Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 32
M.YKINt;ASIMINN KK: 22480 jRloraimblnbií) m&mí&lábVb FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1977 Metsala Gunnars SU í Þýzkalandi: Fékk 159,06 kr. í meðalskiptaverð — Brúttóverð á kíló 224 kr. VÉLSKIIMO (íunnar SU 139, fókk í Rær hæsta fiskverð sem ;>ri'>tt hefur verið í Þý/kalandi er hátur- inn seldi þar í «ær. Meðalverð á hVert kíló reyndist vera kr. 224,03 oj» meðalskiptaverð kr. 159,00. Cunnar seldi 04.0 lestir í Brem- erhaven í f'ærmorf'un ofi fékk fyr- ir alfann 103,015 mork eða tæp- lc/;a 14,5 milljónir króna. Ingi Tryggvason: Trúnaðarbrot gagnvart Alþingi að láta skýrsl- unaaf hendi „Fjárveitinganefnd er þing- nefnd ofr á sem slík fyrst Of> fremst að standa skil gagnvart Alþíngi. Það væri því trúnað- arbrot gagnvart alþingi, ef við færum nú að láta fjölmiðlum i té þessa skýrslu," sagði Ingi Tryggvason, formaður fjár- veitinganefndar, er Mbl. falað- ist eftir þvi í gær að fá hjá fjárveitinganefnd skýrslu um könnun á ástandi Víðishússins og kostnaði við að koma þvi i nothæft ástand fyrir mennta- málaráðuneyti og skyldar stofnanir. „Hins vegar geri ég ráð fyrir að þetta mál komi upp á Alþingi mjög fljótlega og þá ætti ekkert að vera í veginum fyrir því, að fjölmiðl- ar fái þær upplýsingar, sem þeir óska eftir," sagðí Ingi Tryggvason. Fiskurinn, sem (íunnar var með, var allt stór ufsi, en mikil eftirspurn er nú eftir stórum ufsa í V-Þý/.kalandi. Agúst Einarsson hjá Landssam- bandi islenzkra útvegsmanna sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að framvegis myndi L.I.Ú. gefa upp meðalskiptaverð pr. kíló, sem fengist fyrir fisk, sem íslenzk skip seidu í erlendri höfn. Með því fengist raunhæfur sam- anburður á því verði, sem fengist erlendis og á þvi sem greitt væri hér á landi. Benti Agúst á, að kostnaður við löndun erlendis væri miklum mun meiri en við löndun hérlend- is. Meðalskiptaverð fengist út, þegar búið væri að draga frá fast- an erlendan kostnað, stofnfjár- sjóðsgjald og 4,5% útflutnings- gjald. Þessa mynd tók Ijósm. Mbl. ÓI.K.M. f Arbæjaarsafni f Reykjavfk f gær, en þar var opnuð iðnminjasýning sem þáttur f Iðnkynningu í Reykjavfk. Sjást hér m.a. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri, dr. Kristján Eldjárn forseti Islands og Albert Guðmundsson formaður iðnkynningarnefndar f Reykjavfk skoða bás og handverk skógerðarmanna. Mikil eftirspurn eftir físki í Bandaríkjunum: Iceland products seldi fyrir 1650 milli. kr. í ágústmánuði „HIO HAA fiskverð sem nú er hér í Bandaríkjunum getum við fyrst og fremst þakkað, að s.l. 5—10 ár hefur áhugi fyrir fisk- réttum aukist gífurlega. Það eru nú miklu fleiri veitingastaðir, sem telja að nauðsynlegt sé að hafa fiskrétti á boðstólum og eft- irspurnin eftir góðum fiski er orðin það mikil, að það tjóar ekki fyrir fiskkaupendur að hlaupa á milli seljenda í von um lægra verð,“ sagði Guðjón B. Olafsson framkvæmdast jóri Ieeland produets fyrirtækis Sambandsins í Bandaríkjunum, þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær. Það kom fram hjá Guðjóni þeg- ar hann ræddi við Morgunblaðið, að í þau 26 ár, sem fyrirtækið Miðstjórn A.S.Í.: Stemma verður stigu við offramleiðslu landbúnaðarafurða Verðlækkanirnar núna má rekja til kaup- hækkana í sumar segir Ingi Tryggvason MIÐSTJORN Aiþýðusambands íslands samþykkti á fundi í gær að vara mjög alvarlega við þeirri þróun, sem nú er að markast í verðlagsmálum landbúnaðarins. Segir f ályktun frá fundinum að sá vítahringur sem nú hafi skapast verði tæpast rofinn með öðrum ráðum en þeim að stemma stigu við offramleiðslu til út- flutnings á þann hátt að framleið- endur landbúnaðarafurða verði látnir sæta sömu kjörum og allir aðrir framleiðendur útflutnings, þ.e. að bera sjálfir fulla ábyrgð á útflutningi sínum á markaðs- verði. Segir í ályktun miðstjórnar A.S.Í. að nýorðnar verðhækkanir á landbúnaðarafurðum valdi 3,7% hækkun framfærslukostn- aðar. Ingi Tryggvason fram- vkæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins sagði í gærkvöldi. að hækkun landbúnaðarafurða nú starfaði að langmestu leyti af kauphækkunum í júní sumar, bændur væru nú fyrst að fá sína kauphækkun. Þá hefði allur kostnaður við vinnslu land- búnaðarvara stórhækkað vegna þeirra kauphækkana, sem orðið hefðu í júní. Miðstjórn Alþýðusambands tslands varar mjög alvarlega við þeirri þróun, sem nú er að markast í verðlagsmálum land- búnaðarins. Með síðustu verð- ákvörðun 6 manna nefndar hækka kjötvörur um og yfir 30%, en fyrir skömmu hækkuðu mjólkurvörur um 20%. Þessar hækkanir valda 3,7% hækkun framfærslukostnaðar, og enn munu öll kurl ekki vera komin tii grafar og virðist hugsanlegt að enn verði hækkanir að fáum vik- um liðnum, þannig hefst ályktun- in sem samþykkt var samhljóða á miðstjórnarfundi ASt í gærdag. Annars er ályktunin svohljóð- andi. Miðstjórnin álítur, að með slíkri verðlagsþróun sé svo nærri gengið kaupgetu alls almennings að ekki verði við unað og að jafn- framt séu hagsmunir þorra bændastéttarinnar lagðir i stór- fellda hættu. Hinar óhæfilegu og snöggu verðhækkanir hljóta þegar í stað að leiða til minnkandi sölu landbúnaðarafurða og þá sér- staklega á kjöti og smjöri en slík sölurýrnun leiöir aftur af sér vax- andi útflutning og vaxandi skatt- heimtu af almenningi i út- flutningsbætur á offramleiðslu, sem sáralítið verð fæst fyrir. Miðstjórnin telur að þessi víta- hringur verði tæpast rofinn með öðrum ráðum en þeim að stemma stigu við offramleiðslu til út- flutnings á þann hátt að fram- Framhald á bls. 18 Mikill skortur á öllum blóð- flokkum 99 — „Virðist vera O-tungl núna MIKILL skortur er nú á öllum blóðflokkum í blóðbankanum. Að sögn starfsfólks blóðbank- ans, er þó sérstaklega mikill skortur á O-ílokki um þessar mundir, „það er eins og það sé O-tungl núna“, sagði forstöðu- maóur Blóðbankans, og kvað það einkennilegt að stundum virtist eingöngu þörf á einum ákveðnum blóðflokki i sam- bandi við slys og aðgerðir. Blóðbankinn biður fólk að koma til liðs ef það mögulega getur, en opið er til kl. 16 í dag og síðan eftir helgina. hefur starfað í Bandaríkjunum hefur sala þessa aldrei verið meiri en í ágústmánuðu s.l. Þá seldi Iceland products fyrir 8 milljónir dollara eða um 1650 milljónir króna. „September virð- ist ætla að verða svipaður, enda eigum við nú fullt í fangi með að Framhald á bls. 18 Púðrið flutt í sprengi- efnageymslu PÚÐRIÐ, sem var í púður- geymslu Flugeldagerðarinnar á Akranesi, helfur nú verið flutt í sprengiefnageymslu á Akranesi. Rannsókn sprengislyssins heldur áfram og I gær fóru efnaverk- fræðingur öryggiseftirlits ríkis- ins og rannsóknarlögreglumaður til Akraness. Að sögn Björgvins Bjarnasonar, bæjarfógeta á Akranesi, hafði i gær ekki verið gengið frá skýrsl- ifm um tjón það, sem varð af völdum sprengingarinnar. Ágústmánuður: Vöruskiptajöfnuðurinn hag- stæður um 847 millj. krónur Vöruskiptajöfnuður lands- manna var hagstæður um 847,6 milljónir króna í ágústmánuði, og er vöruskiplajöfnuðurinn þá óhagstæður um 6.290,2 milljónir króna fyrstu álla mánuði ársins. 1 ágúst voru fluttar út vörur fyrir 10.615 milljónir króna, en inn fyrir 9.767,6 millj. kr. I ágústmánuði á s.l. ári varð vöruskiptajöfnuöurinn óhagstæð- ur um 3.277,3 millj. kr. og var þá óhagstæður fyrstu átta mánuði ársins um 6.082,8 millj. kr. Það sem af er þessu ári hafa verið fluttar út vörur fyrir 67.192,2 millj. kr. en inn fyrir 73.482,4 millj. kr. Ál og álmeimi hafa verið flutt út fyrir 10.488,4 millj. kr. Hins vegar hafa verið fluttar inn vörur til íslenzka járn- blendifélagsins fyrir 117,2 millj. kr„ til Landsvirkjunar fyrir 479,3 millj. kr„ til Kröfluvirkjunar fyr- ir 378 millj. kr. og til Islenzka álfélagsins fyrir 5.085,8 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.