum ekki tekið afstöðu til okkar aðgerða. Hins vegar höf- um við ákveðið að hafa samflot og við munum ræða málin á fundum um helgina", sagði Stefán Runólfsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum. Stefán sagði, að hraðfrystihúsin í Eyjum hefðu getað greitt starfs- fólkinu laun í dag. „Við sluppum fyrir horn með launagreiðslurnar, en ekkert annað“. Þegar Mbl. spurði Stefán, hvort ástand húsanna í Eyjum væri svipað og annars staðar, að 29. ágúst væri sá dagur, sem menn miðuðu við, svaraði hann. „Við höfum nú ekki neina ákveðna dagsetningu á þessu, En þó við höfum sloppið með launin þennan ganginn, þá vitum við ekki, hvað verður næst, þannig að mér sýnist allt stefna í stöðvun um mánaða- mótin.“ „Það hefur engin ákvörðun ver- ið tekin í þessa átt ennþá“, sagði Guðmundur R. Ingvason fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, er Mbl. spurði hann, hvort uppsagnir starfsfólks hefðu verið ræddar í stjórn fyrir- tækisins. „Hins vr er ástandið mjög slæmt hjá okkur og ekkert betra en annars staðar", sagði Guð- mundur. — Laugaland Framhald af bls. 32 Þá sagði Helgi, að það yrði ekki fyrr en eftir 4—5 ár, sem Akur- eyrarbær þyrfti 300—320 sek. lítra vatns. Helgi Bergs kvað fyrstu holuna á Laugalandi hafa gefið mikíð af sér, en hola nr. 2 hefði verið mjög slöpp. Síðan hefði þriðja holan gefið mikið vatn af sér og svo hefði stóra holan komið sem væri 2800 metrar að dýpt, og gæfi litið sem ekkert af sér. — Við erum nú byrjaðir að bora við Grisará, með bornum Dofra, og er hann nú kominn á 700 metra dýpi, en stefnt er að þvi að fara niður á 1800—2200 metra dýpi. Nú þegar hefur lítillega orð- ið vart við vatn á þessu svæði, en hins vegar verður ekki ljóst hversu mikið það er fyrr en kom- ið er lengra niður, sagði Helgi. Að lokum sagði hann, að nú væri verið að stinga út nýja holu við Laugaland, en þangað yrði Dofri fluttur þegar borun væri lokið við Grisará. Þá kvað hann hitaveituframkvæmdir ganga vel á Akureyri. — Kína Framhald af bls. 1 væg ræða var flutt af Yeh Chien Ying, að þvi er segir i óstaðfestum fregnum. Jafnskjótt og hinu almenna flokksþingi lýkur mun miðstjórn flokksins koma saman og telja stjórnmálafréttaritarar sennilegt að sá fundur sé hafinn. — Engin Framhald af bls. 1 Ijóst að vinsemd sé meiri en fyrr mill- um þessara þjóða og Sovétmenn hafi látið af þeirri tregðu sem þeir sýndu við því að Júgóslavar fylgi stefnu veru- lega frábrugðinm stefnu Sovétríkjanna, bæði í innanrikis og utanríkismálum Ekki var i yfirlýsingunni vikið berum orðum að umræðunni sem hefur orðið um evrópukommúnismann. en talið er þó vist að leiðtogarnir hafi fjallað um málið Síðan eru mjög ákveðnar yfir- lý ingar um aukna samvinnu, eflingu vináttu og fleira i þeim anda — Þingmaður Framhald af bls. 1 regluna sem slíka en ekki einstaka starfsmenn. Síðan gerðist það að ríkissaksókn- arinn Dorenfeldt ákvað að ákæra Unneberg fyrir ærumeiðingar Sam- kvæmt norskum lögum getur Unne- berg átt yfir höfðu sér allt að 3ja ára íangelsisdóm, verði hann sekur tundinn Viðbrögð við þessari ákvörðun saksóknarans hafa orðið á ýmsa lund Margir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt hana og eins margir þekktir lögfræðingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.