Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1977 Valdimar Kristinsson: Kjördæmaskipun og kosningareglur hafa verið mjög til umræðu undanfarin ár. Astæðurnar fyrir þessu eru einkum tvær. Annars vegar er hinn míkli munur, sem orðinn er á „þyngt" atkvæða í einstök- um kjördæmum, og er munur- inn ailt að fjórfaldur. Má jafn- vel halda því fram, að veruleg- ur hluti landsmanna njóti ekki fullra borgararéttinda að þessu leyti. Hins vegar þykir mörg- um, ef ekki flestum, sem áhrif hins almenna kjósanda á val einstakra þingmanna (fram- bjóðenda) séu allt of lítil, og það þrátt fyrir prófkjörin. Enda eiga þingmenn væntan- lega að vera fulltrúar allra kjós- enda sinna, en ekki aðeins þeirra, sem skráðir eru í stjórn- málaflokk eða hafa hópast í ein hver áhugamannafélög eða klíkur. Nú eru mannleg sámskipti ekki á þann veg, og verða vist seint, að ekki megi benda á einhver óeðlileg áhrif á stjórn- arfar, en þar hlýtur lýðræðið að vera mest og best, þar sem fæst- ar athugasemdir er hægt að gera af því tagi. Segja má, að umræður um þessi mál hafa beinst í nýjan farveg nú fyrir skömmu, þegar formenn stjórnarflokkanna lýstu því yfir í sjónvarpinu, að til greina gæti komið að kjós- endur fengju sjálfir að raða frambjóðendum þess flokks sem þeir kjósa við næstu kosn- ingar. Með þessu móti færu þingkosningar og prófkjör fram samtímis. A þessari tilhögun eru auðvit- að einhverjir gallar, en kostirn- ir virðast svo miklir, að rétt væri að fá úr málinu skorið í raun. Ekki síst þar sem boðið yrði upp á persónubundna kosningu án lítilla einmenn- ingskjördæma (eins og þau óhjákvæmilega yrðu hér á landi), og hægt er að koma þessu á án stjórnarskrárbreyt- ingar, og væntanlega án hat- rammra deilna. Sumir munu segja, að sömu gallar yrðu á þessari skipan mála eins og á prófkjörunum, það er að þátttakendur i starf- semi oft alls óskyldri þjóðmála- ábyrgð hafi besta aðstöðuna. Því er til að svara, að ekki er hægt að setja reglur um að ein- ungis ákveðin áhugasvið geri menn kjörgenga til þings, og svo hitt, sem er aðalatriðið, að því fleiri sem taka þátt f „próf- kjöri“, því léttvægari verða áhrif einstakra áhuga- og sér- hagsmunahópa. Við þetta bæt- ast svo kostir persónubundinna kosninga, að stjórnmálamenn verða að halda nánara sam- bandi við kjósendur sína. Ætti þá áhugi almennings á stjórn- málum að aukast, en oft er kvartað undan því, að stór hluti þjóðarinnar láti sig stjórnmála- baráttuna litlu sem engu varða og er slíkt afskiptaleysi auðvit- að lýðræðinu hættulegt. Ekki þarf að efast um að fleiri tækju þátt í „prófkjör- um“, sem tengd yrðu almenn- um kosningum, heldur en þeir sem nú kjósa í sérstökum próf- kjörum. Bæði mæta þá allir til kosninga, sem einhvern þjóð- málaáhuga hafa og aldrei er áhuginn meiri en einmitt á sjálfan kosningadaginn. Er þar með ekki sagt að allir þyrftu að taka þátt í prófkjörinu. Tilhög- unin gæti verið á þessa leið: Kjósendur krossa við þann flokk, sem þeir ætla að kjósa. Þar fyrir neðan koma nöfn frambjóðendanna í stafrófsröð og gætu nú kjósendur sett núm- er við nöfn í þeirri röð, sem þeir vilja styðja einstaka menn. Mættu þeir setja jafnmörg númer og viðkomandi flokkur fékk kjördæmakosna fulltrúa í síðustu kosningum á undan í kjördæmi hvers og eins. (Fleiri númer myndu ekki eyðileggja seðilinn, en yrðu ekki tekin til greina við talningu.) Hins veg- ar mættu kjósendur setja færri númer eða engin, og tækju þá takmarkaðan eða engan þátt I „prófkjörinu”, þótt þeir kysu eftir sem áður. Skársti flokkur- inn að þeirra mati fengi at- kvæðið, en aðrir kjósendur hans réðu þá röðinni á listan- um. Hins vegar yrði valið á list- ana, þar sem bæði koma fram aðalmenn og varamenn vænt- Valdimar Kristinsson. anlega í höndum flokkanna einna. Yrði horfið að þessu ráði við næstu alþingiskosningar (gæti auðvitað gilt líka um næstu sveitarstjórnakosningar), þá yrðu prófkjör, sem nú eru hafin og eru væntanleg, þar með óþörf, en óneitanlega væri fróð- legt að hafa þau til samanburð- ar að þessu sinni við úrslit i miklu víðtækari og endanlegu ,,prófkjörunum“, er færu fram samhliða almennum kosning- um. Ekki er því að neita, að taln- ing atkvæða yrðu miklu meira verk með þessu umrædda móti. Atkvæði flokka yrðu reyndar tálin alveg eins og nú og at- kvæðatölur lægju fyrir jafn fljótt og áður. En síðan þyrfti að endurtelja öll atkvæði, sem hafa verið númeruð og finna út hverjir hafa hlotið „hnossið" að leiða þjóðina á framfarabraut næstu árin. Auðvitað yrði tölu- verður kostnaður þvi samfara, en ekki lægi eins mikið á og áður, þar sem ekki biði lengur öll þjóðin i ofvæni eftir úrslit- unum. Þyngst í vöfum yrði þessi slcipan mála í Reykjavík, þar sem þingmennirnir eru flestir. Við stjórnarskrárbreytingu, við fyrsta tækifæri, gæti þvi verið rétt að skipta höfuðborginni í tvö kjördæmi til alþingis- kosninga. Myndi það jafna mjög stærð kjördæmanna, en þetta leiðir síðan hugann að uppbótarþingsætum, sem ekki ber síður að nota til að jafna aðstöðuna milli kjósenda, en flokka. Mistökin sem gerð voru við siðustu breytingu á kosninga- lögunum, að atkvæðafjöldinn einn skyldi ekki látinn ráða út- hlutun uppbótarþingsæta, held- ur haldið hinu úrelta ákvæði um hlutfallstölu sýnir, því mið- ur, að stjórnmálaflokkunum eru ríkari í huga eigin réttindi og aðstaða heldur en réttindi borgaranna. En nú standa vonir til, að þetta verði leiðrétt á næsta þingi nú í vetur. Eins og áður sagði er núver- andi aðstöðumunur fráleitur, að þyngd atkvæða geti verið fjórum sinnum meiri á einum stað en öðrum. Þegar verið var að berjast fyrir almennum kosningarétti á sinum tíma var jafnréttið rökin. Nú á timum. hefur sumt strjálbýlisfólk snú- ið þessum rökum við og sagt, að því beri hlutfallslega fleiri full- trúar til að jafna annan að- stöðumun, mismunandi vel skil- greindan. Með sömu rökum gæti gamla fólkið eða hverjir aðrir, sem telja sig á einhvern hátt bera skarðan hlut frá borði heimtað þyngri atkvæðisrétt. Um þetta má sjálfsagt lengi deila. En hér mun stungið upp á málamiðlunartillögu, er hugs- anlega gæti lægt öldurnar eitt- hvað. Tillagan er sú, að i fámenn- asta kjördæminu megi þyngd atkvæða mest vera allt að tvö- föld á móti þvi sem er í því fjölmennasta. Mörgum mun finnast þetta allt of skammt gengið í jafnréttisátt, en samt er það mun betra en núverandi ástand. Breytingunni yrði auðveldast komið á til skemmri eða lengri tíma með fjölgum uppbótar- þingsæta, sem að sjálfsögðu skiptust einungis eftir atkvæða- fjölda. (Þeim gæti fækkað aft- ur, ef ibúum tæki að fjölga hæutfallslega meira í fámenn- asta kjördæminu en í þeim fjöl- mennustu.) Líklega þyrfti að fjölga uppbótarþingsætum um allt að sex til að ná þessu marki núna. Ekki mun það þykja góð- ur kostur að fara enn að fjölga þingmönnum, sist þegar þing- mennska er orðin aðalstarf flestra þeirra. En er þó væntan- lega betri kostur en núverandi hróplegt ranglæti varðandi að- stöðumun við kosningar. Yrði horfið að þessu ráði væri ekki alltaf hægt að fjölga þing- mönnum, ef t.d. Vestfirðir héldu áfram að vera hlutfalls- lega minna og minna kjördæmi. I því tilfelli gæti komið til greina, að bæta Dalasýslu við Vestfjarðarkjördæmi, sem nær nú reyndar þegar að Trölla- kirkju og miðri Holtavörðu- heiði. En samkvæmt framan- sögðu myndi það leiða til nokk- urrar fækkunar þingmanna (þ.e. uppbótarþingmanna á Suðvesturlandi). Dreifing íbúanna um landið og breytingar á búsetunni er sá grundvöllur, sem kjördæma- málin byggjast á. Fátt bendir til að draumur sumra um öfluga byggðakjarna er keppi beint við höfuðborgarsvæðið muni rætast i fyrirsjáanlegri framtíð. Að visu hefur dregið úr fólks- fjölguninni suðvestanlands og víða er farið að fjölga nokkuð úti um landsbyggðina, en fjölg- unin dreifist svo víða, að nær alls staðar verður atvinnulífið áfram einhæft nema í Reykja- vik og nágrenni. Meira að segja bætt skólakerfi verður mörgum þessum stöðum fremur „blóð- taka“ en styrkur, þegar til lengdar lætur. Akureyri er undantekningin, en atvinnulif- ið þar skiptir ekki sköpum i þessu sambandi varðandi land- ið í heild á meðan þar býr að- eins um tíundi hluti fólksfjöld- ans á höfuðborgarsvæðinu. Eitt er þó hægt að gera, sem myndi hafa mikil áhrif á byggðamál og þar með stjórn- málin í landinu, en það er að færa landið og byggðirnar sam- an i bókstaflegri merkingu. Ekki í kílómetrum, heldur i klukkustundum. Hér er auðvit- að átt við góða þjóðvegi með bundnu slitlagi. Lagning þeirra er raunhæfasta byggðastefnan i dag. Stórbættar samgöngur efla samstöðu byggðanna, en aukin togstreita þeirra, sem orðið hef- ur vart að undanförnu, er hættuleg farsælu stjórnarfari í landinu. Er aukið lýð- ræði í s j ónmáli? Stilla út K jarval, Jóhanni Briem o g Finni Jónssyni: „Okkar ÞRJÚ stór málverk eftir kunna íslenzka meistara blasa nú við augum fólks í glugga Búnaðarbanka ís- lands, er það gengur eftir Austurstræti. Stefán til Iðnkynningar,, framlag Hilmarsson bankastjóri upplýsti Morgunblaðið í gær, að myndirnar væru eftir Jóhannes Kjarval, Jóhann Briem og Finn Jónsson. Stefán sagði, að Finnur Jónsson hefði kallað sína mynd „Sá guli“, mynd Jóhanns Briem væri af kúm á beit, og hefði bank- inn keypt þá mynd á þessu ári. Kjarvalsmyndin væru svo búin að vera í eigu bankans í fjölda ára. — Það er okkar skoðun, að málverk í eigu bankans eigi ekki aðeins að hanga Máiverkin í glugga Búnaðar- bankans. uppi á vegg í einhverjum herbergja bankans, heldur eiga þau einnig að koma fyrir almenningssjónir. Þá vildum við líka reyna að taka þátt í iðnkynningunni á einhvern hátt og það má kannski segja að þetta sé okkar framlag til hennar,“ sagði Stefán. Þá sagði hann, að verið gæti að skipt yrði um myndir í glugga bankans eftir nokkra daga, þar eð bankinn ætti mörg fleiri málverk eftir þekkta ís- lenzka listamenn, en hug- myndin væri að hafa mál- verk í glugganum á meðan iðnkynningin stæði yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.