Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1977 Mikil aukning varð í flutningum Smyrils MIKIL aukning varð í flutning- um færeysku blla- og farþega- ferjunnar Smyrils á þessu sumri, t.d. jukust farþegaflutningar á leiðinni b'æreyjar-Seyðisf jörður úr 5000 á s.l. ári 16000 I sumar. Fareham, Englandi 21. sept. Reuter. MIÐALDRA konur ættu að slita sér út, deyja á góðum aldri og losna þannig við langt og aumt ekkjustand. Þetta er skoðun Joyce nokkurrar Parker, sem sjálf er ekkja og vinnur að vel- íerðar málum aldraðra. Mælti MAGNÚS Erlendsson, forseti bæjarstjórnar Selt jarnarness, kom að máli við Morgunblaðið vegna tilkynningar, sem sameig- inlegur fundur stjórnar og samn- inganefndar BSKB sendi til fjöl- miðla vegna framkominnar sátta- tillögu. I tilkynningu þessari kemur fram, að lokið sé samningum við starfsmenn sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi. Er í því vitn- að til nokkurra atriða í samningn- um, t.d. um vaktaálag, ákvæði um skipan í launaflokka o.fl. Kvaðst Magnús viija vekja at- hygli á því, að engum samningum væri lokið við starfsmenn sveitar- félaga I Reykjaneskjördæmi. Að- eins hefðu verið gerð uppköst að samningum sem bæjarstjórnir hinna ýmsu sveitarfélaga hefðu Sovézk vopn streyma til Eþíópíu Nairobi, 22. sept. — Reuter. 100 SOVEZKIR brynvagnar til liðsflutninga hafa bori/t til Eþíópíu frá Sovétríkjunum undanfarinn hálfan mánuð, og vinna kúhanskir ráðgjafar að þvi að koma vörnunum áleiðis til víg- vallanna I norður og austur hér- uðum landsins, að því er góðar heimildir herma I Addis Ababa I dag. Samkvæmt þessum sömu heim- ildum hafa hlutar úr sovézkum MIG-þotum verið fluttir flugleiðis til Addis Ababa, en þar verða þoturnar settar saman, og þeim beitt í baráttu kommúnistastjórn- ar landsins gegn hersveitum Sóm- ala suð-austur af Addís Ababa, og gegn sveitum skilnaðarsinna í Eritreu norður af Rauða hafi. Brynvögnunum sovézku var skipað á land í hafnarborginni Assab við Rauða hafið, og þar reka kúbanskir ráðgjafar öku- skóla til að kenna eþíópískum hermönnum meðferð og akstur vagnanna. Litlar fréttir hafa borizt af vig- völlunum I dag. Sagt er að bardag- ar liggi nú niðri á austurvígstöðv- unum, þar sem sveitir Sómala eru komnar að hásléttunni vestur af bænum Jijiga eftir níu vikna sókn. Virðast báðir aðilar nú vera að endurskipuieggja sveitir sínar og vígbúast í nánd við Jijiga. Eþíópía hefur nú kvatt alla vopnbæra menn I herinn til að verjast á tvennum vígstöðvum, og vopn virðast streyma til landsins frá Sovétríkjunum. barst I gær frá Jogvan Arge i Færeyjum segir, að sumaráætlun Smyrils hafi lokið á miðvikudag og á öllum leiðum, þ.e. milli Noregs, Skotiands, Færeyja og íslands, hafi orðið veruleg aukning í flutningum miðað við s.l. ár. hún þessi orð á ráðstefnu sem hófst I Fareham á Englandi I morgun og snýst um velferðarmál aldraðra. Hún sagði: „Ef konur lifa of lengi verða þær til einskis nýtar og eiga það eitt fyrir hönd- um að dvelja löng ár á elliheimil- um og er það ekki þekkileg til- hugsun." enn ekkí undirritað, og því væri ekki um neina samninga að ræða enn sem komið væri. Þjófnadurinn á Bolungavík óupplýstur RANNSÓKN þjófnaðarmálsins á Bolungavík var framhaldið I gær og auk lögreglunnar á Bolungavik unnu tveir lögreglumenn frá Rannsóknarlögreglu ríkisins að lausn málsins. Að því er Morgun- blaðinu var tjáð á Bolungavík í gærkvöldi hafði ekkert komið fram, sem benti til lausnar á mál- inu. Sovéttogarar í landhelgi Bahia Blanca, Argentínu, 22. sept. — Reuter. ARGENTINSK yfirvöld skýrðu frá því í dag að argentínsk her- skip hefðu tekið marga stóra sov- ézka togara að ólöglegum veiðum innan argentínskrar lögsögu, og væru nú að fylgja togurunum til hafna. Talsmaður flotástjórnarinnar argentínsku sagði að þrir tundur- spillar hefðu komið að sovézku skipunum um 130 mílur frá Dos Bahis höfða. Ekki er þess getið hve margir togarar voru teknir, en það fylgdi hins vegar frettinni að nokkrir aðrir hafi siglt á brott og þeim tekizt að komast út fyrir 200 mílna lögsöguna. Sovétmenn sjáfurðuhlut Moskvu, 22. sept. — AP. Reuter. SOVÉZKIR vísindamenn hafa enga skýringu getað gefið á frá- sögnum fjölda manna af skærum eldhnetti, sem sveimaði yfir norð- vesturhluta Sovétríkjanna aðfara- nótt þriðjudags. Eldhnöttur þessi sást meðal annars yfir borginni Petrozavodsk I Keralíu, um 220 km frá finnskú landamærunum. Virtist hann um stund vera kyrr yfir borginni, og segja sjónarvott- ar að hann hafi einna helzt líkzt stórri marglittu, sem sendi frá sér fjölda ljósgeisla, svo á að líta var eins og ljósinu rigndi yfir svæðið. Tass-fréttastofan segir að enn séu að berast upplýsingar og frá- sagnir af þessu fyrirbæri og verið sé að vinna úr gögnunum. Ferðirnar milli Færeyja og Skotlands voru mjög vinsælar I sumar, og fóru 6000 manns á milli þessara landa með Smyrli i stað 4000 I fyrra, milli Björgvinjar og Færeyja fóru 8000 manns, sem er svipað og I fyrra og á Seyðisfjarð- arleiðinni urðu farþegar nú 6000 í stað 5000 i fyrra eins og áður segir. Þá flutti Smyrill 4.263 bíla i sumar, en í fyrra urðu þeir 3200. — I nútíðinni Framhald af bls. 3. hönd og huga vinna saman, þrátt fyrir aukna tækni, af því að þeir eru iðnaðar- menn. Og ennþá er handiðnaður menning- arberi, það er vinnuhönd, sem heldur hinum fínslípaða eðalsteini í greip sinni Kristján Eldjárn, forseti íslands, opn- aði iðnminjasýninguna i Árbæ Eftir að ræða örlitið tilgang iðnkynningar á íslandi sagði Kristján Eldjárn Það er haft eftir fornum Rómverja að hann hafði aldrei þreytst á að fara með þessi orð „Oss er nauðsyn að sigla' Með þessu vildi hann minna þjóð sina á þá nauðsyn, þá lifsnauðsyn, að hún kæmi sér upp betri siglingaflota heldur en hún hefði Það mætti kannski segja að iðnkynningarárið á íslandi og þá um leið Iðnkynningin i Reykjavík ekki hvað sízt, stæði undir samskonar einkunnar- orðum: Oss er nauðsyn að iðnvæðast Oss er nauðsyn að iðnvæðast frá því sem nú er, gefa gaum að því sem þegar er orðið og hyggja að því hvað gera þarf í framtíðinni, ef vel á að fara. Og það vill svo til sem sjaldan skeður, ef til vill, að allir eru á einu máli um þessa nauðsyn, þó að hugsanlegt sé að nokkur skoðanaágreiningur kunni að vera um hvernig að þessu skuli nú staðið Kristján Eldjárn ræddi þessu næst um iðnminjasýninguna í Árbæ og þau tímamót sem safnið er nú á Hann sagði: En þó að iðnkynningin horfi fyrst og fremst til framtíðar, þá er einnig á hitt að líta að i nútíðinni lifir fortiðin Hvort sem maður gerir sér alltaf grein fyrir því, þá gerir hún það Og í nútíðinni eru einnig vísarnir að þvi sem verða mun og verða þarf í framtíðinni Þetta hafa þeir sem hafa beitt sér fyrir, eða staðið að. Iðnkynningu i Reykjavík, skilið, og með miklum myndarskap sett upp iðnminjasýningu i sambandi v.ð sína kynningu á þvi sem nú er að gerast í iðnaðinum hér, og i sambandi við hugsanir þeirra um framtíðina Það fer vel á þessu allra hluta vegna, m a vegna þessa samhengis sem ég var að nefna á milli fortíðar, nútíðar og fram- tíðar, og svo einnig hins, að lita má á þessa sýningu sem afmælissýningu Ár- bæjarsafns, þar sem það hefur nú starfað i tvo áratugi Það hefur á þess- um tima verið að fikra sig áfram, ef til vill stundum hægt eins og verða vill, en alltaf öruggt, þangað til nú er svo komið að það hefur náð fullri fótfestu og er orðið fullveðja. og allir mega nú sjá að það er orðið ómissandi þáttur i menningarlifi þessarar borgar Ég vildi mega nota þetta tækifæri til þess að bera fram hamingjuóskir til þessarar merkilegu stofnunar sem Árbær er þegar orðinn, og flytja þakkir þeim sem stóðu að því að það var slofnað Ég vona að það megi vaxa og vel hafast undir velviljaðri stjórn borgar- yfirvalda og i höndum góðra safn- manna, eins og það er nú þegar. Ég vildi þá einnig nota tækifærið til þess að þakka þeim sem hafa af svo miklum myndarskap beitt sér fyrir iðnkynn- ingarári hér á landi, og i tilefni dagsins vil ég sérstaklega nefna Iðnkynninguna í Reykjavík og ég læt i Ijós þá ósk og vona að hún megi vel takast og ná sínum góða og göfuga tilgangi, sagði forseti íslands að lokum Loks tók Nanna Hermannsson for- stöðumaður Árbæjarsafns til máls og kynnti fyrir gestum þá sýningarbása sem settir höfðu verið upp í Árbæjar- safninu Athöfninni i Árbæ stjórnaði Guðmundur Guðni Guðmundsson full- trúi iðnverkafólks í iðnkynningarnefnd. — Miðstjórn ASÍ Framhald af bls. 32. leiðendur landbúnaðarafurða verði látnir sæta sömu kjörum sem allir aðrir framleiðendur út- flutnings, þ.e. að bera sjálfir fulla ábyrgð á útflutningi sínum á markaðsverði. Með því væri mögulegt að lækka innanlands- verðið með niðurgreiðslunum sem erlendir aðilar njóta nú, og /eða lækka alménnan söluskatt. Telur miðstjórnin að íslenskur almenningur væri betur að þeim miklu fjármunum kominn (á 3ja milljarð : ári) sem nú er varið til að efla í sífellu þá þjóðhagslega skaðlegu offramleiðslu til út- flutnings, sem nú á sér stað. Miðstjórnin varar sérstaklega við þeirri skoðun, sem nú virðist rikjandi meðal þeirra, sem ráð- andi eru um verðlagningarmál landbúnaðarins, að unnt sé að lyfta kjörum þeirra smábænda, sem raunverulega búa við rýra afkomu með einhliða verðlags- hækkunum. Hið rétta er að þær bjarga litlu fyrir smábændur en koma hinum best settu fyrst og fremst til góða. En til þess að bæta megi kjör smábænda þurfa allt aðrar félagslegar aðgerðir til að koma. Miðstjórnin lítur svo á, að verðlagshækkanir nú að undan- förnu sanni svo að ekki verði um villst, að gildandi verðlagskerfi landbúnáðarins sé með öllu óhæft orðið og átelur harðlega að ekki hefur verið staðið við fyrirheit, sem gefin voru af rikisstjórninni 1975 að endurskoðun þessa kerfis færi fram með aðild samtaka vinnumarkaðarins. En meðan slík endurskoðun hefur ekki farið fram, telur miðstjórnin ríkis- stjórnina ábyrga fyrir verð- lagningunni I heild, þar sem hún hefur I þeim efnum stöðvunar- vald sem hún hliðrar sér hjá að nota, þótt ærin tilefni séu til. Morgunblaðið hafði í gærkvöldi samband við Inga Tryggvason framkvæmdastjóra Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins og spurði hvað hann vildi segja um þessa ályktun. „Það er fyrst núna I haust, sem hinar almennu kauphækkanir júnisamkomulagsins koma fram í grundvallarverði til bænda þannig að nú fyrst fá bændur þær kauphækkanir sem allur almenningur fékk í júní.“ sagði Ingi. Þá sagði Ingi, að nú bættist við vísitölukauphækkun sem orðið hafði 1. september s.l. „Þá vil ég láta koma skýrt fram, að veru- legur hluti þeirra verðhækkana sem nú hafa átt sér stað, má rekja beint til hækkunar á vinnslu- og dreifingarkostnaði, sem varð vegna kauphækkananna I júni s.I„ „ sagði hann. Að sögn Inga kemur hækkun sú sem orðið hefur á slátrunarkostn- aði frá I fyrra öll fram núna. Þar við bætist að aðkeypt föng bænda hafa hækkað nokkuð og það megi einnig rekja til kauphækkananna í sumar. — Iceland products Framhald af bls. 32. anna eftirspurn I fiskréttaverk- smiðjunni. Til að bæta úr, höfum við fengið fólkið til að vinna á laugardögum og hefur það gert þaó s.l. 7 laugardaga. Þá má geta þess að í þessari viku losa tvö Sambandsskip I Bandaríkjunum, Skaftafell og Jökulfell. Þau eru með stóra farma, og voru öll flök sem skipin koma með seld fyrir- fram,“ sagði Guðjón og bætti við að þetta væri í fyrsta skipti, sem tvö skip losuðu I sömu vikunni hjá þeim. Guðjón B. Ólafsson sagðí að það væri rétt að flök frá íslandi væru seld á hærra verði en flök frá öðrum löndum, einfaldlega vegna þess að þau væru betri en önnur, og fengju þau „premíu“ fyrir það. „Það sem okkur vantar í dag er meiri fiskur, sérstaklega vantar okkur þorsk-, ýsu-, steinbíts- og karfaflök. Það hefur dregið úr afskipunum á karfaflökum til okkar frá Islandi i sumar, miðað við s.l. ár, en það var fyrsta árið sem við seldum karfa svo nokkru næmi hér. Það eru veitingahúsa- keójur sem treysta á karfa frá okkur, en nú er svo komið að við erum að lenda i vandræðum með að afgreiða hann. Astæðan fyrir þessu er að það verð sem fæst fyrir karfa hér er varla nógu hátt til þess að frystihúsin heima leggi áherzlu á að vinna hann og um leið er það verð sem greitt er fyrir karfann á íslandi ekki það hátt að skipin leggi sig mikið eftir hon- um. Þá má og geta þess að tölu- vert framboó er af karfa frá Kan- ada og fleiri þjóðum. Þegar Morgunblaðið spurði Guðjón hvort uppbygging banda- rísks fiskiðnaðar og veiða væri nú ekki töluvert mikil, eftir að fisk- veiðilögsagan þar var færð út i 200 sjómílur sagði hann. „Það er mikið rætt um þessa uppbygg- ingu, en það er enn langt I land að henni verði lokið og óvist hve mikið verður úr framkvæmdum. Þótt t.d. einhverjir aðilar hér kaupi togara, þá er það ekki nóg, þar sem lítil sem engin frysti- og vinnsluaðstaða er í landi." Að lokum sagði Guðjón að hann vildi ekki spá neinu um verð- breytingar. Menn skyldu reyna að varast allar stórsveiflur. —Israelar sakaðir... Framhald af bls. 1 höfnina síðan. Þá er því haldið fram að skotið hafi verið úr fallbyssum á israelsku bátana en þvi hefur verið neitað i ísrael, án þess að viðurkenning hafi fengizt fyrir þessu hafnbanni. Þátttaka ísraela i baráttu hægri- og vinstrisinna í Líbanon er ekki ljós, en málflutningi vinstrisinna barst i dag stuðníng- ur frá Saudi-Arabiu. Sagði Saudi- fréttastofan að ísraelskir hermenn væru að sækja fram i Lfbanon, og að þeir beittu skrið- drekum, brynvögnum og flugvél- um í sókn sinni. Sagði frétta- stofan að yfirvöld í Saudi-Arabiu hefðu vakið athygli á því á alþjóðavettvangi hve alvarlegar afleiðingar þessi afskipti ísraela gætu haft á friðinn í heiminum. — Hóta að trufla Framhald af bls. 1 þjóða hvalveiðinefndarinnar, hlaut tillagan ekki stuðning að- ildarríkjanna 16. Hvorki Bandaríkjamenn né Bretar stunda beinar hvalveið- ar, en Bretar flytja inn mikið hvallýsi. Alþjóða hvalveiðinefndin hefur þegar friðað ýmsar hvala- tegundir, en aðrar tegundir eru háðar veiðikvóta, sem i ár er 17.500 hvalir. — Lance... Framhald af bls. 1 ljós í dag, var Robert Burd, for- maður þingflokks demókrata i Öldungadeildinni. Sagði hann að ekki hefði verið unnt að halda þeim manni í embætti hagsýslu- stjóra sem ætti við svo erfið persónuleg vandamál að stíða að þau hlytu að takmarka getu hans til að sinna embættinu. Thomas O’Neill, forseti Fulltrúadeildar- innar tók í sama streng og sagði að afsögnin hefði verið bezta úr- ræðið. Leiðtogi repúblíkana i Öld- ungadeildinni, þingmaðurinn Iloward Baker, var ekki alveg á sama máli. Hann sagðist ætla að Carter hefði verið ljóst að það yrði honum of dýrkeypt að halda Lanee í embætti. Frá sjónarmiði repúblikana hefði hins vegar verið heppilegra að Lance hefói gegnt embættinu enn um skeið, því þá hefði málið dregizt og verið eftirminnilegra. Með afsögninni væri ljóst að málið félli í gleymsku. Búizt er við að ekki liði á löngu áður en Carter forseti tilnefnir annan mann í embættið. Verið er að undirbúa fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1979, og þvi árfðandi að hagsýslustjóri sé tiltækur. — Dómur Framhald af bls. 2 leg rök séu komin fram fyrir því, að framangreind ákvörðun dóms- formanns eða aðrar aðgerðir hans, sem kæran lúti að, beri vott um að hann muni eigi líta óvil- hallt á málavöxtu og er dómsorðið þvi að hinn kærði úrskurður skuli vera óraskaður. 1 frétt sem Morgunblaðinu Konur ættu ad slíta sér út. . . Engum samningum lokið í Reykjaneskjördæmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.