Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1977 Vf » MORÖdKí- KAFf/NO '' Grani göslari Það fer ekki milli mála, það er vindspenningur, maður minn! Eg átti nú ekki við að þú næðir í þennan, þegar ég talaði um að þú sæktir dúndur dunkinn! „Vorkenni engum að læra dönsku í skóla” Að undanförnu hafa töluverðar umræður orðið i dálkum Velvak- anda um málakennslu ískólum. Hér fer á eftir bréf frá konu á Isafirði um þetta efni: ,,Ég get ekki stillt mig um að láta i ljós álit mitt um það hvort kenna eigi norðurlandamál ískól- um eður ei. Ég er hissa, ef margir eru i raun og veru á móti því að læra eitt af norðurlandamálunum í skólum. Hitt er ef til vill annað mál hvort endilega skuli kennd ef sem flestir íslendingar læra eitthvert norðurlandamálanna. Því éins og allir vita er íslenzkan erfitt mál. Það er kjánalegt að tala um að kenna frekar ensku en dönsku þegar bæði málin eru kennd i skólum. Ég fann aldrei fyrir því á mínum skóladögum að danskan tæki of mikinn tíma frá einhverri annarri grein og þó var danskan ekki mín uppáhalds- grein. Ég vorkenni engum að læra dönsku i skólum og hvað sem BRIDGE Umsjón: P6U Bergsson TAKMARK varnarspilarans er alltaf að fella lokasamning sókn- arinnar. Og auðvitað veitir oft ekki af allri hugkvæmni spilarans til að þetta takist. I dag spila lesendur vörn úr sæti austurs. Gjafari norður, norður og suður á hættu. Norður, blindur S. AG104 H. AD5 T. 1083 L. AG7 Austur S. 72 H. KG1094 T. AK2 L. K63 Suður spiar fjóra spaða eftir þessar sagnir; norður — eitt grand, austur — tvö hjörtu, suður — þrír spaðar, sem norður hækk- ar í fjóra. Vestur spilar út hjartatvisti, sem tekinn er með ás blinds. Suður tekur siðan tvisvar tromp og spilar lauftíu frá hendinni, svínar og þú tekur með kóng. Hvað nú? Hvar á að fá fjórða slag varnarinnar? Útspilið bendir til þess, að vest- ur eigi fjórlit í hjarta og suður því aðeins eitt. Þar er því engan slag að hafa. Ekki fást fleiri slagir á lauf og verða þannig þrír slagir að fást á tígul. Þegar spil þetta kom fyrir voru allar hendurnar þannig. Norður S. AG104 H. AD5 T. 1083 L. AG7 COPfBMCIN COSPER Nú. Hvaö ef ég neita hreinlega að borga? danska. Ég veit að það eru margs konar samskipti milli þessara ná- granna og vina okkar. Ég var t.d. á samnorrænu nám- skeiði í sumar og fann þar til samstöðu og frændsemi með þess- um þjóðum. Þar gátu allir talað saman, Danir Norðmenn, Svíar, Finnar, Færeyingar og Islend- ingar. Með hverju ári sem líður færumst við nær þessum þjóðum menningarlega og stjórnmála- lega. Þessi samskipti geta einung- is haldið áfram og orðið almenn. hver segir þá held ég að við séum alltaf í nánari tengslum við norð- urlandaþjóðirnar heldur en aðrar þjóðir. Asthildur Þórðardóttir." 0 Stetnmum stigu vid skemmdarverkum Vart liður sá dagur að ekki berist fréttir af skemmdarverk- um og ýmiss konar sprellvirkjum, sem eingöngu virðast unnin í þeim tilgangi að eyðileggja eigur Vestur S. 63 H.8632 T. G976 L. 854 Austur S. 72 H. KG1094 T. AK2 L. K63 Suður S. KD985 H. 7 T. D54 L. D1092 Og austur hafði ekki gleymt takmarkinu. Hann spilaði lágum tígli, undan ás og kóng. Vestur fékk á eina mannspilið sitt, var með á nótunum og spilaði aftur tígli. „Öheppni makker", sagði norður og tók saman spilin. RETTU MER HOND ÞINA Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi 50 við, að svertingjarnir fyrirlíti Indverja jafnmikið og hvítu mennina. Þeir álfta, aö Indverj- arnir hafi líka ruðzt inn 1 Afríku og að þeir pretti svarta menn í verzlun og öðrum við- skiptum. Hvers vegna getur fólk af ólikum þjóðflokkum ekki komið vel fram hvert við annað? Það er ekki heldur gott sam- komulag milli Búa og Englend- inga. Þetta er sannarlega land kvnþáttahaturs og fiokka- drátta. Já, nú fór ég aftur að tala um gömlu vandamálin. Eg læt þetta sumsé ekki svo mjög á mig fá núna. Eg er orðin sljó eða reyni aö minnsta kosti að vera það, svo að ég haldi hugar- ró. Þessi feluleikur Svíans Forss slökkti eiginlega sfðasta vonar- neistann um, að um fa>ri að hægjast f.vrir okkur. Nú ætla ég bara að láta mig falla f kramið, ef mér tekst það. Eg vil eignast barn, einnig núna. Ég leiði ekki hugann að því, hvernig barninu mundi líða í framtíðinni. Eg VERÐ að eignast barn. Já, ég SKAL, standa mig. En Ollie, HUGSAÐU VTIL MlN STÖKU SINNUM. Skilaðu kveðju til Rolangs. Koss frá þinni, Önnu. P.S. Þú spurðir mig, hvort við gætum ekki umgengizt kristni- boðana, ef við vildum eiga hvfta vini. Jú en þeir umgang- azt þeldökka fólkið vegna HUG- SJÖNA sinna og GRUND- VALLARVIÐHORFA. Ég mundi þvf stöðugt gruna þá um, að þeir vildu innst inni vera lausir við okkur og að þeir kysu fremur að hafa mök við hvítt fólk. Og ég kæri mig ekki um að blanda geði við fólk, sem NEYÐIR sig til þess, af skyidu- rækni, að vera vingjarnlegt. Ég vil eiga raunverulega vini. En nú skulum við ekki eyða orðum að þessu frekar. Ég hef ákveðið að sljóvgast. Anna. P.S.P.S. Ég ætti kannski líka að hætta að skrifa þér. Böndin við Sviss særa mig bara. En ég GETþað ekki. Anna. P.S.P.S.P.S. Elskan, sendu mér vikuhlað með mörgum mvndum frá Ölpunum. Illræmdasti kúgarinn og morðinginn vafði svartfiekkótt- um, sexmetralöngum líkama sínum glæsilega utan um akasiutré, lét flatan haus sinn standa einn metra beint út frá stofninum og lá grafkyrr, eins og hann væri grein átrénu. Það voru liðnar þrjár vikur síðan pýþonslangan át hádegisverð, og nú vonaðist hún til þess að geta gert flökkugeit nokkurri bilt við, svo að um munaði. Örn og Forss komu rfðandi með rifla um öxl og á hæla þeim svartir aðstoðarmenn, sem háru einu antílópuna. er þeim hafði heppnazt að skjóta þennan dag. — Stanzaðu andartak, mælti Örn. Ilann hafði stöðvað hest sinn um það hil tfu metra frá akasíutrénu. — Neðsta greinin á trénu þarna er engin grein. Yimani mansi inhlwati — nem- ið staðar, Pýþonslanga! hélt hann áfram og sneri sér að burðarmönnunum. Hann gaut augunum til Forss til þess að athuga, hvort hann væri hræddur. — Jæja, kannski ég megi kynna ykkur: Forss, kandídat — Stóri-Sæormur! Hjartað tók viðbragð í brjósti Forss, en hann reyndi að látast jafnrólegurog örn. — Þetta er þéttvaxinn ána- maðkur, þykir mér, sagði hann og gerði misheppnaða tilraun til að sýnast kaldur og rólegur. — Eigum við að freta á hann? — Nei, ég nenni ekki að fara af baki. Við tökum bara á okk- ur smákrók. Auk þess mundi ég ekki nenna að bera hana heim, ef við skytum liana. Ég á svona skinn uppi á vegg heima. Slangan gerði sér vfst ekki ljóst, að hún hafði verið upp- götvuð. Hún hélt þvf áfram áreynslulaust að leika trjá-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.