Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1977 15 Ölafur Arnlaugsson hjá nýja sjúkrabflnum. Nýr og fullkom- inn sjúkrabíll til Hafnarfjarðar — ÞAÐ ER aö sjálfsögöu mik- ill fengur fyrir okkur að fá þennan sjúkrabíl og á eftir aö létta mikið undir meö sjúkra- flutninga. Hann er nýrri og fullkomnari en bilar sem við höfum verið með áður og er líklegast sá fullkomnasti sem nú er hægt að fá. Bíllinn er fjögurra drifa, hefur fullkomin súrefnistæki og auk þess raf- knúin öndunartæki, en það höfðum við ekki áður, sagði Öl- afur Arnlaugsson, slökkviliðs- stjóri i Hafnarfirði, en Hafnar- fjarðardeild Rauða kross ís- lands afhenti slökkviliðinu þar nýjan og fullkominn sjúkrabíl á þriðjudag, í tilefni þess að deildin hefur starfað í 35 ár um þessar mundir. Bíllinn er innréttaður af Bila- klæðningu h.f. í Kópavogi og mun þjóna Hafnarfirði, Garða- bæ og Bessastaðahreppi. 1 tilefni af 35 ára afmælinu voru þeir Gunnlaugur Guð- mundsson og Eyjólfur Guð- mundson gerðir að heiðursfé- lögum Rauða kross deildarinn- ar í Hafnarfirði, en þeir hfa starfað lengi i stjórn félagsins. „Frá einveldi til lýðveldis” komin út í þrið ju útgáf u Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar hefur nýlega gefið út sagn- fræðibók Heimis Þorleifssonar, Frá einveldi til lýðveldis, í þriðju útgáfu og er hún í senn ætluð sem kennsliibók í menntaskólum, til almenns lestrar og sem uppfletti- rit, að þvf er segir í fréttatilkynn- ingu frá BSE. Nýja útgáfan er mjög aukin frá fyrri útgáfum. Hefur siðasti kafl- inn, sem nefnist Árin eftir stríð, tekið miklum stakkaskiptum og lengzt a.m.k. fimm sinnum. Kafl- inn rekur sögu eftirstríðsáranna allt til þessa dags, lýsir stjórn- málaflokkum og rikisstjórnum og því sem þær hafa látið af sér leiða. Gerð er grein fyrir fjár- og atvinnumálum, varnarmálum og deilum um þau, þorskastríðum o.fl. Alls eru i bókinni 245 myndir og af þeim 78 myndir í síðasta kaflanum einum, sem er rúmar 80 bls. að stærð. Ekki er hér aðeins um sögulegar ljósmyndir að ræða, heldur einnig skopmyndir úr Speglinum og dagblöðunum. Bókinni fylgir nákvæm nafna- og atriðisorðaskrá, svo og skrá yfir sagnfræðirit, sem snerta þetta tímabil. ,,Frá einveldi til lýðveldis'* er 332 bls. að stærð unnin í prent- smiðjunni Odda. Iðnkynning í Reykja- vík með happdrætti MEÐAL þeirra verkefna sem Iðnkynning i Reykjavík hefur tekið sér fyrir hendur er að efna til happdrættis. Aðal- vinningur happdrættis Iðn- kynningarinnar er 45 fermetra sumarhús, framleitt af Húsa- smiðjunni, að verðmæti um 4.6 milljónir króna. Er húsið til sýnis i Lækjargötunni fyrir framan Gimli. Húsið er tilbúið til flutnings á þann stað sem væntanlegur eigandi kýs sér. Aukavinningar í happdrætti Iðnkynningar í Reykjavík verða 25 karlmannafatnaðir frá Sportveri hf. og 25 kven- fatnaðir frá Dúk h.f, að verðmæti 28 þúsund krónur hver. Alls er verðmæti vinninga því um 6 milljónir kröna. Miðar happdrættisins eru seldir í sumarhúsinu frá kl. 12—22 daglega, á Iðnkynningu i Laugardalshöll og öðrum stöðum sem Iðnkynning fer fram á. Verð hvers miða er 400 krónur, og verður dregið mánu- daginn 10. október. Niðursagaðir dil kaskrokkar íheilu II. verðflokkur kr. 574 per. kg. lambarif (slög) kr. 250 per kg. Ný reyktir hangiframpartar kr. 829perkg. Súpukjöt — Frampartar — Lærisneiðar — Kótilettur — Hryggir — Læri — Svið Allt á gamla verðinu Opiðtil kl. lOíkvöld Lokað laugardag Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1 A, sími 86111. Kynning f iðngrdna í Pff Iðnskólanum Kynning iðngreina í Iðnskólanum I dag og á morgun verður sérstök iðnnámskynning í Iðnskólanum. Kynntar verða flestar löggiltar iðn- greinar, bæði með myndum og vinnudæmum á verk- stæðum skólans. Fulltrúar iðngreinanna, og kennarar ásamt nemend- um Iðnskólans verða reiðubúnir að veita upplýsingar fyrir gesti kynningarinnar. Verkstæði skólans verða opin: Föstudaginn 23/9 kl. 13:00— 18:00 Laugardaginn 24/9 kl. 13:00— 18:00 Á mánudag og þriðjudag verða skipulagðar heim- sóknir grunnskólanemenda 9. bekkjar á iðnnáms- kynninguna. IÐNKYNNING í REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.