Mosfellsblaðið - 01.01.2000, Blaðsíða 13

Mosfellsblaðið - 01.01.2000, Blaðsíða 13
Utilistaverk til heiðurs Halldóri Laxness? því sem nú er með meira fjölbýli á kostnað sérbýlis. Slík uppbygging get- ur haft veruleg áhrif á einkenni og yf- irbragð bæjarfélagsins sé hún óheft. Tillögur svæðaskipulagsins gera einnig ráð fyrir að öflugur þjónustu- kjami verði í Mosfellsbæ sem þjóna eigi norðursvæði höfuðborgarsvæðis- ins. Er svæðið talið heppilegt fyrir ým- iskonar hátækniiðnað. Gera tillögumar ráð fyrir að framboð starfa aukist mjög og að í bæjarfélaginu verði tæplega 8 þúsund störf miðað við að norðurleið- in verði valin en rúmlega 5 þúsund störf ef valin er suðurleið. Hér verða því mikil umskipti í atvinnumálum og ljóst að ef þetta gengur eftir munu fleiri sækja vinnu í bæjarfélagið en Mosfellingar sem sækja vinnu annað. Meðal þess sem til athugunar er við svæðaskipulagsgerðina er forgangs- röðun vegaframkæmda á höfuðborgar- svæðinu. Samkvæmt þeim tillögum að uppbyggingu sem unnið er með er gengið út frá þeirri forsendu að Vestur- landsvegur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur verði tvöfaldaður og við- urkennt að umferðarmagn á veginum er þegar komið yfir það mark sem ein- breiður vegur ber. Skiptir þá ekki máli hvort meginuppbygging er til norður eða suðurs. Mikil umferðaraukning hefur verið á veginum undanfarin 2 ár og hefur aukningin verð yfir 12% hvort ár. Ekki eru dæmi um slíka aukn- ingu annarstaðar á svæðinu og því ljóst að grípa þarf lil aðgerða strax. Um- ferðartalningar sýna að þrátt fyrir til- komu Sundabrautar muni umferð á Vesturlandsvegi minnka lítið og telja bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ það því réttlætismál að Vesturlandsvegurinn færist framar í forgangsröðina í ljósi þessara og munu ekki sætta sig við óbreytta framkvæmdaröðun. Sam- kvæmt því svæðaskipulagi sem nú er í vinnslu er ljóst að Vesturlandsvegur mun áfram verða mikilvæg tenging fyrir umferð um norðurhluta höfuð- borgarsvæðisins. Miðað við þá spá um íbúafjölgun sem að framan greinir er það að mínu mati stærsta verkefni bæjaryfirvalda nú að ákveða hvernig stýra skuli þeirri uppbyggingu sem spáð er samkvæmt svæðaskipulaginu. I því sambandi þarf að tryggja að sú sérstaða sem Mos- fellsbær hefur sem jaðarbyggð á höf- uðborgarsvæðinu glatist ekki og að hin mikla uppbygging komi ekki niður á möguleikum bæjarfélagsins til að þjónusta þá íbúa sem fyrir eru. En slík uppbygging getur einnig falið í sér tækifæri sem tryggja þarf að nýtist. Aðalskipulag Mosfellsbæjar er nú í endurskoðun og hefur skipulagsnefnd yfirumsjón með verkinu. Það er ljóst að hennar býður vandasamt starf við undirbúning aðalskipulagsins. Ég vil að lokum nota tækifærið og færa bæjarbúum öllum síðbúnar ára- mótakveðjur með von um farsæld ykkur til handa á árinu sem gengið er í garð. Jóhann Sigurjónsson bœjarstjóri. Menningarmálanefnd Mosfells- bæjar efndi til samkeppni í fyrra- haust um útilistaverk og var fimm listamönnum boðin þátttaka. Þrír lista- menn skiluðu tillögum að verki um miðjan desember þar sem líkan var lát- ið fylgja, ásamt tillögu að staðsetn- ingu. Tillögunar vísuðu allar í ævi og störf Halldórs Laxness. Magnús Tóm- asson sigraði í samkeppninni fyrir til- lögu að verkinu „Hús tímans-hús skáldsins." Leitað var til listfræðinga og verkfræðinga um mat á tillögunum og fengu þær allar góða dóma. Mos- fellsbær leggur 3,5 milljónir til verks- ins, en auk þess hefur verið sótt um styrk til Listskreytingasjóðs ríkisins. Þegar foreldravaktin mætti á föstu- dagskvöldinu var lítið um að vera, fáir unglingar á kreiki og allt rólegt. Ekki sást til lögreglunnar nema einu sinni frá kl. 22:00 til 23:30. Um hálfellefu- leytið birtust um 20 unglingar, alveg niður í 13 ára og fóru í strætisvagninn og fóm „á rúntinn". Þau höfðu ekki sést á „venjulegum stöðum“, en birtust öll saman um þetta leyti eins og þau væru að koma frá einhverjum „nýjum“ stað. Þetta gerist eftir að þau eiga að vera komin heint. Sumir komu með vagninum aftur, en foreldravaktina gmnar að flest þeirra hafi farið úr vagninum í Artúni. Vita foreldrar hvert þau em að fara og er það með þeirra leyfi? Sumir foreldrar halda ennþá að útivistartíminn sé til kl. 24:00! Hvert hafa tilkynningar um útivistartíma far- ið þegar foreldrum eru sendar þær? Bæði lögreglan, foreldrafélögin og fjölskyldudeildin í Mosfellsbæ hafa reglulega sent heim til foreldra, í pósti, bréf og segulmerki til að minna á að halda útivistartímann. Það gilda lög í landinu um útivistartíma bama og unglinga sem okkur ber jafn mikil skylda að fara eftir og öðmm lögum sem sett eru. Kæru foreldrar, þeir sem ennþá leyfa börnunum sínum að vera úti eftir að útivistartíma lýkur, mæl- umst við til að fari að taka lögin alvar- lega. Utivistartími bama og unglinga að vetri til er: 12 ára og yngri til kl. 20:00 og 13-16 ára til kl. 22:00. A laugardagskvöldinu vom nánast engir unglingar á ferli skv. uppl. lög- reglunnar. Um næstu helgi ntun lögreglan fara í átak varðandi unglingadrykkju og útivistartíma. Þykir okkur rétt að Stefnt er að því að vígja listaverkið í júní á næsta ári. Verk Magnúsar verð- ur sex metra hár tum reistur á gmnn- fleti sem er merki Mosfellsbæjar. Upp af grunnfletinum rís tum úr málmi sem minnir á gotneska boga og ef horft er á verkið ofan frá er merki bæjarins greinanlegt. Inni í tuminum hangir stór steinn í keðju sem nemur við sexhymt form sem stendur á gmnnfletinum. Magnús hefur lagt til að verkið verði reist á hringtorginu á mótum Þverholts og Vesturlandsvegar og er verið að kanna hvort sú staðsetning sé raunhæf fyrir verkið. I umsögn dómnefndar um verkið segir m.a. að það byggi á merki bæjar- banda foreldrum á að eftir kl. 22:00 næstu helgar verða unglingamir færðir á lögregluvarðstofuna við Þverholt og munu lögreglumennimir hringja í for- eldra og láta sækja þá. Agætu foreldr- ar, krakkamir okkar skilja skýr skila- boð. Við viljum einnig í þessum frét- tapistli minna á að í Mosfellsbæ em um 400 unglingar og langflestir þeirra em í góðum málum. Það em um 40 krakkar sem em að skemma orðstír allra hinna. ins en sé einnig vísun í titil á verki Halldórs Laxness. Inni í Húsi skálds- ins mætast tvö form sem em tákn- myndir fortíðar og framtíðar og þar sem þau mætast er núið. Sigurður Þórólfsson skilaði tillögu að verki sem kallast „Bókin“. Verkið er 4,4 mertrar á hæð í formi opinnar bókar úr stáli sem stendur á stöpli úr grásteini. Þá skilaði Stefán Geir Karls- son inn tillögu að verki sem kallast „Reisti Halldóri Stefán“. Verkið bygg- ir á hugmynd að gleraugum sem Hall- dór notaði á yngri ámm. Verkið er 12 metra löng, 12 metra breið og fjögurra metra há gleraugu úr málmi. Við viljum svo þakka þeim foreldr- um, sérstaklega foreldmm úr Varmár- skóla, sem verið hafa á röltinu í vetur og biðja þá sem haft verður samband við á næstunni að taka vel í beiðni um rölt einu sinni til tvisar fram á vor. Kcerar kveðjur, Elín Reynisdóttir, form. foreldraf. Gagnfrœðaskóla Þrúður Sigurðardóttir. form. Foreldraf Varmárskóla &b Sumarafleysing á bæjarskrifstofu Starfsmann vantar til afleysinga á fjármála- og stjórnsýslu- sviði í sumar. Lágmarksaldur er 18 ár. Mjög æskilegt að við- komandi hafi reynslu af launavinnslu. Að öðru leyti verður lögð áhersla á að væntanlegur starfsmaður sé samvisku- samur og nákvæmur, áhugasamur og fljótur að læra. Um er að ræða fullt starf en til greina kemur að ráða viðkomanda í hlutastarf nú þegar og fram á vor. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu bæjarins að jarðhæð Þverholts 2. Mosfellsbæ, 24. janúar 2000 Bæjarritarinn í Mosfellsbæ. Til foreldra Helgíii 21.-23. janúar 2000 Um síðustu helgi var ástandið í bænum sæmilegt MosfrllsblaðiA 0

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.