Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1977 31 Frábær árangur íslenzkra ungmenna UM SIÐUSTU helgi tóku fjögur íslensk ungmenni þátt í miklu frjálsíþróttamóti i Karlstad í Svi- þjóð. Þátttakendur Í mótinu voru 760 frá öllum Norðurlöndunum nema Finnlandi, á aldrinum 13—14 ára. Er skemmst frá að segja, að íslendingarnir stóðu sig frábærlega vel og sýndu þann mikla þrótt, sem býr i islenskri æsku. Piltarnir tveir, sem kepptu I Karlstad sigruðu báðir í sinum að- algreinum, Guðjón Tómasson i 100 metra hlaupi, hljóp á 11,2 sekúndum, sem er glæsilegt is- lenskt piltamet og nýtt mótsmet, en mót þetta hefur verið haldið um árabil i Karlstad og er kennt við hinn heimsfræga Donald Duck, eða Andrés Önd. Guðjón varð og annar i langstökki, stökk 5,93 metra. — Stefán Stefánsson sigraði í hástökki, stökk 1,90 metra, sem er mótsmet og varð annar i 100 metra grindahlaupi, hljóp á 14,9 sekúndum. Hafði áð- ur hlaupið á 14,7 sekúndum i undanúrslitum. Stúlkurnar tvær, sem kepptu stóðu sig einnig með miklum ágætum, íris Grönfeldt varð fjórða i spjótkasti, kastaði 38,48 metra og Rut Ólafsdóttir hlaut 6. sæti S 100 metra hlaupi, hljóp á 13 sekúndum réttum, en hafði áður hlaupið á 12,5 sekúnd- um í undanrásum. Tveim vikum fyrir mótið í Karlstad kepptu fjög- ur 11 og 12 ára íslensk böm á Andresar Andarleikum Í Kongs- borg i Noregi og voru í fremstu röð, eins og svo oft áður. Þessi frábæri árangur leiðir hug- ann að ungu afreksfólki i fleiri íþróttagreinum, skiðamaðurinn ungi frá ísafirði, Sigurður Jónsson vakti verulega athygli i vetur sem leið á mótum viðsvegar i Evrópu, unglingalandsliðið i knattspyrnu komst i úrslit Evrópukeppninnar sl. sumar. Svipað má segja um fleiri iþróttagreinar, svo sem handknattleik, körfuknattleik, sund, fimleika, golf o.s.frv. Það hefur oft verið gagnrýnt, að skrif um iþróttir snúist nær ein- göngu um þá, sem skara fram úr hver í sinni grein og vissulega er margt til í þvi. Mannfólkið er nú einu sinni þannig, að áhugi og athygli beinist helst að afreksfólk- inu. Því verður vist seint breytt. Ekki má samt gleyma þvi, að þýð- ingarmest er að fá sem flesta til að vera með i íþróttastarfinu. Iðk- un skemmtilegra Íþrótta er að minu áliti þroskandi og veitir heil- brigðum hvötum nauðsynlega út- rás. Þeir sem tekið hafa ástfóstri við íþróttir á unga aldri, leiðast sjaldan út i óhollar og spillandi lifsvenjur. Slikt heyrir til undan- tekninga. Þvi miður hafa þeir, sem stjórna þjóðfélagi okkar ekki komið nægi- lega til móts við iþróttahreyfing- una, þegar veitt er fé úr hinum sameiginlega sjóði landsmanna. Sumum finnst, að forystumenn iþróttamála væli of mikið um fjár- skort, en geri of litið til að bæta úr þvi sjálfir. Þeir hinir sömu ættu að kynna sér málin betur, áður en þeir láta Ijós sitt skina. Það eru alltof margir, sem alita sér nægja að fylgjast með starfi iþróttahreyfingarinnar úr fjarlægð í stað þess að koma til starfa i frístundum og veita þannig öðrum og sjálfum sér ánægju og lífsfyll- ingu. Það er mannbætandi að vinna fyrir og með ungu og lífs- glöðu fólki. Ekki er hægt að Ijúka þessu spjalli um ungt afreksfólk án þess að nefna skáksnillinginn Jón L. Árnason. Skákin hefur sína sér- hæfðu skriffinna, sem eðlilega fjalla um heimsmeistarann unga, en leyfist mér að senda Jóni og Skáksambandinu innilegar heilla óskir. Körfuknatt I e iksþjá If ar i óskast til Vestmannaeyja fyrir 2. deildarlið Í.V. fyrir íslandsmótið 1977 — 78. Upplýsingar I sima 98 1166 eða 98 1450, Vestmannaeyjum. Námskeið í nútímafimleikum byrjar í Hagaskóla kl. 1.30 laugardag 24. september. Fimleikasamband íslands. Að leika sár að hróknum EKKI var það ætlun mín að fara ' að munnhöggvast við Hall Símonarson, iþróttafréttamann Dagblaðsins, þegar ég skrifaði grein sem birtist i Morgunblaðinu s.l. þriðjudag um málefni íslenzka knattspyrnulandsliðsins. Hitt er rétt, að ég leyfði mér að minnast nokkuð á heilsíðugrein eftir Hall sem birzt hafði í blaði hans þá nokkru áður, og þá sérstaklega vegna þess, að þar fannst mér hann vega ómaklega að tveimur leikmanna íslenzka liðsins og gera tilraun til þess að gera tvo knattspyrnuþjálfara tortryggi- lega, fyrst og fremst i þeim til- gangi að upphefja Tony Knapp, fyrrverandí landsliðsþjálfara. Eitthvað sem undirritaður sagði í greininni hefur komið ákaflega illa við Hall, þar sem skrif hans s.l. miðvikudag bera þess óræk merki, að hann er mjög reiður og miður sin. Nú þykir mér það aldrei skynsamlegt að deila við reiða menn, heldur betra að bíða og sjá hvort þeim rennur ekki reiðin og athuga síðan hvort unnt er að ræða málin æsingalaust. En í nefndri grein Halls kemur fram augljós misskilningur sem vert er að leiðrétta i þeirri von að honum líði betur á eftir. Fyrst skal ég upplýsa Hall um það, að undirritaður gluggar oft í Dagblaðið, þótt önnum kafinn sé. Hefur meira að segja lesið iþróttafréttir blaðsins öðru Knattspyrnuþjálfaranámskeið 1. stigs hefst í Kennaraháskóla Islands föstudaginn 7. október kl. 17.00. Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri, hafa talsverða reynslu sem knattspyrnumenn og leggja fram meðmæli frá ábyrg- um strjónarmanni knattspyrnu- deildar. Knattspyrnuþjálfaranámskeið 2. stigs hefst föstudaginn 28. októ- ber kl. 17.00 í Kennaraháskóla íslands við Stakkahlíð. Umsækj- endur hafi áður lokið 1. stigi og starfað við þjálfum a.m.k. eitt leiktímabil. hverju, m.a. umsögnina um lands- leíkinn við Hollendinga. Hallur virðist taka alla gagnrýni mína á j fréttaflutnin:: og hástemmd ; lýsingarorð eftir leikinn við Holland og Belgíu beint til sín, en slíkt var þó ekki ætlunin. Yfirleitt fundust mér þeir fréttamenn sem fjölluðu um leikinn ekki gefa rétta mynd af því sem gerðist á vellinum, eftir að ég hafði horft á leikirin í sjónvarpinu. Reyndar kemur það fram i miðvikudags- grein Halls, að það sé raunar ekki að marka það sem sýnt var í sjón- varpinu vegna „samþjöppunar aðdráttarlinsa" svo vel getur verið að leikurinn hafi verið allt öðru visi en þar mátti sjá. Að minnsta kosti gat undirritaður aidrei séð það sem Hallur lýsir með orðunum „Þá (þ.e. i seinni hálfleik) léku íslendingar eins og Hollendingar — og slíkan snilldarleik sem þeir sýndu i síðari hálfleik hefur ekkert íslenzkt landslið náð að sýna áður. Það munaði svo litlu, að úrslitin yrðu miklu hagstæðari fyrir Island, jafnvel 3—2". Eg verð þvert á móti að endurtaka það, að mér fannst reginmunur á íslenzka og hollenzka liðinu og skal endur- taka það einnig að slíkt finnst mér ekkert óeðlilegt. Hallur virðist einnig álita að það sem sagt er um ummæli Tony Knapps eftir leikinn hljóti að vera tekið upp úr Dagblaðinu. Námskeiðsgjald er kr. 8.000, og eru kennslugögn innifalin i þvi gjaldi. Áhugasamir umsækjendur geta sent umsóknir sinar nú þeg- ar til Tækninefndar KSÍ, Iþrótta- miðstöðinni, Laugardal, Reykja- vík. Þar sem ekki er unnt að veita nema takmörkuðum fjölda að- gang að námskeiðunum, verða umsóknir látnar gilda i þeirri röð sem þær berast, að öðru jöfnu. Helmingur námskeiðsgjalds fylgi umsókn. Allar upplýsingar eru gefnar á skrifstofu KSl, simi 84444 milli kl. 13.00 og 16.00 dag- lega. (Frétt frá tækninefnd KSI) Þótt Hallur sé mikill já — maður landsliðsþjálfarans, vildi svo til að það voru fleiri fjölmiðlar sem höfðu samband við hann eftir leikinn. Það að Ilallur hefur fundið i grein minni, þá tilvitnun í Ton.v Knapp. að Islendingar hafi átt 70 minútur af 90, er meira en mér hefur tekizt. Var einhver að tala um rangtúlkun eða jafnvel fölsun? Eg verð lika að viðurkenna að ég er ekki það kunnugur knatt- spyrnumálum hér að ég viti nákvæmlega hvað gerist frá degi til dags hjá Tony Knapp, né heldur hvaða leikmenn það eru sem ekki kæra sig um handleiðslu hans. Um það hef ég enga skýrslu fengið frá landsliðsþjálfaranum, né heldur óskað hennar. Enda á Knapp enga lofgrein hjá mér. Persónulegt skítkast Halls í minn garð hirði ég ekki um að ræða. Aðaltilefni greinar þeirrar sem ég skrifaði og fór svo mjög í taugar Halls var að benda á það sama og prýðispilturinn ,lón Pétursson, segir í viðtali við Hall sem birtist s.l. miðvikudag — að landsliðinu sé gefihn of litill tími til æfinga, þótt ég sé ósammála Jóni um það að refsa eigi þeim mönnum með keppnisbanni sem ekki vilja, einhverra hluta vegna, leika með landsliðinu. Að mínu mati hlýtur það að vera þeirra mál. Að lokum: Hallur Simonarson setur fram dæmisögu í lokaorðum sinum í greininni i Dagblaðinu og varpar fram spurningu til undir- ritaðs: „Heldur þú, að Friðrik Ölafsson, eftir jafna byrjun við stórmeistara, en léki svo skyndi- lega af sér tveimur hrókum, stæði óbeygður eftir slík áföll?” Svar: Nei, það held ég ekki, en það er hins vegar skoðun mín að Friðrik Ölafsson sé það góður skákmaður að það henti hann aldrei að leika þannig af sér. Slikt kemur ekki fyrir skákmenn sem orðnir eru stórmeistarar, eða þá sem hlotið hafa a.m.k. sæmilega þjálfun. Hinsvegar hendir það oft byrjendur að leika af sér hrókn- um — stundum báðum. Steinar J. Lúðvíksson ÞJÁLFARANÁMSKEID KSÍ odidas ^ á öll toppliðin Landsliðið I Akranes —Valur — Fram nota adidas skó og búninga Umboö: Heildsölulager: Björgvin Schram, Heildverzlun Austurbakki h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.