Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1977 29 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI r\y ujATrsvsLLtt'u ir náungans. Bent hefur verið á ýmsar leiðir til að draga úr þess- um skemmdarverkum en fátt virðist þar duga til. Hér á eftir fáum við að heyra eina hugmynd: „Mér hefur dottið í hug að ein leið væri reynandi til að koma i veg fyrir skemmdarverk eða að minnsta kosti að draga úr þeim en hún væri að allir landsmenn væru ólaunaðir eftirlitsmenn og nefnd- ir Leynilögregla Islands. Og ætti hún að sjá um að skemmdarverk væru ekki unnin. Miðað væri við að fólk gengi í Leynilögregluna við sjö ára aldur og allir yrðu félagar hennar til æviloka. Ég lít svo á að það yrði metnaður hvers og eins að vera skipaður til slíks trúnaðar fyrir land sitt og það ætti að minnsta kosti að draga úr skemmdarverkastarfsemi. Ég á von á þvi að um þetta yrði að semja lög og teldi það enga þving- un. Sveinn Sveinsson, Sólvallagötu 3.“ Þessir hringdu . . . # Reykjavík og Kópavogur E.E.: — Það virðist vera all mik- ill munur á þvi að vera ellilíf- eyrisþegi í Reykjavík eða Kópa- vogi. Þannig fá ellilífeyrisþegar í Kópavogi vegpassa, sem veitir þeim ökeypis var með Strætis- vögnum Kópavogs og þar að auki fá þeir skiptimiða, sem þeir geta notað i vagna Strætisvagna Reykjavíkur. Ennfremur fá þeir ókeypis aðgang að Sundlaug Kópavogs. Við ellilífeyrisþegar i Reykjavík fáum að visu afslátt á fargjöldum í strætisvögnum en sá böggull fylgir skammrifi að milli kl. 4 og 7 á daginn verða menn að láta tvo miða í einu. Hvar eru nú allir þeir, sem eru að tala um að þeir vilji allt gera fyrir gamla fólkið. Þarna gætu þeir sýnt hvort þeir meina nokk- uð með því, sem þeir segja og koma því i kring að þetta verði lagfært og við i Reykjavík njótum ekki verri kjara en þeir í Kópa- vogi. Mér skilst að Albert Guðmundsson alþingismaður og borgarráðsmaður hafi áhuga á hag gamla fólksins og væri nú ekki tilvalið að hann léti þetta til sín taka. Það er reyndar margt fleira, s.s. skattamál gamla fólks- ins, sem þörf væri á að ræða en ég slæ botninn á þetta að sinni. # Upplýsingar um veðrið komi reglulega Sigurður Guðjónsson: — Fyrir nokkru tók Morgunblaðið að birta lista um veður i borgum hér og þar í heim- SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á sænska meistaramótinu í sumar kom þessi staða upp í skák þeirra Fridh og Lekanders, sem hafði svart og átti leik. Siðasti leikur hvits var 27. Dd4 — a4?? inum og er það fagnaðarefni. Því miður hefur birting þessa lista verið of stopul og hann ekki verið í blaðinu alla daga. Ég vil leyfa mér að koma þeim tilmælum á framfæri að þessar upplýsingar um veður í einstökum borgum heims komi reglulega og á ákveðnum stað í blaðinu eins og margs konar upplýsingum er komið fyrir i Dagbók blaðsins. Þá þyrftu þetta einnig að vera sömu borgirnar, sem upplýsingnar eru jafnan birtar frá og það þarf nauðsynlega að geta um, hvaða tima dagsins þessi veðurlýsing er frá. Þetta efni hefur hingað til ekki verið í íslenzkum blöðum en erlendis er varla til það afdala- blað, sem ekki birtir þessar upp- lýsingar. Þetta er þarft efni og mætti gjarnan vera nokkuð itar- legt. # Matvöruverslanir taki við krukkum Sigriður Guðrún: — Églvakandadirspurn frá konu, hvort einhver vissi um stað, þar sem tekið væri á móti tómum krukkum, glösum og flöskum. Ég get ekki svarað konunni en vildi gjarnan koma þeirri hugmynd á framfæri, að allar matvöru- verzlanir tækju á móti þessum tómu krukkum og kæmi þeim áfram til þeirra, sem selja saft og sultur. Eins finnst mér tími til kominn að við íslendingar förum að huga að þvi, hvort ekki sé rétt að hefja hér á landi framleiðslu á einhvers konar einangrunarplöt- um eða texplötum úr blaðaúr- gangi, sem fellur til í miklu magni og einnig úr spytnadóti, sem fell- ur til hjá húsbyggjendum og öðr- um. HOGNI HREKKVISI Ertu að leita að einhverju ætu? G3P SIGCA V/öGA fi 'Í/LVE^N Ford Bronco '71 Stórglæsilegur Bronco '71, 8 cyl., beinskiptur, ekinn 71.000 km er til sölu. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. FIAT EINKAUMBOÐ A ÍSLANDI Davíd Sigurdsson hf. SlÐUMULA 35. SÍMI 85855. Orð krossins Fagnaðarerindið verður hnðað frá Trans World Radio, Monte Carlo, á hverjum laugardags- morgni kl. 10.00—10.15. Sent verðurá stuttbylgju 31 metra, (9,5 MHZ.) Orð Krossins, pósth. 4187, Reykjavík. Söngskglinn í Reykjavík Frá Söngskólanum í Reykjavík Skólinn verður settur í Norræna húsinu sunnu- daginn 25. sept. n.k. kl. 3.00 e.h. Áríðandi er að allir nemendur mæti, þar sem raðað verður niður í tíma strax eftir skólasetn- inguna. Skólastjóri. 27 ... Dc5+. Hvítur gafst upp, því að eftir 28. Hxc5 — Hfl er hann mát. Axel Ornstein varð Sví- þjóðarmeistari, hlaut 1014 vinning af 15 mögulegum. I 2—3 sæti urðu þeir Jansson og Kaiszauri með 9H vinning. m £í? s/iör AO WWOR £I6\ . OM V1ÓW0W41 WÓMA 0V1 WEL&m ) WiHA« MA m tV VA9 VfRO- OR VotfKAIXGT ry«l« «105 W4Mmi W BR AV V£NMST kvr'bsof,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.