Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1977 Brldge umsjón ARNÓR RAGNARSSON STAÐAN í einmenningskeppni BRIDGEFÉLAGS KVENNA eftir tvær umferðir er þessi: 1. Lovisa Eyþórsdóttir 2. Sigríður Bjarnadóttir 3. Aðalh 'iður Magnúsdóttir 4. Rósa Þorsteínsdóttir 5. Björg Pétursdóttir 6. Sigríður Ingibergsdóttir 7. Steinunn Snorradóttir 8. Kristjana Steingrímsdóttir 9. Arnína Guðlaugsdóttir 10. Ingunn Hoffmann Spilað er i þremur 16 para riðlum. Síðasta umferð i þessari keppni verður spiluð mánudaginn 26. sept. og hefst kl. 19.30 stundvíslega í Domus Medica. STAÐAN i Danívals- tvímenningnum hjá Bridgc- félagi Suðurnesja er þessi þegar ein umferð er eftir. 1. EinarJónsson — Guðmundur Ingólfsson 477 2. Hreinn Magnússon — Sigurhans Sigurhansson 465 3. Gunnar Jónsson — Aron Björnsson 463 4. Haraldur Brynjólfsson — Óskar Pálsson 457 Arshátíð félagsins verður haldin í Festi n.k. laugardag og hefst með borðhaldi kl. 20. — Þá mun og fara fram verðlaunaafhending. Bridgeffélag Suðurnesja. Bridgefélag Breiðholts Síðasta keppni fyrsta starfs- árs Bridgefélags Breiðholts var firmakeppni félagsins með þátttöku 16 fyrirtækja. Urslit urðu þessi. 1. Vefnaðarvörubúð V.B.K. Vesturgötu 120 stig. Spilari: Olafur Tryggvason. 2. Dagblaðið Tíminn 118 stig. Spilari: Sigfús Skúlason. 3—4 Tréval, Auðbrekku 93 stig. Spilari Sigurður Guðnason. 3—4 Dósagerðin Kópavogi 93 stig. Spilari: Guðmundur Aronsson. Stig Stig Stig 1. umf. 2. umf. Alls. 97 109 206 90 116 206 91 111 202 92 109 201 104 93 197 103 93 196 109 86 195 95 100 195 87 108 195 95 99 194 Meðalskor : 180 stig. Annað starfsár félagsins hófst með aðalfundi þriðjudag- inn 20. sept. kosin var eftirtalin stjórn: Formaður: Sigurjón Tryggva- son. Meðstjórnendur: Leifur Karlsson, Ölafur Tryggvason, Guðbjörg Jónsdóttir og Baldur Bjartmarsson. Að loknum aðalfundi var spil- aður stuttur tvimenningur með þátttöku 10 para og urðu úrslit þessi: 1. Bragi + Hreinn 83 stig. 2. Kristján + Sigfús 82 stig. 3. Oskar + Guðlaugur 77 stíg. Fyrsta aðalkeppni félagsins verður þriggja kvölda tvímenn- ingur og hefst þriðjudaginn 27. sépt. í húsi Kjöt og fisks, Selja- hverfi, klukkan átta stundvís- lega. Aðrar keppnir hafa ekki ver- ið ákveðnar en stjórn félagsins mun fljótlega gefa út dagskrá fyrir veturinn. Ymsar nýjungar verða teknar upp hjá félagmu miðað við síð- astliðinn vetur. Byrjað verður að spila um „Meistarastig B.S.I. í Hausttvímenningnum, sagn- box verða notuð og borðdúkar. Einnig ætlar félagið að efla félagsstarfssemi sína, til dæmis með því að reyna aö komast í samband við félag úti á landi, og eru félög sem á því hefðu áhuga, beðin að setja sig í sam- band. Framkvæmdastjóri félagsins er Sigurjón Tryggva- son sími 24856. Ljósm. Þorsteinn Sigmundsson. METLAXINN? — Sverrir Þorsteinsson veitingamaður í Reykja- vík veiddi þennan glæsilega hæng í Stóru-Laxá sl. sunnudag og vó hann 12 kg. 250 g, eða 24‘A pund og var 123 cm langur. Laxinn veiddi Sverrir í Heljarþrym á túpu, sem Skröggur heitir, og var rúma klst. að landa honum. Er þetta stærsti laxinn, sem Mbl. veit um að vciðst hafi á stöng í sumar þótt fregnir af 27 punda laxi hafi heyrst, en þar mun hafa verið um ensk pund að ræða. Síld er auðvelt að grípa til, þegar gesti ber að garði og búa til eitthvað lystaukandi og spennandi. — Síld er líka einstaklega næringarrík og einföld í framreiðslu. — Hafió alltaf síld frá íslenskum matvælum h.f. í húsinu. fSLENSK MATVÆLI H/F HAFNARFJÖRÐUR „Islenzka ríkið” komið út KOMIN er út hjá Almenna bóka- félaginu bókin tslenska ríkið eft- ir Hjálmar W. Hannesson fyrrum menntaskólakennara. Bókin er ætluð sem kennslubók fyrir fram- haldsskóla og er lýst þannig aftan á kápu: „Islenzka ríkið eftir Hjálmar W. Hannesson er stuttorð lýsing á íslenskri stjórnskipan eins og hún nú er. Bókin er samin sem kennslubók í þjóðfélagsfræðum fyrir menntaskóla, fjölbrautar- skóla og eða framhaldsskóla, en getur einnig komið að fullum not- um hverjum þeim, sem fræðast vill á eigin spýtur og kennara- laust um íslenska rikiskerfið. I bókinni er fjöldi uppdrátta og ljósmynda til skýringar á efninu." Islenska ríkið er 102 bls. að stærð, pappirskilja. Hún er unnin í Prentsmiðju Arna Valdimars- sonar og Bókbandsstofunni Örk- inni. Gamli Herjólf- urseldur úr landi SKIP Skipaútgerðar rlkisins, Herjólfur, hefur nú verið selt til Hondúras og verður skipið al'hcnt hinum nýju eigendum í Reykja- vík í dag, en þeir munu sjálfir sigla því út. Guðmundur Einarsson fram- kvæmdastjóri Skipaútgerðar rikisins sagði í samtali við Morgunblaðið i gær, að söiuverð skipsins væri 210 þús. dollarar eða yfir 43 milljónir króna. Kvað Guðmundur þetta verð vera nettó- verð. Þegar skip væru seld afhentu seljendur það yfirleitt í hinu nýja heimalandi, og af því hlytist töluverður kostnaður. Að sögn Guðmundar hefur Herjólfur verið til sölu i rúmt ár og ætlaði Skipaútgerðin sér að fá hærra verð fyrir skipið upphaflega en fékkst að lokum. Herjólfur er 495 rúmlestir að stærð, smiðaður i Hollandi árið 1959. Fimm skip með loðnu LÍTIL loðnuveiði var i fyrrinótt og í gærdag, eins og verið hefur siðustu daga. Þó tilkynntu fimm skip um afla frá því ki. 17 í fyrra- dag fram til kl. 16 i gær. Skipin eru þessi: Freyja RE 300 lestir, Gísli Árni RE 320, Grindvíkingur GK 520, Stapavík SI 150 og Gull- berg VE 350 lestir. 27 erlend veiðiskip á miðunum ATJÁN v-þýzkir togarar voru a veiðum við Island i fyrradag, að því er Þorvaldur Axelsson skip- herra i stjórnstöð Landhelgis- gæzlunnar tjáði Morgunblaðinu í gær. Kvað hann þýzku togarana hafa verið að veiðum á Reykja- neshrygg og i Berufjarðarál. Þá voru fimm færeysk fiskiskip við landið, fjórir línuveiðarar og einn togari, ennfremur voru fjórir belgískir togarar að veiðum. Alls voru þvi 27 erlend veiðiskip á Islandsmiðum í fyrradag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.