Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1977 19 — Iðnkynning Framhald af bls. 2 endur gefa þar gestum kost á að bragða á framleiðslunni auk þess sem þar verður efnt til sýni- kennslu. Efnt verður til tízkusýninga á Iðnkynningunni í Laugardalshöll. Verða þær klukkan 18 og 21. opnunardaginn þó aðeins kl. 21. Þar verða sýndar yfir 130 flikur sem ekki hafa veríð sýndar áður, og þarna verða sýnd föt sem sér- stök nefnd hefur valið, en venju- lega eru það framleiðendur sjálfir sem ákveða hvaða flikur þeirra eru sýndar hverju sinni. Aðgangur að Iðnkynningunni i Laugardalshöll mun kosta krónur 400 fyrir fuliorðna og 150 fyrir börn. Sögðu forráðamenn sýningarinnar á blm. fundi að það verð gætu gestir fengið marg- borgað til baka, því afhentir yrðu afsláttarmiðar i sýningarbásum á hinum ýmsu framleiðsluvörum og einnig boðið upp á ýmsa fram- leiðslu á sérstöku kynningarverði á Iðnkynningunni í Laugardals- höll. Iðnkynningin i Laugardalshöll verður opin frá kl. 15—22 virka daga og frá kl. 13—22 laugardaga og sunnudaga. — Mjög ósæmilegt Framhald af bls. 2 munu um 57% allra starfsmanna vera með lægri laun en nemur meðallaunum. Þá eru um 20% starfsmanna innan BSRB með undir 100.000 kr. í mánaðarlaun i júlí. Ofan á þessi laun býður ríkið nú 7,5% hækkun. Ef gengið yrði að slíku tilboði væri megin þorri starfsmanna BSRB enn lengra frá því megin markmiði að ná launa- jöfnuði við hinn almenna vinnu- markað. Það væri þvi alveg fráleitt að ganga að þessum afar- kostum. í sambandi við atkvæðagreiðslu um tillögu sáttanefndar munu verða haldnir fundir um uppkast- ið víðsvegar um landið nú á næstu dögum þar sem þetta samnings- uppkast mun verða kynnt fyrir félagsmönnum, en á sameigin- legum fundi stjórnar og samninganefndar BSRB 21. september s.l. var samþykkt eftir- farandi ál.vktun með 64 samhljóða atkvæðum: Sameiginlegur fundur stjórnar og samninganefndar BSRB telur, að tillaga sáttanefndar sé óviðun- andi og hvetur félagsmenn i bandalaginu til að fjölmenna á kjörstaði í alsherjaratkvæða- greiðslunni 2.—3. október n.k. og fella sáttatillöguna. I BSRB eru nú 12000 — 13000 félagsmenn sem munu greiða at- kvæði um sáttatillöguna, og jafn- vel þeir sem fjarri eru manna- byggðum munu fá að kjósa i gegnum talstöð, sagði Kristján að lokum. ASÍMINN ER: iTS. 22480 JW*röunbI*bit> Afim)ir sjíilfmv náttúmmiar svíkia engan Mjólk er alhliða fæða, sem við fáum beint úr ríki náttúrunnar. I mjólkinni eru næstum öll næringarefni, sem líkaminn þarfnast, s.s. prótín, nauðsynlegt til vaxtar og viðhalds líkamanum og kalk til myndunar og viðhalds tanna og beina. Mjólkin er auðug af A-, Bi- og B^- vítamínum og inniheldur auk þess nokkuð af D- vítamíni. Ur mjólk og rjóma eru framleiddar í]ölbreyttar afurðir. Súrmjólk, skyr, ýmir, jógúrt, rjómaís, smjör og margar tegundir osta eru meðal þeirra. Mjólk og mjólkurafurðir eru hollar og bragðgóðar- kjarnafæða sem svíkur engan. Mjólk og nijólkurafuióir- orkulind okkar og heilsugjafi Nýtt - Nýtt Dömu og herrra fótlagaskór með þykkum hrágúmmísólum Skódeildin GZÍSÍW Vesturgötu 1 Simi 1 1 353. IÐNKYNNINMPIÍ i reykjavikM Dagskrá 23. sept. K.I. 13:00—18:00 Iðnnámskynning í Iðnskólanum. Kl. 16:00—22:00 Iðnminjasýning í Árbæ. Kl. 16:00—22:00 Iðnkynning í Laugardalshöll. 24. sept. Kl. 13.00—18:00 Iðnnámskynning í Iðnskólanum. Kl. 13:00—22:00 Iðnkynning í Laugardalshöll. Kl. 14:00—22:00 Iðnminjasýning í Árbæ. 25. sept. Kl. 13:00—22:00 Iðnkynning í Laugardalshöll. Kl. 14:00—22:00 Iðnminjasýning í Árbæ. 26. sept. Kl. 15:00—22:00 Iðnkynning í Laugardalshöll. Kl. 16:00—22:00 Iðnminjasýning í Árbæ. 27. sept. Kl. 15:00—22:00 Iðnkynning í Laugardalshöll. Kl. 16:00—22:00 Iðnminjasýning í Árbæ. 28. sept. Kl. 13:00 Kynnisferðir í iðnfyrirtæki. Kl. 15:00—22:00 Iðnkynning i Laugardalshöll. Kl. 16:00—22:00 Iðnminjasýning í Árbæ. 29. sept. Kl. 13:00 Kynnisferðir i iðnfyrirtæki. Kl. 15:00—22:00 Iðnkynning í Laugardalshöll. Kl. 16:00—22:00 Iðnminjasýning í Árbæ. 30. sept. „DAGUR IÐNAÐARINS" Kl. 13:00 Athöfn við styttu Skúla fógeta. Kl. 14:00 Fundur um iðnaðarmál, Súlnasal Hótel Sögu. öllum heimill aðgangur. Kl. 15:00—22:00 Iðnkynning í Laugardalshöll. Kl. 16:00—22:00 Iðnmynjasýning í Árbæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.