Alþýðublaðið - 02.01.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.01.1931, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Lok garna-'deilimnar. S. L S. hefir sent VerkamáLaráði Alpýðusambands íslands svo- hljóðandi bréf: ! : Reykjavík, 29. dez. 1930. Með sklrskotun til viðtals Sig- urðar Rristinssonar forstjóra við formann Verkamálaráðs Alþýðu- sambandsins, herra Héðin Valdi- marsson, hinn 27. þ. m., viljum vér hér með tjá yður, að Vér tökum upp vinnu við garnastöð- jna 2. janúar n. k. með þeim kauptaxta, er Verkakvennafélagið Framsókn og Verkamannafélagið Dagsbrún hafa sett, eða kr. 0,80 kaupi fyrir kvenfólk og kr. 1,30 kaupi fyriT karlmenn um klukku- stund frá þeim tíma, sem vinna byrjar á ný, enda þótt vér teljum, að verkafólkið við gamastöðina hafi brotið samninga við oss. Pað er þó tilskilið, að bann það, sem verkalýðsfélögin hafa sett á út- og upp-skipun á vörum vorum,. verði upphafið þegar vinnan byrj- ar. Vér viljum jafnframt taka fram með skírskotun til fyrnefnds sam- tals við hr. HéÖin Valdimarsson, að þar sem vér lítum svo á, að tjón það, sem vér höfum orðið fyrir í sambandi við vinnustöðv- unina, sé óviðkomandi samkomu- lagi um upptöku vinnunnar á ný, íeljum vér oss geta leitað réttar vors síðar í því máli. Staðfesting þessa samkomulags óskast sem fyrst VirSingarfylst. pr. pr. SAMBAND ISL. SAMVINNUFÉLAGA. S. Kristinsson. (Sign.) Verkamálaráðið hefir svarað með svo hljóðandi bréfi: Reykjavík, 30. dez. 1930. Samband ísL. samvinnufélaga, Reykjavik. Með skirskotim til bréfs yðar, dags. 29. þ. m., staðfestum vér hérmeð, að orðið hafi að sam- komulagi að vinna yrði tekin upp 2. janúar n, k. við Garnastöðina, samkvæmt gildandi kauptaxta verkakvennafélagsins „Framsókn- ar“ og verkamannafél. „Dagsbrún- ar“, kr. 0,80 tímakaupi fyrir kven- fólk og kr. 1,36 tímakaupi fyrir karlmenn. Höfum vér og frá cLeg- inum í dag upphafið bann það, sem hefir verið á allri vinnu verkafólks hjá Sambandinu, þar á meðal hafnarvinnu, og hefiT þetta verið tilkynt hlutaðeigandi verkafólki og skipaafgreiðslum. Vér föllumst einnig á, að það sé óviðkomandi samkomulaginu um upptök vinnunnar, hvaða ráð- stafanir þér gerið út af tjóni því, er þar kynnuð að hafa orðið fyrir vegna vinnustöðvunarinnar, en þar sem vér álítum ekki verk- lýðsfélögin ábyrg vegna , þess tjóns, teljum vér þau einnig ó- bundin um gerðir sínar, ef slík mál kynnu að snerta þau. Virðingarfylst, Verkamálaráð Alþýðusam- bands Islands. Hédinn Vald'marsson. Jóhanna Egílsdóttir. Jón Axel Pétursson. Ólafur Friðriksson. Rolanemaverkfall Cardiff, 1. jan. United Press. — FB. Vinnustöðvun í kolanámunum er hafin. Stendur hún yfir a. m. k. þrjá daga, en þá verður gerð tiL- raun af nýju til þess að jafna deilumálin. Vinnustöðvunin var ákveðin eftir að tilraunir, sem stóðu fram á nótt, tii þess að koma á sáttum. taaflð f Bretlandf. höfðu mistekist. Framkvæmda- stjórn námumannasambandsíns í Wales fyrirskipaði þá, að verka- 'prenn í öllum héruðum legðu nið- ur vinniu, þar eð námueigendur hefðu eigi viljað slaka til á kröf- um sinum um launalækkun. 150 þúsund verkamenn taka þátt i verkfallinu. Nýjárkveðjnr sjómamia. Gleðilegs nýjárs óskum við vin- um og vandamönnum. Pökkum liðna árið. Vellíðan. Kveðjur. Skipshöfnin á „Suida“. Beztu nýjársóskir til vina og vandamanna, með þökk fyrúr hðna árið. Sklpverjar á „Karlsefni“. GleÖáilegs nýjárs með þökk fyrir hið tiðna óskum við vimun og vandamönnum. Skipshöfnin á „Gylfa“. Gleðilegt nýtt ár. Pökkum fyrir það liðna. Til vina og vanda- manna. Skipshöfnin á „Skúla fógeta“. Siysið á Jótlandshafi. Helsingfors, 31. dez. Uaited Press. — FB. Rannsóknin á þvi, hver var or- sök árekstursins milli skipanna „Oberon" og „Arcturus" 19. dez., er byrjuð. Báðir sldpstjóramir hafa borið, að þegar áreksturinn varð hafi verið mikil þoka, sterk- ur straxunur og erflðfteikum bund- ( BiJar fjrrsta flokks Virginia cigarettnr. jj I Three Bells ( 20 stk. pakklnn kostac* kr. 1.25. — Búnar tll =§ h(á Brltish Ameriean Tobaeeo Go, ILondon. s Fást f helldsðlu hjá : Tóbaksverzl. islands h.f. Einkasalar á íslandi: 5Íll Fðst atvinna. Sá, sem getur lánað 2500 krónur mót ágætri trygg- ingu, getur fengið fasta atvinnu strax við skrif- stofu og aðra iétta vinnu. Tiíboð merkt: „STOFN“ ieggist inn í afgreiðslu Alþ.bl. nú þegar. SjúkrasamlaQ Reykjavíkor tilkynnir, að með þvi að iæknar hafa kraííst hækkunar á fasta- gjaldi því, er þeir fá fyrir hvern samlagsmann, og af öðrum auknum útgjöldum, samþykti framhaldcaðalfund- ur 14, nóvember siðastl, að hækka iðgjöld hluttækra sam- lagsinanna um 50 au. á mánuði frá 1. jan. 1931 að telja, Samlagsmenn eru hérmeð ámintir urn, að sýna lækni ætíð gjaldabók sina, er þeir fá viðtal eða aðra læknis- hjálp, því að öðrum kosti mega þeir búast við, að læknirinn Jáli ekki í té lyfseðla eða annað á kostnað samlagsins. Þar, sem allir samlagsmenn hafa ákveðinn lækni, eru þeir ámintir um að vitja ekki annara lækna, nema sérstaklega standi á eða þeir hafi leyfi til þess frá skrifstofu S, R. ið að skiftast á hfjóðraerkjum. Erik Hjeldt, skipstjóri á „006X00“, sagði, að mínútu eftir að árekst- urinn varð hafi skipið hallast svo mikið, að sjór hefði flætt inn í reykháfinn. Átta yfirmenn og aðlrir skipverjar hafa staðfest frá- sagrnr skipstjóramra og segja, að alt hafi verið gert, sem hægt var, til að koma í veg fyrir slysið. Húsbrimi á Siglafirði. Siglufirði, FB„ 1. jan. Eldur kom upp í dag í húsi GuÖmundar Sigurðssonar. í hús- inu er Félagshakaríið með veit- ingasal og brauðbúð og lögreglu- varðstofa bæjarims. Fólk bjargað- ist út og eitthvað af innanstokks- munum. Ætlað er, að eldurinn hafi kviknað út frá miðstöðinni. en vissa ekki fengin um það. Unnið er enn af kappi að þvf að bjarga húsinu, sem er mjög tví- sýnt að takist, þvi að efri hæð þess virðist nú alelda. Siglufirði, 2. jan. FB. Eldurinn í Félagsbakaríimi kom upp um níu-Jeytið um morgun- inn og var búið að slökkva hann um kL 11. Fólk var vaknað í húsinu og náiægum húsum, er eldsins varð vart. TaJið er, að hann hafi kviknað út frá mið- stöðvarofni kjallarans og læst sig upp með reykháf hússins og út frá honurn alla leið upp að þaki Húisið er allstórt 2 hæða stein- steypuhús, og leigir Félagshakar- iið aila neðri hæð þess til brauð- sölu og veitinga, en brauðgerðin sjálf er í áföstum skúr austan- umdir og komst eldurinn ekki í hann. Uppi býr eigandinn með fjölskyldu. Þar leigði einnig Guð- mundur Jóakimsson trésmiöur og þar er lögregluvarðstofan. Skemd- ir urðu miklar. Sviðnaði öll efii hæðin innan og niðri læs'.i eldux- inn sig vestur i brauðbúðina, en mestar urðu skemdirnar af vatni við björgun hússins. Er það alt eyðilagt innan. Af lausafé varð litlu bjargað áður en eldur og vatn náði að eyðileggja það, nema einhverju af húsgögnum leigjandans. Innbú húsráðandans var vátrygt, en lágt, og mun hann bíða allmi’kið tjón, einnig brauð- gerðin, í skemdum vana og rekst- ursstöðvun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.